Morgunblaðið - 13.04.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.04.1961, Blaðsíða 1
24 siður 18. árgangut 82. tbl. — Fimmtudagur 13. apríl 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins RUSSAR SEND { nótt barst Morgunblaðinu þessi mynd af rússneskum geimfara. Aftur á móti snéri biaðið sér í gærdag til blaðafulltrúa rússneska sendiráðsins hér í bæ og spurði hvort sendiráðið gæti útvegað blaðinu mynd af geim- faranum eða fararkosti hans. Blaðafulltrúinn svaraði því til að það væri ekki hægt, sendiráðið hefði enn engar myndir fengið. ANN UTI GEIMINN og náðu honurn liíandi til jarðar Krúsjeff segir russneska geim- (farann Yuri Oagarin ódauðlegan Moskvu, London, Washington, Firenze, 11. apríl. (Reuter/NTB) í DAG var enn einum áfanga náð í þrotlausum tilraunum mannanna til þess að sigrast á öflum náttúrunnar og auka þekkingu sína á ómælisvíðáttu himingeimsins. Maður sté um borð í geimfar — því var skotið út í geiminn — það komst á braut umhverfis jörðu — og sneri til hennar aftur eftir að hafa farið liðlega eina hringferð. Voru liðnar 108 mínútur frá upphafi ferðarinnar, er mað- urinn lenti á jörðu niðri, heill á húfi. Það voru rússneskir vísindamenn, sem urðu fyrstir til þess að ná þessum áfanga og vinna þar með það vísinda- afrek, sem menn hafa beðið með mikilli eftirvæntingu um heim allan síðustu vikur og mánuði. Fyrsti geimfarinn heitir Vuri Aleksjevitsj Gagarin. Hann er 27 ára, kvæntur og á tvö börn. Nöfn vísindamann- anna, scm eiga hinn raunvcrulcga heiður af afreki þessu hafa ekki og verða væntanlega ekki gerð heyrinkunn. — Vænta menn þess, að Gagarin verði hylltur sem þjóðhetja við hátíðahöldin 1. maí næstkomandi. Ekki hefur verið frá því skýrt, hvaðan geimfarinu var skotið upp né hvar það kom til jarðar, en samkvæmt upplýs- ingum Tass-fréttastofunnar tókst tilraunin svo sem bezt varð á kosið. Gagarin kom til jarðar á fyrirhuguðum stað og sagði þeg- ar hann steig út úr geimfarinu að sér liði ágætlega, hann væri hvorki meiddur né hruflaður. Bað hann þegar um að það yrði tilkynnt flokknum, rikis- stjórninni og Nikita Krúsjeff. Skömmu síðar barst Gagarin heillaskeyti frá Krusjeff, sem dvelst um þessar mundir við IÞrír togarar iögðu úr Eiöfn í Grimsby I gær Einkaskeyti til Mbl. frá Grimsby, 12. apríL Þ3ÍB brezkir togarar sigldu úr höfn í Grimsby í dag og brutu þannig verkfallið, sem yfirmenn á togurum halda enn til streitu til þess að mótmæla löndunum á is- lenzkum fiski. Brezku togararnir, sem heita Ross Tiger, Ross Lion og Am- pulla, fóru út með fullskipuðum áhöfnum, fyrir augum eitt hundr eð verkfallsviarða. Var öflugur lögregluvörður við skipin meðan áhafnir fóru um borð, svo að . verlsfallsverðir flengu ekki að gert. 1 Krefjast enn banns Verkfallsmeinn í Grimsby krefj est þess enn, að bannaðar verði landanir úr íslenzkum toguum. Þeir krefjast þess einnig, að nefnd hafnarverkamanna hafi stjórn á löndunum erlendra togara. Ennfremur að haft sé samráð við samtök yfirmanna á togurum, áður en samningar séu gerðir um sölur á fiski og að breytingar verði gerðar á vinnu- tíma togaramanna í landi. I>eir fallast á að kröfur þeirra um 10% hækkun launa verði lagð- ar fyrir sáttafund. Fulltrúar samtaka togaraeig- enda sögðu í dag, að allir sem við riðnir væru brezka fiskiðnaðinn hefðu frá upphafi samningavið- ræðanna við ísland gert sér ljóst að Párísar-samkomulagið um landanir íslenzkra togara í brezk um höfnum yrði I heiðri haft. Væri því ekki á valdi einnar greinar hans að stöðva þessar landanir. Segjast togaraeigend- Framhald á bls. 23. Svartahafið sér til heilsuhótar. f kjölfar fregnarinnar af ferð- inni fylgdi yfirlýsing, undirrit- uð af miðstjórn kommúnista- flokksins, forseta Æðstaráðsins og ríkisstjórninni. Þar er því lýst yfir, að Rússar hafi nú verulegt forskot í geimrannsókn um, svo og að afrek Rússa á því sviði séu ekki unnin í þágu styrjalda, heldur helguð friði og öryggi alira manna. if HEILLASKEYTl HVAÐANÆVA Fregn þessi hefur vakið heims athygli og heillaskeyti borizt stjóm Sovétrikjanna hvaðanæva að úr heiminum. Með risafyrirsögnum þekur fregnin forsíður stórblaðanna í Evrópu og Bandaríkjunum og vísindamenn og stjóramálafor- ingjar lýsa því yfir einróma, að hér hafi verið náð hinum merk- asta áfanga í rannsóknum á himingeimnum. Þeir John F. Kennedy, Banda- ríkjaforseti, og Harold Macmill- an, forsætisráðherra Bretlands. hafa látið í Ijósi aðdáun sína vegna þessa afreks og sent heillaskeyti til sovétstjóraarinn- ar. Ennfremur óskaði Adlai Stevenson, fastafulltrúi Banda- ríkjanna hjá SÞ, Sovétríkjun- um tíl hamingju með þetta af- rek, sem opnaði framtíðarvonum mannkynsins takmarkalausar leiðir. En Stevenson sagði einn- ig: — Nú þegar sovézkir vís- indamenn hafa sent mann út 1 geiminn og náð honum lifandi og heilum á húfi til jarðar, skulum við vona, að þeir að- stoði við að halda samtökum hinna Sameinuðu þjóða heilum og lifandi. úr „Ég faðma yður . . .“ Það var kl. 6.07 að ísl. tíma), sem geimfarinu var skotið á loft og kl. 6.58 tilkynnti Tass-frétta- stofan, að maður hefði verið sendur út í geiminn í fyrsta sinn. Þulur, Moskvuútvarpsins rauf dagskrána til að tilkynna atburðinn. Eldflaugin, sem flutti geim- farið á braut var þriggja þrepa, en farið sjálft, vó 4.725 kg. Því var skotið upp með 7.7 km hraða á sek. Mesta fjarlægð þess frá jörðu í hringferðinni var 299 km, en hin minnsta fjarlægð 175 km. Hylkið fór lítið eitt meira en einn hring umhverfis jörðu og hafði Gagarin tvisvar sinnum samband við stöðvar í Rúss- iandi. í annað skiptið var hann staddur yfir Suður-Ameríku, en í hitt skiptið yfir Afríku. Sagði hann að allt væri með eðlileg- um hætti og sér liði vel. — Kvaðst hann vel þola þyngdar- leysið. A 118. mínútu ferðarinnar var byrjað að draga úr hraða geimfarsins og kl. 7.55 lenti það á jörðu niðri. Er Gagarin steig út úr farlnu fögnuðu honum samstarfsmenn og fréttamenn fr^ Tass. Bað hann, að flokknum, ríkisstjórn- inni og Krúsjeff yrði tilkynnt að lendingin hefði tekizt vel og hann væri óskrámaður. Frh. á bls. 2 Botvinnik vnnn 11. sknkinn »1 GÆR var tefld 11. skák- in í keppninni um heims- meistaratitilinn. Botvinnik vann skákina í 42. leik. Hefur heims- meistarinn Tal þá tapað þrem skákum í röð, en Botvinnik hlotið fjögurra vinninga forskot, hefur 7V4 vinning gegn 3*4. — 12. skákin verður tefld á föstudag. i Slíkum manni finnast engin grið — segir saksóknari Adolfs Eichmanns JERÚSALEM, 12. april — (Reut er — NTB) í dag héit áfram réttarhöldun um í máli nazistaforingjans Adolfs Eichmanns með því, að hinn opinberi sækjandi málsins, Gideon Hausner hélt áfram svar- ræðu sinni við staðhæfingum verj andans Dr. Roberts Servatíusar, um að isrelskur réttur gætí ekki um málið f jallað. í ræðu sinni kvaðst Hausner mundu sýna fram á, að Eichmann hefði ekki aðeins verið eitt tann hjól í hinni miklu morðvél naz- ista, heldur hefði hann lagt á ráðin um og staðið að aftökum milljóna Gyðinga. Hausner kall- aði Eichmann „Þjóðarmorðingja" og sagði að slíkum manni fynd ust engin grið og engin fyrirgefn ing. — Við skulum aðeins vona, sagði Hausner, að syndir feðr- anna komi ekki niður á sonum og að synirnir feti ekki í fótspor feðranna. Eichmann virtist með öllu ró- legur þar sem hann sat í glerklef anum og leit af og til á armbands úr sitt. Eitthvað virtist honum þó bregða við er Hausner kallaðl hann þjóðarmorðingja. Réttarfundum hefur nú verið frestað til föstudags, en á morg- un verður haldinn sérstakur dag ur til minningar um fórnarlömb nazista í heimsstyrjöldinni. VerS- ur þá aska þeirra Gyðinga, sem brenndir voru , gasofnum í fanga búðum nazista jarðsett í sérstök- um grafreit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.