Morgunblaðið - 13.04.1961, Page 22

Morgunblaðið - 13.04.1961, Page 22
22 M ORGV y B L AÐIÐ Fimmtudagur 13. april 1961 Valur vann ÍR óvœnt með 7 marki Hugsanlegir eru aukaleikir um fall- sætið i 2. deild ÞRÍR leikir Handknattleiks- móts íslands fóru fram að Hálogalandi í fyrrakvöld. 1 mfl. kvenna vann Valur lið KR með 12:8. í sama flokki vann Ármann lið Víkings með 8 gegn 5 og í 1. deild vann Valur ÍR með 23 gegn 22 og er þetta fyrsti sigur Valsliðsins í mótinu. Úrslitin gætu orðið til þess að þrjú lið yrðu að keppa aukaleiki um það hvert þeirra fellur í 2. deild. 1 engum leikanna þriggja var um góðan handknattleik að ræða. En barátta var mikil um stigin, einkum þó í leik lR og Vals. Valsliðið mætti án Áma Njáls, Geirs Hjartarsonar og Sólmundar og var því hálf „tætingslegt" á að líta. En að frátöldum Gunnlaugi og Her- manni var ÍR-liðið álíka tæt- ingslegt. Valsmenn náðu frumkvæðinu framan af — höfðu forystuna þó að / hún yrði aldrei nema eitt niark og svo jafnaði ÍR. — ÍR komst fyrst yfir um miðjan hálfleik, 8:7, og hélt forystu til loka hálfleiksins, en þá stóð 15:14. Misstu iR-ingar í lok hálfleiksins niður 4 marka for- skot er þeir höfðu náð. Síðari hálfleikurinn var áköf barátta og skiptust liðiri á um forystu. Síðustu mínútumar var harkan í algleymingi, leikið „maður á mann“, en sigurinn féll Val í skaut. Leikurinn var hjá báðum lé- legur og illa uppbyggður. ÍR- er komin bók sem allir knatt- spyrnumenn þurfa að eiga. knattspyrnubókin FERMINGARGJÖF TÆKIFÆRISGJÖF ingar byggðu á köflum upp hraðan samleik, með hröðum hlaupum framherjanna fyrir franr^an Valsvörnina. En hlaup- in gerðu lítið annað en þreyta ÍR-ingana. Valsvörnin stóð kyrr á sínum stað og tókst furðuvel að loka fyrir þeim Gunnlaugi og Hermanni, sem vom einu menn ÍR-liðsins er skorað gátu. Illa tókst iR-ingum vörnin sem fyrri daginn. Valsmennirn- ir fengu ráðrúm til að skjóta bæði af löngu og stuttu færi og varamarkvörður ÍR-inga í stað Böðvars fékk mjög lítið varið ef frá em taldar fyrstu mínútur leiksins. Þetta varð því sigur hins þunga og lítið samæfða liðs Vals yfir tveim landsliðs- mönnum ÍR. Mörk Vals skor- uðu: Bergur 9, Gylfi 6, Öm 4, Guðjón 3 og Halldór 1. Mörk ÍR: Gunnlaugur 12, Hermann 6, Gunnar 2, Garðar og Þórður 1 hvor. Valur—KR í kvennaflokki Valsstúlkurnar náðu frum- kvæðinu og jókst mjög ásmegin við að skora 3 fyrstu mörkin. En KR-stúlkurnar fóru smám saman að minnka bilið og stóð 4:3 er Erla markvörður varð fyrir óhappi og vék af velli til hálfleiks. En það varð til þess að Valur tryggði sigur sinn. Fram að hléi vom fá skot Vals- stúlknanna varin og í hálfleik stóð 9:3. í síðari hálfleik var Erla aft- ur í marki KR. Þann hálfleik vann KR með 1 marki. Leiks- lok urðu 12:8. En leikurinn var snerpulaus og án verulegrar keppni. Leitt var að sjá Valsmenn í keppnisbúningum á áhorf- endapöllum hrópandi og kall- andi til Valskvennanna. Einn þeirra fagnaði með hrópum hverjum mistökum KR- stúlknanna og hvatti Vals- stúlkurnar jafnvel til ólög- legra bragða gegn KR. Það bar þann árangur að Vals- stúlkur mótmæltu dómum dómarans með bölvi og ragni svo að dómarinn sá ástæðu til að áminna stúlkurnar. — Slíkt er keppnisfólkinu ekki einu til skammar — heldur og félaginu og ætti að takast alvarlegum tökum. Ármann—Víkingur, 8:5 Víkingsstúlkurnar höfðu öll tök á leiknum framan af og skoruðu 4:0. Leit út fyrir stór- sigur. En Ármannsstúlkurnar vöknuðu af dvala og í hálfleik stóð 4:2. í síðari hálfleik tóku Ármannsstúlkumar öll völd á vellinum og lauk lauk 8:5. — Hafði Ármann yfirburði í spili og keppnisvilja sem nægði. — A. St. Ben. G. Waage stjornar hurrahropum fyrir Bertelsen, hhium nýja lieiðursfélaga ÍSÍ. \ ÍR heiðraði marga af leiðtogum og afreksmönnum sínum * A. J. Berlelsen slofnandi IR kjorinn Iiei5ursfélagi l§l ÁRSHÁTÍÐ íþróttafélags Reykja víkur var haldin sl. laugardag í Sjálfstæðishúsinu. Yfir 200 manns sátu hófið, sem fór hið bezta fram. Af skemmtiskrárat- riðum vakti mesta ánægju sýn- ing drengjaflokks ÍR í fimleik- um. Stjórnandi flokksins var Birgir Guðjónsson, en hann hef- ur verið með flokkinn nú um eins árs skeið. Mun þetta vera eini drengjaflokkur, sem starfándi er á landinu nú og kom fram mikil BaÖ um trí vegna anna Á SÍNUM tíma var hér að því fundið að í sambandi við heim- sókn Svíanna frá Gautaborg að hefði tekizt illa með val dómara á leiki. Var tekið fram að einn landsdómara okkar hefði t. d. engan leik dæmt, en aðrir, taldir lakari, hefðu dæmt leiki. Nú hef ur sá dómari, sem við var átt beðið um að það kæmi fram að hann hefði farið þess á leit vegna anna, að eiga frí frá dómara- störfum við leiki Svíanna. Þó seint sé leiðréttist þetta. ánægja með þann árangur sem þegar hefur náðst. Þetta var fyrsta sýning drengjanna sem flestir eru 11—12 ára gamlir. Sýndu þeir dýnustökk við mikla hrifningu. Bárust flokknum fé- gjafir að sýningu lokinni. • Heiðursfélagi Isí Á árshátíðinni voru heiðraðir ýmsir eldri forystumenn félags- ins og ýmsir afreksmenn þess fyrr og síðar. Heiðursgestur árshátíðarinnar var Andreas J. Bertelsen stofn- andi ÍR og fyrsti formaður þess, en hann verður 85 ára 17. þ.m. Ben. G. Waage forseti ÍSÍ ávarp- aði Bertelsen, minntist brautryð- andastarfs hans og hversu ríku- legan og góðan ávöxt það hefði borið Sæmdi hann Bertelsen síð- an heiðursfélagatign íþróttasam bands fslands í þakklætisskyni fyrir mikil og góð störf í þágu íþróttamála einkum fimleika og frjálsíþrótta. • Þökkuð mikil störf T. h. afhendir Albert Guðmundsson, form. ÍR, Jakobi Hafstein, fyrrv. formanni, næstæðsta heiðursmerki félagsins. T. v. sést svipmynd frá fimleikasýningu drengjanna. — Kennarmn stendur á höfði en strákarnir svifu milli fóta hans og fóru „kollstökk". Albert Guðmundsson formað- ur ÍR afhenti á árshátíðinni ým- is heiðursmerki félagsins. Jakob Hafstein fyrrverandi form. ÍR var sæmdur heiðurs- krossi félagsins úr silfri. Er það næst hæsta heiðursmerki félags ins — aðeins heiðursfélagatign, er æðri. Með þessu þökkuðu ÍR- ingar mikil störf í þágu félags- ins og forystu á miklu og glæsi- legu blómaskeiði félagsins á íþróttavöllum og sölum. Félagið hefur lengi veitt heið- urskrossa sem eru í þremur stig- um, gull- silfur og bronz. Að þessu sinni hlutu gullkross fé« lagsins Torfi Þórðarson, Þor- steinn Bernharðsson, Sigurpáll Jónsson, Axel Konráðss. og Gunn ar Steindórsson, sem allir hafa gengt formennsku í félaginu fyrr á árum um lengri eða skemmri tíma. Var þeim um leið þökkuð mikil og varandi vinátta við fé- lagið og margháttaður stuðning- ur við það fyrr og síðar. Jafnframt híutu gulimerkið Sara Þorsteinsdóttir sem um ára bil starfaði mikið í fimleikadeild félagsins og var fyrsta konam sem sæti átt i stjórn íþróttafélags hér á landi. Gullmerki var og sæmdur Friðrik Sigurbjörnsson stórkaupmaður, sem þakkað var fyrir að halda uppi og kynna tennis- og badmintoníþróttina hér á landi og annar stuðningur við félagið. Silfurmerki félagsins hlutu Guðmundur Þórarinsson þjálfari frjálsíþróttadeildarinnar, Einar Ólafsson unglingaleiðtogi körfu knattleiksdeildar, Jón Þ. Ólafs- son afreksmaður í frjálsíþrótt- um, Hrafnhildur Guðmundsdótt- ir sunddrottning, Birgir Guðjóns son formaður og leiðtogi fim- leikadeildar félagsns og Jakob Albertsson fyrir sérlega vel unn- ið starf fyrir skíðadeildina og skíðaskáliabygginguna. Bronsmerki félagsins hlutu Rannveig Laxdal, afrekskona í frjálsíþróttum, Þorbergur Ey- steinsson afreksmaður í skíða- íþróttum, Marteinn Guðjónsson fyrir langt starf 1 þágu frjáls- íþróttadeildar og Gestur Sigur- geirsson unglingaleðitogi hand- knattleiksdeildar. Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.