Morgunblaðið - 14.04.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.04.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐtB Föstudagur 14. aprfl 1961 plttlpnlflMíitfr Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason írá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Ami Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgxeiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. RÖK OG RÖKLEYSUR tala um það, að lýðræðis- sinna skorti rök fyrir þeirri afstöðu sinni, að vilja leggja nokkuð á sig vegna sameig- inlegra varna lýðræðisþjóð- anna. Sjálfir segjast þeir hins vegar hafa rök á tak- teinum fyrir því að íslend- ingum væri borgið, ef hér væru engar varnarstöðvar. Þeir segja: f kjarnorkustyrj- öld yrðu allir drepnir nema við íslendingar af því að við hefðum engan her, og engar herstöðvar. Enginn hefði því áhuga á árásum á okkur. Lýðræðissinnar segja þvert á móti, í kjarnorkustyrjöld er öllum sama hætta búin og líklegast, að enginn mvrndi lifa hana af. Aðalat- riðið hlýtur því að vera að leitast við að koma í veg fyrir að til þeirra hörmunga dragi. En hvernig verður það helzt tryggt? i Enginn kommúnisti er til, sem ekki veit það og viður- kennir sem sjálfsagðan hlut, að kommúnistaríkin mundu innleiða stefnu sína um heimsbyggðina alla, með vopnavaldi, ef þau treystust til að gera það án þess að gjalda sjálf afhroð. Vera má að einhverjir hinna nytsömu sakleysingja geri sér ekki grein fyrir þessari stað- reynd, en þó er furðulegt, ef einfeldni þeirra er svo mikil. Það liggur þannig fyrir, að framrás kommúnismans hef- ur til þessa verið stöðvuð vegna varna lýðræðisþjóða. Sumir segja að vísu að það muni ekki mikið um okkar framlag og friðurinn muni verða varðveittur þó við skerumst úr leik og rekum varnarliðið úr landi. Vera má að þetta fengi staðizt, þó að enginn sé fær að dæma um það, hve mikið megi slaka á, án þess að ósköpin dynji yfir. En sérstaklega ber að hafa það hugfast að það er ekki mikið siðferðisþrek að ætlast þess að aðrar þjóðir ^emmi stigu við yfirgangi kommúnismans, án þess að vilja sjálfir nokkuð af mörk- tun leggja. Fórnir okkar ís- lendinga eru vissulega mjög Ktlar samanborið við það, sem aðrar þjóðir leggja af mörkum, og það þarf sann- jyashymmgarnir" við ÞjóS-* naMgto sait tíl krefjast þess að aðrir tryggi frelsi okkar án þess að við viljum þar nokkuð fram leggja. Og fróðlegt væri að sjá framan í þann íslending, sem héldi því fram, að frið- ur og lýðræðislegir stjórnar- hættir mundu ríkja í heim- inum, ef allar hinar vest- rænu þjóðir legðu niður her- stöðvar sínar. HANNIBAL OG VERKFALLS- STEFNAN Me enn velta því að vonum fyrir sér, hvers vegna sjálfur forseti Alþýðusam- bands íslands skuli vera manna andvígastur því að verkalýðurinn nái raunhæf- um kjarabótum. Hannibal Valdimarsson er sá, sem dyggilegast berst fyrir verk- fallastefnunni andstætt hags- munum verkalýðs og gegn þeirri kjarabótastefnu, sem megin þorri verkamanna vill að sjálfsögðu fylgja. Skýringin á þessu atferli er sú, að Hannibal Valdimars son er megintengiliður milli Kommúnistaflokksins o g Framsóknar. Hann ætlar sér að verða aðalleiðtogi Fram- sóknar-kommúnismans — í væntanlegri ríkisstjórn þess- ara flokka. En honum eru lagðar þær skyldur á herðar til þess að öðlast upphefðina, að eýðileggja fjárhagskerfi landsins, þannig að núver- andi stjórn hrökklist frá völdum. Forseti Alþýðusambands Is lands er þannig að berjast fyrir eigin frama og þjóna valdalöngun sinni. Hann hef- ur rækilega innrætt sér þá kommúnistisku skoðun, að verkalýðinn eigi að nota í pólitískri valdabaráttu og heppilegast sé að kjör hans séu sem lökust, því að þá sé hann líklegastur til þess að láta leiðast til óhappaverka. Hitt er svo allt annað mál að í þetta skipti munu fyrirætl- anirnar ekki takast, vegna þess að almenningur hefur nú gert sér grein fyrir því, að verkfallastefnan hefur gengið sér til húðar og nú þarf að fylgja kjarabóta- stefnu. þósthús ÞJÓÐVERJAR hafa gortað af því, að þeir hafi fyrir styrj- öldina átt heimsins nýtízku- legasta pósthús í Berlín. Bygg ingin og allt, sem henni til- K „OPINBER ÖSANNINDÁ- MAÐUR" ommúnistar hafa um langt skeið reynt að telja mönnum trú um að Ásgeir Hjartarson, leiklistargagnrýn andi þeirra væri sérstakur spekingur. Er það þó öllum ljóst, sem lesið hafa dóma hans, að þeir hafa aðeins einn tilgang, pólitík. Er það líka skiljanlegt, annars væri hann ekki ritdómari Þjóðvilj ans og sízt af öllu hælt á hvert reipi af „nashyrning- unum“ íslenzku. Hann hefur þó löngum ver ið slunginn að sneiða hjá áþreifanlegum ósannindum, en í gær verður honum fóta- skortur. Hann segir: „Höfund urinn er lýstur opinber ósann indamaður á síðum Morgun- blaðsins“. Ásgeir Hjartarson á þarna við Ionesco, höfund leikritsins Nashyrningarnir, sem virðist fara mjög í taug- arnar á honum. Er hér með skorað á Ásgeir Hjartarson að skýra frá því hvar á síðum Morgunblaðsins segi að Ionesco sé „opinber ósannindamaður“. Við bíðxnn meðan hann leitar, en að leit inni lokinni verður hann ekki aðeins hinn pólitíski leik listardómari, heldur einnig ósannindamaður siálfur. heyrði, eyðilagðist í loftárás- um styrjaldarinnar — en nú geta Berlínarbúar vist státað af því að nýju, að pósthúsið þeirra sé hið skjótvirkasta í heimi og svari bezt kröfum tímans. — ★ — Segja má, að mestur hluti starfsins í þessu pósthúsi sé unninn af meira og minna sjálf virkum vélum. Til dæmis má geta þess, að ein sérlega hug- vitsamlega gerð vélasamstæða gerir þrennt í senn: raðar öllum umslögum þannig, að þau snúa eins ( er svokallað „rafeindaauga" þar að verki), flokkar þau eftir stærð og stimplar þau. — ★ — Ekki er þó manninum alveg ofaukið í þessari „sjálfvirku-1 Adenauei tryggður sigur? AF skoðanakönnunum, sem nýlega hafa farið fram í Þýzkalandi, kemur fram að fylgi flokks Adenauers kansl- ara, Kristilega demokrata- flokksins, fer sívaxandi — og ef verulegt mark má taka á þeim virðist augljóst, að flokk urinn muni sigra glæsilega i kosningunum á hausti kom- anda. Samkvæmt skoðanakönnun um þessum, hafa 56% kjós- enda í Vestur-Þýzkalandi lýst yfir fylgi við fllokk Adenw auers, en á sl. ári var fylgið, samkvæmt sams konar könn- un, 45—48%. — Það eina, sem foringjar flokksins óttast i þessu sambandi, er það, að fylgismenn hans fyllist slíkri bjartsýni við þetta, að þeir láti hjá líða að neyta at- kvæðisréttar síns á kjördegi í þeirri trú, að sigur flokks- ins sé beinlínis óhjákvæmileg- póststöð, eins og sjá má á myndinni. Þetta fólk er að flokka bréfin eftir því, í hvaða hverfi þau eiga að fara. Engin vél er enn til, sem unn ið getur slíkt verk. Eichman.i sendiherra dauSan^ ATHYGLI heimsins beinist nú mjög að réttarhöldunum yfir nazistaforingjanum Adolf Eiehmann, sem -hafin eru í fsrael. Raunar hefir Eich- mann verið mikill „blaðamat- ur“ allt síðan hann var hand- tekinn í Argentínu á sl. ári, auk þess sem heilar bækur hafa verið skrifaðar um hann. — Ein nýijaata „Eichmann- bókin“ er eftir Bandaríkja- manninn Quentin Reynolds, er hefir notið aðstoðar tveggja Gyðinga, Ephraim Katz og Zwy Aldouby, við samningu hennar, en þessir menn eru nákunnugir ferli Eichmanns fyrr og síðar. — ★ — í bók Reynolds, sem hann nefnir „Eichmann, sendiherra dauðans", segir m. a., að það muni geta orðið afdrifaríkt fyrir æði marga ef Eichmann leysi að marki frá skjóðunni í réttarhöldunum, sem nú eru hafin — hann muni geta nafn greint ýmsa, jafnvel Gyðinga, er starfað hafi með nazistum, beint eða óbeint. — ★ — Reynolds skrifar m. a.: — Á fyrri árum styrjaldarinnar bauðst Eichmann til þess að leyfa þúsundum Gyðinga að flytjast frá landsvæðum þeim, er Þjóðverjar réðu yfir, ef önnur ríki vildu veita þeim hæli. En vesturveldin, bæði Bretland og Bandaríkin, tóku aðeins við „táknrænum" fjölda (það mun þýða, að þau hafi tekið við mjög fáum), enda þótt vitað væri, að Gyð- ingarnir í Evrópu væru dauða dæmdir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.