Morgunblaðið - 14.04.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.04.1961, Blaðsíða 11
Föstudagur 14. aprf! 1961 MORCUWBLAÐIÐ 11 — Og hver spilar á hann? — Ja, mér skilst það séu nógir tll að spila á hann, þeg ar yfir líkur ha-ha-ha. Ég tel það eitt mesta afrek, sem ég hef unnið um dagana, að fá ríkisstjórnina til að kaupa þennn flygil. Það var ekki hægt að hafa Ráðherrabústað- inn flygilslausan. Flygill í svona húsakynnum er jafn sjálfsagður og stólar og borð. Ég tel það hafi verið bylting í kúlturmálum þjóðarinnar þegar flygillinn var settur í Ráðherrabústaðinn. Þú tókst kannski eftir því hvað ég sagði? Ég nefndi kulturmál. Ég tala aldrei um menningu. Mikil lifandis -ósköp er þetta menningartal íslendinga leiðin legt. Það er svo þröngt og kalt, sjálfsánægjulegt. Kúltur er yf- irgripsmeina orð en menning. Það lýsir ekki af neinni minni máttarkennd og kemur ekki upp um neina vöntun. Held- urðu ekki að íslendingar mundu tala minna um menn- ingu, okkar menningu, mína menningu, okkar göfugu menn ingu okkar fornu og stór- brotnu menningu okkar glæsi- legu menningar-menningu, ef þeir hefðu dálítið meiri kúltur? Ja, það eru fleiri sjúk dómar en hálsbólga. Og svo er eitt, gáfurnar maður! íslend- ingar eru sérfræðingar í þeim. Og hvað eru svo gáfur í þeirna augum? Jú, að hafa drukkið í sig sem svarar tveim ur Atlantshöfum af fróðleik. En það er aldreí talað um gáfur í sambandi við skapandi starf, aldrei talað um gáfaða athafnamenn, hefurðu tekið eftir því? í einni af bókum sínum segir Vilhjálmur Stefánsson frá því, að hann bafi viljað verða skáld eins og alljr fslendingar einhvern tím ann á ævinni. En svo fékk hann þá flugu í höfuðið að það væri hægt að vera skáld ethafnanna. Þetta eiga ís- lendingar erfitt með að skilja. En Vilhjálmur Stefánsson skil ur míargt, sem fer fram hjá öðr um. Hann fór til Alaska og heyrði- ekki um fyrri heims- etyrjöldina fyrr en henni var lokið. En hugsaðu þér þessa enilld. Þetta kalla ég lífspeki: Að láta heila heimsstyrjöld fara fram hjá sér. Það hlýtur eð þurfa mikið hugmyndaflug til þess. — Telurðu þig gáfumann Helgi? — Nei, nei, nei, ekki, ákveð ið ekki, nei, nei. Ég er ekki skapandi. Gáfumaður á að vera skapandi. Þórður á Kleppi var talinn gáfumaður. Ég heyrði hann eitt sinn tala um sjálfan sig. Hann sagði: Ég er ekki gáfaður maður, ég get bara rifið ýmislegt niður og séð að ákveðnir hlutir eiga að vera öðruvísi en þeir eru, og bent á ýmislegt til úrbóta. Það er allt og sumt. Nei, ég er ekki skapandi. Ég kalla það ekki að skapa, þó maður geti samið sæmilegar tækifærís- ræður. Nei, það tel ég ekki. En kannski hefði maður nú getað gert eitthvað með þeim mögu leikum, sem nú eru fyrir hendi. Einn hestur getur aldrei orðið gæðingur nema eftir honum sé litið og hann sé alinn við. strangt uppeldi hjá góðum manni. Það er margt líkt með okkur og hest um, þó ég sé ekki að líkja sjálfum mér við skepnu, en margir menn eru samt svo miklar skepnur að þeir mættu þakka fyrir að vera hestar. En hvernig stendur á, að flestir gáfumenn skuli fara í hund- ana, eða hefurðu ekki tekið eftir því? Einn af þessum gáfu mönnum, sem mikið orð fór af hér áður fyrr, en lítið varð úr, var Glosi eða Guðmundur Þorláksson — já, hann var svona einn af þessum Hafnar stúdentum, sem gufuðu upp. Einu sinni varð honum að orði í kunningjahópi að hann ætlaði að yrkja rímur til vegs og dýrðar Ása-Þór. Svo er hann kominn heim í Skagafjörð. Þangað heimsæk- ir hann einn af Hafnarstúdent unum, og spyr meðal annars: Jæja, Guðmundur minn, hvar ertu nú staddur í rímunni? — Ég var einmitt að ljúka við fjórðu vísu í fimmta mansöng, segir Guðmundur, og visan er svona: „Aftur á móti anzar Þór ákaflega linur: „Áttu ekki fyrir einum bjór elskulegi vinur?“ Þetta kalla ég að grafa ekki sitt pund í jörð. Við höfum átt marga snjalla menn, það fer ekki hjá því og þeir hafa haft ejnkennilega margt að tala um. Þeir voru einhverju sinni að tala saman séra Matthías og Páíl Sigurðsson, faðir Árna prófessors. Þá var sr. Matthías prestur á.Móum á Kjalárnesi. í miðju samtálinu segir skáld ið a»Ut í einu: Hvað heldur þú að Esjan sé þung, Páll minn? Þú ættir að vita bézt um það, þú sem býrð undir henni, svaraði Páll. Þetta voru miklir gáfumenn. — Þú minntist á Glosa áðan, en segðu mér eitt, hefur þú ekki stundum þurft að hafa þig allan við til að fara ekki í hundana, ja, svona eins og margir aðrir ágætismenn? — Það getur nú vel verið, en liklega hef ég aldrei verið nógu gáfaður til að geta farið í hundana, ja, ekki alveg. Mað ur þarf að hafa hæfileik til að' fara í hundana, það getur ekki hver sem er. En þú sagðist vilja tala við mig um himininn og stjörnurnar, var það ekki? — Jú, ég nefndi það. — Himinninn er fallegur, en við megum ekki þrá hann allt of mikið áður en stundin er komin. Mér hefur dottið í hug, hvort ekki væri hæltulegt þetta sífellda nudd í prestun- um um fegurð himinsins og dá semdir Paradísar. Þessi stanz lausi áróður getur haft stór- kostleg áhrif á sálarlíf veik- lundaðra manna: alið á draum órum, sem eru nógir fyrir. Himinninn er hættulegur eins og vínið, en í hófi er hann jafngóður og bað. Ef prestam ir halda þessu áfram, endar það með því, að við verðum að stofna nýtt Bláa Band fyrir þá sem hafa fallið fyrir fegurð himinsins. Ja, þetta er alvöru mál góði, og þú_ skalt ekki hlæja að þessu. Ég segi það, þú skalt ekki hlæja að þessu. Við höfum ekki allir nægileg ar gáfur til að standast himm inn, ekki allir. Og svo förum við að vaða í villu og svima, eins og sr. Haligrímur scgir: Menn vaða í villu og svíma, veit enginn neitt um það? — Þú þekkir sr. Hallgrím. Hann féll fynr himninum. Passíusálmarnir verka á mig eins og tveir pelar af koniaki. En hvernig er þetta með þig? þú ert alveg hættur. Skál, góði vinur, skál fyiir þér og mér og þessari hátíðlegu stimd. Og skál fyrir innflutningi á hljóð færum! En leiðinlegur, sagð- irðu það? ja-há, þeir segja víst sumir að ég sé ýtinn og leiðin legur. Hreinskilni er dyggð, stendur einhvers staðar í Galdra-Lofti. Ég þakka þér f3rrir hana. En þeir um það, þeir um það. Mitt svar er þetta: Þú segir að ég sé bara skemmtilegur, og minn ágæti vinur Theodór Brynjólfsson tannlæknir hefur einmitt sagt það sama. Það var á ferðalagi í -Borgarfirði. En það er líka fallegt í Borgarfirði.. Þeg- ar tveir jafnmerkilegir menn og þið Theodór standið með mér er ég alls ókvíðinn. Steinn Steinarr fór oft til Theodórs, þegar hann vantaði smápen- inga á sínum tíma, og Theodór brást aldrei.: íslenzka þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við hann. Einar Benediktsson sagði einhverju sinni að ísland væri iðandi maðkaveita, en það skaltu ekki hafa eftir mér. Þegar Indriði Éinarsson reið suður, lá Stephan G. Stephans- son grátandi milli þúfna. Ið- andi, já — kannski. En þú mannst líka hvað sr. Matthías sagði um vanmat á mönnum. Þegar hann orti áttræður um Shakespeare „í 300 ára minn- ingu hans“, það er hér á bls. 162 í kvæðabók Matthíasar, ljóðið er í einum tveimur, já þremur flokkum, og í þriðja flokknum segir: Sú ein þjóð mun sigri hrósa, er bezt skilur sína beztu menn. Allur ofstopi er auðnuleysi, því rétt og satt skal ráða heimi M. (Framh. á morgun). hMi Áfengissalan minnkar í Rvík og tyjum FYRSTU þrjá mánuði ársins •eldist áfengi fyrir 2,6 millj. kr. tægri upphæð en á sama tíma ( fyrra. Nú var selt áíengi í út- tölum Áfengisverzlunarinnar fyr- 4r 36,6 millj., en í fyrra fyrir 41,2 ínillj. króna. Sala í pósti til hér- •ðsbannsvæðis í Vestmanneyjum írá aðalskrifstofunni í Reykja- vík hefur minnkað á sama tíma, var nú um 007 þús. kr., en varð I fyrra 1,6 millj. Sala til veit- íngahúsa hefur einnig minnkað þessa þrjá fyrstu mánuði ánsins, var í fyrra 1,6 millj. en er nú 1,4 millj. Mest af áfenginu er selt í Reykjavík og það er í rauninni eini staðurinn sem salan hefur minnkað, var fyrstu þrjá mánuði ársins 32,4 millj., en í fyrra 3'5,6. Á Akureyri er salan nú meiri eða 3,3 millj. á móti 3,0 í fyrra. Einn- ig er salan meiri á ísafirði nú eða rúm 1 millj. á móti 966 þús. í fyrra. Á Seyðisfirði seldist nú fyrir 832 þús. kr. á móti 635 þús. 1 fyrra. Og á Siglufirði fyrir 887 þús. á móti 827 þús. í fyrra. Bezta afíavikan í Stykkishólmi STYKKISHÓLMI, 12. apríl — Bezta aflavikan í Stykkishólmi var síðasta vika. En þá komu á land af 6 bátum í 33 sjóferðum 395 lestir. Er þetta allt netafiskur. — Fréttaritari Endurráðinn lektor í Höfn í FRÉTTABLAÐI Kaupmanna- hafnarháskóla var þess nýlega getið að kennslumálaráðherra Dana hefði endurráðið Ólaf Hall dórsson, cand. mag., lektor í ís- lenzku við Kaupmannahafnarhá- skóla til þriggja ára frá ndc. sept ember að telia. Keflavík Afgreiðslustúlku vantar (20 ára eða eldri). Uppl. á Vík frá kl. 5—7 í da&. N Ý SENDING Svissneskar kvenblússur Glugginn Laugavegi 30. 3 herb. íbúð óskast til Ieigu. tlÁLFLUTNINGS- OG FASTEIGNASTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Bjöm Pétursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14 — Símar 19478 og 22870. Otan dyra eða nefnist erindi sem Júlíus Guðmundsson flytur í Aðventkirkjunnl í kvöld kl. 8,30. •- Allir velkomnir innan Veitingastaður Höfum til sölu veitingahús, sem liggur við þjóðleið í nágrenni Reykjavíkur. Öll aðstaða til veitingasölu og mikilla viðskipta mjög góð. malflutnings- og fasteignastofa Sigurður Beynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Bjöm Pétursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14 — Símar 19478 og 22870. Óska að £á til leigu 2-3 herbergi og eldhús í rólegu húsi. — 2 í heimili. — Tilboð leggist á, afgr. Mbl. merkt: „1886“. 3ja herb. íbúð til sölu á 2. hæð í sambýlishúsi. Aukaherbergi er í kjallara. íbúðin selst tilbúin undir tréverk eða lengra komin. Verð mjög hagkvæmt og þeim mun lægra sem peningagreiðsla er meiri. Austurstræti 14 m hæð Símar 14120.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.