Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 22
22 MORCrPBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. apríl 1961 Körfuknattleiksmennirnir komnir heim Sænski þjálfarinn óð inn á vöilinn er ísland hafði yfir Islenzka liðið stendur jbvi sænska og danska fyllilega á sporði KLUKKAN liðlega sex i sunnudagskvöld kom körfu knattleikslandsliðið heim. — Aðspurður sagðist fararstjóra ferðarinnar, Boga Þorsteins- syni, þannig frá: Það hefur sýnt sig í þessari ferð að við stöndum körfu- knattleikslega jafnfætis Sví- íim- LEIKURINN VIÐ SVÍA Samkvæmt kröfu Svía var leikið eftir nýjum alþjóða- reglum, sem i rauninni eiga ekki að koma til fram- kvæmda fyrr en i júlí í sum- ar. — Aðeins einn danskur dóm- ari treysti sér til að dæma sam- kvæmt þessum reglum og var því fenginn Svíi tii að dæma með. „Leikurinn var harður og mjög vel leikinn, einkum þó vörnin", sagði Bogi. Islending- ar byrjuðu leikinn af fullum krafti, um miðjan fyrri hálfleik stóð 16:8 fyrir Island, en í hálf- leik höfðu Svíar yfirhöndina, 22:19. Snemma í seinni hálfleik eru Svíar yfir 29:23, en svo taka íslendingar sprett og staðan verður 32:31 fyTir ísland, síðan 34:31 og loks 38:35 oog þegar 5 mínútur voru til leiksloka stend- ur 40:38. Þá er farið að taka öll víti, sem dæmd eru, Ingi Gunn- arsson, Birgir Birgis og Hörður Kristinsson komnir 'úr leik og skömmu síðar Þorsteinn Hall- grímsson (einstaklega prúður leikmaður innanlands, að minnsta kosti). Svíar unnu svo leikinn, 53:45. „Á móti Dönum léku flestir ef ekki allir leikmenn Svía, en gegn okkur tefldu þeir stöðugt sínu sterkasta liði. Leikmenn Svía áttu nokkrir yfir 50 landsleiki", sagði Bogi. Helgi Þorsteinsson, þjálfari liðsins, sagði um leikinn: „Bezti leikur sem ég hef séð íslenzkt lið leika“. Sænski dómarinn var mjög óvinsæll af áhorfendum, til dæmis var fleygt í hann appelsínuberki og fleira rusli. Islendingar áttu alla áhorf- endur, um 600 manns. Svíar voru orðnir svo hræddir við að tapa leikn- um að á tvísýnu augnabliki missti þjálfari Svía stjórn á sér og óð inn á völlinn. Um þennan Ieik sagði Bogi: „Svíar unnu leikinn eingöngu á dómaranum, þó svo að meiri keppnisreynsla hefði nægt okkur til sigurs". LEIKURINN VIÐ DANI Islendingar byrjuðu geysilega illa, eða eins og Politiken segir: „í fyrri hálfleik voru þeir ótrú- lega óheppnir". Mjög snemma stóð 16:2, síðan 22:6. Síðan tóku Islendingar sprett, léku mjög vel oog létt og hálfleikurinn endaði 28:20. — í síðari hálfleik reyndu Íslending- ar maður á mann vörn og kom- ust 4 stig yfir. Þegar ein mínúta var eftir voru íslendingar 2 stigum yfir og þá var karfa, sem Ingi Gunnarsson skoraði með gegnhlaupi dæmd ógild vegna skrefa!! Síðan jöfnuðu Danir og hélzt jafnteflið þar til 35 sekúndur voru til leiksloka. Leiknum lauk 49:45. Þá hafði danska dómaranum, Aksel Hansen, tekizt að koma Birgi Birgis, Inga Gunnarssyni, Einari Matthíassyni, Guðmundi Þorsteinssyni og Herði Kristins- syni úr leik. 30 persónuvíti voru dæmd á íslenzka liðið. Sá ein- stæði atburður skeði, að tækni- víti var dæmt á íslenzku vara- mennina og fararstjómina fyrir að hvetja félaga sína. — Danir viðurkenndu sjálfir að þessi dómari hefði verið ómögulegur. Einn stjórnarmeðlimur danska körfuknattleikssambandsins sagði mér til dæmis, að dómar- inn hefði dæmt mjög illa og yrði að öllum líkindum ekki látinn dæma fleiri milliríkja- Ieiki. Þess verður þó að geta, að hinn dómarinn dæmdi ágæt- lega“, sagði Bogi um þennan Ieik. Politiken getur ummæla Ein- ars Matthíassonar, sem táknræn fyrir leikinn: „Við bjuggumst ekki við svona mikilli mót- spyrnu af hálfu dómaranna. — Þeir gerðu ósanngjamt upp á milli liðanna". Ennfremur segir Politiken um seinni hálfleik. „í hvert skipti sem Islendingar voru að ná tökum á leiknum, var einhverjum leikmanni vísað út af“. Á miðvikudagskvöldið lék landsliðið svo gegn Danmerkur- meisturunum, Eisu. Leikurinn var léttur og prúður og lauk með sigri Islendinga, 56:47. Leik mennirnir létu ágætlega af mót- tökum Dana. SKORTI KEPPNISREYNSLU Þessi ferð sýnir okkur, að við þurfum enga minnimáttarkennd að hafa gagnvart öðrum þjóð- um hvað varðar körfuknattleiks- íþróttina. Svíar eru um þessar mundir í æfingabúðum og þjálfa Framh. á bls. 23. Valdimar Örnólfsson Rieder vann Á SKÍÐAMÓTI, sem haldið var á sunnudaginn við skál- ann í Hveradölum, sigraði Otto Rieder nckkra af beztu skíðamönnum okkar. Keppt var i tveimur svigbrautum, sem Rieder lagði, og réði sam- anlagður tími úrsliium. Þau urðu Otto Rieder (27,2 og 29,9) 57,1 sek. Árni Sigurðsson ísa- firði (29,6 og 28,7) 58,3 sek. Valdimar Örnólfsson ÍR (30,1 og 28,3) 58,4 sek. Sigurður Guðjónsson Á 58,6 sek. Stefán Kristjánsson Á 59,8 sek. Ólaf- ur Nílsson KR 60,0 sek. — 21 keppandi hóf keppni. Þá sýndu 8 skíðamenn skiða- stökk rétt við skálann. Horfði mikill mannfjöldi á stökkið. sem tókst ágætlega. Stukku skíðamennirnir um 30 metra og var þessi tilbreytni til mik- illar ánægju. Valdimar og María Reykjavíkurmeist- hruni arar i REYKJAVÍKURMÓTIÐ í bruni fór fram við skála KR í Skála- felli á laugardaginn. Var keppt í þrem flokkum karla, kvenna- og drengjaflokki. Brautina lagði Ottó Rieder frá Austurríki og fór hana fyrstur á timanum 54,0 sek. Brautin var 1200 metra löng með 6 hliðum. Reykjavíkurmeistari karla var Valdimar örnólfsson ÍR á 52,0 sek. Reykjavíkurmeistari kvenna varð Marta B. Guðmundsdóttir KR á 56,5. Kvenfólkið fór mun styttri leið en karlar Frekari úr- slit í karlaflokki 2.—3. Ólafur Níelsson KR og Stefán Kristjáns- son Á 52,3 sek. 4. Marteinn Guð- jónsson KR 53,2 sek. 5. Leifur Gíslason KR 53,5 sek. 6. Ásgeir Úlfarsson KR 55,0 sek. — Yfir 20 hófu keppni en 14 luku. Sem gestir kepptu Bogi Nílsson Siglu- firði og Árni Sigurðsson ísafirði. Bogi hlaut sama tíma og sigur- FH skoraði 48 mörk í leik Siglufjörður á skíðum SIG’LUFIRÐI, 10. apríl. —• Það þykir ef til vill ekki í frásögu færandi að íbúar heils bæjarfé- lags bregði sér á skíði, en þeir voru fáir Siglfirðingarnir, er til þess höfðu aðstöðu og heilsu, sem ekki notfærðu sér snjóinn og sól- ina í gær. Siglufjörður klæddist hvítum snjófeldi frá fjöruborði að fjalla- toppum og heit sólin helti geisl- um yfir aldna og unga, sem leit- uðu skemmtunar og heilsubótar í skíðabrekkurnar. Er það mál manna hér, að langt sé síðan jafnmargir Siglfirðingar hafi í einu brugðið undir sig skíðum. Skíðamót Siglufjarðar hélt á- fram í gær og var þá keppt í 15 km göngu í tveimur aldursflokk- um og í 10 km göngu í 15—17 ára aldursflokki. Sigurvegari í flokki 20 ára og eldri varð Viðar Magnússon, 17—19 ára Birgir Guðlaugsson og 15—17 ára Þór- hallur Sveinsson. — Stefán. — það er met i I. deild ÍSLANDSMÓTINU í hand- knattleik var haldið áfram um helgina og voru margir skemmtilegir leikir spilaðir. Urslit eru þegar kunn í nokkrum flokkum t. d. er Víkingur sigurvegari í I. fl. kvenna, einnig hafa þeir unn ið 2. fl. kvenna B. Á sunnu- daginn fóru fram 2 leikir í fyrstu deild KR, ÍR og FH Afturelding. Leikirnir / Þegar ÍR liðið kom inná mátti sjá að Gunnlaugur var ekki með. Bjuggust þá flestir við auðveldum sigri KR, og sú varð raunin. KR vann með 28—18. KR-ingar gerðu fyrstu 7 mörkin í leiknum en þá tekst Hermanni að setja 3 í röð og Garðar bætir einu við. ÍR vörn- in er opin að vanda og. KR- ingar salla mörkum. í hálfleik er staðan orðin 17—8 fyrir KR. —í síðari hálfleik setja KR- ingar 4 fyrstu mörkin en eftir það fer leikurinn að jafnast en síð. hálfleik lýkur með sigri KR 11—10. Sigurinn er því verð- skuldaður KR 28—18. Liðin ÍR-liðið átti ekki góðan dag. Fjarvera Gunnlaugs hafði þar mikið að segja. En Hermann gerði meir en helming allra markanna og var lang bezti mað ur liðsins. Einnig átti Gunnar og Þórður ágætan leik. Böðvar í markinu varði lítið framan af, en sótti 1 sig veðrið er leið á leikinn. KR-Iiðið lék ekki vel, enn liðsmenn voru harðir og ákveðn ir. Línuspil þeirra heppnaðist illa, og var þá farið að skjóta í tíma og ótíma. Sérstaklega átti Reynir mikið af misheppn- uðum skotum. Karl Jóhanns var bezti maður liðsins. Einnig áttu Sigurður Óskars og Guðjón í markinu ágætan leik. Mark- hæstu menn í hvoru liði voru fyrir ÍR Hermann með 10 og Karl KR gerði 11 mörk. Dóm- ari leiksins var Magnús Vignir Pétursson og dæmdi ágætlega. Einstefnuakstur FH Leikur FH og Aftureldingar var leikur kattarins að músinni. Annar eins einstefnuakstur hef ur sjaldan sést í fyrstu deild. 48 mörk setti FH og mun það vera hæsta markatala sem kom- ið hefur í fyrstu deild. Nokkur mörk í viðbót hefði orðið ís- landsmet. FH. gerði 4 fyrstu mörkin. Þá setur Afturelding 1 mark. Enn fyrri hálfleikur var þannig, að fyrir hver 4 sem FH gerir, tekst Aftureldingu að setja 1 mark, svo í hálfleik er staðan orðin 20 gegn 5. Síð- ari hálfleikur er álíka, en hon- um lauk með sigri FH 28—12. ÚrslRin verða því 48—17 FH í vil. Liðin FH-liðið sýndi þarna álíka mikla yfirburði og á móti KR á dögunum, og var oft sem bara eitt lið væri á vellinum. Yfir- burðirnir voru á öllum sviðum, hraðinn var mikill og samspil stórglæsilegt. Liðið vantaði Ragn ar Jónsson en í stað hans var kominn hástökkvarinn efnilegi Páll Eiríksson og stóð hann sig ágætlega. Mörkin settu fyrir FH Pétur 11, Birgir 10, Kristján, Örn og Bergþór 7 hver og Páll 5. Lið Aftureldingar lék lítið, enda fengu þeir sjaldan að vera með boltann lengi. Þeir voru óheppnir — áttu nokkur skot í stöng, en önnur varði Hjalti og þá á ólíkustu stöðum. Liðið verður að taka á nk. sunnu- dag, ef þeir ætla að vera í deildinni næsta ár. Dómari var Daníel Benjamínsson og dæmdi vel. — K.P. vegarinn 52,0 sek. Árni fór á 52,4 sek. í kvennaflokki varð önnur Hei- dy Dreles KR 61,0 sek. og þriðja Karolína Guðmundsdóttir KR 63,1 sek. Sem gestur keppti Jakob ína Jakobsdóttir ísafirði og varð langfyrst, fór á 53,5 sek. f B-fl. karla sigraði Hinrik Hermannsson KR á 53,4 sek. í C-fl. karla Sigurður Einars- son ÍR á 49,8 sek. f drengjaflokki Guðmundur Einarsson KR á 46,5 sek. Tveir menn fótbrotnuðu í keppninni. Annar þeirra, Þórir Lárusson ÍR, mjög illa, brotnuðu báðar pípur á öðrum fæti. Islands- mótiö í körfubolta Á SUNNUDAG fór fram í fþrótta húsi Háskólans fyrstu 5 leikirnir í íslandsmótinu. Úrslit urðu sem hér segir: 3. fl. drengja B-riðill Ármann vann Hauka 23:10. 2. fl. kvenna KR vann ÍR-b 15:10. 4. fl. drengja Ármann vann KR 24:1. 3. fl. dr, B-riðill ÍR-a vann KFR-b 35:6. 2. fl. drengja Haukar vann Ár- mann c 42:2. Þetta er stærsta mót, sem hald- ið hefur verið í körfubolta til þessa, með á þriðja hundrað þátt takendur. Leikirnir á sunnudag voru margir ójafnir, en þar komu fram mörg furðu góð lið, sem spá góðu um framtíðina. Einkum var eftirtektarvert lið ÍR í 3. fL Þar eru einir þrír mjög efnilegir einstklingar. Einnig var athyglis- verð frammistaða Hauka úr Hafn arfirði í 2. fl., en körfubolti er Hafnfirðingum ný íþróttagrein. í gærkvöld fióru svo fram tveir leikir. ÍS vann ÍKF í meistara. flokki karla með 46:30 og KR vann Á-b í 2. fl. með 44:28, Á miðvikudagskvöld kl. 8,13 fara svo fram að Hálogalandi þesa ir leikir: Á-b og Haukar og Á-c og KR í 2. fl. og KR og KFR-a f 3. fl. í A-riðli. — Þ.H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.