Morgunblaðið - 13.04.1961, Síða 8

Morgunblaðið - 13.04.1961, Síða 8
8 MORGVTSBLAÐÍÐ Fimmíudagur 13. apríl 1961 4 húsið er fimm hæða bygging í hjarta Jerúsalem. Það hafði stað ið ófullgert í langan tíma sökum fjárskorts, en fyrir réttarhöldin var samþykkt fjárveiting til að innrétta það, og er því verki ný- lokið. Réttarsalurinn rúmar 750 manns í sæti. Er hann ætlaður til hljómleikahalds og leiksýninga í framtíðinni, og verður þá komið upp sviði þar sem dómpallurinn er nú. Á dómpallinum eru sæti þriggja dómara fyrir miðju, en til hægri handar við dómarasæt in hefur verið komið upp „búri“ úr skotheldu gleri þar sem sak- borningurinn situr ásamt tveim lögregluþjónum. Úr „búrinu" er Dýrasti fangi sögunnar. Daginn sem ég heimsótti dómhúsið, viku áður en réttar- höldin hófust var þegar kominn öflugur vörður hers og lögreglu kringum húsið. Öllum gestum var gert að fara inn í sérstaka klefa fyrir utan anddyri hússins þar sem leitað var á þeim. Verður sá háttur hafður á meðan réttar- höldin standa yfir til að fyrir- byggja það að menn komi með vopn eða eitur í dómhúsið. Á- stæðan til að þessar varúðarráð stafanir voru gerðar þegar viku fyrir réttarhöldin var án efa sú, að Eichmann hafði verið flutt ur í klefa sinn í dómhúsinu daginn áður. Sagt er að fáir viti Klefarnir fyrir framan anddyn domhussins þar sem gerð er leit á öllum sem fá inngöngu í réttarsalinn. með vissu, í húsinu. hvar þessi klefi er Réttarsalurinn er glæsilegur á að líta, enda hefur innréttingin kostað mikið fé. Þar hefur verið komið fyrir öllum nauðsynlegum tækjum handa fréttamönnum og öðrum áheyrendum. Við hvert Síðan Eichmann var handtekinn hefur hann verið leiddur fyrir dómara á tveggja vikna fresti, og hefur sá síðarnefndi framlengt fangelsisvist hans, en samkvæmt lögum í ísrael er óheimilt að halda sakborningi í fangelsi lengur en í tvær vikur án þess að leiða hann fyrir dómara. A myndinni sést Eichmann t.v. (í peysu og með gleraugu), siðan lögregluforinginn sem hefur yfirheyrt hann á undanförnum mánuðum, þá dómarinn og loks foringi úr öryggislögreglunni. sæti eru hlustunartæki sem stilla má á fjögur tungumál, hebresku, þýzku, ensku og frönsku, en á svölum til hægri við áheyrenda sætin eru fjórir klefar h-anda hin um opinberu túlkum sem þýða jafnharðan á þrjú þessara tungu- mála það sem sagt er á því fjórða. Þá eru í salnum þrjár sjónvarps- vélar, svo að þeir, sem ekki fá sæti í réttarsalnum, geta fylgst með réttarhöldunum annars stað ar í borginni. Á hæðinni undir réttarsalnum hefur allt verið búið í haginn fyr ir fréttamenn. Þar eru ein fimm hundruð borð þar sem þeir geta vélritað greinar sínar. f hliðarsal er sægur af segulbandstækjum sem tengd eru réttarsalnum og taka upp iÁ'ert orð sem þar er sagt, þannig að fréttamenn hafa öll réttarhöldin á segulbandi. í öðrum sal eru um 20 fjarritarar þar sem stúlkur sitja daglangt og senda fréttir af gangi réttar haldanna út um allan heim. Þær hafa verið þjálfaðar til starfans undanfarna tvo mánuði. Þá hefur verið komið upp al- þjóðlegri símstöð í dómhúsinu og hefur hún til umráða 50 línur við útlönd um símstöðina í Tel- Aviv. Sömuleiðis hafa verið sett upp tæki til að símsenda ljós- myndir. Loks hafa verið útbúin kaffistofa og matsalur á hæðinni undir réttarsalnum og geta frétta menn hlaupið þangað og fengið sér bita í hita dagsins. Þannig er í stuttu máli ytri Ondir sama þaki ÞAÐ ER EKKI hláupið að því að komast inn í salinn þar sem réttarhöldin yfir Adolf Eichmann fara fram í Jerúsalem. Viku áður en réttarhöldin hófust var búið að setja upp volduga girðingu kringum dómhúsið og anna alla umferð um nálægar götur. Jafn- vel strætisvagnar urðu að gera krók á venjulega leið ína. Dóm- ^hhÍíííímnmnmbimkÍÍ Hluti af réttarsalnum í Jerúsalem. Til vinstri er skothelda „búrið“, þar sem Eichmann situr. Fyrir miðju eru sæti dómaranna, en fyrir framan þá sitja hinn opinberi túlkur (t.v.) og skrif- l ari réttarins (t.h.). Næst áheyrendasætunum eru borð verjandans (t.v.) og sækjandans, en hægra megin við þau vitnastúkan. Myndin var tekin áður en búið var að ganga frá „búri“ Eichmanns. — og Eichmann Eftir Sigurð A. IVfagnússon Moshe Landau, forseti réttarins. ekki innangengt í réttarsalinn, heldur opnast það inn í vegginn, og liggja frá því sérstakar tröpp ur upp í klefann þar sem Eich- mann er geymdur. Búrið hefur þegar verið reynt með vélbyssum og stóðst raunina. Allar þessar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar í því skyni að hindra hugsanlegt tilræði við Eichmann af hálfu þeirra mörgu einstakl- inga sem eiga honum grátt að gjalda. umgerð réttarhaldanna yfir Adolf Eichmann, en hann er án efa dýrasti fangi sem nokkurn tíma hefur verið leiddur fyrir rétt. Réttarhöldin munu kosta ísrael tugi milljóna króna. Dómarar og málflutnings- menn. 4 Dómararnir eru þrír eins og áður er sagt, allt kunnir lögfræíS ingar. Forseti réttarins er Mosha Landau dómari í hæstarétti fsra- els. Hann er fæddur í Danzig ár- ið 1912 og settist að í Palestínu árið 1933. Meðdómendur hans eru dr. Benjamin Levi dómari við héraðsdómstólinn í Jerúsalem og dr. Yitzhak Raveh dómari við héraðsdóminn í Tel-Aviv. Dr. Levi er fæddur árið 1910 í Þýzka landi og kom til Palestínu árið 1933, og dr. Raveh er fæddur J Þýzkalandi árið 1906 og kom einn ig til Palestínu .árið 1933. Saksóknari ríkisins er Gideon Hailsner, fæddur í Póllandi ári<5 1915, búsettur í Palestínu síðan 1927. Lögfræðilegur ráðunautur hans er Jacob Robinson, en að- stoðarsaksóknarar þeir G. Bach og Y. Bar-Or. Eins og kunnugt er hefur þýzki lögfræðingurinn Servatius tekizt á hendur vörn Eichmanns, og mun fsraelsstjórn greiða honum laun fyrir það van þakkláta verk. Sagan verður endurskrifuð. Meðan ég var í Jerúsalem átti ég tal við hinn kunna lög- fræðing Shabbtai Rosen, sem er ýmsum íslendingum kunnur af ráðstefnum um fiskveiðilögsög- una. Hefur hann mikinn áhuga á málefnum íslands og lét í ljóg ánægju yfir sigri íslendinga i deilunni við Breta, þó hann sá fyrrverandi borgari Bretaveldis. Rosen er yfirmaður lagadeildar utanríkisráðuneytisins í ísrael og var sendur til Argentínu í sam- bandi við deiluna um brottnám Eichmanns. Ég innti hann eftir þessari deilu og samkomulaginu sem fsraelsmenn gerðu við Argentínu »stjórn. Kvað hann samkomulagið ekki Varða Eichmann sjálfan, heldur væri það fyrst og fremst dipló matískt í eðli sínu. Brottnám Eichmanns hefði valdið alvarleg um viðsjám og Argentína hefði heimtað að honum yrði skilað aftur. Málið kom fyrir Öryggis ráðið, og í umræðunum þar komu fram tvö mikilsverð atriði. f fyrsta lagi mælti enginn af með limum ráðsins með því, að Eich- mann yrði skilað aftur til Argen tínu; í öðru lagi var það mál Gldeon Hailsner, saksóknari ríkisins. flestra sem til máls tóku að leiða bæri Eichmann fyrir rétt. Eina og allt var í pottinn búið var ekkert eðlilegra en að ísraels menn stæðu fyrir slíkum réttar höldum, enda voru Argentínu menn ekki reiðubúnir til að tak ast það á hendur. Öryggisráðið hvatti ísrael og Argentínu til að hefja að nýju venjuleg samskipti, og 3. ágúst 1960 var sambandi ríkjanna formlega komið á og sendiherrar skipaðir þrem vikum síðar. Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.