Morgunblaðið - 12.04.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.04.1961, Blaðsíða 17
Miðvikudgaur 12. apríl 1961 MORCVNBLAfílÐ 17 Benedikt Finnsson, minning BENEÐIKT Finnsson andaðist að heimili sínu í Hólmavík, þann 4. marz s.l. Hann var fæddur að Kálfanesi i Strandasýslu 15. ágúst 1885 — og var því rúmlega 75 ára er hann lést. ‘i Foreldrar hans voru þau Finn ur Jónsson bóndi í Kálfanesi, og eíðar í Innri-Fagradal í Saurbæ, og kona hans Sólveig Jónsdóttir frá Víðidalsá. Finnur bóndi í Kálfanesi var af hinni svokölluðu „Ennisætt“, sonur Jóns hrepp- stjóra Jónssonar að Skriðnesenni •í Bitru, Andréssonar bónda á Skriðnesenni Sigmundssonar. Er margt af merku og góðu fólki af jþessari ætt. | Systkini Benedikts voru: Jón verzlunarstjóri á Hólmavík, Ingi- björg kona Magnúsar Halldórsson ar á Hólmavík og Innri-Fagradal og Guðrúri sem um langa tíð stóð fyrir búi Benedikts heitins, og lif ir nú ein þeirra systkina í hárri elli. Benedikt var yngstur syst- Ikinanna. Árið 1906 fluttist Benedikt með foreldrum sínum að Innri-Fagra dal í Saurbæ, og dvaldi þar hjá þeim, þar til hann tók við bú- skap þar. Foreldrar hans létust með fárra daga millibili vorið 1923. Það mun hafa verið árið 1918, sem Benedikt kvæntist Guðrúnu Ingimundardóttur frá Bæ í Króks firði. Foreldrar hennar voru þau merkishjón Ingimundur hrepp- stjóri Magnússon frá Hrófbergi og Sigríður Einarsd. frá Snarta- tungu í Bitru. Var heimili þeirra mjög rómað fyrir myndarskap og gestrisni. Hjónaband þeirra Benedikts og Guðrúnar var mjög ástríkt, en hann varð fyrir þeirri þungu sorg, að verða að sjá á bak konu sinni eftir örstutta sambúð, hún andaðist 30. okt. 1924, aðeins 30 ára að aldri. Var nú mikill harm ur kveðinn að Benedikt er hann nú stóð upp með 4 kornung börn en frábær skilningur hans á lögmálum lífsins, ásamt léttri lund — og bjargfastri trú, varð þess valdandi, að tíminn breiddi sinn líknarhjúp yfir sárin, enda naut hann nú í ríkum mæli áðstoð ar systur sinnar Guðrúnar — og fóstursystur og fræn.ku Sigríðar Ásgeirsdóttur. Er skemmst af því að segja að þær frænkur stóðu fyrir heimili hans allt til síðustu stundar Benedikts sáluga og gengu börnum hans í móður stað. Unnu þær þarna mjög fórnfúst og göfugt starf, sem einnig var metið að verðleikum, og varð þeim sjálfum til ánægju og bless unar. Þau Benedikt og Guðrún kona hans eignuðust 4 börn, sem öll eru á lífi, en þau eru: Arndís Stef ania, gift sr. Andrési prófasti Ólafssyni á Hólmavík, Finnbogi Bragi gjaldkeri hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík, giftur Ólöfu Jóhannsdóttur ljós- móður. Ingimundur Sigurkarl smiður á Hólmavík ógiftur og Guðrún gift Þórarni Ó. Reykdal rafstöðvarstjóra á Hólmavík. Eins og áður segir, bjó Benedikt f Innri-Fagradal í Saurbæ, og síð ar á Hríshóli í Reykhólasveit, og þar andaðist kona hans. Eftir það mun hugur hans hafa leitað til æskustöðvann norður yfir fjöll in, því hann flytur til Hólmavík- ur vorið 1925, og byggir sér þar íbúðarhús, sem hann bjó í til dauðadags. Fyrst var Benedikt við verzlunarstörf hjá Riis-verzl un á Hólmavík, en stundaði jafn framt búskap á hluta af Kálfanesi en nokkur síðustu árin hafði hann búfé sitt á Hólmavík og hirti það yfirleitt sjálfur. Bendikt var maður skarpgreind ur, athugull en viðkvæmur í lund. Hann var prýðilega fær til ým- issa starfa, enda voru honum fal in ýmis trúnaðarstörf fyrir hreppsfélag sitt og hérað. Má þar t.d. nefna að hann var um fjölda ára í hrepp'snefnd og odd viti um skeifi í Hólmavíkur- hreppi. f yfirkjörstjórn Stranda- sýslu var hann í fjölda ára. Hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar vann hann ýmis ábyrgðarstörf, m. a. var hann kjötviktarmaður í fleiri haust, og sáu um vörutaln- ingu við upp- og útskipanir. Um- boðsm. Brunahótafélags Íslands um árabil. Öll þessi störf og fjöl mörg fleiri rækti Benedikt af mikill trúmensku og samvisku- semi. Eitt af áhugamálum Bene- dikts sáluga, var að koma upp kirkju á Hólmavík, en kirkjusókn þaðan var að Stað í Steingríms- firði. Vann hann að því máli með miklum ötulleik, ásamt öðrum á- hugamönnum á Hólmavík, enda fékk hann að sjá kirkjuna rísa af grunni á fögrum stað, þar sem hún gnæfir yfir þorpið, er. ósk- andi að hún verði lýsandi viti í málum kristindómsins •—• og á annan hátt, þá rættust hugsjónir Benedikts hvað þessi mál snertir. Kirkjan er aðeins búin hið ytra, en vonandi verður þess ekki langt að bíða, að Hólmvíkingar geti tekið hana í notkun. Ég kynntist Benedikt Finnssyni ekki fyrr en á efri árum hans, en þau kynni urðu þannig, að þau geymast lengi. Ég var gestur á heimili hans mjög oft, hin síðari ár, stundum fleiri daga í senn. Það voru mér alltaf ánægjustund ir, það var gaman að ræða við hann, eiginlega um hvað sem var, hann fylgdist svo vel með öllu sem gerzt hafði — og var að gerast. — Hann var einstaklega minnugur á margt frá fyrri tíð, og sagði skemmtilega frá. Hann las töluvert og hafði gott lag á að velja það lestrarefni er ein- hvers virði var. Hann fylgdist einnig vel með í landsmálum — og fylgdi Sjólfstæðisflokknum að málum. Á heimili Benedikts ríkti ein- stök gestrisni, tvímælalaust svo að af bar, og fór þá jafnan sam an rausnarlegar veitingar, og það sem ekki er minna virði, að gest irnir fundu að þeir voru alltaf jafnvelkomnir á heimilið. Þar ríkti einnig glaðværð, og hlýtt viðmót, og gagnkvæmur skilning ur innan f jölskyldunnar, og hann fékk að njóta þeirrar ánægju, að dvelja meðal barna sinna og tengdabarna, sem öll sýndu hon um ástúð og umhyggju er ellin færðist yfir. í minningunni um Benedikt Finnsson verður mér jafnan rík- ast í hug hve vinfastur hann var og trygglyndur. Ég þakka þær mörgu stundir, er ég átti á heimili hans, og sem mér á svo margan hátt voru lærdómsríkar og ó- gleymanlegar. Kveðjuathöfn fór fram á heim ili hans 15. marz s.l., að viðstöddu fjölmenni en jarðneskar--^leifar hans, verða lagðar til hinstu hvíldar við hlið konu hans í Reyk hólakirkjugarði, samkvæmt hans eigin ósk. Ég óska ástvinum Benedikts Finnssonar allrar blessunar, og votta þeim innilega samúð við burtför hans. Minningarnar um hann geym- ast og ég bið Guð að blessa þær. Ólafur E. Einarsson. Þórhildur CuSrún Bgarnadóttír F. 24. júní 1898 D. 24. desember 1960. KVEÐJA FRÁ SONARBÖRNUM Þú ert horfin okkar augum eftir lifir minning kær minning sem að máist ekki meðan líf í brjósti grær Bak við dauðans dimmu skugga dagur nýrra vona fer. Heilsar morgni hugur glaður hörðu stríði lokið er. Sjúkleik þinn með biðlund barstu bundu hugann skylduverk. Eygðir fyrir endalokin æðrulaus og viljasterk. Öilu lífi vel þú vildir var það hjartans einkamál. Trúin á hið göfga og góða greri æ í þinni sál. Ættarmerkin á þér sáust æðrulaust þitt hjarta var Áttir kosti þinnar þjóðar þrek og íslenzkt hugarfar. Allir verða eitt sinn kvaddir undir merki vopna þings. Geymir dýrfirzk gróðurmoldin grein af stofni Vestfirðings. Að þér reynist sjónarsviptir sorg í hjörtum læðist inn. Verður ekki lítill lófi lagður blítt við þína kinn. En í faðmi fósturjarðar færðu að hvíla vært og rótt minninguna börnin blessa bjóða ömmu góða nótt. Þú ert horfin frá oss farin fölvar yfir gengin spor. Bak við dauðans bleika akur bíður lífsins unga vor. En við hinstu leiðarlokin ljúfsár minning bundin er. Okkar hjartans óstar þakkir ætíð munu fylgja þér. Námsflokkar á Akranesi Akranesi, 10. apríl SÍÐDEGIS sl. sunnudag vaí fjölsótt sýning hala n á vefn- aði og föndri námsflokkanna hér. Nýlokið er fjórða starfsári þeirr* er stendur yfir þrjá mánuði. f vet ur voru nemendur 120. Kennarar eru sex. Námsgreinar eru enska, danska, föndur, vefnaður, (fyrsta sinn nú), vélritun og manntafL Forstöðumaður námsflokka Akra ness er Þorgils Stefánsson, kenn- ari. — Oddur. 75 ára i dag IngihjÖrg T eitsdóttir SUMARIÐ 1930 var senn að baki með sína ógleymanlegu hátíð á Þingvöllum, svo fagra daga og ríka af minningum að þeir þykja ems og sjálfsagt tímatákn á þess- ari öld. Kynslóðin, sem nú er mið aldra reikar eins og ósjálfrátt frá og að þessu sumri, svo óaflátan- lega minnir það á sig. En mér varð þetta sumar einnig minnis- stætt að öðru leyti, því að í úthalli þess flutti ég í lítið súðar- herbergi í Grjótagötu 5, og þar með hófust kynni mín og Ingi- tojargar Teitsdóttir. Þau voru í raun og sann upphaf að nýju sumri eða öllu heldur framhald •af þvi fyrrnenfnda, og það hefur dokað svo blessunarlega við, eða svo lengst i því, að enn finnst mér langt til haustdaga. Svona mikil og margföld hefur gengis- hækkunin orðið á aurunum, sem ég borgaði fyrir Visi, þá er mér vanhagaði um húsnæði í septem- berlok 1930. „Þetta herbergi er nú svo lítið, að það er varla fyrir einn“, hafði 'Ingitojörg sagt. En viku síðar varð á vegi mínum æskufélagi vestan úr Hólmi, kominn til hand verknáms í höfuðstaðnum og hafði ekki fengið inni. „Ég skal tala við hann Búa eða hana Ingi- björgu". Og um kvöldið hafði enn fjölgað um einn í Grjóta- götu 5. Við félagar undum okkur vel, þótt þröngt væri búið og áttum þarna lengri vist en um vetur- inn. Við vorum ungir að árum og óreyndir í volki heims, en hverju var að kvíða, þegar Jón Kristófer kadett í Hernum, gam- all akólabróðir og vinur, var ekki steinsnar undan, en á hina síðuna hún Ingibjörg, sem brátt varð okkur sem önnur móðir. Ef þar var gerður dagamunur á heimili, þótti sjálfsagt, að við nytum þess engu síður en heim- ilisfólkið. Ef flensa eða einhver önnur ótugt lagði okkur á dívan- inn, þá var matur og önnur að hlynning til reiðu og fram boðið með því hugarfari, sem aldrei ætlast til launa. Einn daginn situr maður að snæðingi við eldhúsborðið hjá Ingibjörgu. Daginn eftir er hann kominn þangað í kaffi. Þegar hann var á brottu, spurði ég hver SOLUSTARF Óskum eftir að ráða starfsmann í söludeild. Gera má ráð fyrir a. m. k. helm- ingi vinnutímans við störf utan skrifstofu þar með talin veruleg ferðalög. Góð framkoma svo og nokkur reynsla í almennum viðskiptum nauðsynleg. Ennfremur staðgóða kunnáttu í ensku. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf verður farið með sem trúnaðar- máj, sendist afgreiðslu Morgunblaðsin s fyrir hádegi á laugardag 15. þ. m. merkt: „Sölustarf — 1143“. þetta væri, þóttist hafa séð mann inn í Hafnarstræti. „Ég veit það varla“, anzar Ingibjörg, „hann sagðist heita Guðmundur, og barði upp á og bað um aura. Honum er bitinn ekki of góður, og svo var honum kalt aumingj- anum“. — í annan tíma sá ég konu ókennda þar í húsi skjótast út með eitthvað hvítt undir hendi. Seinna vissi ég, að það var sængurver. Ég er efins í að Ingibjörg hafi þá átt meira en til skipta. Nú eru þetta að sjálfsögðu eng- in eindæmi í henni versu, en hvernig hún Ingibjörg, sem af litlu hafði að taka, gerði þessa hluti, það er hins vegar öll sag- an. Höfðingslund hennar leyndi sér ekki, og þó er hún ekki gust- mikil aðfarakona ,engin hlóða- bryðja, en stór í sinni gerð, í mildi sinni. Geðþokknn er ljúf- ari en títt gerist, hugarfarið tár- hreint og ranghverfan á veraldar vafstrinu svo fjarri skapi hennar, að hún vill helzt ekki festa auga á henni. Hún á bágt með að hugsa sér annað en allir séu gull að manni, enda á hún æítð til bót á slitna mannorðsflík og er aldrei svo illa fyrirkölluð, að hún berji ekki í bresti náungans. En er þetta nú ekki nokkuð lít- ið raunsæi, þar sem mottóið „Góðmennskan gildir eigi-----“ lætur svo furðu víða vel í eyra og framkvæmdin fylgir boðorð- inu. Hefur ekki svona fólk farið planavillt, lent hér eins og óvart í stað þess að vera í leik með ljósálfum? Svona spurningum væri ef til vill eðlilegast að láta óhampað, en meðan enn er spurt: „Á ég að gæta bróður míns?“, geta þær reyndar engan sakað. Engin förlunarmerki eru á hugsun Ingibjargar, enn er hún söm við sig, mat hennar á mann- gildinu óbreytt, og orð hennar og æði í fyllsta samræmi við það. Enn er yfir henni mildur og fersk ur blær, sem minnir á rísandi dag á hásumartíð. Og áreiðanlega munu fleiri en ég telja sig í skuld við hana fyrir sumaraukann. L. K Bezt að aug'ýsa í MORCUNBLAÐSNU Aðalfundur Félags bryta FÉLAG bryta hélt aðalfund sinn miðvikudaginn 5. apríl. Karl Sigurðsson, fráfarandi formaður, gerði grein fyrir starfi félagsins á liðnu starfstímabili. Stjórn félagsins var kosin að viðhafðri allsherjaratkvæðagr., og er hún þannig skipuð: Böðvar Steinþórsson formaður, Anton Líndal gjaldkeri og Karl Sigurðs son ritari. Varastjórn: Aðalsteina Guðjónsson. í Félagi bryta eru allir starf- andi brytar á kaupskipaflotan- um, og er félagið aðili innan Farmanna- og fiskimamnasam- bands fslands. (Fréttatilkynning frá Fél. bryta).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.