Morgunblaðið - 13.04.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.04.1961, Blaðsíða 2
z M O RGU N B LAÐ J Ð Fimmtudagur 13. aprfl 1961 — Maður út / geiminn Framh. af bls. 1 Skömmu síðar barst honum heillaskeyti frá Krúsjeff, þar sem sagði: — Óska yður af hjarta til hamingju með heim- komuna til fósturjarðarinnar eftir velheppnaða ferð. Ég faðma yður. Sjáumst í Moskvu innan skamms. Kl. 10.18 flutti Moskvuútvarp ið yfirlýsingu um að Rússar vseru langt framar öðrum í kapphlaupinu um himingeiminn svo og tilmæli til allra þjóða að þær komi sér saman um frið og afvopnun. Á Snilli sovézku þjóðarinnar í yfirlýsingunni, sem imdirrit- uð er af Miðstjóm kommúnista- flokksins, forseta æðsta ráðsins og ríkisstjórninni, segir í upphafi: „Mikll atburður hefur gerzt. í fyrsfca sinn í sögu mannkynsins hefur maður tekizt á hendur ferð út í himingeiminn. Hinn 12. apríl 1961, kl. 9,07 að Moskvu tíma, lagði geimskipið Vostock (Aust- ur-‘). í ferð út í geiminn með mann innanborðs. Er geimskipið hafði farið rúmlega eina ferð umhverfis jörðu lenti það heilu og höldnu á hinni helgu jörð íöðurlands vors, Rússlands.“ „Hinn fyrsti maður sem kannar himingaiminn í slíkri ferð er' rússneskur maður — þegn Sovét ríkjanna. Hér hefur verið unnin einn mesti sigur mannshugans yfir náttúruöflunum — óvenju- legt afrek unnið í vísindum og tækni. Grundvöllur hefur verið lagður að flugi manna um him- ingeimnn. í þessu sögulega afreki felst snilli sovézku þjóðarinnar og hið sterka afl sosíalismans-------“. í lok yfirlýsingarinnar segir: ,Á þessum hátíðisdegi beinum við máli okkar enn einu sinni til þjóða og stjórna allra landa í bón um frið. Megi allar þjóðir — burtséð frá kynþáttum, lit, trúarbrögðum og þjóðernishátt- um — helga alla krafta sína því að vinna að tryggingu friðar um beim allan. Bindum endi á vígbúnaðar- kapphlaupið. Komum á algerri afvopnun undir sterku alþjóð- legu eftirliti. I>að verður úrslita- átakið í hinni heilögu viðleitni U1 að verja friðinn------— Á Gagarin ódauðlegur, segir Krúsjeff Hinn fyrsti geimfari, er sem fyrr segir 27 ára að aldri. Kona hans Valentine, sem er einu ári yngri, stundar nám í læknisfræði. Þau eiga tvær dætur, Elena er tveggja ára og Gala eins mán- aðar. Samkvæmt fregnum Tass, er Gagarin fæddur á samyrkjubúi í Smolensk 9. marz — 1934. Hann hóf skólanám 1941 en varð að hætta vegna innrásar Þjóðverja. Er heimsstyrjöldinni lauk hóf hann barnaskólanám að nýju og síðan iðnnám. Hann er málm- steypumaður að iðn, en hefur einnig lænt tæknifræði og fiug; hefur starfað í flughernum síð- an 1957. Fyrir ári síðan gerðist Gagar- in félagi í kommúnistaflokki Sovétríkjanna. Fréttamaður NTB segir m. a. í frásögn sinni af geimskotinu: „Þetta var sögulegur dagur í lífi Gagarins og fjölskyldu hans. Við sólarupprás í morgim var Gagarjn vakinn af værum svefni einhversstaðar í Rússlandi. Nú skyldi lögð síðasta hönd á undir búning að fyrstu ferð manns út í geiminn. Hann gekk út að staðnum, þar sem þriggja þrepa eldflaugin beið hans. Um árabil höfðu vís- indamenn um heim allan beðið með eftirvæntingu þess dags, er fyrst yrði sent mannað geimfar á braut umhverfis jörðu. Samstarfsmenn Gagarins ósk uðu honum góðrar ferðar og góðr ar heimkomu meðan þeir fóru með lyftunni upp í trjónu eld- flaugarinnar, þar sem geimfar- inu sjáJfu var komið fyrir. Gag- ÞESSI óvenjulegl flutningur| ^ lyfir Hvítárbrú átti sér stað sl. þriðjudagskvöld. Skúrinn aftan á vörubílnum er á löngú ferðalagi, því að hann var Ífluttur frá Reykjavík og á ai staðsetjast einhvers staðar i Húnavatnssýslu, þangað er hann sennilega ekki kominn enn, þar sem Holtavörðuheiði Ítepptist sama kvöld og verður ekki opnuð aftur fyrr en á föstudag n.k. Það munaði ekkli nema fáeinum cm. á hvora hlið, að skúrinn færi utan í brúarriðið. Hann stóð á tjökkum að aftan, og bílstjór-1 |inn lyfti pallinum á börubif-1 ireiðinni, til þess að komast fram hjá yztu stólpunum. Að Íspurður sagði bílstjórinn, að skúrinn ætti að nota sem geymslu. Skyldi hann (skúr-1 inn) eiga eftir að borga flutn- ingskostnaðinn? 1 (Ljósm. Sveinn Þormóðss.) um hefði liðið þar. — Eins og heirna, sagði Gagarin — mér leið vel. Ég sá jörðina úr mikilli hæð, — höf, fjöll, stór- borgir, fljót og skóga. Krúsjeff sagði honum, að hann væri ódauðlegur maður og bætti við: — Látum nú allan heiminn sjá hvað land okkar getur gert, hvað hin mikla þjóð okkar og vísindi geta gert. Og Gagarin sagði: — Látum nú allar þjóðir reyna að ná okkur. — Það er rétt hjá þér, sagði þá Krúsjeff — látum nú kapítalísku ríkin reyna að ná ríkinu okkar. arinn var bundinn fastur í sér- staklega gerðum klefia, sem um- lukinn var þunnum málmvegg. Hann vissi, að hylkið hafði verið prófað aftur og aftur við aðstæð- ur líkar því, sem biðu þess í geimnum, en hann vissi ekki, hvernig hann sjálfur myndi bregðast við, er komið yrði út í hundruð kílómetra fjarlægð frá jörðu. Hann horfði á vísindamennina leggja síðustu hönd á eldflauginu — síðan var hylkinu lokað og hann hafði ekki lengur annað samband við jörðina en radíó- samband. Skyndilega heyrist gífurlegur hávaði — hylkið titraði og Gag- arin sökk æ dýpra og dýpra nið- ur í sæti sínu. Það lagðist að honum þungi — þungi og enn meiri þungi, þar til allt í einu var sem hann svífi í lausu lofti. Hann var kominn út fyrr svið aðdrátt- arafls jarðar. Moskvu útvarpið og síðar brezka útvarpið útvörpuðu rödd Gagarins eins og hún heyrðist utan úr geimnum og mátti vel greina orðaskiL Mynd af Gagarin birtist á sjón- varpsskerm um rússnesk heimili er sagt var frá því, að hann hefði komizt heilu og höldnu út í geiminn. Mátti þar líta mann með hátt enni, loðnar augabrýr og nokkuð fjarstæð augu. — Hann klæðist flughjálmi og léttum samfestingi, sagði sjón- varpsþulurinn, er lýsti honum. — Bros hans er gott, hélt hann á- fram — og það er ekki þörf að taka from, að þessi maður, sem er fyrstur manna til að teygja sig til stjarnanna og líta til jarð- arinnar úr geimnum, — er maður gæddur sterkum persónuleika. Það kemur glöggt fram í brosi hans og gáfulegum augum, sagði þulurinn. Síðar í dag hringdi Krúsjeff til Gagarins og bað hann að segja sér hvað hann hefði séð þar uppi i himingeimnum, og hvernig hon- „Fyrsta tilraunin", segja Rússar. Einn af forustumönnum Rússa í geimrannsóknum, A. S. Blagan 1 rov, prófessor sagði á fundi með fréttamönnum og vísindamönnum í Firenze í dag, að þessi ferð Gagarins væri fyrsta tilraun Rússa til þess að senda mann á braut í kringum jörðu. Blaganrov sagði, að Gagarin hefði að vissu marki hjálpað til við að komast til jarðar aftur. Tilraunir sem slíkar myndu í framtíðinni byggj ast á þeim niðurstöðum sem lækn isfræðileg rannsókn á líkams- og sálarástandi Gagarins leiddi í ljós. Prófessorinn er formaður nefnd ar rússneskra vísindamanna sem sitja Cosper ráðstefnuna í Fir- enze (The Committee of Space Research) Aðrir vísindamenn á ráðstefnunni voru viðstaddir blaðamannafundinn í morgun. í lok hans gekk fram Dr. R. W. Porter, einn af bandarísku vís- indamönnunum óskaði Blag anrov til hamingju með afrekið. Tjáði Dr. Porter fréttamönnum á eftir, að bandarískir vísinda- menn samfögnuðu Rússum vegna þessa afreks, þvi þar væri um að ræða stórt skref í könnun alheims ins, sem mundi leiða til aukinn ar þekkingar mannsins á sjálf um sér og þeirri ómælisvíðáttu er hann lifði í. Yrði það ennfremur öðrum visindamönnum hvarvetna hvöt til frekari afreka í þessum efnum. Er Dr. Porter var spurður um áætlanir Bandaríkjamanna um að senda mann út í geiminn, sagði hann, að væntanlega mundu Bandaríkjamenn gera nokkrar til raunir sem þessa á næstu mánuð um og árum, en vildi annars ekki segja neitt ákveðið um það, hve- nær hin fyrsta slíkra tilrauna yrði gerð. Átta Gagarinar. í Moskvu, sem og annarsstaðar í Sovétríkjunum hefur í allan dag ríkt geysilegur fögnuður vegna ferðar Yuri Gagarins út í himin geiminn. Þegar í morgun er fregn inni var varpað með gjallarhorn um út yfir götur borgarinnar, þusti fólkið út á strætin, hópaðist saman hrópandi og syngjandi. í allan dag hafa ættjarðarsöngvar glumið í gjallarhornum milli þess sem fregnum af Gagarin var út- varpað. Síðar byrjaði fólkið að dansa á götum og torgum. Búizt er við að hátíðahöldin muni standa fram undir morgun, en þeim er líkt við 1. maí hátíða höld. Moskvu útvarpið flutti þegar í morgun nýjan söng sem tileink aður var Gagarin. Ennfremur hafði það viðtal við strætisvagna bilstjóra, sem sagði: — ég stöðv aði vagninn þegar er ég heyrði fréttina í útvarpinu, til þess að farþegarnir fengju að heyra. Þeir stóðu stjarfir með tárin í augun Í2A.Í9&Í kl tt\ ■nr--ya-rym-f.„—Jjf. vi * * í/i-/ / v /-/kl. / V* 1 í f \ V \ V / 7 VJ l V . J xr \ LÆGÐIN, sem var í fyrradag fyrir sunnan land, hafði í gær teygzt norðaustur, svo að norð anátt var komin hér í gær, allhvasst og víða snjókoma norðan lands, en þurrt syðra. Á Jan Mayen var 10 stiga frost um hádegið og var loft- ið á leiðinni þaðan til Vest- fjarða. Kl. 15 var komið 5 stiga frost á Galtarvita, en á sama tíma var 5 stiga hiti og skúrir á SA-landi. Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi SV-land til Breiðafjarðar og miðin: NA og síðar nolðanátt, allhvasst með köflum, skýjað. Vestfirðir til Austfjarða og miðin: NA og síðar norðan átt, víða hvassvirði, snjókoma. SA-land og miðin: Austan eða NA átt, sums staðar all- hvasst eða hvasst, skúrir. um af stolti yfir hinni dýrðlegd fósturjörð okkar. Sendiráð Rússa í nokkrum borgu Evrópu höfðu opin hús i tilefni dagsins og hvarvetna ríkti glaumur og gleði. Svo bar til að í nýrri símaskráí Moskvuborgar, eru átta menn taldir með nafninu Gagarin. Síma hringingum hefur ekki linnt hjá mönnum þessum í allan dag, og voru þeir löngu orðnir uppgefnir og sumir fokvondir þegar er leið að hádegi. Borgarráðið í Kishinev, höfuð borg Moldavíu tók þá ákvörðun i dag, að nefna eina af aðaJgötuna bæjarins eftir Gagarin. Áður hét hún Mushcheshetsky-Boulevard. |! Ennfremur skýrði Tass frá þvf, að ung hjón í Frunze í Kirghizia hafi ákveðið, þegar þau heyrðu gleðitíðindin, að skýra nýfæddan son sinn Yuri. — Það hljómar eins og sigur, sögðu þau — hann verður áreiðanlega ánægður með það nafn er hann stækkar. Gagarin mun væntanlegnr ti) Moskvu á föstudag og mun þá Krúsjeff og Mikojan taka á móti honum á flugvellinum. Sam- kvæmt fregnum NTB er þegar hafinn undirbúningur að því, að honum verði heilsað sem þjóð- hetju, er hann ekur um borgina. V „Gera sér vart enn grein fyrir metnaði sínum“ Viðbrögð vestrggnna vísinda- manna við fregninni um ferð Gagarins hefur, sem fyrr segir, verið nokkuð á* einn veg. Forystumaður Jodrell Bank: athugunarstöðvarinnar í Bret- landi, sagði, að þetta væri eitt mesta afrek í sögu vísindanna ogi kvaðst hann glaður yfir því, að Rússar skyldu leyfa mönnum að fylgjast með ferðinni stig af stigi. Það vekur aíhygli um heim all an, að Rússar skyldu nú bregða út af þeim vana, sem þeir hafa haldið undanfarin ár, að til- kynna ekki um geimskot sín fyrr en þau hefðu heppnazt. Hefur jafnan hvílt mkil leynd yfir geimrannsóknum Rússa. Menn vita ekki hvaðan geimförum 'þeirra er skotið né hvar þau koma niður, en vestrænir frétta- menn í Moskvu eru þeirrar skoð- unar að hinn rússneski „Kana- veralhöfði" sé ein-hversstaðar I Turkmenistan, við strönd Kaspía hafs og þar vinni yfirleitt ungir menn. Hefur Krúsjeff einhvernl tíma ekki alls fyrir löngu láticS hafa eftir sér, að þeir væru allir innan við þrítugt. Sir George Thompson, þekktur visindamaður og Nobelsverð- launahafi, lét í dag í Ijós sömu skoðun og Sir Bemard Lovell — að um stórkostlegt vísindaafrelc væri að ræða, en kvað sér ekkii koma það neitt á óvart — við Sliku hefði mátt búast frá hendi Bandaríkjamanna og Rússai hvaða dag sem væri. Sagði hann að aðeins væri stigmunur á getu stórveldanna tveggja í geimrann sóknum. Og þótt Rússum hafi tek izt að senda mann út í geiminn fyrstum þjóða, sagði Sir George, er ekki þar með sagt með vissu, að þeir verði fyrstir til að lenda mönnuðu geimfari á annarri plánetu sem er m-kilvægasta skrefið á braut geimrannsókna. Sir George kvaðst mjög harma, að geimrannsóknir færu nú fram eins og kappróður millj stórveld- anna. Slíkar tilraunir sa-gði hann, að ætti að vera alþjóðlegt átak og samvinna. Þriðji vísindamaðurinn Kenn- eth Garland, sagði að óefað hyggðu Riússar á að senda mann- að geimfar til tunglsins hið fyrsta. Hefðu þeir sjálfir nefnt ártalið 1967 í því sam-bandi og legðu að öllum líkindum metnað sinn í að ná því takmarki. í þessu sambandi lét fyrirles- ari brezka útvarpsins svo um- mælt í morgun, að ekki væri lík- legt að Rússar gerðu sér enn sjálfir fyllilega grein fjirir metn- aði sínum varðandi himingeim- inn. Taldi hann enn nokkur ár að bíða þess, að tækist að lenda mönnuðu geimfari á tunglipu. næsta skrefið í áætlun Rússa 'Kvað hann hinsvegar líklegt að væri að koma þangað tækjurn, sem sent gætu sjónvarpsmyndir ai yfirborði tunglsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.