Morgunblaðið - 13.04.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.04.1961, Blaðsíða 13
Fimratudagur 13. apríl 1961 MORCVNBLAÐIÐ 13 Leikfélag Reykjavíkur: Kennsiustundin og Stðiarnir Einþáttungar eflir Eugene lonesco Kennslustundin: Prófessorinn (Gísli Halldórsson) og nemand- inn (Guðrún Ásmundsdóttir). 1. . FRANSK-HÚMENSKI rithöf- undurinn Eugene Ionesco hefur verið lítt þekktur hér á landi Itil þessa, en nú vill svo til að jþrjú leikrit eftir hann eru sýnd iiér samtímis á leiksviðum borg arinnar: Nashyrningarnir í Þjóð 'leikhúsinu, sem vakið hefur mikla athygli og einþáttungam- ir Kennslustundin og Stólam- ir, sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi sl. sunnudagskvöld. Höfundurinn hefur látið svo um mælt að hann hafi oft frem- ur kosið að semja leikrit um ekki neitt heldur en um ein- hver minniháttar vandamál. Út frá þessu sjónarmiði hefur hann bersýnilega samið umrædda ein- þáttunga og þá einkum Kennslu etundina, þar sem efnið er sára- lítið eða ekkert, en leikritið byggist allt á leik með orð milli kennarans, þ.e. prófessorsins, og nemandans og er í því efni hlut ur prófessorsins miklu meiri. Undir leikslok, er eins og höf- undurinn ranki við sér og sjái, að það sé ekki alveg einhlítt að byggja leikrit eingöngu á innan tómum orðræðum og þá gerist það, öllum á óvænt, að prófess- orinn breytist í sálsjúkan morð- ingja, sem sefjar hinn unga nemanda sinn og ræður honum bana með rýtingi. — Hefur höf- undurinn hér greinilega verið að semja leikrit vegna leiklist- arinnar einnar án tillits til efnis eða boðskapar, enda hefur hann sagt, að hann hafi sett sér það takmark að losa leik- húsið við áhrif hugsjóna, heim- speki, sjórnmála og sálfræði. — Mun mörgum þykja þetta æði umfangsmikil „hreinsun", og finnast með þessu lítið vera eftir fyrir leikritahöfunda til að fást við. Kannski endar það á því að tómir málleysingjar verða á sviðinu á borð við ræðuskör- unginn mikla í lok þáttarins „Stólarnir“. En enda þótt „Kennslustund- in“ sé sára efnislítil er hún alls ekki leiðinleg og má fyrst og fremst þakka það ágætum leik þeirra Gísla Halldórssonar í hinu erfiða hlutverki prófess- orsins og Guðrúnar Ásmunds- dóttur er leikur nemandann og einnig leik Árna Tryggvasonar í hlutverki ráðskonu prófessors- ins. Gísli hefur þarna skapað mjög sérstæða persónu og gefur með leik sínum til kynna þegar í upphafi en þó greinilegar þeg- á líður leikinn, að prófessorinn er sálsjúkur í meira lagi, enda kemur það á daginn að þetta morð á nemandanum er það fertugasta sem hann hefur á samvizkunni. II. f Stólunum eru aðalhlutverk- in einnig tvö, gamli maðurinn og gamla konan. Sambandið milli þessara gömlu hjóna er innilegt og með þeim mikið ástríki. En draumar þeirra í líf- inu hafa ekki rætzt. Þau eru innst innifyrir vonsvikin, en reyna að bæta sér það upp með því að bregða á leik eins og börn. Þau efna í ímyndun sinni til mikils fundar þar sem þau eru aðalpersónurnar og gamli maðurinn hyggst flytja mönniun hinn mikla boðskap sinn, sem á erindi til alls mannkyns, en hann hefur vanrækt til þessa að flytja. Og dyrabjallan hringir án afláts og gamla konan fyllir sviðið stólum handa gestunum. En vitanlega kemur enginn. Þau hjónin vísa hinum ósýni- legu gestum til sætis og ræða við þá og loks ávarpar gamli maðurinn hina auðu stóla í löngu og sundurlausu máli. — Höfundurinn hefur sagt um þennan einþáttung: „í Stólun- um hef ég reynt að taka til meðferðar umbúðalaust efni, sem hefur átt hug minn allan: Tómleikann og vonleysið, sem hrjáir mannfólkið í þessum heimi, örvæntingrma og dauð- ann. Persónunum í leiknum er ekki fyllilega ljóst hið andlega rótleysi sitt, en þær hafa það ósjálfrátt á tilfinningunni. Þeim finnst þau hafi „týnzt“ í heim- inum og að þau vanti eitthvað, sem þau, sér til sárrar hryggð- ar, geti ekki bætt úr. Leikþáttur þessi er að ýmsu leyti athyglisverður, en sem leikhúsverk er hann tilbreyt- ingarlaus og alltof langdreginn og þessvegna beinlínis leiðinleg- ur. Þar er vissulega nóg af tóm leika og vonleysi, eins og fyrir höfundinum hefur vakað og það jafnvel í svo ríkum mæli að hvorttveggja seitlaði út í áhorf- endasalinn og setti svip sinn á allan þorra leikhúsgesta, sem biðu þess með óþreyju að tjald- ið félli. Þess ber að geta, að leikur þeirra Helgu Valtýsdóttur og Þorsteins Ö. Stephensens í hin- um vandasömu hlutverkum gömlu hjónanna, er prýðisgóður og gervi þeirra ágætt, en þegar á leið leikinn fannst mér þó hjónin yngjast ótrúlega upp, — einkum í hreyfingum og jafnvel líka í málrómi. Þriðju persónu leiksins, ræðu- skörunginn mikla, sem átti að flytja hinn mikla boðskap gamla mannsins, en reyndist sam- kvæmt réttum rökum mállaus, þegar til kom, lék Gísli Hall- dórsson. Hlútverkið er lítið og gefur ekki tilefni til mikils leiks. Helgi Skúlason hefur sett bæði leikritin á svið og leyst það verk ágætlega af hendi. Þá eru og leiktjöld Hafsteins Aust- manns einkar vel gerð. Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi hefur þýtt Kennslustund- ina, en Ásgeir Hjartarson Stól- ana. Báðir eru þeir orðhagir og smekkmenn á íslenzkt mál, enda báru þýðingarnar þess augljóst vitni. / Að leikslokum voru leikstjóri og leikarar hylltir af leikhús- gestum. Sigurður Grímsson, Stólarnir: Gamli maðurinn (Þorsteinn Ö. Stephensen) og gamla konan (Helga Valtýsdóttir). 1 Gísli Sigurbjörnsson skrifar Vettvanginn í dag. — Gaman að tala um auðugt land. — Minnimáttarkendin of mikil — Hugsa þarf um hag þjóðarheildarinn- ar. — Hvað varðar mig um hann Jón? -----Þurfum sjálfir að vita hvað við viljum. UNDANFARIÐ hafa marg- ar greinar verið ritaðar í blöð og tím-arit um nauðsyn þess að fá erlent fjármagn til landsins, og virðist svo, sem menn séu farnir að skilja betur en áður, að fé- vana getur þjóðin ekki nýtt þau verðmæti, sem í landinu eru, eða á land berast. Nokkuð greinir menn á um, með hvaða hætti bezt væri að fá fjármagnið. Þeir eru enn of margir, sem vlja fó styrki og gjafafé — en á því hefur okk- ur verið haldið uppi nokkuð lengi. Þá eru aðrir, sem vilja að ríkið hafi alla forgöngu um útvegun lána og helzt fram- kvæmda fyrir lánsféð. —■ Enn aðrir leggja tii, að samvinna verði höfð við erlenda menn um að stofnsetja og starfrækja ný at- vinnufyrirtæki — fá erlent fé og reynslu þeirra og þekkingu um leið. Mai'gt mætti að sjálfsögðu um þessar leiðir, og ýmsar aðrar rita, en hér verður aðeins drepið á nokkur atriði í þessu mikilsveða máii. Landið er stórt en þjóðin fá- menn og því eru úrlausnarefni mörg. Við trúum því mörg, að auðæfi landsins séu mikil, en lítt notuð. Okkur þykir svo fjarska gaman að tala um auðugt land, og mikla möguleika — og . vissulega hefir margt og mikið verið gert, sérstaklega á síðari árum, en þrátt fyrir allt, er mál- um okkar ekki vel komið. Um ástæðurnar fyrir því er tilgangs- laust að skrifa, þar eru skoðan- irnar svo margar, líklega eins og lesendur þessa blaðs. Hinum er alltaf kermt um, okkur sjálfum er ekkert að kenna. En um hitt ætti ekki að vera tilgangslaust að skrifa, hvað hægt er að gera. til úrbóta og hvaða úrræði eru fyrir hendi □ Mörg undanfarin ár hafa kom- ið hér erlendir sérfræðingar, að beiðni ríkisstjórnarinnar og fleiri til þess að athuga, gera áætl- anir, og leiðbeina í ýmsum mál- um. Er enn von á nokkrum og eiga þeir að vinna að framtíðar úrlausn á málum þjóðarinnar — 5 eða 10 ára áætlun, — en þó munu íslenzkir menn verða fengnir þeim til aðstoðar. Svo virðist sem landsmenn sjálfir viti oft harla lítið hvað gera skal, erlendir sérfræðingar koma í stríðum straumum. Greinarhöf- undur hefir verið með í þessu, fengið margsinnis erlenda sér- fræðinga til ráðuneytis, svo menn geta með nokkrum rétti sagt. að mér farist ekki að vera að skrifa svona. — En ég er ekkert að amast við þessu — tel aðeins of langt gengið. Þessi ádeila hittir t. d. mig og félaga mína í stjóm Ferðamálafélags Reykjavíkur, fyrir það, að fá á sl. ári hingað til lands, frá Frakklandi, sér- fræðing um ferðamál. En okkur er þó nokkur vorkunn. Árum *aman höfum við bent á ýmis- legt, sem við töldum að betur mætti fara í ferðamálum okkar, bent á að umbætur í hótelmálum væru nauðsynlegar, hótelskortur mikill, og ótal margt annað. Á" þetta var ekki hlustað, aðeins talið óþarfa nöldur, en þegar er- lendur sérfræðingur segir sama og ýmislegt til viðbótar, þá er þetta allt annað. Minnimáttar- kend þjóðarinnar er því miður ennþá svo mikil, að við verðum að fá erlenda menn til þess að segja margt og benda á, sem við vitum sjálfir, og höfum sagt, ef víð viljum, að það verði tekið alvarlega. Erlendu sérfræðingarnir eru því nauðsynlegir, sérstaklega svo lengi, sem hugsunarhátturinn er svona. Við framleiðum margar ágætar iðnaðarvörur, en samt sem áð'.xi eru þær erlendu teknar fram yfir, enda þótt hvorki gæði eða verð sé betra. Á þessu þarf að verða breyting, ef vel á að vera. V Á það var minnzt að erfiðir "tímar séu hjá okkur. Að vísu greinir okkur mikið á í þessu, sem flestu öðru. Sumir telja þetta óþarfa barlóm, allt sé í lagi og allir hafi nóg af öllu, ef ein- hver kvartar, þá er það af póli-. tískum toga spunnið. Flestir eða allir voru á einu máli um, að eitthvað þyrfti að gera í efna- hagsmálum, en þegar úrræðin komu urðu margir fyrir von- brigðum og töldu og telja þeim fiest til foráttu. — Þannig er það og þannig verður það hjá þjóð- inni þar til þjóðarmeðvitund hennar vaknar. íslendingar munu Framhald á bls 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.