Morgunblaðið - 13.04.1961, Page 23

Morgunblaðið - 13.04.1961, Page 23
FimmtudETgur 13. aprfl. 1961 MORGVTSBLAÐIÐ 23 Vinnum oð Jbví að /d landgrunniö allt — íþróttir Framh. af bls. 22 • Olympíufarar heiðraðir Þá kallaði formaður fyrir sig alla þá ÍR-inga sem fyrr eða síð- ar hafa verið valdir til að keppa á Olympíuleikum fyrir hönd Uands síns. Voru það Jón Hall- idórsson, keppti 1912 í Stokk- ihólmi, Jón Kaldal (1920), Finn- ibjörn borvaldsson (1948), Hauk- mr Clausen (1948), örn Clausen ij(1948), Ósbar Jónsson (1948), ÍJóel Sigurðsson (1948) Stefán Sörensen (1948), Reynir Sigurðs- Bon (1948), Guðmundur Ingólfs- son (1948), Atli Steinarsson (((1948), Kristján Jóhannsson í(1952), Valdimar ömólfsson ff(1956), Björgvin Hólm (1960), Eysteinn Þorvaldsson (1956 og 3960), Valbjörn Þorláksson [(1960), Guðmundur Gíslason 1(1960) og Vilhjálmur Einarsson K1956 og 1960). Hlutu þeir.allir gullmerki fé- lagsins en við það var fest Olymp íuhringunum. Kvað formaður tþað vilja stjórnarinnar að tengja aila afreksmenn félagsins fyrr »g síðar saman með samskonar Iheiðursmerki félagsins öðrum til ihvatningar. Þrír handknattleiksmenn fé- lagsins sem valdir voru í lið það er mætti fyrir ísland í nýafstað- inni heimsmeistarakeppni þeir Gunnlaugur Hjálmarsson, Her- anann Samúelsson og Erlingur iLúðvíksson, hlutu samskonar imerki nema í stað Olympíuhring Hanna var fest við merkið merki iheimsmeistarakeppninnar. \» --------------------- Biiirn Jokobsson 75 órn BJÖRN Jakobsson fimleikakenn- ari og fyrrum skólastjóri að Laugarvatni er 75 ára í dag. Hann er fæddur að Narfastöðum í Reykjadal, sonur Jakobs bónda iþar Jónassonar og konu hans Sigríðar Maríu Sigurðardóttur Jónassonar á Arnarvatni. Bjöm nam við Askov-skóla í ÍDanmörku að loknu Gagnfræða- inámi og lauk prófi við Statens [Lærerhöjskoli í Kaupmannahöfn í fimleikum og heilsufræði. Fáir menn hafa átt jafn djúp epor í íþróttahreyfingunni hér á landi og Björn. Eftir heimkom una kenndi hann lengi í skólum og hjá íþróttafélögum, aðallega ÍR. Kom hann þar upp fimleika- flokkum sem gáfu kennara sín- um, félagi og íslandi verðugt lof á Norðurlöndum og víðar. Ein- ikenndi fegurð, nákvæmni og frumleiki það kerfi sem Björn eetti saman. Bjöm er hlédrægur maður og ivill lítt láta á sér bera. Bjó hann þó yfir hæfileikum og dugnaði sem veittu honum mestu viður- ikenningu sem fimleikakennari gat fengið. Björn var valin skólastjóri Iþróttakennaraskólans á Laugar- vatni við stofnun hans og gengdi því starfi til fyrir fáum árum. Á jþeim vettvangi hefur hann mót- að alla íþróttakennara landsins. lÁhrifa og aðferða Björns gætir því enn hvarvetna þar sem íþrótt ir eru hér á landi stundaðar og mun lengi gæta. í kvöld munu ÍR-ingar sam- fagna Bimi á afmælisdaginn og eíðar um kvöldið verður hann í bópi íþróttakennara — nemenda einna. Meðal þessara tveggja íhópa hefur starf hans legið og iþessir hópar eiga honum mikið að þakka. ÍR-ingur — Krafist Frh. af bls. 1 kveða upp úrskurð vegna kröfu Guðlaugs Einarssonar um að héraðsdómari viki sæti. • Gefur kfost á að rökstyðja Úrskurðurinn, sem hæstirétt- ur kvað upp í gærmorgun, eftir að Guðlaugur hafði tjáð Magnús fúsan til að sökstyðja sakargiftir sínar, var á þessa leið: Eins og greinir í dómi Hæsta- réttar 23. janúar 1961 hafði á- kærði til þess tíma skorast imd- an að finna stað þeim ummæl- um sínum, sem greinir í HI. kafla ákæruskjals. Verjandi ákærða hefur í dag lýst því fyrir Hæsta- rétti, að ákærði vilji nú koma fyrir dóm og tilgreina til við- foótar því, sem fram er komið, ákveðnar staðreyndir til stuðn- ings sakburði þeim, á hendur löð reglustjóra og lögreglumönnum, er ákærði sætir ákæru fyrir. Samkvæmt þessu er lagt fyrir héraðsdómara að kveðja ákærða Magnús Guðmundsson fyrir saka dóm, veita honum kost á því að giefa skýrslu um framangreint efni og halda rannsókn um mál- ið, eftir því sem sú skýrsla gef- ur tilefni til. • Ekki fyrir þessum dómara Skömmu eftir hádegi var mál- ið aftur tekið fyrir sakadómara. í málskjölum segir svo: Ákærð- ur lýsir yfir því, að hann neiti að tjá sig fyrir þessum dómara, en skuli gera það fyrir öðrum dórnara." Halldór Þorbjörnsson, héraðsdómari í málinu, ssndi það þessvegna aftur til Hæstaréttar. • Enn frestur Klukkan að ganga fimm kom málið enn fyrir Hæstarétt. Bar Guðlaugur þá að honum hefði eigi gefist færi á því í sakadómi að koma að kröfu um að héraðs- dómarinn viki sæti við þessa framhaldsrannsókn málsins. Ósk aði hann eftir fresti í málinu. Veitti Hæstiréttur verjanda síð- an frest til að leggja fyrir héraðs dómara skriflega kröfu og grein- argerð um að héraðsdómari víki sæti og skyldi verjandi hafa lagt þau gögn sín fyrir sakadóm fyr- ir hádegi á morgun. Ber héraðsdómaranum þá sjálf um að kveða upp úrskurð í dag um það hvort haxm telji ástæðu til að víkja. Ef hann synjar kröf- unni, er hægt að skjóta þeim úr- skurði til Hæstaréttar. — Fjórsöfnun Framh. af bls. 3. um og safnaði kr. 15.000,-, er það hefur þegar greitt. Þá kom kona til gjaldkera sjóðsins og afhenti honum kr. 5.000,-. Margir fleiri hafa brugðizt drengilega við. Hér kemur fram, sem oft áður, hinn ríki skilningur kvenfólks- ins á líknarmálum. Til frekara öryggis og árétt- ingar um að málið komist í höfn, hefur félagsstjórnin nú nýlega skrifað öllum hreppsnefndum í Árnessýslu og mælzt til við þær að leggja nokkuð af mörkum. Er þess vænzt, að svör berist sem fyrst frá þeim, er eigi hafa enn látið frá sér heyra. Þar sem mál þetta er komið á svo góðan rekspöl, sem raun ber vitni, hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til að útvega tækin. Standi ekki á fjárframlögum, sem vonandi verður ekki, standa vonir til að tækin verði komin í sjúkrahúsið til fullra nota eftir fáa mánuði og þar með stigið stórt spor til öryggis sjúkum á Suðurlandi. Iðnaðarmannafélagið á Sel- fossi á miklar þakkir skilið fyrir framsýni og fómfúst framtak um þennan mikla stpðning við Sjúkrahúsið á Selfossi. Er vissu- lega ánægjulegt fyrir almenning í Ámessýslu að hjálpa til að ljúka þessu nauðsynjamáli með frjálsu félagslegu átaki á mynd- arlegan hátt. Kaupmannahöfn, 12. april — (NTB) — FJÁRMÁLARÁÐHERRA Is- lands, Gunnar Thoroddsen, sagði í viðtali við fréttamenn, er hann kom til Kaupmanna- hsifnar í dag, að íslendingar Helmdallur I KVÖLD verður í Valhöll við Suðurgötu kvikmyndasýning á vegum Heimdallar, FUS. Þá verða sýndar ýmsar þjóðlegar og skemmtilegar myndir. Heimdellingar notið tækifær- ið og fjölmennið. Sýningin hefst kl. 8,30 stundvislega. | ---------------- |j Hafnarfjörður HAFNARFIRÐI: _ Stefnir heldur síðasta málfund sinn á vetrinum í Sjálfstæðishús- inu í kvöld og hefst hann kl. 8,30. Matthías Á. Matthiesen alþm. flytur ræðu um stjóm- málaástandið. Síðan verður sameiginleg kaffidrykkja. — Eru Stefnis-féiagar beðnir að fjölmenna og taka með sér gesti. Skymaster- flugvel til Grœnlands- flugs FLUGFÉLAG ÍSLANDS h.f. hef ir tekið á leigu Skymasterflug- vél til þess að annast hluta Græn landsf lugsins, en sem kunnugt er, eru tvær flugvélar og flugáhafnir félagsins staðsettar í Grænlandi allt þetta ár. Skymasterflugvélin verður sótt til Bandaríkjanna, nánar tiltekið St. Paul í Minnesota, og er flug- áhöfn frá Flugfélagi íslands far in vestur þeirra eroinda. Flugvél in er væntanleg hingað til lands fyrir næstu helgi og mun þá fljót lega fara til Syðri-Straumf jarðar, þar sem hún leysir Viscount flug vélina Hrífaxa af hólmi. Skymasterflugvélina sem hér um ræðir, hefir Flugfélag íslands tekið á leigu til næstu áramóta og mun hún verða staðsett í Syðra-Straumfirði allan þann tíma. Með tilkomu þessarar flug vélar er millilandflugfloti Flug- félagsins kominn upp í fimm fjögurra hreyfla flugvélar, tvær Viscount skrúfuþotur, eina Cloud master, og tvær Skymasterflug- vélar sem samtals geta flutt þrjú hundruð og fjóra farþega í einu. — Þrir togarar Framh. af bls. 1 ur vera reiðubúnir að ræða um landanir erlendra togara í Grims by ef þær landanir fari ekki fram samkvæmt Parísar-samkomulag- inu. Segjast þeir reiðubúnir að halda áfram slíkum viðræðum þótt verkfallinu ljúki. Ennfremur sagði formaður sambands togaraeigenda í dag, að yfirmenn á togurum hefðu meiri hag af að halda Parisar- samkomulaginu við líði heldur en að rjúfa það. Með því sé þó þegar takmarkaðar landanir hinna íslenzku togara, þar sem þeir megi aðeins selja fisk í Bret landi fyrir vissa fjárupphæð ár- lega. myndu vinna að því að fá allt landgrunnið við ísland viður- kennt sem fiskveiðilögsögu — það er að segja að fiskveiðilög- sagan nái allt að 20—25 mílur frá landi. _ _____ Hann sagði, að Islendingar myndu ekki gera sig ánægða með tólf mílna mörkin, sem samkomulag náðist um við Breta. Gunnar Thoroddsen sagði, að Islendingar væru ánægðir með samkomulagið en landinu nægði ekki þegar til lengdar léti tólf mílna fisk- veiðilögsaga. Takmarkið er, sagði hann, að fá landgrunnið viðurkennt og verður krafa þar að lútandi lögð fyrir Alþjóða- dómstólinn í Haag, þegar tími er til kominn. — 726 drengir Framh af bls. 6, Nú hafa 52 piltar sótt til sjó- vinnunefndarinnar um fyrir- greiðslu á því að komast á skip í sumar og hafa þeir reynt að greiða fyrir þeim eftir megni. Kennarar á þessu námskeiði voru þeir sömu og áður: Hörður Þorsteinsson, Ásgrímur Björns- son og Einar Guðmundsson og hafa þeir allir unnið ágætt starf. Kennslan fór fram í félagsheim- ili Ármanns við Sigtún, en það er von æskulýðsráðs, að þessari mikilvægu starfsemi verði búinn varanlegur staður við sjó í fram- tíðinni. Þess skal minnst með þökkum að bæjaryfirvöldin og ýmsir aðljar aðrir hafa stutt starf sem þessa og sýnt henni stuðn- ing og áhuga. í vor verðux piltum gefinn kostur á róðraæfingum og ef til vill róðrarferðum til fiskveiða, ef bátur fæst til þeirrar starf- semi. Hjartans þakkir þeim sem glöddu mig með heimsókn- um, gjöfum og skeytum á sjötugsafmælinu. i Kristján Pálsson, Skaftárdal# Móðir okkar HALLDÖRA BJÖRNSDÓTTIR Geithömrum, andaðist í Héraðshælinu á Blönduósi 10. þessa mánaðar. Börn hinnar látnn. Systir okkar GUÐRÍÐUR JÓNSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju laugard. 15. þ.m. kl. 10,30. Systkinin. Maðurinn minn JÓN JÓNSSON frá Hraunsstaðakoti, sem andaðist að Hrafnistu 8. aprfl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. aprfl kl. 3 e.h. Blóm afbeðin. Guðrún Angantýsdóttir. Bróðir okkar BENEDIKT BENEDIKTSSON frá Breiðuvik, sem andaðist 8. apríl verður jarðsettur mánudaginn 17. aprfl klukkan 10,30 frá Fossvogskirkju. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Blóm afþökkuð' Systkini hins látna. Útför INGIBJARGAR BJARNADÓTTUR Stangarholti 16 fer fram frá Fríkirkjunni, laugardaginn 15. þ.m kl. 10,30 árdegis. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á, líknarstofnanir. — Jarð- arförinni verður útvarpað. Böm, tengdabörn og barnaböra Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför BJARNA ÞORSTEINSSONAR Hlemmiskeiði, Skeiðum. Börn ogtengdaböm Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför dóttur minnar og systur okkar, FRtÐU ÞORLEIFSDÓTTUR Sérstaklega þökkum við St. Jósefssystrum Landakots- spítala, Þórði Þórðarsyni lækni og samstarfsfólki Kefla- víkurflugvelli. Þorleifur Teitsson Gróa Þorleifsdóttir, Valgerður Þorleifsdóttir, Teitur Þorleifsson, Guðmundur Þorleifsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.