Morgunblaðið - 12.04.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.04.1961, Blaðsíða 3
líiðvikudgaur 12. apríl 1961 MORGUNBLAÐ1Ð 3 CJunnudaginn 9. þ.m. birt- ^ ist í Kaupmannahafnar blaðinu „Dagens Nyheder“ langt viðtal við Halldór Kiljan Laxness, undirritað NINKA — en viðkomandi blaðamaður mun hafa dvalizt hér á landi að undanförnu. Hann hefir hitt skáldi# heima að Gljúfrasteini og byrjar grein sína á lýsingu stað- ar og umhverfis, en reyn- ir síðan að draga upp nokkra mynd af Kiljan, sem þó kemur betur fram í sjálfu viðtalinu, þar sem skáldið kemur býsna víða við. Verða nú endursagðir nokkrir stuttir kaflar úr viðtali þessu. • FRÆGÐIN Blaðamaðurinn spyt m.a.: — Er frægðin erfið byrði — Mín litla frægð er nú reyndar ekki til svo. sérlega mikils ama eða óþ’æginda, ekki í daglega lífinu’. Það er bara þessi fjárans aragrúi af bréfum . . . — Hvaða þýðingu hafa Nó- belsverðlaun fyrir þann, er þau hlýtur? — Þetta kemur manni á óvart, þegar það gerist — og svo gleym.ir maður því! Nóbelsverðlaunin erú opin- bert heiðurstákn frá Svíþjóð, sem maður veitir dð sjálf- sögðu viðtöku með þakklæti. En hvað mér viðvíkur eru menn ekki endilega svo vissir um, að þau hafi beinlínis ver- ið verðskulduð. En þau eru nú einnig veitt með annáð í huga — og ég lít sjálfur á mín Nóbelsverðlaun sem viður- kenningarvott við ,hina ,ís- lenzku (sagna) hefð. Það er hins vegar tilviljtm; að ég varð fyrir valinu, sem svo aft ur stafar af því, að ég, fyrir jafnmikla tilviljun, héfi orðið þekktur í Svíþjóð. • PASTERNAK jjs — Það hefir einmttt verið gagnrýnt a8 Nóbelsvérðlaun- in virðist ekki alltaf veitt í samræmi við strangf -bók- menntalegt mat? j'. ý — Ef hér með er verið að vísa til aíls gauragangsins ’kringum Pasternak, þá ér ég ekki þeirraf skoðunaf, að það hafi falið í sér neiná, árás á Sovétstjórnina, %ð véita hon- um verðlaunin. ,Ég held, að það hafi aðeitis verið _ rök- semd, sem settýyar á oþdinn í hita baráttunnar. Pastérnak er eitt mestá skáld vqrra_' tíma á rússneská tiingfl, uni það er allur hinn russnesfei 'bók- menntaheimuf- -ýsammála — einnig sá hltíti' hans, sem hef- ir snúizt gegn ,rSívágó lBekni", •— Þegar ég 'yat 'síðas| í Sovét ríkjunum, í imþstí átli gg tal við marga af mestu rjthöfund um Rússlandg ',og þeir ’ töidú allir, að Pasterþak hefði átt verðlaunin skiiið, — en öllu fremur fyrir önnur verk sln en Sívagó. • KOMMÚNISMINN Samtalið berst nú að komm únismanum — og loks spyr blaðamaðurinn, hvort skáldið sé eins hrifið af honum nú eins og í ungdæmi sínu. — Ég dró mig út úr stjórn- málum fyrir tíu árum, svar- ar Kiljan, — og ég hefi aldrei komið fram sem stjórnmála- maður, aðeins kannast við sannfæringu mína. — Teljið þér enn, að komm únisminh sé þjóðfélagsform framtíðarinnar? — Ég hefi mjög litla til- hneigngu til að taka mark á spádómum — einnig mínum eigin spádómum. Ekki sízlt vegna þess, áð kommúnismi er jafnvel ekki til í Rússlandi sjálfu — — — bæði Rússar og aðrir eru sammála um, að Ikommúnismirih í Sovéfcríkj- unum í dag sé langar leiðir frá hinum eiginlega kommún- isma. Þessu næst er m. a. rætt nokkuð um trúmál — og Kilj- an kveðst ver'a í hópi þeirra, sem vel virðist komast af án trúarsannfæringar. — Ég virð ist komast ágætlega af sem efasemdarmaður, segir skáld- ið. — En ég ber ávallt ýirð- ingu fyrir trúarskilningi og hugmyndum annarra. • BOÐSKAPUR í UIST — Á listin að flytja boð- skap? spyr svo blaðamaður- ixm. — Ég geri mér nú engar sér stakar hugmyndir um Messí- asar-hlutverk listarinnar, og ég held, að það sé einhver erlend kenning, þegar menn tala sérstaklega tun rithöf- unda sem eins konar æðstu \ Þessi mynd af Kiljan fylgdi viðtalinu í „Dagens Nyheder“ er enginn Kaflar úr vibtali „Dagens Nyheder við Halldór Kiljan Laxness presta. Slíkar skoðanir eru upp komnar í löndum, þar sem allur þorrinn er ólæs og óskrifandi — og rithöfundarn ir eru því með í þeim hópi, sem myndar „toppinn". Minnizt þess, að hér á ís- landi skrifa allir meira eða minna — já,- það er í sann- leika svo — og bera því, af skiljanlegum ástæðum, enga sérstaka virðingu fyrir rit- höfundum! Rétt er það eigi að síður, að maður getur ekki skrifað bók án einhvers markmiðs — ekki skapað listaverk án tilgangs. Það verður að vera eitthvað, sem maður vill segja, eitthvað sem maður vill láta koma from — eitthvað, sem liggur manni á hjartá, og það hvort heldur sem ætlunin er að bregða upp mynd eða setja fram hugmynd og gera hana ljósa, sjálfum sér og öðrum. Ég held, að enginn geti orðið listamaður ,sem ekki gerir sér þetta ljóst. Það er tvennt, sem alltaf kemur til greina við list sköpun — hið fagurfræðilega lögmál og hið kenningarlega (móraláka). — Það er hægt að skrifa bók, þar sem ekki kem- ur fram neinn siðalærdómur eða kenning. Því að enda þótt rithöfundurinn sjálfur hafi ef til vill ekki neitt slíkt sjónar- mið, krefst sjálft lögmál verks ins þess, — að sakirnar séu gerðar upp. • EINS OG HÁSTÖKKVARI Margt fleira kemur fram í viðtali þessu, m. a. þegar blaða maðurinn spyr, hvort skáldið óttist ekki að verða „þtírr- ausið“ einn góðan veðurdag. Kiljan kveðst ekki þurfa að berjast við þau vandkvæði, en hins vegar sé það spurning, hversu lengi rithöfundur skuli halda áfram að skrifa — og hann sé nú að velta því fyrir sér hvort ekki sé tími til kom- inn að snúa sér að leikritun. — Skáldsagnahöfundur er eins og íþi'óttamaður, sem getur stokkið tvo metrá í há- stökki, en hærra kemst hann ekki,, segir Kiljan, — og er þé ekki tilgangslaust að halda áfram að stökkva þessa sömu næð, þar til hann verður gam all og stirðfættur? Það held ég. Þess vegna er ég að hugsa um áð fara að skrifa garnan- leikrit. — Haldið þér ekki, að það sé góð hugmynd? —Ég hefi nú rétt lokið leikriti, sem ég hefi nefnt „Strompleik". Og nú er að sjá, hvernig það gengur! Veramannafélag Húsavíkur 50 ára HÚSAVÍK, 10. marz. — Verka- mannafélag Húsavíkur minnist 60 ára afmælis síns sl. laugar- dag með veglegu hofi í Sam- komuhúsinu og sat það m. a. forseti Alþýðusambands íslands, Hannibal Valdimarsson. Þor- steinn Jónasson, ritstjóri, rakti sögu félagsins og minntist stofn- enda og fyrstu stjómar, sem skipuð var Benedikt Björnssyni, síðar skólastjóra, Steingrími Hallgrímssyni og Ásgeir Egg- ertssyni, sem einn þeirra er á lífi, búsettur í Reykjavík. 18 menn hafa gegnt formannsstöðu í félaginu, en lengst hefur gegnt iþví starfi Ásgeir Kristjánsson eða undanfarin 10 ár. Félagið bauð sérstaklega at- yinnúrekendum hér til hófsins, en samstarf milli atvinnurek- enda og félagsins hefur verið sérstaklega gott, enda fátítt að hér komi til vinnustöðvunar í sambandi við kaupkröfur. Stjórn félagsins skipa nú: Sveinn Júlíusson, formaður, Jón- as Sigurjónsson, Guðmundur Þorgrímsson, Jóhann Gunnars- son og Skúli Jónsson. — Fréttar. Flokksfundur SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Rangárvallasýslu boða til al- menns flokksfundar að Hellu næstkomandi laugardag, 15. þ. m., kl. 1.30 e. h. Ingólfur Jóns- son iandbúnaðarráðherra ræðir um stjórnmálaviðhorfið, og kjörnir verða fulltrúar á lands- fund Sjálfstæðisflokksins. 8TAKSTEIWR Tíminn og nashyrningarnir Með kommúnistum og Fram- sóknarmönnum hefur eins «g kunnugt er verið hin nánasta samvinna undanfarið á flestum sviðum. Innan verkalýðssamtak- anna, á Alþingi og í málgögnum flokkarma hefur hnífurinn naum ast gengið á milli þeirra. Frá þessu bregður nokkuð I Tímanum s. 1. sunnudag. Leik- listargagnrýnandi blaðsins ritar þar um Nashyrningana eftir Ionesco og kemst þá m. a. að orði á þessa ieið: ,,Ríkisútvarpið gat þess f fréttaauka að þetta leikrit fjall- aði um múgsefjun nasista og fasista á sinum tíma. En þótt höfundurinn sjálfur hafi vitnað fi valdatöku Hi-tlers til skýringar leikriti sínu, liggur það í augum uppi, að aðalatriðið er hér ekkl ,,hvort eitt eða tvö hom eru á nashyrningunum“, — það skiptir engu höfuðmáli hvort einrræðis- stefnan heitir nasismi eða komm únismi. Þetta ætti Ríkisútvarpið að athuga, — að samkvæmt lík- ingu Ionescos eru ekki aðeins nasistar, sem breyttust í nashym inga“. — Síðar í ritdómi Tímans segir einnrig á þessa leið: ,,Nei, Ríkisútvarpið þarf ekki að fara til Þýzkalands og Italíu tii að öðlast skilning á Nashym- ingunum, þeir eiga engu síður við kommúnista, ekki sízt mold- vörpustarfsemi þeirra og linnu- lausan áróður í menningarmál- Prófessor Jón Helgason í slæmri klípu Samtal Kaupmannahafnar- blaðsins „Aktuelt“ við prófessor Jón Helgason um handritamálið, sem sagt var frá hér í blaðinu fi gær, vekur eðlilega allmikla athygli. Aktuelt lagði m. a. fyrir hann eftirfarandi spurningu: — Hver er skoðun yðar á mögulegri afhendingu i handrit- anna til íslendinga, prófessor Helgason? spyr blaðamaðurinnr. — Því get ég ekki með nokkru móti svarað. Ef ég segi þetta, kemst ég í klípu hér í Háskólan- um, og ef ég segi hitt þá get ég átt á hættu að landar mínir kalU mig Iandráðamann". Frekari svör fékk hið danska blað ekki um skoðuri ’ hins is- lenzka prófessors við Hafnarhá- skóla á heimflutmngi handrit- anna. Er þó Jón Helgason einarð- ur maður og sízt kunnur fyrir að draga dul á álit sitt á mönnum og má.lefnum. En getur það ver- ið, að þessi hugrakki riiaður ótt- ist það að verða stimplaður „landráðamaður" meðal islenzku þjóðarinnar ef hann l&ir hrein skilnislega skoðun sirini á því, hvar íslenzku handrtin eigfi heima og á möguleikum afhend- ingar þeirra? „Aktuelt" hefur þe.tta einnig eftir prófessornum: ,,Spurniirgin um afhendingu handritanna tB fslands er flóknara mál en menn hyggja, fullyrðir prófessor Jón Helgason". Einmitt það! Þjóðviljinn er þagnaður Þjóðviljinn er þagnaður um lausn fiskveiðideilunnar Tið Breta. Kommúnistar eru nú loka ins að sjá hversu herfilega þefir hafa hlaupið á sig í þessu máH. Þeim er orðið það Ijóst að yfhr- gnæfandi meirihluti þjóðarinnar telur, að samkomulagð við Breta feli í sér stórsigur hins íslenzka málstaðar. Atburðirnir í Bret- landi síðustu daga, hafa ekki sófi sannað þetta. Brezkir togarasjó- menn telja sig svo grátt leikna með samkomulagimi, að þefir hafa gert verkfaU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.