Morgunblaðið - 13.04.1961, Síða 12

Morgunblaðið - 13.04.1961, Síða 12
12 ; MORGUNBLAÐIB Fimmtudágur 13. aprQ 1961 JRiwigitstiIrlðMfr Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. EyjólfUr Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlar. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. MAÐUR ÚTII GEIMNUM R ússar hafa unnið enn eitt^ stórafrek á sviði eld- flaugatækni. Enn hafa þeir orðið á undan aðalkeppinaut sínum, Bandaríkjamönnum, er þeim tókst að senda mann út í geiminn og ná honum aftur til jarðar. Vissulega er hér um að ræða eitthvert merkilegasta afrek, sem maðurinn hefur unnið. Er ekkert eðlilegra en Rússarnir séu stoltir af því, þó að heldur sé hvimleitt að heyra hinn rússneska geim- fara, Yuri Gagarin, senda kommúnistaflokknum sér- stakar kveðjur, þegar hann kemur til jarðar, rétt eins og þýzku nazistarnir ösljruðu sýknt og heilagt: Heil Hitler! Er ekki ofsögum af því sagt að líf þeirra, sem nú eru ungir, ætlar að verða undra- vert, ef mannkynið ber gæfu til að hagnýta vísindin í þágu menningar. Og um leið og rússneskum vísindamörm- um er óskað til hamingju, hljótum við að bera fram þá ósk að afrek þeirra verði hagnýtt til góðs, en ekki gj örey ðileggingar. NORRÆNI DAGURINN T dag er Norræni dagurinn hátíðlegur haldinn um öll Norðurlönd. Hinar nor- rænu þjóðir minnast sam- eiginlegs uppruna og hvetja til enn aukinnar samvinnu sinnar á fjölmörgum sviðum. Norræn samvinna hefur sí- fellt verið að færa út kví- amar og verða raunhæfari. Kynni aukast milli þjóðanna og samskipti vaxa. Norrænu félögin eiga sinn ríka þátt 1 þessum árangri. Fleira og fleira fólk skipar sér undir merki þeirra. — Norðurlandaráð, Norræna menningarmálanefndin og margvísleg samtök einstakra stétta og starfshópa hafa einnig unnið merkilegt starf á þessu sviði. Það er hinum norrænu þjóðum til hins mesta sóma, að þær standa nú flestum þjóðum framar um félags- legt öryggi. Þær hafa einnig komið fræðslu- og heilbrigð- ismálum sínum í gott horf og markvíst er unnið að því að skapa einstaklingum þeirra, sem mest afkomuör- yggi og varanlega velmegun, íslendingum er það fagn- aðarefni að Norræna félagið hér á landi hefur eflzt mjög á síðustu árum. Meðal al- mennings ríkir síaukinn skilningur á hlutverki þess. MEIRIHLUTI í FULLTRÚARÁÐI VERKALÝÐS - FÉLAGANA 17" osningarnar í verkalýðs- félögunum hafa orðið glögg sönnun þess að verka- menn vilja kjarabótastefnu, en eru andvígir pólitískri verkfallastefnu kommúnista. Þrátt fyrir dyggilegan stuðn- ing Framsóknarmanna í sér- hverjum kosningum í stétta- félögum, hafa kommúnistar tapað þar fylgi. í fulltrúaráði verkalýðsfé- laganna í Reykjavík, er nú lýðræðissinnuð stjórn, sem áreiðanlega mun reyna að berjast fyrir raunverulegum kjarabótum launamanna and stætt kjaraskerðingarstefnu hinna pólitísku verkfalla. Það er líka tími til þess kominn að launþegar og vinnuveitendur hefji einlægt samstarf til þess í senn að bæta hag atvinnuveganna og kjör launþega. Morgunblaðið hefur bent á leiðir, sem fær- ar eru að því marki, og þarf nú að láta hendur standa fram úr ermum. MIÐBÆRINN BREYTIST Fj’ftir langvarandi kyrrstöðu er nú að verða töluverð breyting á Miðbænum í Reykjavík. Stóru bárujárns- klæddu timburhúsunum fer fækkandi. Húsið Austur- stræti 1 hefur verið rifið, Túngata 2 er að hverfa og Hótel Hekla hefur verið boð- in út til niðurrifs. Enn eru þó mörg slík hús í Miðbænum og sum þeirra býsna lágreist. En aðalatrið- ið er, að nú er hafin sú breyting, sem á nokkrum ár- UZ YMSMjI Fundarsalur í Rockefeller-stofnuninni, sérstaklega gerður fyrir góðan hljómburð. Sæti eru fyrir 500 manns. Rockfellerstofnunin Á BÖKKUM Austurá* eða East River, nálægt hjarta New York-borgar, er ein af þýðingarmestu rannsóknar- og kennslu- stofnunum Bandaríkjanna, Rockefeller-stofnunin. Þar hafa mildar breytingar orðið frá því árið 1901, er John D. Rockefeller kom stofnuninni á fót í þeim tilgangi, að „efla náttúru- og læknavísindin til heilla fyrir allt manhkyn“. AlJa ævi sín.a — jafnvel sem drengur — hafði John D. Rockefeller gefið peninga til kirkna og góðgerðastarfsemi. „Allt frá því ég var mjög ungur, var ég alinn upp við að vinna, spara og gefa“, hef- ur hann sjálfur sagt. Gates taldi hinsvegar að verja bæri peningunum á annan hátt. Til þess að ná sem beztum ár- angri við dreifingu hinna miklu auðæfa Rockefellers, skipulagði hann fyrirkomu- lag á fjölda gjafa til vísinda- rannsókna. Árangurinn varð fjöldi af nátengdum velgerðar um ætti að geta komið nýj- um og reisulegri svip á hið gamla bæjarstæði Reykjavík- ur. — Mikið starf hefur verið unnið að undanförnu í skipu- lagsmálum bæjarins með að- stoð erlendra sérfræðinga, og stendur það enn. Meðal annars verða teknar ákvarð- anir um framtíðarskipulag Miðbæjarins, áður en langt um líður og er þá þess að vænta, að uppbyggingin muni hefjast af fullum krafti. Kunnugt er um, að nokkrir aðilar hafa þegar gert áætlanir um byggingar- framkvæmdir, og er þess að vænta að mörg og glæsileg stórhýsi muni á næstu árum rísa upp í Miðbænum. John D. Rockefeller. stofnunum og margir styrkir til vísindamenntunar. Þar til í byrjun þessarar aldar var þróun læknavísind- anna langt á eftir þróuninni í náttúruvísindum. Gates lagði því til að koma á fót stofnun til að vinna að læknis fræðilegum rannsóknum, þar sem hæfir vísindamenn gætu helgað sig starfi sínu og rann- sóknum án þess að hafa fjár- hagslegar áhyggjur. Hug- mynd þessi féll bæði Rocke- feller eldri og syni hans John D. yngri mjög vel í geð og varð innan fárra ára að veru- leika. Eftir að hafa náð sam- ■an nokkrum þekktum vísinda mönnum, tók Rockefeller stofnunin til starfa árið 1904 undir forustu dr. Simons Flevners. Byrjað var smátt í litlu leiguhúsnæði, en smán saman, eftir að árangurinn kom í Ijós, jók Rockefeller fjárhagsstuðning sinn til stofn unarinnar. Var þá keypt svæð ið við Austurá og fljótlega reis þar upp sjúkrahús og fyrstu rannsóknarstofurnar. Fyrsti athyglisverði árang- ur stofnunarinnar var þegar dr. Flexner fann upp bóluefni gegn smitandi heilahimna- bólgu. Þessi sjúkdómur gekk í New York 1905 og breiddist út um Bandaríkin. Þegar í Ijós kom að lyf dr. Flexners fækkaði dauðsföllum af völd um sjúkdómsins niður í einn þriðja af því sem áður var, tók stofnunin að framleiða bóluefnið í ríkum mæli og senda það á alla þá staði sem sóttin herjaði. Nemendur við stofnunina eru valdir úr efnilegustu há- skóilakendíc’ji' um og- eftir ábendingum háskólaprófess- ora. Aðeins eru teknir 20 nem endur á ári og eru þá venju- lega um 75 nemendur við nám hverju sinni. Hver nemandi fær fjárstyrk til allra nauð- synlejjra útgjalda, Nermend- urnir fá þarna einstakt tæki- færi til framhaldsnáms, því þeir njóta tilsagnar um 200 Nobelsverðlaunamanna og annarra viðurkenndra vís- indamanna, auk þess sem þaina koma vísindamenn víða að úr heiminum til fyrirlestra halds. Nemendunum er einnig gefið tækifæri til að mennta sig á sviðum óskyldum vís- indagrein þeirra. í samkomu- sölum eru oft haldnar mál- verka og listasýningar, hljóm- leikar og fyrirlestrar um ýmis efni. Þá hafa nemendur að- gang að bókasafni með 6.000 bindum þar sem margvísleg- an fróðleik er að finna. fslnndskvöld í Utrecht NORRÆNA félagið við háskól- ann í Utrecht í Hollandi gekkst fyrir íslenzku kvöldi 23. marz síð astliðinn. Var samkoman óvenju vel sótt og stóð fram á nótt. Frú Aðalheiður Spans-Hólm las upp íslenzk Ijóð, sem formaður norræna félagsins J. A. Ven- huien þýddi á hollenzku. Próf- essor P. M. Boer-den Hqpd frá Amsterdam las Bandamannasög við mjög góðan róm áheyrenda. Ungfrú Viktoría Spans söng með píanóundirleik íslenzk þjóðlög og síðan fjögur ljóð eftir dr. Pál ísólfsson. Má mikils vænta af henni í framtíðinni við kynningu íslenzkrar tónlistar hér í landi. Meðal viðstaddra voru próN essor J. A Huisman, starfsmenn aðalræðismanns-skrifstofunnar j Amsterdam svo og fjöldi hol. lenzkm íslandsvina. Það er sann arlega gleðiefni að menningar- samband íslands og Hollands skuli vera metið svo mikils að reikna megi með salarfylli í fram tíðnni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.