Morgunblaðið - 13.04.1961, Page 20

Morgunblaðið - 13.04.1961, Page 20
20 MORGVNBLAÐtÐ Fimmtudagur 13. apríl 1961 DÆTURNAR VITA BETUR SKÁLDSAGA EFTIR RENÉE SHANN ------------28 ------------ i i í í í i í í hann yngjast óðfluga eftir því eem hann nálgaðist markið. Hvað hann var feginn, að hann skyldi hafa hringt til hennar og getað fengið hana til að koma út og 'borða með sér í kvöld. En erfitt hafði það verið! Það var ekki fyrr en hann sagði henni af á- hyggjum sínum út af Janet, og að sig langaði til að ræða allt það mál við hana, að hún lofaði að hitta hann. Og nú átti hann að sækja hana í gistihúsið henn- ar klukkan sjö! Klukkan var á mínútunni þeg- ar hann stanzaði fyrir framan gistihúsdyrnar. Hann borgaði bíl stjóranum og spurði síðan um hana við afgreiðsluborðið. — Hvaða nafn, herra? — Wells. Afgreiðslumaðurinn hringdi á herbergið hennar. — Ungfrú Langland verður komin niður eftir andartak, hr. Wells. —Þakka yður fyrir. Hann fékk sér sæti og vonaði, að hún léti ekki bíða lengi eftir sér. Það hafði hún aldrei gert á sæludögunum forðum, þessum hálfa mánuði þegar þau höfðu hitzt daglega. Ef hún lofaði að hitta hann á einhverjum tiltekn- um tíma, var hún komin þangað á mínútunni, og bauð hann vel- kominn með þessu sérstaka brosi, sem hann þóttist finna, að hún ætti handa honum einum. Hann sneri sér við og þóttist nú viss um, að hún væri að koma og sá hana koma í áttina til sín gegn um mannþröngina í for- salnum. Snöggvast fanst honum eins og engin ár væru liðin síðan forðum og hún vera sama unga stúlkan sem þá, og jafn óþreyju full að sjá hann eins og hann var að sjá hana. Og hann trúði því, að það væri hún líka í dag, enda þótt hún reyndi að leyna því fyrir honum. —Sæll, Philip! Hún rétti hon- um höndina. — Stundvís eins og venjulega! — Það ert þú líka. Hann greip höndina, sem honum var rétt og gat rétt stillt sig um að lúta fram og kyssa hana. Hann horfði á hana og fór að hugsa um, hvað hún væri falleg, miklu fallegri en nokkru sinni áður og miklu fallegri en hollt var fyrir sálar- ró hans. — Ég er svo feginn, að þú skyldir fást til að borða með mér í kvöld. Hún brosti. — Nú, þú virtist hafa svo miklar áhyggjur út af henni Janet. — Það hef ég líka. En við skul um tala um það seinna. Er nokk- ur sérstakur staður þar sem þú vildir helzt borða? — Ef við værum í París, væri það. En nú kem ég svo sjaldan til London, að ég er orðin býsna ófróð um veitingahúsin hér, og mörg eru komin ný, sem ég hef einusinni ekki heyrt nefnd. — Það er ágætt. Ég hef nefni- lega pantað borð handa okkur í Formosa. Það er skemmtilegur staður og matur góður. Ég þori ekki annað en gefa þér eitthvað almennilegt þegar þú kemusr svona beint úr franska mataræð inú. — Það er rétt hugsað af þér. Ég er orðin afskaplega matvönd. Ég hef eigin íbúð, rétt við Boul- ogneskóginn og þar bý ég sjálf til þennan líka fína mat. — Þá verðurðu að elda eitt- hvað ofan í mig ef ég skyldi koma þangað. Hún lyfti hendi eins og í mót- mælaskyni. — Segðu ekki þetta, Philip. Við borðum víst ekki nema þessa einu máltíð saman. — Ætli það? Jæja, það er vist fullsnemmt að fara að karpa um það. Hann tók arm hennar og þau gengu saman út að götudyr- unum. En þá leit hann allt í einu upp og snarstanzaði, er hann sá mynd frá Roundstone. „Komið til Connemara og skemmtið yð- ur vel í sumarleyfinu", hljóðaði áletrunin, sem myndinni fylgdi. — Ég veit, sagði hún. — Ég sé þetta í hvert sinn sem ég fer út eða inn. Ég verð að fá mér annað gistihús þegar ég er hér á ferðinni. — Hversvegna? Viltu ekki láta minna þig á það? — Ég held ekki. — Þetta er ekki nema satt, sem þarna stendur. sagði han. — Ald- rei hef ég átt4fcemmtilegra sum- arleyfi en þar. Hún svarði engu. Vel hafði hún getað tekið undir orð hans. En vildi það ekki. Þegar hún tók kvöldverðarboði hans í dag, hafði hún ásett sér, að fundur þeirra skyldi verða eins óper- sónulegur og orðið gæti. Þau skyldu bara ræða mál Janets, enda var það erindi hans með þessu, hvort sem var. En þau skyldu ekki fara að ræða for- tíðina. Það væri heimskulegt — en einkum þó hættulegt. — Hvernig skemmtirðu þér þessa daga, sem þú varst burtu? spurði hann, er hann varð þess var, að hann hafði gefið henni bendiorð, sem hún ætlaði sér ekki að taka upp. Það var held- ur ekki orðið svo áliðið enn, hugsaði hann. — Ágætlega. Ég var í Strat- ford hjá systur eins starfsbróður míns. Maðurinn hennar á stóran búgarð þarna, og ég er vön að ver-a hjá þeim fáeina daga á hverju sumri. —Fórstu í leikhúsið? — Auðvitað. Ég hafði mjög gaman af þvL — Ég hef alltaf verið að lofa sjálfum mér að skreppa þangað einhverntíma. Ég er ekki farinn að koma í nýja leikhúsið enn. —Hefurðu gaman af Shake- speare? — Já, því ekki það. Það fer annars dálítið eftir því með hverj um maður er. Ef þú værir með mér, til dæmis.... Hún leit út um gluggann og reyndi að útiloka þá hugsun úr huga sínum, að þau tvö væru að horfa á Róméó og Júlíu, sem hún hafði verið að sjá í gær- kvöldi. Þau höfðu líka verið elsk endur grátt leiknir af örlögun- um, og jafnvel ennþá yngri en þau Philip höfðu verið forðum. —Það er furðu mikið um að vera í London núna, sagði hún. Og þó erum við í ágústmánuðL — Það er nú bara svona margt, af því það er laugardagur. Þá kemur svo mikið af fólki úr út- borgunum. í rauninni er borgin hálftóm á þessum tíma. Flest fólk, sem ég þekki, er burtu úr borginni núna. — Ætlar þú eitthvað að ferð- ast? — Ég veit ekki Ég held ég sé varla farinn neitt að hugsa um það. Að minnsta kosti vil ég ganga frá þessu öllu, sem Janet snertir. Þegar því er lokið kann að vera, að ég fari eitthvað. Cynthia hugsaði með sér, að það, sem Janet hafði sagt henni af samkomulagi þeirra hjónanna mundi sízt vera orðum aukið. En hversu mikið kvað að þessu ó- samkomulagi þeirra? Henni þótti fyrir því, að hann skyldi ekki vera hamingjusamari en þetta. Úr því að hún hafði ekki getað átt hann sjálf, hefði hún vel getað unnað honum þess að verða hamingjusamur með ein- hverri annarri. Var það nú ann- ars — ef hún átti að vera full- komlega hreinskilin? Og hún hafði sjálf svarað þessari beinu spurningu, tafarlaust. Já, auðvit- að óskaði hún þess. Hitt væri of mikil eigingirni af hennar hálfu. — Hvar er Janet í kvöld? — Hún fór víst eitthvað út að borða með Nigel. Hann er kom- inn hingað aftur, en verður vist að fara strax á morgun. — Og konan þín? — Hún er einhversstaðar úti líka. Skyldi hann ekki vita, hvar? Voru þau svona aðskilin? Helzt leit út fyrir það. Nú voru þau komin í veitingahúsið. Dyravörð urinn hljóp til að opna vagn- hurðina fyrir hana. — Ég er þegar búinn að panta borð, sagði Philip, er yfirþjónn- inn kom til þeirra. — Ég treysti því, að þú mundir láta þér vel líka að koma hingað. Hún brosti. — En ef ég hefði nú heimtað að fara eitthvað ann- að? — Þá hefði ég vitanlega afþakk að borðið. Þau sátu úti í afskekktu homi. Hún horfði kringum sig. Þau voru heldur með fyrra móti, svo að salurinn var ekki líkt því al- setinn enn, en hitt var sýnilegt, að hann yrði það innan skamms, því að fólk var sem óðast að streyma að. Hún athugaði mat- seðilinn, sem þjónninn rétti Skáldið oa mamma litla 1) — Sæll, pabbi.... má ég sjá 2) — Mamma, pabbi hefur veitt 3) ....í dúkkuhúsinu mínu! hvað þú veiddir? fallegan fisk, sem á að stoppa upp og hengja á vegginn.... ý'.rf áft: °kki von á því að fcit' sem gæti lagt Hunt M.__________--í — Nei, þessi Markús kann öll japönsku glímubrögðin! — Læknir, mig langar til að biðja yður að koma með mér til herbergis drengsins .... Mc- Clune, komdu með hundinn! Ef grunur minn er réttur, held ég að mér verði unnt að sýna þér hver rændi syni þínum! henni, og minntist um leið ó- sjálfrátt síðasta hádegisverðarins sem þau Philip höfðu átt saman í Clifton. Vondur matur og borð dúkurinn ekkert fram úr hófi hreinn. Og svo flugnagerið! En þau höfðu kært sig kollóttan. Þau voru saman, og annað skipti! þau engu máli. Hún leit allt í einu upp og augu þeirra mættust. — Mannstu hvað borðdúkarnir voru óhreinir? sagði hann. — Já. og flugumar! — Svona vitleysu getur maður munað! — Ég vissi, að þú varst að minnast þessa hádegisverðar okkar. Ég sá það í augunum 1 þér.... Aftur lyfti hún hendi, til þesa að stöðva hann. — Þú vilt von- andi ekki, að ég hlaupi frá þér Philip? — Nei, guð forði því! — Jæja þá. Við erum ekki hing að komin til þess að rifja upp gamlar endurminningar. — Og svo er verið að kalla kvenfólkið veika kynið! — Það hefur mér líka alltaf fundizt heimskulegt. — Þú ættir að vita, hvað þú segir um það. Hann brosti til iHlItvarpiö' Fimmtudagur 13. apríl 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 9:05 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:25 Tónleikar — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:29 Fréttir og tilkynningar). 12:50 „A frívaktinni": Sjómannaþáttur 1 umsjá Kristínar Önnu Þórarir.3 dóttur. 14:40 ,,Við, sem heima sitjum** (Vigdí3 Finnbogadóttir). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar — 6:30 Veður- fregnir). 18:00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir). 18:30 Tónleikar. Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:50 Tilkynningar — 19:20 Veðurfrega ir — 19:30 Fréttir. 20:00 Norrænn dagur: Dagskrá flutt a5 tilhlutan Norræna félagsins. a) Avarp (Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra, formaður félagsins). b) Þjóðleg tónlist Norðmanna (Gunnar' Knudsen leikur á fiðlu og spjallar við hlustend- ur). c) Norræn ljóð í þýðingu Magnús ar Asgeirssonar (Lársu Páls- son leikari). d) „Alfhóir*, forleikur eftir Kuhlau (Meðlimir úr konung- legu hljómsveitinni í Kaup- mannahöfn leika; Hye-Knud- sen stjórnar). e) Erindi: Að fimm árum liðnum (Magnús Gíslason námsstjóri). 21:00 Norrænir karlakórar. syngja. 21:20 Lestur fornrita: Páls saga bisk- ups; II. (Andrés Björnsson). 21:45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvar an leikari). 22:30 Isl. tónlist: Hátíðarkantata eftir Emil Thoroddsen (Guðrún A. Símonar, Ketill Jensson, Guð- mundur Jónsson, Þjóðleikhúskór inn og Sinfóníuhljómsveit islands flytja; dr. Victor Urbancic stj. Lesari Jón Aðils). 23:10 Dagskrárlok. Föstudagur 14. apríl. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — Morgun leikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Féttir. — 8:35 Tónleikar. — 10 :10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku, 13:25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til- kynningar. — 16:05 Tónleikar. 16:30 Veðurfregnir). 18:00 Börnin heimsækja framandi þjóð ir: Guðmundur M. Þorláksson segir frá Indíánum í Ðrazilíu. * 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir 20:00 Efst á baugi (Björgvin Guðmunds son og Sigurður Hreiðar Hreiðars son). 20:30 Tónleikar: Fiðlukonsert í d-moll op. 47 eftir Sibelius (Isaac Stern og Konunglega fílharmoníusveit in í Lundúnum leika; Sir Thomas Beecham stjórnar). 21:00 Upplestur: Jón Jónsson SkagfirÖ ingur les tvö frumort kvæði. 21:10 íslenzkir píanóleikarar kynna són ötur Mozarts; IV: Gísli Magnús- son leikur sónötu í Es-dúr (K282) 21:30 Útvarpssagan: „Blítt lætur veröld in“ eftir Guðmund G. Hagalin; XV. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Erindi: Afbrot barna og unglinga (Ölafur Gunnarsson sálfræðing- ur). 22:30 A léttum strengjum: Peter Kreuder og hljómsveit hans ieika 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.