Alþýðublaðið - 30.11.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.11.1929, Blaðsíða 2
2 ALÞ?ÐUB1SAB!B Húsnæðismálið rætt í bæjarstjórninn!. Á bæjarstjórnarfundinumí í gær benti Stefán Jóh. Stefánsson á, ao nú væri það ótvírætt sannað, , sem jafnaðarmenn hafa Iöngum haldið fram í bæjarstjórninni, að húsnæðið í Reykjavík sé svo dýrt, að það sé svo gallað og svo mikill hörgull sé á því og óhæfileg þrengsli, að á þvi verði að ráða bót með beinum að- gerðum ríkis og bæjar, en þessu hafa íhaldsmenn jafnan and- mælt áður. Nú hafi hús- næðisrannsóknin og skýrsl- urnar, sem gerðar hafa ver- ið samkvæmt henni, fært óbrigð- ular sönnur á, að fulltrúar Al- þýðuflokksins hafa haft á réttu að standa. Hafi nú og tekist sér- staklega heppilega til, að hús- næðisnefndin hafði þessar skýrsl- ur fyrir sér, þegar hún skyldi gera tillögur mn, hvort opinber framlög skyldi veita til þess að koma upp verkamannabústöðum hér í borginni eða ekki. Prátt fyrir þann ægilega sann- leika, sem skýrslurnar sýna um ónógar, dýrar og heilsuspillandi íbúðir, hefir einn húsnæðisnefnd- armanna, Pétur Halldórsson, þó engu að síður skrifað álnaríangt álitsskjal gegn því, að lögin um verkamannabústaði verði látin koma til framkvæmda hér í Reykjavík. í skjali þessu segir hann svo um húsnæðisástandið i borginni: „Skýrslur þær, sem gerðar hafa verið nýlega að tilhlutun bæjar- stjórnar, um húsnæði í Reykja- vik, bera það að vísu með sér, að ýmsir eiga við óheppilegt húsnœði að búa í bænum.“ (Let- urbr. hér.) Þessi ummæli Péturs kallaði St. J. St. að gera gælur við ó- sómann. Jón Ásbjörnsson taldi það galla á lögunum urn verka- mannabústaði, að þar er ekki gert ráð fyrir eins herbergis í- búðum. — St. J. St. benti á, að það er þvert á móti mikill kost- ur á lögunum. Sýndi hann fram á, að það er óhæfilegt, að nokk- ur fjölskylda þurfi að hírast í ein'u herbergí, jafnvel hve fá- rnenn fjölskylda sem er, sofa þar, matast og dvelja að öllu leyti í sama herberginu. Pessi mein- ingamunur sýni bezí, hve gagn- stætt Alþýðuflokksmenn og i- haldssinnar líta á, hvers konar íbúðir séu boðlegar alþýðu manna. Stefáp benti á, að nú væri þó stigið merkilegt spor til þess að bæta úr brýnustu þörf með íil- lögu meiri hluta húsnæðisnefnd- ar. Hins vegar yrði heilbrigðis- nefndin vonandi fljótari að láta bæta úr ástandi þeirra ibúða, sem skýrslurnar sýna að eru heilsuspillandi eða „vafasamar“, eða banna íbúð í 'þeim ella, held- ur en húsnæðisnefndin hefir ver- ið, sem hefir látið 14 mánuði líða frá því, að skýrslunum var safnað, þangað til yfirlitsskýrsla um heilsuspillandi íbúðimar var gerð, — hefir látið íbúana hírast í þeim í 14 mánuði eftir að þær voru skoðaðar, áður en heilbrigð- isnefndinni er skýrt frá ástand- inu! Haraldur Guðmundsson spurði: Lítur húsnæðisnefndin svo á, að starfi hennar sé lokið þegar skýrslurnar eru gerðar og komn- ar út? Og lítur bæjarstjórnin svo á, að skýrslusöfnunin ein sé nóg? Hvað á að gera við fólkið, sem býr í heilsuspillandi íbúðunum? Það dugir ekki að vísa að eins tfl heilbrigðisnefndarinnar. Hún getur að vísu bannað þessar í- búðir, en ekki útvegað aðrar í 'þeirra stað. Ég hafði vonast eft- ir ,'því, sagði hann, að húsnæðis- nefndin benti á ráð til að bæta úr þessu. — Skýrslusöfnunin um, hvaða íbúðir eru óhæfar og heilsuspillandi, var nauðsynja- verk. Þá skýrslu þarf að prenva og senda inn á hvert einasta heimili í Reykjavík. En getur bæjarstjórnin látið við svo búið sitja? — Á þriðja hundrað hættu- legar íbúðir! Haraldur benti á ýms dæmi úr þessari skýrslu, lýsingu skoðun- armanna á einstökum íbúðum: Dimm, rakasöm, köld, loftlítil og í lélegu standi o. s. frv. — Var sérstaklega athyglisvert, hvernig Knútur borgarstjóri og Jón Ás- björnsson tóku þessum lýsingum. Þeir gömnuðu sér og hlógu að þeim eins og skemtilestri. Og borgarstjóri kvað mesta óþarfa að vera að finna að miklum hluta af þessurn íbúðum, taldi þær jafnvel góðar! Þó kom upp úr bonum, að ekki höfðu allar óhæfilegu íbúðirnar verið taldar í skýrslunum. Þannig hefði síðan skýrslunum var safnað orðið að endumýja annað Selbúðahúsið, sem var ófært til íbúðar og var þó ekki talið með heilsuspillandi íbúðunum, jafiivel ekki þeim „vafasömu". — Það hefir lengi verið vani i- haldsmanna í bæjarstjórn Reykjavíkur að bera fram einu sinni á kjörtimabili, — rétt und- ir kospingar, tillögu um að skora á alþingi að veita göð og ódýr Ián til bygginga. Eftir kosning- arnar hefir svo ekki heyrst meira um þetta áhugamál þeirra fyrri heldur en aftur ieið að nýj- um kosningum, og réðu þö flokksmenn þeirra lengi svo miklu í þinginu, að þeir hefðu getað komið því máli frarn, ef áhugi hefði verið á því meðal ráðamanna flokksins. Nú bera þeir Jón Ásbj. og Pétur Halld. fram tillöguna. Kom hún ekki til afkvæða á þessum fundi, en verður sjálfsagt samþykt á næsta fundi, því að ekki er nema gott að slík tillaga sé samþykt, ef nokkuð er svo gert eftir kosn- ingar til þess að fá slíkri á- skorun komið í framkvæmd. — Ræða Stefáns virtist koma mjög illa við Pétur Halldórsson. Reis hann á fætur og talaði af miklum móði um kjósendadekur. Ekk'i þótti honum húsnæðisá- standið neitt tiltakanlega var- hugavert. íslendingar væru lang- lífir, sagði hann, og liði yfirleitt þolanlega samanborið við aðrar þjóðir. Svo sé það að miklu leyti sjálfskaparvíti að búa í lélegum húsakynnum. Menn ráði því sjálf- ir, hve miklu af tekjum sínum þeir verji í húsnæði(!j. — Þegar hér vár komið sló klukkan 12 á miðnætti og var þá umræðum frestað. V Bðssar og linveriar. Scettir? FB., 29. nóv. Frá Berlín er símað: Útlit er fyrir, að deilan á milli Rússa og Kínverja jafnist friðsamlega. Kín- verjar snéru sér í fyrra dag til yfirmanns rússneska hersins í Mansjúriu í þeirn tilgangi að leita hófanna um frið. Rússar settu Kínverjum eftirfarandi bráðabirgðaskilmála: 1) Að Kínverjar fallist á, að alt verði með sömu kjörum á aust- urbTautinni og var áður en deil- an hófst. 2) Að rússneskur forstjóri og varaforstjóri verði útnefndir til þess að hafa umsjón með braut- arrekstrinum. 3) Kínverjar láti þegar hand- tekna rússneska borgara lausa. Hins vegar hafa Rússar fallist á, að láta alla handtekna Kín- verja lausa, þegar Kínverjar hafa fullnægt þriðja skilyrðinu. Kínverjar féllust í dag á fram- annefnda skilmála. Skömmu áð- ur flugu 13 rússneskar flugvélar yfir Bachutu og skutu á aðalstöð Kínverja, sennilega til þess að hræða Kínverja til þess að fall- ast á skilmálana. Rússar virðast hafa stöðvað framsóknina í bili. Fregnir hafa jafnvel borist um, að þeir séuað búa sig undir áð hverfa á brott úr Mansjúríu. Ætlast er tij, að fulltrúar Rússa og Kínverja hittist í Haba- rovsk til þess að undirbúa kín- versk-rússneska ráðstefnu um fullnaðarÚTlausn brautardeilunn- ar. Frá sjómömiimum. FB., 29. nóv. Liggjum á Aðalvík. Vellíðan. Kærar kveðjur til vina og vandá- manna. Skipshöfnin á „Þorgeiri skorargeir“. Hrylliíegur glæpur. Innbrot — Morð — Rán. 1 morgun rétt fyrir kl. 9 kom einn af starfsmönnum í bifreiða- smiðju þeirra bræðra Sveins og Jóns Egilssona, Laugavegi 99» þangað til vinnu sinnar. Með honum var Erlendur Jónsson bifreiðarstjóri. Sjá þeir þá, að rúða hafði verið tekin úr úti- hurðinni. Þeir gengu inn í sýn- ingarstofuna, sem snýr að Lauga- vegi. Inn af henni er vinnu- stofa og við hliðina á henni herbergi Jóns Egilssonar. Sjá þeir Erlendur, að opnar era dyrnar milli vinnustofunnar og herbergis Jóns. Verður þeim lit- ið þangað inn og sjá þegar, að Jón liggur á gólfinu örendur. —- Þeir fóru óðara og hringdu til lögreglunnar og Björns Gunn- laugssonar læknis. Þá bar að Óla Isaksson, sem einnig er starfsmaður í bifreiðasmiðjunní, Hefir Alþýðublaðið haft tal af Óla, og segist honum svo frá: Þegar ég kom í morgun um kl. 9 hitti ég þá Erlend í dyran- um. Voru þeir að fara til að hringja í lækni og lögregluna. — 1 herbergi Jóns var hroöalegt um að litast. Líldð var fáklætt, að eins í skyrtu. Sýnilega höfðu orðið talsverðar ryskingar í herberginu, því að húsgögn vora öll færð úr stað og sumum velt um koll. Jón hafði verið barinn í höfuðið með þungu kopar- stykki,. svo að hauskúpan brotn- aði. Koparstykkið lá við hliðinaá líkinu. Gólfið var löðrandi íblóðí og heilaslettum. — Skrifstofan er við hliðina á heTbergi Jóns. Þar stóð peningaskápur. Skáp- urinn hafði verið opnaður, senni- lega með lykli Jóns heitins, og peningakassi, sem í honum var, brotinn upp og innihaldinu stol- ið. 1 kassanum voru milli 2000 og 3000 krónur í peningum og eitthvað af ávisunum.. Venjulega eru dyrnar milli herbergis Jóns og vinnustofunnar og skrifs|of- unnar ólæstar. Útidyrahurðin hefir að sjálfsögðu verið læst, en að eins með smekklás. Þegar bú- ið var að taka rúðuna úr hurð- inni var ofurauðvelt að stinga hendi inn og opna smekklásinn. Lögreglustjóri kom á morð- staðinn í morgun og athugaði staðhætti. Lét hann taka þar nokkrar myndir, meðal annars af fingraförum, sem sáust greini- lega. Ekkert vildi lögreglustjóri segja um málið að svo stöddu, kvaðst mundu í dag talta skýrsl- ur af þeim, er upplýsingar gætu gefið. Alþýðublaðið hefir og haft tal af Birni lækni Gunnlaugssyni, er skoðaði líkið. Kvaðst hann engar upplýsingar geta gefið aö svo stöddu, en líkið hefði verið orð- ið kalt og stirðnað, er hann skoð- aði það, svo að þá hafi tals- verður tími verið liðinn frá því

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.