Morgunblaðið - 11.04.1961, Page 17

Morgunblaðið - 11.04.1961, Page 17
Þriðjudagur 11. apríl 1961 MORGVNBLAÐIÐ 17 Sigurbjörg Minning r. 22. júlí 1873 — D. 1. apríl 1961 Hvl skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig ó móðir góð? — Upp þú minn hjartans óður! *>ví hvað er ástar og hróðrar dís cg hvað er engill úr Paradís, bjá góðri og göfugri móður. u, (Matthías Jochumsson) ÞEIM fer fækkandi. sem lifaS íhafa allt hið öra framþróunar- ekeið íslenzku þjóðarinnar frá íþví á síðustu áratugum 19. aldar- innar og það sem af er þeirri 20. — Frá torfbæjunum til ramm- gerðra steinhúsa og umfram allt frá fátækt og örbirgð til bjarg- álna og félagslegs öryggis. i) Að morgni laugardagsins 1. epríl sl. hins næsta dags eftir föstudaginn langa, andaðist að heimili dóttur sinnar, ekkjan Sig- urbjörg Jónsdóttir á 88. aldurs- ari, en hún var fædd 22. júlí 1873 eð Glaumbæ í Langadal, Austur- ■Húnavatnssýslu, dóttir hjónanna Sólveigar Ólafsdóttur og Jóns Jónssonar. t Með Sigurbjörgu, sem jarðsett verður í dag frá Keflavíkur- Ikirkju, er enn einn samferðamað- urinn úr alþýðustétt, frá þessu gleðilega tímabili þjóðarsögunnar fallinn úr röðum lifenda. Saga Sigurbjargar verður af eðlilegum ástæðum um flest lík Bögu alþýðufólks frá þessum ár- um. — Aðeins 18 vikna gömul missti hún föður sinn og var þá itekin í fóstur af þeim sæmdar- hjónum er þá bjuggu að Þóreyj- arnúpi í Vestur-Húnavatnssýslu, þeirra Hans Natanssonar (Ketils- Bonar) og Kristínar Þorvarðar- dóttur. Þar dvaldist hún til 18 lára aldurs, eða þar til hún réðist til vinnu suður á land. Sigurbjörg minntist þessara fósturforeldra sinna ávallt með sérstökum hlý- hug og þakklæti, enda létu þau Bér mjög annt um hana og skoð- uðu ávallt, sem eitt af sínum börnum. Ferð Sigurbjargar suður á land treyndist taka nokikuð lengri tíma, en í upphafi mun hafa verið ráð fyrir gert, því hér sunnanlands dvaldist hún til dauðadags. í Hvalsneskirkju hinn 8. nóvember 1895 giftist Sigurbjörg eigin- manni sínum Guðna Jónssyni eettuðum frá Grímsstöðum í Vest ur-Landeyj um og stofnuðu þau fyrst heimili að Fálkhúsum á Mið nesi. Árið 1903 fluttust þau hjón- in ásamt þrem börnum er þau höfðu þá eignazt til Keflavíkur. í Keflavík bjuggu þau þar til að Jónsdóttir eiginmaður hennar lézt 16. marz 1937. í Keflavík bættust enn 3 ibörn í hópinn svo alls eignuðust þau hjónin 6 börn og eru 5 þeirra enn á lífi, — Ragnar Jón, Vilborg og Sigurbjörn eru búsett í Kefla- vík en Ólafía og Margrét eru bú- settar í Kópavogi. Elsti sonur þeirra Kristján lézt 5. nóv. 1954. Eftir að eiginmaður hennar lézt brá hún búi og fluttist til dóttur sinnar Ólafíu og bjó þar alla stund síðan, og naut þar ávallt sérstakrar umhyggju og aðhlynn- ingu allt til síðustu stundar. Afkomendur þeirra Sigurbjarg- ar og Guðna skipta nú orðið tug- um, þótt stór skörð hafi í þann hóp verið höggvin. Ef draga ætti fram persónuleg sérkenni Sigurbjargar, þá hygg ég að þar myndi hæst bera ósér- plægni, fórnfýsi, glaðværð og viljafestu. Allan sinn langa starfs dag vann hún hörðum höndum meðan heilsa og kraftar leyfðu og undi sér aldrei, féllu henni verk úr hendi. Þessa starfs henn- ar naut öll fjölskyldan og stór hópur utan hennar. Þeir eru ekki fáir, sem flíkurnar hennar hafa yljað um dagana, — meira um verð var þó sú hlýja sem frá henni streymdi, ekki sízt ef ein- hversstaðar voru erfiðleikar og einstök var umhyggjan fyrir öll- um sem henni voru tengdir eða hún þekkti. Fram til hinztu stund ar fylgdist hún með gangi mála hjá hverjum einstökum í fjöl- skyldunni og tók þannig þátt í einu og öllu er þann stóra hóp varðaði Þannig gladdist hún með hverjum einum sem vel gekk, en hvatti og stældi þá, sem þess þurftu, til að standast brotin í mótviðri lífsins. Sendisvelnn Röskan sendisvein vantar strax Má vera hálfan daginn. Ingólfs Apótek Tvœr stúikur óskast á veitingahúsið Röðul. Upplýsingar á Smáragötu 2. Helga Marteinsdóttir 6 herb. íbúSarhœB Mjög skemmtileg og rúmgóð, með þrennum svöl- um, á efri hseð við Úthlíð til sölu. Sér bílskúr. Skipti á 3ja eða 4ra herb. nýtízku íbúð með bílskúr eða bílskúrsréttindum æskileg. Má vera í fjölbýlishúsi. STEINN JÓNSSON, hdi. lögfræðistofa — fasteignasala Kirkjuhvoli — Símar: 1-4951 og 1-9090 Sá, sem þetta ritar og í rík- um mæli hefur notið þessara mannkosta Sigurbjargar, kann ekki annað betra úr bundnu máli, en þær Ijóðlínur er Matthías Joc- humsson orti til móður sinnar látinnar og hér fylgja með, til uppbótar þessum fátæklegu minn ingarorðum. Ótalinn er enn einn ríkur kost- ur í fari Sigurbjargar, hinn óbif- anlega kristna trú, sem eins og sameinaði alla mannkosti henn- ar í kærleika og umhyggju við þá sem hún umgekkst. Þessa trú sína bar hún ekki á torg, heldur miðlaði ungviðinu, börnum, barnabörnum og nú síðast barna- barnabörnum á þann hátt og með þeirri lagni að þessu mun lengi gæta, þótt hennar njóti nú ekki lengur við. Bústaðaskiptin eru sæl slíku fólki, sem notað hefur alla orku líkama og sálar í annarra þjón- ustu og til þess að gera öðrum gott, er krefjast lítils og einskis fyrir sjálft sig. Fyrir þína hönd amma mín, færi ég öllum vandamönnum og vandalausum, hinztu þakkir fyr- ir allt gott, sem þú fékkst notið og þó sérstaklega þeim sem að þér hlúðu síðustu þrautastund- irnar, til læknisins, hjúkrunar- konunnar og dóttur þinnar, Óla- fíu sem þú bjóst svo lengi hjá. Þér sjálfri færi ég alúðarþakkir fyrr allt sem þú lést okkur öll- um í té sem í nálægð þína kom- ust, þar skal ekkert öðru framar tekið eða undan dregið. Sam- kvæmt öllu því er kristnin boðar, sem þú varst svo mikill og góður fulltrúi fyrir, þá átt þú fullvissu góðrar heimkomu. Guð blessi alit þitt starf meðal okkar, þér til gleði og okkur til góðs. E.G.Þ. Lögtök Samkvæmt beiðni ríkisútvarpsins og að undangengn- um úrskurði í dag, verða lögtök látin fram fara, á kostnað gjaldenda, fyrir ógreiddu afnotagjaldi af útvarpi í Reykjavík fyrir árið 1959 og 1960, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Borgarfógetinn í Reykjavík, 28. marz 1961. Kr. Kristjánsson Nr. 5/1961 Tilkynning Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarks- verð á smjörlíki. 1 heildsölu pr. kg. Kr. 12,35 1 smásölu pr. kg., með söluskatti — 18,30 Reykjavik, 8. aprS 1961 Verðlagsstjórinm Bláa - Bandið vill taka á leigu einbýlishús í Reykjavík eða næsta nágrenni. Kaup á húsi koma einnig til greina. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: „Bláa Bandið — 1002". Nevil Shute er einn mestlesni skáldsagnahöfundur Bretlands í dag. Hann hefir ritað fjölda bóka, en mesta frægð hlaut hann þá fyr- \ ir þessa skáldsögu, sem hefir ver- ið þýdd á fjölda tungumála. Á ströndinni hefir verið kvik- mynduð og var í fyrra kjörin bezta bandaríska kvikmynd ársins. Innan skamms mun hún verða sýnd hér í Reykjavík. Á ströndinni er stórbrotið skáld- rit, sem fjallar um endalok mann- kynsins. Ságan gerist í Suður- Ástralíu og lýsir fólki, sem bíð- ur dauðans, algers dauða alls lífs á jörðu. Kjarnorkustyrjöld hefur geisað á norðurhveli, og helrykið berst hægt suður á bóginn með vindum loftsins. Hvernig lifir mannkynið síðustu mánuði sína? Hverjar eru tilfinningar fólks, sem bíður dauðans og veit, hvemei 1 NEVIL SHUTE A STRONDINNI Þýðandi Njörður P. Njarðvík það muni deyja? Um þetta fjallar höfundurinn af einstæðu raunsæi. Inn í þessa uggvænlegu atburði fléttast fógur og sérstæð ástar- saga. Bókin er spennandi og krydduð hóglátri kímni. Bókaafgreiðsla AB er í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.