Morgunblaðið - 13.04.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.04.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVN BLAÐJÐ Fimmtudagur 13. aprll 1961 Óvenjuleg frost á fyessum árstíma MYKJUNESI, 9. apríl. — Síðustu vikurnar hefur verið mesta harð- inda tíð, oft mikil frost og nokk- ur snjór á jörð, þó ekki mjög mik- ill hér í Holtum en meiri austar í sýslunni. Um páskana komst frostið í 14—15 stig þegar kaldast var. Er það mikið hésr á þessum árstíma, þegar ekki er lengra til sumars en nú er. Jörð er öll mjög gaddfreðin og hjarni þakin. Síðustu tvo dagana hefur þó vðrið mildara veður og nokkur sólbráð á daginn. Ef breytir til betri tíðar verður hjarnið að sjálfsögðu ekki lengi að láta á sjá á þessum tíma, en hvernig sem allt fer má gera ráð fyrir að vori heldur í seinna lagi og ýms undir búningsverk undir sumarstörfin dragist af þeim sökum. Og held- ur virðist það öfugþróun að í febrúar urðu ýmsir vegir ófærir vegna aurbleytu, en eru nú vel færir vegna frosts og klaka. ★ Fé þyngra á fóðrun Annars er það nú svo með þennan góða vetur, sem brátt er á enda, að hann hefur að sumu leyti ekki verið eins hagstæður hér og veturinn 1960, því þrátt fyrir mikil hægviðri og stillur í vetur hefur til dæmis sauðfé ver ið þyngra á fóðrum, nú en þá. Og hefur ekki notazt vel að beit þó mjög hafi verið snjólptt. Rétt fyrir jólin í vetur fengu átta bæir (10 búendur) hér í sveit Sogsrafmagn. Eru þá átta bæir í sveitinni sem eftir eiga að Cá nafmagnið og hafa sumir þeirra einka-vatnsaflsveitur, en þó ó- fulinægjandi. Þau tíðindi gerðust Þátttaka í gatnagerð Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á þriðjudaginn var, tók það fyrir og gerði tillögur um þátt- töku lóðarleigjenda í kostnaði við byrjunarframkvæmdir gatna gerðar. ' Þessi tillaga bæjarráðs er gerð til bæjarstjórnar og er um að ræða framhald af eldri samþykkt bæjarstjórnar í þessu efni. Hin nýja samþykkt er á þessa leið: Til framhalds samþykkt bæj- arstjórnar 17.—18. des. 1959, um gjaldheimtu hjá lóðarleigjendum til þátttöku í kostnaði við byrj- unarframkvæmdir gatnagerðar, að því er varðar malargötur og ræsi, samþyk'kir bæjarstjómin að gera þær lágmarkskröfur til landeigenda, er bæjarstjórn legg ur götur um lönd þeirra til þess að gera lóðir byggingarhæfar, að þeir greiði sama gjald miðað við rúmmetra í húsum, sem lóðarleigjendum var gert að greiða með samþykktinni; að auk þess leggi landeigendur tij ókeypis land undir götur og önnur opin svæði, skv. skipu- lagi, fjórðung landareignar sinnar. Mun bæjarstjórn ekki hefja gatnagerð um lönd í einkaeign, nema landeigendur geri ráðstafanir í samræmi við framangreindar lágmarkskröf- ur. I að um leið og rafstraumnum var hleypt á þessa nýju línu, varð ein símalína hér í ofanverðum Holtum hálf óvirk. Síðan hafa fjórtán símnotendur orðið að sætta sig við að hafa ekki meira en hálf not af símanum, en verða þó að standa undir ölkftm skyld- um, þ. e. a. s. að greiða fullt af- notagjald af símanum. Ekki mun vera neinn möguleiki á að þetta komist í lag nema með endur- lagningu símalínunnar. Allmiklar byggingafram- kvæmdir munu vera fyrirhugað- ar hér í sumar og er þar fyrst og fremst um útihús að ræða, enda stöðug þörf fyrir slíkt og hefur þróunin í þeim málum verið jöfn hér á undanförnum árum. Rætt er nú um það að setja ferju á Tungná á svonefnduHaldi, enda óhjákvæmilegt ef afréttirn- ir verða opnaðir aftur, því eng- inn lætur sér lengur til hugar koma að flytja fé yfir Tungná á sama hátt og áður — á smábát- um. í hinni miklu veðurblíðu sem lengstum ríkti í vetur, mun hafa gengið seint að fá allt fé heim á fjallabæjunum á Rangárvöllum. Mun hafa verið komið fram í febrúar, er kindur voru sóttar frá Næfurholti og Hólum, inn í Loð- mund. Voru þær þar í sjálfheldu og bjuggu við lítinn kost og hafði orðið að ganga frá þeim áður. Einnig var Rangárvalla afréttur leitaður úr flugvél eftir að kom fram" á vetur, því þar munu hafa verið slæmar heimtur. Pest í kúm Ekki mun yfirleitt hafa borið mikið á búfjárkvillum í vetur, utan skitupestar í kúnum, sem hefur verið að stinga sér niður svona á víð og dreif í allan vet- ur. Er það mjög leiður kvilli og getur verið hættulegur líka. Er slæmt að ekki skuli finnast ráð til að gera kvilla þennan áhrifa- lausan. Héðan fóru nú í vetur fleiri menn á „vertíð“ en undanfarin ár, en við sem heima erum bíð- um eftir vorinu og vonum að það komi sem fyrst. — M.G. Bjötnsson kennir ungum dreng á kompás. 126 drengir á sjó- vinnunámskeiði NÝLEGA er Iokið ágætu sjó- vinnunámskeiði unglinga, sem sjóvinnunefnd Æskulýðsráðs Reykjavíkur hefur staðið fyrir. Alls innrituðust 126 drengir á aldrinum 13—16 ára á námskeið ið, þar af um 30, sem voru í sérstökum framhaldsflokki. Þetta er langfjölmennasta námskeiðið, en þetta er í 3ja sinn, sem þessi námskeið eru haldin. í vetur komu piltarnir tví- vegis í viku um þriggja mánaða skeið. Kennd vðru undirstöðu- atriði almenrar sjóvinnu, en tvær nýjar kennslugreinir voru teknar upp. Hjálp í viðlögum undir stjórn Jóns Oddgeirs Jóns sonar, fulltrúa og vélfræði- kennsla, kennari var Guðmund- ur Pétursson vélstjóri. Þefcta reyndist bæði vinsælt og gagn- legt. Piltarnir tóku þátt og sáu um sérdeild á starfsfræðsludegi sjávarútvegsins. Þrír fræðslu- og skemmtifundir voru haldnir á tímabilinu. Sá fyrsti í húsi Slysa varnafélagsins. Þar var meðal gesta borgarstjórinn í Reykja-* vík og forseti Slysavamafélags- ins. Sá næsti var að Lindargötu 50 og loks var drengjunum boðið til lokafundar í Hrafnistu þar sem þeir fengu mjög góðar mót- tökur. Á fundum þessum töluðu kunnir forustumenn sjávarút- vegsins og ýmsir listarnenu skemmtu drengjunum og kvik- myndir voru sýndar um sjósókn og fiskveiðar eða slysavarna- mál. Vélasalur Véstjóraskólans var heimsóttur og með kortum og öðrum tækjum leitazt við að fræða piltana um þessi mál. Fyrir einsfcaka velvild forstjóra landhelgisgæzlunnar var piltun- um gefinn kostur á því að sigla dagstund með varðskipinu Óðni og varð þessi þáttur afar vin- sæll meðal piltanna. Framh. á bls. 23. Utanríkisróð- herrafondnr UTANRÍKISRÁÐHERRAR Ev- rópuráðsríkjanna fimmtán halda fund í Strasbourg 24. apríl. í forsæti verður Heinrich voa Brentano, utanríkisráðherra Þýzka sambandslýðveldisins. Sama dag verður haldinn fundur með utanrikisráðherrun- um og fulltrúum Ráðgjafarþinga Evrópuráðsins. í forsæti á þeim fundi verður danski þingmaður- inn Per Federspiel, forseti ráð- gjafarþingsins. Þá mun ráðgjafarþingið sjálft hefja fundi þennan sama dag. Mun von Brentano flytja skýrslu ráðherranefndarinnar i þingbyrjun og svara fyrirspurn- um. Hinn 26. apríl flytur sam- göngu- og orkumálaráðherra Austurríkis, Karl Waldbrunner, skýrslu tim ráðstefnu samgöngu málaráðherra Evrópu, en slíkar skýrslur eru lagðar fram ár- lega. Utanríkisráðherra Islands mun ekki sitja ráðherrafundinn í Strasbourg, en fulltrúi hans verður Pétur Eggerz sendiherra. Enn er ekki vitað, hvað verður um þátttöku af Islands hálfu í störfum ráðg j af arþingsins að þessu sinni. •jB^usetning^gegn lömunarveiki mmmammmmmmmmmammmmmmmim Einhvern tíma hefði það þótt stórkostleg dásemd að geta tryggt sig og börn aín gegn lömunarveikinni eða a. m. k. dregið úr líkunum til að lamast, ef fólk veiktist. En öllu má venjast, svo að lítið þykir til þess koma. Nú er bóluefni til, sem í flestum tilfellum kemur í veg fyrir lömun, og eins auðvelt er að fá bólusetningu og hugsast getur. Kostnaður aðeins 20 kr., og það eina sem gera þarf, er að ganga við á Heilsuvernd- arstöðinni og láta sprauta í handlegginn á sér á nokkrum sekundum. Enn eru fjölmargir hér í Reykjavík, sem einhverra hluta vegna hafa orðið út und an þegar bólusetnáng gegn mænuveiki hefur farið fram. Og því er nú allur viðbún- aður á Heilsuverndarstöðinni til að taka á móti þessu fólki í eina viku. Hægt er að bólu- setja um 500 manns á dag. Það skal þó tekið fram, að ekki þykir ástæða til að bólu setja eldra fólk, en 45 ára. •^Lítnjáhugi Velvakandi kom þar s. L þriðjudag, rétt fyrir hádegið. Þrjár hjúkrunarkonur sátu þar í stórum sal og biðu. Að- eins 30 manns hafði komið til bólusetningar þann morg- un. Þær kváðust vera tilbún ar kl. 8.30 á morgnana til að hefja bólusetninguna, svo fólk geti komið um leið og það fer í vinnu, og þær skreppa aðeins frá á víxl í hádeginu, svo að þeir sem eiga erfitt með að koma á vinnutíma, geti komið þá. Fáir vildu vafalaust verða FERDIIMAiMV) fyrir því að lamast og eyða æfinni hjálparvana. En það er ekki einungis um einkamál' hvers og eins að ræða. Það er ábyrgðarleysi gagnvart fjöl- skyldu manns og þjóðfélaginu. í heild, að vera ekki bólusettur gegn mænuveiki. Því það er þeim mun meiri hætta á far- sótt sem fleiri eru óbólusettir. • Börnin fimm bólusett Ég hringdi til borgarlæknis sem gaf mér upplýsingar una mænusóttartilfelli í síðasta faraldri árið 1955 og síðan. í faraldrinum veiktust 205 manns, tveir dóu og 58 lömuð- ust. Árið eftir veiktust 14, einn dó og 8 fengu lömun. Þá kom bóluefnið til sög- unnar og var byrjað að bólu- setja. Hefur siðan verið bólu- sefct í barnadeild Heilsuvernd- arstöðvarinnar á hverjum mánudegi allan ársins hring. Síðan farið var að bólu- setja, hefur ekki orðið vart veikinnar í Reykjavík, nema að ein kona fékk mænusótt snemma í vetur, þó án þesS að fá lömun. Hún átti 5 börn, sem öll voru sett í einangrun. Það kom í ljós að þau voru öll með smit, en sluppu við að veikjast, enda höfðu þau öll verið bólusett. \ Fleiri tilfelli komu á Bæjar spítalann á sl. ári. Þau vorui öll utanbæjar og enginn af sjúklingunum hafði verið bólusettur. Af þessu má sjá hve mikla áhættu fólk tekur á sig gagnvart sjálfum sér og öðrum að trassa það að láta bólusetja sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.