Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. apríl 1961 DÆTURNAR VITA BETUR SKÁLDSAGA EFTIR RENEE SHANN ----------- 26 ------------- ' i — Hún er ekkert í þann veg- inn. — Það sagðistu nú samt í gær- kvöldi vera hræddur um. — 'Gerði ég það? Já, ég hef víst sagt marga vitleysuna í gær- kvöldi. — Jæja, þú sagðir nú skemmti- legar vitleysur innan um. Nigel hleypti brúnum. Hefði svo verið var hann að minnsta kosti búinn að gleyma því. Gall- inn við stúlku eins og Sharman var sá, að hún var svo fjandans frek, að maður varð eiginlega að svara henni uppi. En svo ætti !hún bara að hafa vit til að skilja, að allt slíkt var marklaust hjal, sem þýddi minna en ekki neitt. Hann andaði léttar, þegar hann sá, að þau voru alveg að lenda Við flugvöllinn. — Viltu taka bílinn til baka? gpurði hann. — Nei, ég kem inn með þér. — Vélin fer eftir nokkrar mín- útur og þér verður ekki hleypt gegn um tollinn. Hún sendi honum ofurlítiið, lymskubros. — I>ú segir það! Nigel borgaði bílstjóranum og hugsaði, að hún gæti þá séð fyrir sér sjálf að komast inn í borgina. Hann tók töskuna sína og þau gengu saman inn í af- greiðslusalinn. — Jæja, þá er vist bezt að kveðjast, sagði hann, er þau komu, andartaki seinna, að toll- gæzlunni. — Æ, nei. Hún tók veskið sitt úr handtöskunni. — Hérna er farmiðinn minn. Viltu ekki passa hann fyrir mig. Gerðu það, Nigel minn, ég væri alveg viss með að týna honum. Nigel horfði á hana steinhissa. — Þú gætir að minnsta kosti sett upp svolítinn ánægjusvip, sagði hún ásakandi. — En til hvers skollans ertu að fara til London Og fyrst þú ert það, hversvegna gaztu ekki nefnt það við mig fyrr? — Ætli ég sé ekki að fara þangað, af því að þú ferð þang- að? Mér datt í hug, að það gæti verið gaman að skreppa þangað rétt sem snöggvast. Ég ætla að gista hjá henni Barböru. Ég hringdi til hennar 1 morgun og sagði henni að búast við mér. En þér sagði ég ekki af því, af því að ég vildi koma þér svolítið á óvart. — Það er eins og ég sagði: Þú ert meiri kvenmaðurinn! Þú ger- ir það(, sem þér dettur í hug, alveg án þess að taka tillit til kosfnaðatrins — og tilfinninga annarra, mætti bæta við. — Já, þetta er víst ekki nema satt. Hún hló ofurlítið. — Mér þætti nú hálfgaman ef þú misst- ir af vélinni, vegna þess að þú ert að karpa þetta við mig. Og svo sagði hún, þegar þau voru komin á loft: — Þú ert ekki reiður við mig, er það? — Nei, en ég býst ekki við, að Janet yrði neitt hrifin af því, hvernig þú hagar þér. — Þá skaltu ekki segja henni frá því. Auk þess ... — Auk þess, hvað? — . . . er það hennar að halda í þig, finnst þér ekki? — Það mundi nú .aldrei veit- ast henni erfitt. — Vertu ekki alltof viss um það. Jafnvel þó mér sleppi, eru margar álitlegar stúlkur í Was- hington. Ef hún sleppti þér ein- um þangað, vildi ég enga ábyrgð taka á því, sem verða kynni. — Það kemur ekki til, að hún sleppi mér þangað einum. Nigel sagði við sjálfan sig að um það atriði væri hann gall- harðari en nokkru sinni fyrr. En um það yrðu þau að komast að niðurstöðu. En nú, er hann vissi upp á dag, hvenær hann tæki við nýju stöðunni var enginn tími til að hjakka fram og aftur og það ætlaði hann að segja Jan- et í kvöld. Meira að segja gæti verið ráðlegt að beita dálítilli hörku ef til þess kæmi. Guð skyldi vita, að hann hafði reynt að vera nærgætinn og skilnings- góður í þessu máli, en þessi tvö eða þrjú kvöld sem hann hafði | hringt til hennar, hafði hún aldrei virzt nægilega einbeitt. Hann varð æ gramari við móð- ur hennar fyrir framkomu henn- ar við þau, og jafnvel við Janet líka. Honum fannst það svo til- gangslaust að vera að hika við þetta af hræðslu við, að faðir hennar mundi yfirgefa móður hennar. Aldrei hafði hann heyrt vitlausara! En í hennar augum var þetta sjálfsagt rammasta al- vara. Hún var augsýnilega full áhyggju og kvíða. Hann var feginn, þegar flug- ferðin var loks á enda. — Kemur Janet á móti þér? spurði Sharman, þegar vélin rann eftir brautinni á vellinum. — Nei. Ég vissi ekki með hvaða ferð ég kæmi. — Þá getum við orðið samferða inn í borgina í almenningsvagn- inum. Það var jafngott, hugsaði hann, að hann hafði lofað Janet að hringja í hana undir eins og hann væri kominn til London. Jafnvel nú átti hann fullt í fangi með að hrista Sharman af sér. — Þú gætir ekið mér íieim til hennar Barböru, er það ekki? — Onei, ekki gæti ég nú það. Ég skal koma þér í einn bii og sjálfum mér í annan. — Þú ert ekki sérlega altileg- ur. — Nei, ég er fyrst og fremst að flýta mér. Auk þess förum við sitt í hvora áttina. — Gott og vel. Ég fyrirgef þér. Blessaður! Sé þig á morg- un. Þú sagðist ætla með síðustu flugferð, var það ekki? — Jú, það gerði ég, sagði Nigel þreytulega Hann opnaði vagn- dyrnar. — Inn með þig. Heils- aðu Barböru. Og komdu þér nú ekki í neitt klandur, meir en þú þarft. vni. Margot lauk við að snyrta sig. Hún átti að fara í boð til Durring tons og það fór að verða hver síð | astur að koma sér af stað. Nora Durrington hafði hringt til henn ar í morgun og spurt hana, hvað hún ætlaði að gera af sér í kvöld. Þegar hún sagðist ekkert sérstakt ætla að gera, spurði hin, hvers- vegna hún gæti þá ekki eins vel komið til sín. Þetta var lítill hóp ur, sem ætlaði fyrst að borða í Formósa, og síðan á aðra sýning una í Victoria Palace á eftir. Komdu til mín og fáðu þér eitt glas á undan, Margot; mér þætti voða gaman að sjá þig. Margot hafSi þegið boðið hik laust. Hún vildi einmitt svo gjarn an hafa eitthvað ákveðið fyrir stafni á laugardagskvöldum. Það veitti ekki af að gera sér ein- hverja tilbreytingu í vikulokin. Og þetta hafði líka verið auma vikan! Það væri ^kkert úr vegi að enda hana svolítið almenni- lega Að minnsta kosti langaði hana ekkert til að vera ein, og flestir kunningjar hennar voru burtu úr borginni. Og þá mundi hún það: Hvað ætluðu allir að gera af sér í sumarleyfinu? Ætli það hefði nokkra þýðingu að færa það í tal við Philip? Líklega ekki. Hann mundi koma sér hjá því að fara með henni, ef hann bara gæti, var hún viss um, jafnvel þó að Janet yrði þá enn hjá þeim. Og Janet yrði líka erfið og mundi segjast alls ekki geta farið neitt. Til þess væri hún of önnum kaf- in að undirbúa brúðkaupið sitt. Já, hvað mundi nú Janet gera? Síðan kvöldið góða, þegar hún hafði sagt þeim feðginum af veik indum sínum og læknisheimsókn inni, hafði Janet ekki minnzt aukateknu orði á nein hjú- skaparmál. En þar með var ekki sagt, að hún mundi fresta giftingunni. Margot vissi, að í kvöld var Nigel aftur kominn til London, hafði komið fljúgandi seinnipartinn frá París, og nú var Janet út að borða með honum. Vafalaust hafði hún samt sagt honum í bréfi eða sím tali frá öllu, sem gerzt hafði. „Mamma segist vera veik, Nigel, en við pabbi erum alveg viss um, Skáldið og mamma litla THESE PICTURES PON‘T PROVE VOU'RE INNOCENT. TRAIU...I STILL TMINK VOU TOOK . THE CHILDf ) THERE IS VOUR CHILD SURROUNDED BY WOLVES...AND VOUR DOG ^ TRVING TO PROTECT HIM f Mk VOU'RE GOING TO LOOK AT THESE PICTURES. McCLUNE „WHETHER VOU LIKE IT OR NOT / _. — Þú skalt líta á þessar mynd- ir McClune .... Hvort sem þér líkar betur eða verr! Þarna er drengurinn þinn umkringdur úlfum .... Og hundurinn þinn að reyna að vernda hann ! — Þessar mjmdir sanna ekki sakleysi þitt Markús .... Ég held enn að þú hafir rænt barn- inu! að það er bara fyrirsláttur. Hún er að reyna að hræða mig til þess að lofa henni að giftast þér ekki. En svo segir pabbi mér að láta það eins og vind um eyrun þjóta“. Jú, það var svei mér enginn vandi að lesa þau eins og bók. Hvorugt þeirra var sannfært um, að neitt gengi raunverulega að henni. Nú, jæja, að vissu leyti höfðu þau á réttu að standa. Lík amlega gekk ekkert að henni, sem vert væri að gera sér áhyggji ur út af. En sálarlega — já, guð mátti vita, að hún var sjúk á sálinni, og ef annaðhvort þeirra hefði nokkum skilning eða til- finningu eða þætti raunverulega vænt um hana, myndu þau vita, að á því sviði var raunverulegt áhyggjuefni um að ræða. Skyldi Philip hafa haldið nokkr um fyrirspurnum uppi um Wein gartner? Vonandi ekki. Hún vildi fyrir hvern mun leyna þau því, að hann væri geðsjúkdómalækn- ir. Hann hafði fengið hjá henni símanúmerið hans, daginn eftir samkvæmið, en þá hafð hún sagt, að það þýddi ekkert að reyna að ná sambandi við hann í bili, vegna þess að hann væri farinn í sumarleyfi í hálfan mánuð. Hún hafði flýtt sér að líta í símaskrána þegar Philip sneri við henni baki og séð sér til mikllar gleði, að þar stóð ekkert um stöðu Wein- gjlltvarpiö Þriðjudagur 11. aprfl. 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 9:05 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:25 Tónleikar —. 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. - 12:35 Fréttir og tilkynningar). 12:55 „Við vinnuna": Tónleikar. 14:40 „Við, sem heima sitjum“ (Dag- rún Kristjánsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar — 6:30 Veður- fregnir). 18:00 Tónlistartfmi barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar — 19:20 Veðurfregn ir — 19:30 Fréttir. 20:00 Neistar úr sögu þjóðhátíðarára- tugsins; V: Nýsköpunaráætlun frá 1872 (Lúðvík Kristjánsson rit höfundur). 20:30 Þættir úr söngleiknum „Frankie og Johnny“ eftir Robert Cobert (Mary Mayo, Danny Scholl og Nathaniel Frey syngja við undir leik hljómsveitar; Herb Harris stjórnar). 21:00 Raddir skálda: tTr verkum Jó- hanns Hjálmarssonar. — Flytjend ur: Bríet Héðinsdóttir, Þorvarður Helgason og höfundurinn. 21:40 Einleikur á fiðlu: Björn Ólafsson leikur sólósónötu í g-moll eftir Bach. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Af vettvangi dómsmála (Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari). 22:30 Vinsæl lög: Robertino, þrettán ára ítalskur drengur, syngur. 23:00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 12. apríl. C.00 Morgunútvarp (Bæn. — Morgun leikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Féttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til- kynningar. ■— 16:05 Tónleikar. 16:30 Veðurfregnir). 18:00 Útvarpssaga barnannas „Petra litla'* eftir Gunvor Fossum; VII, (Sigurður Gunnarsson kennari), 18:30 Tónleikar: Öperettulög. 19:00 Tilkynnnigar. — 19:20 Veðurfr, 20:00 Norrænn dagur 13. apríl: Þjóðhöfðingjar Norðurlanda flytja stutt ávörp. — Þjóðsöngv- arnir leiknir. , 20:30 Framhaldsleikrit: — „Úr sögu Forsyte-ættarinnar*" eftir John Galsworthy og Muriel Levy; ní-* undi kafli þriðju bókar: „Til leigu". Þýðandi Andrés Björns* son. — Leikstj.: Indriði Waage, Leikendur: Valur Gíslason, Þor« steinn Ö. Stephensen, Guðbjörg Þorbjamardóttir, Margrét Guð* mundsdóttir, Helgi Skúlason, Anna Guðmundsdóttir, Róbert Arnfinnsson og Klemens Jónsson. 21:15 Tónleikar: Pastoral-svíta op. 19 eftir Lars-Erik Larsson (Sifón* íuhljómsveit leikur; höf. stj.). 21:30 „Saga mín“, ævinminningaF Paderewskys; IX. (Arni Gunnara son fil. kand). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Upplestur: „Bréfið“, smásaga eft ir Liam O’Flaherthy, í þýðingu Málfríðar Einarsdóttur (Margrét Jónsdóttir). 82:25 Harmoníkuþáttur (Henry J. Ejr** land og Högni Jónsson) 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.