Morgunblaðið - 14.04.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.04.1961, Blaðsíða 13
Föstudagur 14. aprfl 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 13 Snjór teppti samgöngur í Danmörku um páskana Kaupmafinahafnarbréf frá Páli Jónssyni Kaupmannahöfn 1 apríl 1961.1 Dr. Mansholt, sem er Hollend- Pað snjóaði í Danmörku um • ingur og varaforseti Bruxelles- páskana, meira að segja svo mik- ið, að samgöngur töfðust víða í 'landinu. Og þetta var svo að segja fyrsti snjórinn á þessu ári. Síðan í desember hafði verið ná- lega snjólaust, aðeins gránað dá- lítið einstöku sinnum. Petta kuldakast kom flatt upp á alla. Eftir óvenjulega mildan vetur hélt fólk, að vorið væri íkomið fyrir alvöru. }l Skömmu íyrir páskana reikn- laði danskt blað út, að Danir muni hafa sparað miljarð danskra (króna vegna góðu veðráttunnar í veiur. |*i Frá Kyndilmessu og fram í lok marz var málega frostlaust. I ifebrúar, sem venjulega er kald- asti mánuður ársins, var að jafn- aði 3,2 stiga hiti, en meðalhiti , jþessa mánaðar er 0,1 stig. Frost- dagarnir í febrúar voru í vetur ekki nema 4 en eru annars að meðaltali 20. f marz var oft (10—15 stiga hiti. ' ísbrjótarnir hafa því verið í ihöfn allan veturinn. Vegir hafa ihvergi skemmzt vegna frosta, en vegabætur vegna vetrarhörku ikosta Dani venjulega stórfé. Hit- un húsa hefur verið langt um ódýrari en menn eiga að venjast. Atvinnuleysi vegna árstíðarinn- ar hefur verið mjög lítið. At- vinnuleysissjóðirnir hafa því sparað mikið fé. Bændur voru víðast hvar bún Ir að plæja akrana í lok febrúar og sumir byrjuðu að sá snemma í marz. Fyrstu vorblómin í görðunum sprungu út snemma í febrúar. Blómskrúðið var í lok marz eins mikið og menn annars eiga að venjast seinni hluta apríl. Víða er farið að grænka. Kastaníurn- ar á Ráðhústorginu eru í þann veginn að laufgast. En nú er allt hlómskrúðið hulið snjó. Páskaleyfi þingmanna "t Rétt áður en páskaleyfi þing- mannanna byrjaði ræddi þjóð- (þingið utanríkismálin. Fyrst og fremst fjölluðu umræðumar um EFTA (Fríverzlunarsvæðið) og Sameiginlega markaðinn. Krag utanríkisráðherra lét í Ijósi gleði yfir, að búið er að undirrita samninginn um þátt- töku Finnlands í EFTA, þótt hún sé sérstökum skilyrðum bundin. IHann sagðist vona, að lausn land (helgisdeilunnar milli íslendinga og Breta gæti gert fslandi kleift «ð gerast aðili að EFTA. Rætist þessar vonir, þá taki öll Norður- lönd þátt í Fríverzlunarsvæðk Jnu. Mundi það efla afstöðu (þeirra í þessu viðslkiptabanda lagi. Utanrfkisráðherrann boðaði Ibráðlega yfirlýsingu um aðild Grænlands að EFTA. Grænland íær sérstöðu en verður þó að- wjótandi tollalækkana á Breá- landi, þegar um ýmsar fiskafurð lr er að ræða, fyrst og fremst fiskiflök og rækjur. Krag vænti þess líka, að Færeyjar bætist bráðlega við í hópinn. Aðildarlönd Sameiginlega markaðsins skaupa hér um bil þriðjung útfluttra danskra land- búnaðarafurða. Þarna eru sér- Btaklega Vestur-Þjóðverjar góð- |r viðskiptavinir Dana. En þessi þýðingarmikl útflutnngur er far- Inn að torveldast, og er Krag mjög svartsýnn um framtíð hans. Hin svokallaða Mansholt-áætl- nn miðar að því, að Sameigin- legi markaðurinn verði sjálfum lér nógur með landbúnaðarvörur. nefndar þessa markaðar, gerir ráð fyrir, að þessu takmarki verði náð áður en fjögur ár eru liðin. Sér hann jafnvel fram á þann möguleika, að landbúnað- arvöruframleiðsla allra aðildar- landanna verði þá svo mikil, að hún fullnægi ekki aðeins þörf- um þeirra, heldur muni þau lika hafa eitthvað aflögum til útflutn ings. Krag telur ástæðu til að ótt- ast, að þetta muni torvelda mjög útflutning danskra landbúnaðar- afurða. Lítur hann svo á, að þess um vandræðum verði ekki af- stýrt, nema öll Vesturevrópu- lönd komi sér saman um lausn á viðskiptamálunum á breiðum grundvelli. En möguleikarnir fyr ir því, að byggja brú milli EFTA og Sameiginlega markaðsins tor veldast með ári hverju að áliti ráðherrans. Verzlun Dana við Breta Það hefur vakið töluverðan ótta í Danmörku, að brezka rík- isstjórnin hefur verið að athuga möguleikana fyrir þátttöku Bret- lands í Sameiginlega markaðn- um. Bretar mæta þarna mót- spyrnu af hálfu de Gaulle, fyTSt og fremst af pólitískum ástæðum. Það verður líka miklum erfið- leikum bundið, að skapa sam- komulag milli Breta og Sam- I eiginlega markaðsins um land- búnaðarvörurnar. Þar að auki torveldast lausn málsins af því að samveldislöndin brezku njóta tollaívilana á brezka markaðn- um. En fullyrt er, að aðild Bret lands að Sameiginlega markaðn um sé brezku ríkisstjórninni mik- ið áhugamál, sumpart af pólitísk um og sumpart af efnahagsleg- um ástæðum. ..Eftir' að dagar brezka heims- veldisins eru taldir, er Bretum nauðsynlegt að leita nánari sam- vinnu við meginlandsrSki E rópu“, sagði Poul Möller, tals- maður íhaldsflokksins, þegar þjóðþingið ræddi utanríkismál- in. ,,Það hefur verið sagt, að við getum fetað í fótspor Breta, ef þeir gerast aðilar að Sameigin- lega markaðnum. En svo einfalt er málið ekki. Bretar hafa þarna margra hagsmuna að gæta. Það sem við óttumst mest er sá mögu leiki, að lausn, sem Bretar og aðildarlönd Sameiginlega mark- aðsins kunna að koma sér saman um, verði þess eðlis, að hún reyn ist óaðgengileg fyrir okkur. Móti kjarnorkuvopnum Nálega 2.000, sem vilja mót- mæla notkun kjarnorkuvopna, tóku þátt í kröfugöngu frá Hol- bæk til Kaupmannahafnar um páskana. Á föstudaginn langa var gengið frá Holbæk til Hró- arskeldu. Þar var 33 km. göngu- för. Hríð skall á, þegar leið á daginn. Margir voru því illa leiknir, þegar þeir komu á á- fangastaðinn. Daginn eftir var gengið 14 km. frá Hróarskeldu til TSstrup og páskadag 19 km. til Kaupmannahafnar. Var margt manna saman komið á Ráðhús- torginu, þegar kröfugöngufólkið kom þangað. Bæði koftimúnistar og alþýðu- sósíalistar Aksels Larsens færa sér þessa kröfugöngu til tekna, og Autur-'þýzka útvarpið gerir mikið úr henni. Áður en hún hófst, sagði Poul Möller í þingræðu: ,,Við sem heima sitjum erum ekki síður hræddir við kjarnorkustríð. En meðan þegnarnir i Rússldndi geta ekki gengið til Kreml og Kínverjar til valdhafanna í Peking, til þess að mótmæla notkun kjarnorkuvopna, þá verða þessar vestrænu kröfu- göngur ekki að neinu gagni. Ef þeir, sem til þeirra efna, fá vilja sínum framgengt, þá eiga aðeins austræn ríki kjarnorkuvopn. Það getur ekki gefið okkur tryggingu fyrir því, að þau verði ebki not- uð á móti okkur“. Ifampmann forsætisráðherra hélt um páskana ræðu á fundi ungra jafnaðarmanna í Odense og sagði m. a.: „Þeir sem taka þátt í þessari kröfugöngu halda auðsjáanlega, að þeir hafi einka- rétt til að mótmæla notkun kjarnorkuvopna. Við viljum allir afstýra notkun þeirra. En það ætti að vera augljóst, að meðan þau eru til í Austri, þá er ekki hægt að vera án þeirra í Vestri. Núverandi ríkisstjórn hefur sagt, að Danir ætli ekki að afla sér kjarnorkuvopna að svo stöddu. Fundið hefur verið að því, að þetta sé engin endanleg afstaða, og öruggara væri, eí fyrirvaranum væri sleppt. En það væri ekki rétt af okkur að bera fr.am skilyrðislausa yfir- lýsingu. Núverandi ríkisstjórn getur ekki bundið komandi ríkis Páskaliljur í snjó. stjórnir. Enginn getur vitað, hvað kann að gerast í heiminum * í framtíðinni. Við höfum ekki gleymt Tékkóslóvakíu og Ung- verjalandi“. Þess má geta, þótt forsætis- ráðherrann nefndi það ekki, að Danir eiga vopn, sérstaklega loftvarnareldflaugar, sem hægt er eftir vild að hlaða með venju legum sprengiefnum eða kjarn- orkusprengjum. Tillögur samþykktar á ársþingi iðnrekenda 1961 Endurskoðun vinnulöggjafar Ársþingið ítrekar fyrri áskor- anir á Alþingi að endurskoða nú þegar lög um stéttarfélög og vinnudeilur og leyfir ársþingið sér að benda á, að núverandi skipan þessara mála getur renyzt hættuleg efnahagskerfi þjóðarinnar og er löggjafarvald- inu til vansa. Sérstaklega álítur þingið nauð synlegt, að breytt sé ákvæðum laganna á þann hátt, að vinnu- stöðvun sé því aðeins heimil, að meirihluti atkvæðisbærra félags manna viðkomandi félags hafi samþykkt hana með leynilegri at kvæðagreiðslu, er fari fram undir opinberu eftirliti eins og t. d. bæjar- og sveitastjórnar- kosningar. Kaup- og kjarasamningar Ársþing iðnrekenda 1961 álít- ur, að það sé ekki hlutverk Al- þingis að blanda sér inn í samn inga um kaup og kjör eins og átt hefur sér stað undanfarin ár heldur láti það eftir viðkomandi hagsmunasamtökum, enda ekki hægt að lögfesta samningsatriði án þess að ganga á rétt annars hvors aðilans eða beggja. Opinber rekstur Ársþing iðnrekenda 1961 vill endurtaka áður framkomna til- lögu, þar sem þingið telur óeðli- legt og hættulegt fyrir atvinnu- jafnvægi landsins, að einstakar stofnanir, bæjarfélög eða ríki, sem njóta algerrar sérstöðu varð andi rekstrarlán og skatta grípi inn á svið atvinnufyrirtækja, sem engra fríðinda njóta og keppi við þau. Minnir þingið á, að bæjar- og ríkisrekstri er haldið uppi með framlögum frá sömu gjaldþegn- um og þau keppa við og telur varhugavert að minnka þannig gjaldþol þeirra. þess að gem fyrirtækjum kleift að sjá sívaxandi fólksfjölda fyrir nægilegri og arðbærri atvinnu. 3. Að arðsúthlutun hlutafélaga sé aðeins skattskyld hjá þeim aðilum, er þær tekjur fá. Sé um hámark að ræða, verði það eigi Staðsetning iðirfyrirtækja í Reykjavík Ársþing iðnrekenda vill ítreka áður fram komna tillögu, þar sem skorað er á bæjarstjórn lægra en sv0_ að það hvetji al_ Reykjavikur að taka staðsetn- menning til þess að leggja spari. mgu íðnaðarfynrtækj a til alvar ! fé sitt f aimenningshlutaíélög í legrar meðferðar og styðpst í j yon um hagnað þeim efnum við nyjustu þroun , erlendis. í þessu sambandi vill ársþingið þakka það starf, sem hafið er með skipulagningu iðn- aðarhúsanna við Grensásveg og bendir iðnrekendum á þá mögu leika, sem skapast við þessar framkvæmdir. Endurskoðun iðnlöggjafar Ársþing iðnrekenda vill ítreka fyrri áskoranir á Alþingi um, að endurskoða iðnlöggjö'fina með tilliti til breyttrar tækni, þar sem úreltir atvinnuhættir mega aldrei standa eðlilegri framþró- un fyrir þrifum. Skattamál Ársþing iðnrekenda 1961 legg- ur áherzlu á, að heildarendur- skoðun skatta- og útsvarslaga verði lokið fyrir næsta alþingi og ný löggjöf samþykkt á þessu ári. Leggur þingið höfuðáherzlu á eftirfarandi atriði, sem lögfest verði í hinum nýju lögum: 1. Eignaskattur og eignaútsvar verði algjörlega numið úr lög- um, en verði þessi gjöldum við- haldið verði þau lækkuð í sam- ræmi við endurmat fastafjár- muna, miðað við núverandi verð gildi þeirra. 2. Að hámark þess hundraðs- hluta, sem atvinnufyrirtækjum verður gert að greiða í skatta og útsvör fari aldrei fram úr 40% af skattskyldum tekjum til ) 4. Að afskriftir af atvinnu- j tækjum verði miðaðar við end- urkaupsverð þeirra. 5. Að fyrirtækjum, sem upp- fylla viss skilyrði, verði heimil- uð skattfrjáls útgáfa jöfnunar- 'hlutabréfa, byggð á raunveru- legu verðmæti eigna fyrirtækj- anna. 6. Að veltuútsvar verði lagt niður og ríkisvaldið finni annan réttlátari tekjustofn fyrir bæj- ar- og sveitarfélög. 7. Að öll atvinnufyrirtæki, hvaða rekstrarformi, sem þau lúta, ásamt fyrirtækjum ríkis- og bæjarfélaga, verði háð sömu reglum um slcatt- og útsvars- álagningu. Þá samþykkir ársþingið að kjósa milliþinganefnd, sem starfi að því ásamt fulltrúum frá öðr- um samtökum atvinnuveganna að koma sjónarmiðum þessum á framfæri við ríkisstjórnina og milliþinganefndirnar í skattamál um. Lausaskuldir í föst lán Ásrþing iðnrekenda beinir þeirri áskorun til ríkisstjórnar- innar, að hún hlutisí til um, að lausaskuldum iðnaðarins verði breytt í löng lán á svipaðan hátt og nú er verið að gera fyrir sjáv arútveginn og heyrzt hefur, að fyrirhugað sé að gera einnig fyrir landbúnaðinn. ITrQ mVi oÍÁqv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.