Morgunblaðið - 13.04.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.04.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. apríl 1961 MORVVNBLAÐIÐ 3 MYNDIRNAR hér á síðurmi eru teknar á Holtavörðuheiði sl. þriðjudag, er flutningabíl arnir fjórir og Norðurleiðarbíll \ inn á annarri myndinni töfð ust á heiðinni í nær þrjá tíma. Heiðin hafð verið rudd með atnjóplóg um morguninn, en á- ; stæðan til tafarinnar var sú, , i að Moskwitch-bíllinn á hinni , myndinni sat fastur í snjótröð unum efst í Norðurárdalnum. Hann hafði fylgt stóru bílun I um yfir Öxnadalsheiði, sem var nýrudd, en hélt síðan á- fram á undan þeim. Háheiðin var vel fær, en skóf talsvert efst í Norðurárdalnum, frá Biskupsbeygju, á 2—300 m kafla. Þarna sat Moskwitch-bíllinn ' fastur, komst hvorki aftur á bak eða áfram Norðurleiðarbíl Flutningabílarnir fjórir frá Akureyri og Norðurleiðarbíllinn, sem töfðust tæpa þrjá tíma á Holtavörðuheiði sl. þriðjudag. (Ljósm. tók Sveinn Þormóðsson fyrir Mbl.) stjórarnir, þeir Gunnar Jóns- son og Pétur Kristjánsson, fóru ásamt nokkrum röskum strákum, sem voru farþegar í Norðurleiðarbílnum til hjálp ar bifreiðastjóranum á Mosk- witch-bílnum. Þeir mokuðu undan bílnum og frá, lyftu honum og ýttu yfir ófærðina. Á meðan skóf látlaust í hjól förin fyrir framan og á milli stóru bílanna, svo þeir voru fastir um tíma, þegar að þeim kom. Sumir voru ekki á keðj um og lentu bílstjórarnir í nokkru stímabraki við að setja keðjur á þá, þar sem snjórinn var djúpur og laus undir þeim og fast að. Þetta hafðist þó fyrir harðfylgi bifreiðastjór anna, einkum Norðurleiðarbíl stjóranna, sem eru sérstaklega fylgnir sér og vanir að taka til höndunum á þungfærum heiðavegum. Flutningabílarnir og áætlun arbíll Norðurleiða mjökuðust áfoam meter fyrir meter með því að troða snjóinn undir hjól unum. Við hvern meter, sem ávannst, var þeim bakkað og síðan ekið af fullum krafti áfram. Stundum unnust nokkr ir metrar í einu og hentust bíl arnir þá til hliðanna eins og bátar í stórsjó. Þegar síðasti bíllinn var kominn yfir þennan 2—300 metra kafla, sem var að heita mátti eina torfæran á allri leiðinni, voru liðnir tæpir þrír tímar frá því þeir komu að honum. Vegurinn var að mestu auður það sem eftir var leiðarinnar, og kom áætlunar bíll Norðurleiðar frá Akureyri og annar frá Fonahvammi kl. um hálftvö á miðvikudagsnótt til Reykjavikur. Holtavörðu- heiði var orðin ófær í gær, en verður væntanlega opnuð aft ur n.k. föstudag. i Moskwitch-bíllinn sat fastur í snjótröðunum, en farþegar og bílstjórar Norffurleiðar mokuðu frá honum og ýttu yfir ófærðina, Maðurinn sem er við hlið bílsins er Gunnar Jónsson, bíl- stjóri hjá Norðurleið. . i l&naðarmannafélagið á Selfossi 15 ára Fjársöfnun til kaupa á röntgen- tækjum í Sjúkrahúsið á Seifossi IÐNAÐARMANNAFÉLAGIÐ á Selfossi var stofnað af 24 áhuga- mönnum 17. marz 1946 og er því nýorðið 15 ára. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Daníel Berg mann, bakarameistari, og var hann fyrsti formaður félagsins. Tilgangur félagsins var og er að hlynna að aukinni iffnment og bættri aðstöðu iðnnema á Sel- fossi. Vísir að iðnskóla var til á etaðnum frá 1943, sem hafðist við í litilli stofu í gamla barnaskól- nnurn. Iðnaðarmannafélagiff tók ekólann að stVr og stækkaði «amla barnaskólahúsið um tvo þriðju. Fékk iffnskólinn þá viðbót tU afnota. Hefur hann BÍðan starfað við vaxandi gengi og stórbætt skilyrði á allan hátt. Stjórn félagsins skipa nú: Dan íel Þorsteinsson klæðskeri, form., Guðmundur Helgason trésmið- ur, ritari, Þórmundur Guðmunds son vélvirki, varaform. og Har- aldur Diðriksson trésmiður, fjár málaritari. Félagið minntist 15 ára starf- semi sinnar á afmælisdegi þess og ákvað þá að hrinda í fram- kvæmd málefni því, sem nú verður skýrt frá . Röntgentækjakaup til sjúkrahússins. Á öðrum fundi félagsins 1946 var'*" stofnaður sjóður, er ber heitið Sjúkrahússjóður Selfoss- byggðar. Lagði þáverandi for- maður, Daníel Bergmann, fram ’ fyrsta tillagið. Ákveðið var, að fastar tekjur sjóðsins skyldu vera 15% af félagsgjöldum, auk þess að minningarsjpjöld hafa verið seld til styrktar honum. Nemur sjóðurinn nú rúmum 60 þúsund- um króna. Nú hefur verið ákveðið að stefna að kaupum á mjög full- kominni gerð röntgenmynda- tækja, er kosta um 400 þús. kr. Ríkissjóður greiðir % verðs af slíkum tækjum, eða kr. 160 þús. Þar.f félagið því að hafa handbær ar 240 þús. kr. Stórt átak til að koma málinu í höfn. I tilefni af afmælinu var ákveð ið að reyna að gera stórt átak til að hrinda málinu í framkvæmd, með því að snúa sér Uréflega til allra félagsmandnfhag ? íö ?í‘” allra félagssamtaka í Árnes- sýslu um að þau, af fúsum og frjálsum vilja, legðu af mörkum nokkurt fjármagn til að ljúka þessu nauðsynjamáli, þar sem vitað er að sjúkrahúsið sjálft mun ekki náinni framtíð hafa ráð á að kaupa slík tæki, sem eru hin stærstu og dýrmætustu er sjúkrahúsið þarf að eignast fyrst um sinn. Árangurinn af þessum tilmæl- um er þegar orðinn sá, að lof- orð hafa borizt að upphæð kr. 115.000,- til viðbótar við áður- nefndan sjóð, svo að ekki vantar nú nema kr. 6’5.000,- til þess að málinu sé borgið. Til dæmis um hversu góðar viðtökur þessi málaleitan hefur þegar fengið, skal frá því sagt, að fyrst til að svara voru kven- félögin á Stokkseyri og í Hvera- gerði, er hvort um sig hafa lofað kr. 10.000,-. Kvenfélagið á Skeið- um hóf þegar fjársöfnun í hreppn Framh. á bls. 23. SIAK8TEII\iAR Fylgisleysi kommúnista í Prentarafélaginu Það hefur vakið mxkla athygli, hversu ört fylgi kommúnista hof ur hrakað innan Hins íslenzka prentarafélags. Þeir eru þar nú aðeins rúmlega hálfdrættingar í atkvæðum á við lýðræðissinna. Þetta er m.a. athyglisvert vegna þess, að fáa menn innan verkalýðshreyfingarinnar hafa kommúnistar lagt eins í einelti og Magnús Ástmarsson frúfarandi formann Prentarafélagsins. En því meira, sem kommúnistar hafa skammað Magnús Ástmars- son og skoðanabræður hans, þeim mun traustara hefur fylgi hans og lýðræðissinna orðið innar félagsins. Hið íslenzka prentarafélag er eitt öflrugasta stéttarfélag lands ins. Það mun almennt viðurkennt að því hafi verið vel stjórnað og með hagsmuni f élagsmanna sinna fyrir augum. Félagið hefur á "iðn um árum komið fram margvísleg um umbótum á kjörum þeirra, og haft forustu um að bæta aðstöðu þeirra á ýmsa lund utan hinnar al mennu kjarabaráttu. Fylgisleysi kommúnista innan Prentarafé- Iagsins er prenturum til hins mesta sóma, og sýnir félagslegan þroska þeirra. Nazistaþvættingur Þjóðviljinn hefur undanfarið haldið uppi stöðugum áróðri, þar sem andstæðingum kommúnista er bnugðið um nazistavináttu fyrr og síðar. Sérstaklega beinast þessi brígslyrði kommúnista aff Sjálfstæðisflokknum. Auðvitað tekur enginn mark á þessu þvaðri. Sjálfstæðisflokkur inn hefur jafnan verið harðsnú- inn andstæðingur nazisma og fas isma. En í þessu sambandi mætti minna á það, hverjir það voru sem sömdu við þá herra Adolf Hitler og Joacliim von Ribbentrop sumarið 1939. Það voru þeir herr ar Jósep Stalin og Molotov utan- ríkisráðherra hans. Það var i grundvelli þessa samkomulags nazista og kommúnista, sem ann arri heimsstyrjöldinni var hleypt af stokkunum. Þeir Hitler og Stalin skiptu síðan Póllandi bróð urlega milli sín eftir hina sví- virffilegu árás nazista og komm- únsta á þetta ógæfusama land. Þetta man íslenzkur almenning ur þótt liðnir sém um þaff bil tveir áratugir síðan þessir atburðir gerðust. Rödd af Austurlandi f Tímanum birtast nú öðni hverju raddir, sem sýna að Fram sóknarmenn eru orðnir hræddir við kommúnistadekur sitt og telja nauðsynlegt að leyfa einstökum flokksmönnum sínmm að láta í ljós andúð sína á því. Þannig birt ir Tíminn í gær grein eftir Fram sóknarmanna á Austurlandi, þar sem bent er á það, að Moskvu- kommúnistar séu nú alls ráðandi innan hins svokallaða Alþýðu- bandalags. í grein Austfirðingsins er bent á það að Sosialistaflokk urinn hafi alllengi búið að þeim efniviði, sem Héðinn Valdemars son kom með í flokkinn er hann klauf Alþýðuflokkinn á sínum tíma. Allt frá þeim tíma hafi verið menn í flokknum, sem reynt hafi að hamla gegn því að hann yrði alger kommúnistaflokk ur á ný. En „nú er svo komið“ segir Austfirðingmrinn „að áhrif þessara manna hafa farið síminnk andi, en kommúnistarnir undir stjórn Einars, Kristins og Brynj ólfs, aff Bjarna Þórðarsyni d- gleymdum, hafa náð æ meiri völdum í fIokknum“. Austfirðingnum er sýnilega lít ið gefið um hina nánu samvinnu Ieiðtoga Framsóknarflokksins við hina harðsoðnu Moskvu-kommún ista. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.