Morgunblaðið - 14.04.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.04.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Fðstudagur 14. apríl 1961 HÉR sjátið þið íyrsta myndina af Clark Gable. Hann er að- eins tveggja vikna, og er eina baonið sem hinn heimsfrægi bvikmyndaleikari Clark Gable egnaðist. En litli drengurinn er föðutleysingi, faðir hans dó af hjartaslagi 16. nóvember. Hér á myndinni er barnið I örmum móður sinnar, frú Kay og sýnist hafa sterkan svip af föður sinum. Harður árekstur STUNDARFJÓRÐUNG-I fyrir kl. 7 í gærkvöldi varð harður árekst ur á horni Njarðargötu og Lauf- ásvegar. Bifreiðin R—4378, sem er hálfkassabíll af Chevrolet- gerð, kom akandi upp Njarðar- götu, en R—8015, sem er Volks- wagen, ók suður Laufásveginn. Lenti hálfkassabíllinn aftan til á Volkswagen-'bílnum, sem sner- ist í hálfhring og kastaðist síðan þversum eftir Laufásveginum, um 20 metra vegarlengd. Vegfar- endum virtist bíllinn mundu velta á hverri stundu, en svo varð þó ekki. Lenti hann að lok- um á Ford-Station-bifreið, sem stóð kyrr við veginn, og skemmdi hlið hennar talsvert mikið. Er hann stöðvaðist, sneri hann öfugt við upphaflega stefnu. Volkswag en-bíllinn skemmdist töluvert mikði, en ekki sá á Chevrolet- bílnum. Þess má geta, að litlu mátti muna, að stórslys yrði þarna. 5—6 ára gamalt bam stóð á gang stéttinni og virtist ætla yfir göt- una. Hrökklaðist það undan bíln um á seinustu stundu, er hann kom dansandi eftir götunni, en hefði bíllinn oltið, sem sjónar- vottar bjuggust við, hefði barnið tvímælalaust orðið undir hon- um. Verjandinn hafði ekki haft tíma til að semja vornina BÚIZT hafði verið við því, að máli skipstjórans á brezka tog- aranum Kingstone Andalusite frá Hull myndi ljúka síðdegis í gær með dómi sakadómara, Valdimars Stefánssonar. En þetta fór á ann- an veg. Þegar réttur var settur klukk- an 5, kom m.a. fyrir dóminn Jónas Sigurðsson, siglingafræð- ingur og kennari við Stýrimanna skólann. Hann hafði að beiðni verjanda skipstjórans sett út á kort stefnu og siglingu togarans með tilliti til staðarákvarðana, sem Ránarmenn og Ægismenn höfðu sett út á kort. Verjandinn spurði Jónas um álit hans á þess- um staðsetningum. Taldi hann þær ekki geta samrýmzt. Voru þær gerðar með um það bil stund arf jórðungs millibili. Skýrslu sína fyrir réttinum og það, sem hann hafði sett út á sjókortið, staðfesti Jónas síðan með eiði. Þessu næst var skipstjórinn á togaranum, Gilbert O. Casson, kallaður fyrir dóminn. Dómtúlk- urinn, Hilmar Foss, var beðinn um að lesa fyrir honum ákæru- skjalið. Er hann í því kærður fyrr að hafa verið að botnvörpu- veiðum innan bannsvæðis á Sel- vogsbanka. Hvalur rífur net AKRANESI, 13. apríl. — 1 gær urðu skipverjar á vélbátnum Sigurfara fyrir því veiðarfæra- tjóni í norðaustanstormi sunn- arlega í Faxaflóa, að stór hval- ur, sléttbakur, á að gizka 50—60 fet að lengd, synti í eina þorska netatrossuna og gereyðilagði hana enda á milli, svo að Sigur- faramenn náðu aðeins endadrek- ununa upp. — Oddur. Að því loknu beindi sakadóm- ari því til verjandans, hvort hann myndi flytja varnarræðu fyrir skjólstæðing sinn. Verjandinn, Gísli fsleifsson, kvaðst ekki hafa haft tíma til þess að undirbúa vörn sína í mál- inu, en hann myndi geta komið fyrir dóminn með hana að tveim- ur tímum liðnum. Því svanaði sakadómari á þá leið, að málinu yrði þá að fresta þar til klukkan 10 árd. í dag. Fjallstindur, jökull og tvö stræti fá nafn Gagarins Moskvu, 13. apríl — (Reuter) MOSKVA, höfuðborg Rúss- lands, undirbýr nú hátíðleg- ar móttökur fyrsta geimfar- ans, Yuri Gagarins. Er sagt að hátíðahöldin muni hvergi gefa eftir stór- kostlegustu móttökum, sem hinir fornu Rómverjar veittu sigurvegurum sínum og im- peratorum, er þeir komu úr löngum herferðum. Risastórar myndir Allt er nú á tjá og tundri í Moskvu. Meðan hetjan, hinn 27 ára gamli flugliðsforingi Gagar- in, er enn í felum í leynilégum bækistöðvum rússneskra geim- rannsókna í vesturhluta Rúss- lands, vinna þúsundir verka- manna og iðnaðarmanna að því að koma upp fánastöngum, reisa heiðursboga, setja upp risastór- ar myndir af Gagarin og Krús- jeff meðfram helztu götum Moskvuborgar. Krúsjeff flýtir för Gagarin mim koma með flug- vél til Vnukov-flugvallar hjá Moskvu á morgun. Krúsjeff, sem hefur verið í fríi við Svartahaf, flýtti sér til Moskvu í dag. Hann ætlar að verða fyrst ur til að taka í hönd Gagarins, er hann stígur út úr flugvél- inni. Síðan mun Gagarin verða ekið í opinni bifreið um stræti Moskvu. Er talið að hann og Krúsjeff muni sitja saman í bif- reiðinni og veifa höndum til milljónamúgsins meðfram leið- inni, sem kominn er þar til að fagna geimsigrinum. 20 fallbyssuskot Hermálaráðuneyti Rússa hefur ákveðið að Gagarin verði heils- að með 20 fallbyssuskotum, líkt og hann væri konungborinn þjóðhöfðingi. Samtímis því sem risastórar AKRANESI, 13. apríl. — Seytján bátar voru á sjó í dag. Heildar- afli bátanna í gær var 235 lestir. Aflahæstur var Heimaskagi með 33 lestir, annar Sigurður AK með 22, þriðji Höfrungur 1. með 20 og fjórði Sæfari með 17 lestir. Ms. Fjallfoss liggur við hafnar garðinn og lestar skreið og sölt- uð þunnildi. — Oddur. NA /5 hnúior / S V 50 hnútor ¥: Snjókomo f Úii w \7 Sirúrír K Þrumur w.%, KuUotki! Hittski/ H Hml ENN er lægðarsvæði fyrir sunnan og suðaustan fsland, en hæð yfir Grænlandi. Vind- ur er líka norð-austan stæður um allt land og víða snjó- mugga. Norðanlands er vægt frost, en frostlaust syðra. Á Bretlandseyjum og Mið-Evr- ópu er nú kominn sumarhiti, um og yfir 20 st. í Frakklandi og 12—15 stig í Englandi. Hins vegar er vetrarkuldi í Kanada og víðast í Bandaríkjunum, 3 stiga hiti og rigning í New York, en 20—30 st. frost í norðurhéruðum Kanada. — Ekki eru horfur á neinum V veðrabrigðum hér á landi. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land, Faxaflói og miðin: Austan eða norðaustan kaldi, snjómugga með köflum. Breiðafjörður til Norður- lands: Norðaustan gola, skýj- að. Breiðafj.mið til Norðurmiða: NA kaldi, snjókoma með köfl- um. NA-land til SA-lands og miðin: NA og austan kaldi, snjókoma. myndir af Gagarin eru festar upp, hafa söluturnar í Moskvu selt í dag ógrynni af póstkorum og veggmyndum með mynd Gagarins. Á grafhýsi Lenins og Stalins Eftir ökuferðina um Moskvu verður staðnæmzt við grafhýsi Lenins og Stalins á Rauðatorgi og mun Gagarin stíga upp á | þak þess og birtast þar mann- 1 söfnuðinum, í hópi allra fræg-. 1 ustu og virðingamestu leiðtoga Rússlands. Mun hann þá horfa á fimm klukkustunda skrúð- göngu um Rauðatorgið. Að lokum ber þess að geta, a?J breytt hefur verið um nafn á einum fjallstindi, einum jökli og tveimur borgarstrætinn og þeim gefið nafn Gagarins. Ekki heldur ung mennafélögin TÍMANCM hefur orðiS tíð- rætt um þá afglapalegu álykt un, sem HéraSssamband Þing- eyinga gerSi í landhelgismál inu í síðasta mánuSi. Eins og menn minnast, bárust álykt- anir hvaðanæva aS til stuðn ings viS samkomulagiS í land helgismálinu, en andstaða gegn því var að vonum lítil. Þótti Framsóknarmönuum því hvalreki aS ályktun ungmenna félaganna í Þingeyjarsýslu — og létu að þyí liggja að ung- mennafélögin væru á þeirra bandi, hvaS sem öðru liði. Sunrrlenzkir ungmennafélag ar eru hins vegar á allt öðru máli, því að þeir gerðu um máliS eftirfarandi samþykkt: „Héraðsþing Skarphéðins, 21. og 22. jan. 1961 minnir á fyrri samþykktir í landhelgis málinu og skorar á þing og ríkisstjóm að hvika hvergi frá settu marki i því máli. Jafnframt fagnar þingið þeim tilraunum, sem gerðar hafa verið til að fá óafturkallan- lega viðurkenningu á sérstöðu íslands, ennfremur verði unn- ið að friðun Iandgrunnsins alls“. Breytingartillaga þess efnis að ekki yrði samið í landhelg ismálinu, var hins vegar felld. Stærsta ungmennasambandið er þannig sömu skoðunar og aðrir um að sjálfsagt hafi ver- ið að leysa deíluna friðsam lega úr því að þess var kost ur. Þanuig fór þá líka þessi fjöður. Verðlaun fyrir teikn- ingu Mosfellskirkju BOÐIÐ var til samkeppni um teikningu að kirkju á Mosfelli í Mosfellssveit í des. sl. Kirkju- bygginganefnd skipaði 3 menn í dómnefnd, herra biskupinn yfir íslandi, Sigurbjöm Einarsson, séra Bjarna Sigurðsson á Mos- felli og Einar Erlendsson, arki- tekt, en Arkitekafélag Islands tilnefndi þá arkitektana Gunn- laug Pálsson og Hannes Davíðs- son. Nefndinni bárust 26 teikning- ar til úrlausnar. Hún lauk dóm- störfum í gær og ákvað verð- launaveitingu þannig: 1. verðlaun, kr. 25.000.00, hlaut úrlausn merkt einkenninu 151122. Höfundar reyndust vera Ormar Þór Guðmundsson, cand. arch„ og Birgir Breiðdal, stud. arch„ er dveljast í Stuttgart. — Hvernig Framh. af bls. 1 meginatriði og framkomu Rússa í þeim til að meta, hvaða þýð- ingu hefði að ræða við þá. — Emí, sagði hann, að lítill ár- angur hefði náðst, en menn væru þó ekki svartsýnir. Enn væri beðið eftir svari í Genf. Mácmillan neitaði að svara beinum spumingum um ósam- komulag Breta og Bandaríkja- manna vegna aðildar Kína að SÞ. Hann vék sér einnig undan að svara spumingum um deilur milli Evrópumarkaðs- og Fri- verzlunarsvæðis. För Macmillans tók 19 daga. Hann heimsótti fyrst Vestur- Indíur og tvisvar kom hann til fundar við Kennedy Bandaríkja forseta, fyrst í Flórida og síðan í Washington. — Síðast dvaldist hann í Kanada og ræddi við Diefenbaker. 2. verðlaun, kr. 15.000.00, hlaut úrlausn merkt einkenninu svörtum þríhymingi. Höfundar: Guðmundur Kr. Kristinsson og Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt- ar, Ægisgötu 7, Reykjavík. 3. verðlaun, kr. 10.000.00, hlaut úrlausn merkt einkenninu Móskarðshnjúkar. — Höftmdar: Hörður Bjömsson, byggingafræð ingur, Skólatröð 2, Kópavogi. Efnt verður til sýningar á öll- um 26 úrlausnunum innan skamms í Reykjavík og síðar 1 Mosfellssveit. — Hásetar Framh. af bls. 1 ir lengi við skipverja, stöðvuðu þá, er þeir komu niður á hafnar- bakkann í leigubifreiðum og lögðu að þeim að snúa við, en allt árangurslaust. Togarinn Longset hafði gert tilraun til að sigla daginn áður, en skipstjórinn hætti við það á síðustu stimdu, eftir viðræður við verkfallsverði. Denis Weloh foringl félags yf- irmanna á togurum sagði í dag, að enn væri engan bilbug að finna á skipstjórum í Grimsby. Þeir krefðust þess, að fiskland- anir úr íslenzkum skipum væru bannaðar í Grimsby. HuII-menn ánægffir Fiskikaupmenn í Hull lýsa nú mikHli ánægju yfir því að verk- faHi togara þar í borg er lokið. Segja þeir enga ástæðu til að ótt- ast fiskleysi eða verðhækkanir, Vegna verkfallsins munu Hull- togaramir fara styttri veiðiferð- ir í byrjun og snúa fyrr við ei» venjulega. Því telja þeir að gæðl fisksins verði og meiri en venju- iego.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.