Morgunblaðið - 14.04.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.04.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 14. aprfl. 1961 tJTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÖRI: JAKOB MÖLLER „Rakki heimsvefdissinna" þú talar máli kalda stríðsins Fulltrói á 6. þingi I.U.S. segir frá EINS og áður hefur verið minnzt á hér á síðunni var í sumar haldin ráðstefna, svo- kölluð hringborðsráðstefna, í Sviss, þar sem reynt skyldi að ræða möguleika á einingu í stúdentaheiminum, en eins og kunnugt er, eru stúdent- ar í heiminum klofnir í tvær fylkingar. Önnur fylkingin er ISC-COSEC, sem í eru flest lönd heims, utan kommún- istablakkarinnar, en í hinni IUS eru kommúnistaríkin, auk þess sem nokkuð mörg ríki, aðallega ríki í Asíu og Afríku, eru einnig meðlimir í þessum samtökum ásamt með þátttöku sinni í ISC- COSEC. Þessi ráðstefna mistókst að verulegu leyti, þar sem IUS sá ekki ástæðu til að senda fulltrúa til hennar. Engu að síður hafa forystumenn ISC- COSEC talið sig hafa ástæðu til að ætla, að allmikill áhugi sé fyrir sameiningu einnig í þeim herbúðum og hefur all- mikillar bjartsýni gætt hjá sumum. I blaðinu „The Stud- ent“, sem gefið er út af COSEC, birtist í vetur grein um þetta efni eftir Walter Tarnopolsky, sem er fyrrver- andi varaforseti kanadíska stúdentasambandsins og er hann ekki jafn bjartsýnn á þessa sameiningu og sumir aðrir 'og hann hefur sínar ástæður. Hann sat nefnilega 6. þing IUS í Bagdad, sem áheyrnarfulltrúi og þær sög- ur, sem hann segir af þing- inu bera sannarlega ekki vott um mikla hugarfarsbreytingu hjá þeim austanmönnum. Hér verða birtir nokkrir kafl ar úr þessari grein Tarnopol- skys og gefa þeir góða hug- mynd um þingstörfin: „Samþykktirnar, sem gerðar voru gegn kúgun stúdenta voru samþykktar án þess að þingr skjölum væri dreift og stundum án nokkurra umræðna. í næst- um öllum samþykktunum er aðal áherzlan lögð á að ráðast á Banda ríkin eða þátttöku þeirra í ný- lendustefnu Belga, Breta og Frakka. Samþykktirnar eru um allt frá baráttu stúdenta gegn bandarískum heimsvaldasinnum í Laos, Japan, Mið-Asíu, Congo, Viet Nam, Tyrklandi, Kóreu, Kína, Panama, Kúbu og Þýzka- landi og til fordæminvar á U-2 máiinu..... Hvergi er minnzt á Tíbet eða Ungverjaland eða Austur-Þýzka land. Þó að bandarískum og þýzk um hernaðarsinnum sé í fjölda samþ. formælt, sem stríðsæsinga- mönnum er hvergi minnzt á Mao Tse Tung eða aðra kínverska ráðamenn sem hafa opinberlega lýst því yfir, að stríð sé eina ráðið til að koma sósíalisma. Þeg- ar framkvæmdaráð IUS var spurt hversvegna Sovétrkin hefðu ekki verið sökuð um árás eins og Bandaríkin og Bretland, þegar þau sprengdu vetnissprengju um haustið 1958, rétt eftir að 5. þing IUS hafði mótmælt tilraunum með kjarnorkuvopn, þá var spyrjanda aðeins sagt, að Sovét- ríkin hefðu ekki verið nefnd í ályktun þingsins." ,,Þegar þingið átti samkvæmt dagskrá að vera ræða skýrslu framkvæmdanefndarinnar ræddu fulltrúar um næstum allt ann- að. Hvað eftir annað var ráðizt með svívirðingum á sambönd, sem eru í ISC fyrir heimsveldis- stefnu." „Því miður leiddi ein fyrir- spurn mín til mestu ólátanna, sem urðu á þinginu. Þegar ég sagði, að kanadíska stúdentta- sambandið hefði gert harðorðar ályktanir í málum Alsír, Kenya, Kýpur, Kúbu, Puerto Rico, Goa, Angola, Mosambik, og kjmþátta- ofsóknum í Bandaríkjunum, þá skýrði ég einnig frá því að við teldum það mikilvægt að berjast jafnt gegn heimsveldisstefnu, nýlendustefnu og einræði, hvar sem það birtist og í þessu sam- bandi spurði ég um það hvers Vegna framkvæmdanefndin hefði ekkert sagt um málefni Tibet, Ungverjalands og Austur-Þýzka lands og sagði jafnframt, að þó Kanada hefði ákveðnar skoðan- ir á þessum málum, þá gerðum við okkur grein fyrir því, að um fleiri skoðanir væri að ræða, en við byggjumst að minnsta kosti við einhverri umsögn um atburð ina en ekki algjörri þögn. Ég fékk aldrei neitt svar frá fram- kvæmdanefndinni, en er ég hafði mælt þetta. risu einar 10 sendi- nefndir upp og hófu hróp mikil, sem að mínu áliti gátu ekki að neinu leyti samrýmzt einingu í heimi stúdenta. Aðalfulltrúi Kíirverja kallaði mig „hlaupandi rakka amerískrar heimsveldisstefnu og sagði að úr munni rakka gæti aldrei komið fílabcin. Austur-Þýzki fulltrúinn sagði, að ég talaði máli kalda striðsins og spurði jafnframt um það hversvegna ég talaði ekki um að- alvandamálið í kalda striðinu er væri sú staðreynd, að Nazistar hefðu aftur komizt til valda í Vestur-Þýzkalandi. Og rúmenski fulltrúiim sagi, al það væri Ijóst, að ég vildi ekki vinna með hin- um þingfulltrúunum, hann sagði ennfremur, að ég hagaði mér ó- heiðarlega og spurði hve mikið ég fengi borgað til að spyrja slíkra spurninga. Þessar ásakan- ir vöktu mikinn fögnruð þingfull trúa og hafa að öllu líkindum dregið allan kjark úr þeim fylgis mönnum, sem ég kann að hafa átt.“ Af þessu má sjá, að ekki eru miklar líkur á að kommúnistar breyti um stefnu í þessu máli, enda væri það heldur ólíkt þeim að gerast félagar í samtökum, sem þeir gætu ekki haft' á valdi sínu. þing Norðurlandaráðs haldið í Kaupmannahöfn. Það hefur tíðk azt, að æskulýðssamtökum stjórn málaflokkanna á Norðurlöndum væri boðið að senda áheyrnar- fulltrúa á þing ráðsins. Sjaldn- ast hefur þó nokkur áheyrnarfull trúi frá pólitísku æskulýðssam- tökum hér á landi verið á þing um þessum, og hefur aðalástæð an verið sú, að kostnaður við slíkt hefur verið verulegur og meiri en svo, að þótt hafi unnt að stofna til hans. Þó voru á- heyrnarfulltrúar frá S.U.S. og Æskulýðsfylkingunni á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík á s.I. sumri, enda aðstæður þá aðr ar en ella hefur verið. Stjórn S.U.S. barst snemma á þessu ári boð um að senda á- heyrnarfulltrúa á þingið í Kaup mannahöfn. Bað stjórnin Sigurð Líndal lögfræðing, sem nú dvelst við framhaldsnám þar í borg, að vera áheyrnarfulltrúi sinn, og varð hann við þeirri ósk .Sigurð ur hefur fyrir nokkru sent ýtar lega skýrslu um þingið hingað heim. — Frá almennum þing- störfum hefur þegar verið sagt í blaðafréttum, og er ekki ástæða til að ræða þau frekar á þess um vettvangi. Þá kemur það fram í skýrslu Sigurðar, að alls voru 10 áheyrnarfulltrúar frá pólitískum æskulýðssamtökum á þinginu: 4 frá Danmörku, 2 frá Noregi, 3 frá Svíþjóð og einn ís lendingur. Ekki verður annað ráðið af skýrslunni en fyrir- greiðsla hafi verið heldur í lak ara lagi við þessa gesti, þó að það skuli ekki rakið frekar. Híns vegar er ástæða til að birta hér á æskulýðssíðunni niðurlag skýrslu Sigurðar Líndal, þar sem hann segir skoðun sína á nor- rænni samvinnu. Farast honum þar orð á þessa leið: •--------- Af þingsetu þessari hef ég orðið margs vísari um norræna samvinnu, og hefði það þó get að orðið meira, ef fyrirgreiðsla hefði verið betri af Dana hálfu. Sitthvað tel ég, að vel megi segja um norræna samvinnu; gallinn virðist einkum í því fólg inn, hversu þung hún er í vöf- um. Veldur því vafarlaust eink um, hve mikið er af smámálum, sem ekki geta talizt skipta máli, svo að heitið geti, eða leysa má Sigurður Líndal, lögfræðingur, áheyrnarfulltrúi á þingi Norð- urlandaráðs eftir öðrum leiðum. Var á það bent, að heppilegra væri, að ráð ið tæki fyrir færri og mikilvæg ari mál, sem hægt væri að gera betri skil. Eg tók og eftir því á síðasta fundinum, að þar var sópað brott miklum fjölda mála, sem áður hafði litt verið getið. Þessi þyngsli á samstarfinu hafa og þá hættu í för með sér, að þjóðirnar í Mið-Evrópu verði á undan að koma á samstarfi hjá sér, en Norðurlönd lendi aftur úr og samstarf þeirra missi marks. Þannig fór um efnahags- samvinnuna, og hætta er nokk- ur á, að einnig fari svo um hjálp til vanþróuðu landanna og sam vinnu á sviði æðri menntunar, ef ekki verður brugðið skjótt við, en á báðum sviðum ætti sam- vinna að geta tekizt. Þá ber og að hafa það í huga, að hagsmunir Norðurlanda fara engan veginn saman á öllum svið um, og þar verður að sjálfsögðu naumast um að ræða samstarf. Þessi staðreynd veldur m.a. erf iðleikum á að koma á sameigin ÞAÐ HEFUR áður verið minnzt á það hér á síðunni, að koma yrði í veg fyrir að kommún- istar og hálfkommúnistar misnot uðu útvarpið til áróðurs og nú hefur það enn sannazt, að full nauðsyn er á, að svo verði gert. Það er satt að segja alveg furðulegt hversu langt þeir ganga í þessum efnum. Þeir sem hlýddu á þáttinn um fiskinn á þriðju- daginn var, urðu margir furðu- lostnir. Stefán Jónsson, frétta- maður ræddi þar við bandarísk an mann, sem hingað er kominn þeirra erinda að fá bætt úr viss- um göllum á íslenzkum fiski, sem seldur er til Bandaríkjanna og Stefán notaði tækifærið til að spyrja um eftirlit með mat- vöru í Bandaríkjunum ^sem allt af hefur fengið orð fyrir að vera eitt það fullkomnasta sem þekk- ist. Þegar Stefán hafði svo lokið viðtalinu hnýtti haim því aftan við, eins og til bragðbætis og í nokkrum undrunartón, að „jafn legri utanríkisþjónustu í vissum lönduni, eins og oft hefur verið rætt um. Hér er þess þó að geta, að líklegt er að koma megi á vissu samstarfi um hrein hag- nýt efni, svo sem t.d. um sam- eiginlegar byggingar. Líklegt finnst mér, að íslendingar gætu haft gagn af slíku samstarfi. Að öðru leyti verður að freista þess að finna þau svið þar sem samstarfs er auðið. Þannig er t.d. um löggjafarmálefnin og menningarmálin. Slíkt samstarf ber að styðja eftir mætti, og víst er, að þar munu íslending- ingar fremur telja til tekna en gjalda. Þá virðist mér það starf, sem ýmsar nefndir á vegum Norður- landaráðs vinna hafa töluvert gildi ekki sízt um að afla gagn- kvæmra upplýsinga, sem að gagni geta komið. Sama gildir um upplýsingar, sem embættis- menn láta í té. Er margt þessara gagna harla fróðlegt aflestrar. Umræðurnar sjálfar þóttu mér hins vegar drjúgum veigaminni, þó að sitthvað væri þar vel sagt. Margir lögðu á það áherzlu, að nýr andi og nýtt andrúms- loft væri yfir störfum Norður- landaráðs. Ekki skal á þetta dómur lagður hér. Ef ég á að segja álit mitt á norrænni samvinnu í stuttu máli, vildi ég draga saman það, sem þegar er sagt: Þar sem hagsmunir Norður lairda fara ekki saman, er sam starf af eðlilegum á.stæðum dauða dæmt. Þegar deilt er á norræna samvinnu, eru það einkum þessl málefni, sem menn festa augun við. Staðreynd er hins vegar, að á mörgum sviðum falla hagsmun ir saman og við þau hlýtur sam- vinna að takmarkast. Hana verð ur og að takmarka frekar, þ.e. við þau málefni ein, sem mikil væg geta talizt. Ef þessa tvenns er gætt, má víst telja, að sam- vinna verði umbúðaminni og raunhæfari. Auðvitað ber að vinna að því að draga úr mótsetningum, en sú viðleitni má ekki verða þunga miðja samstarfsins, enda er þá hætta á, að samstarf spillist á öðrum sviðum. — Fyrsta skilyrðt fyrir raunhæfri norrænni sam- vinnu er það, að menn geri sér Ijós takmörk hennar. vel í konungsríki elnkaframtaka ins“ væri ekki leyft að selja skemmdan eða eitraðan mat, eina og honrum virtust það furður o* stórmerki. Hvenær skyldi Stefán segja íslendingum frá því, að barnaútburður tíðkaðist ekki „jafnvel í konungsráki einkat- framtaksins“? Annað dæmi um misnotkun kommúnista á útvarpinu er frá því á miðvikudaginn. Eins og öllum er kunnugt unnu Rússar mikið vísindaafrek þann dag, er þeim tókst að senda mannað geimfar umhverfis jörðu. Sem að líkum lætur var þetta aðal- frétt útvarpsins um hádegið, sem og sjálfsagt var. En heldur tók að syrta í álinn í fréttatímanum kl. 3, þá las Hendrik Ottóson fréttirnar. Þá fór allur frétta- tíminn í að segja frá þessu geimskoti, en aðrar heimsfréttir voru algjörlega látnar sitja á hakanum. Það er óhætt að segja, a ðþað er seilzt langt og flest notað. „A mörgum sviðum falla hagsmunir saman, og við þau hlýtur samvinna að takmarkast“ Úr skýrslu um þing Norðurlandaráðs frá Sigurði Líndal, áheyrnarfulltrúa S.U.S. FYRIR RÚMUM mánuði var Sigurður Líndal. Fréttamenn enn vij sama heygarðshornið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.