Morgunblaðið - 14.04.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.04.1961, Blaðsíða 20
20 ' MORCUNBLAÐIÐ Fðstudagur 14. aprQ 1961 DÆTURNAR VITA BETUR SKÁLDSAGA EFTIR RENÉE SHANN :------------ 29------------ hennar. — Jæja, hvað ætlaðru að fá þér að borða? Annars ætt- um við fyrst að fá okkur eitthvað drekka. Hvað er orðið af vínþjón inum? Svo komu glösin á borðið að drekka. Hvað er orðið af vín- þjóninum? Svo komu glösin á borðið og er þjónninn fór með matarpöntunina, hglt hann á- fram: — Segðu mér nú, hvað þú hefur verið að gera síðan við sá- umst seinast. Það er orðið býsna langur tími. Tuttugu löng ár. Hvenær dó móðir þín, elskan? — Einu ári eftir að við vorum I írlandi. —Einu ári? Tónninn einn gaJ henni nægilega til kynna, hvað hann var að hugsa. Svo fljótt! Hefði hann bara beðið! En það hafði hann ekki gert og það var sjálfum honum að kenna. Ef hann hefði ekki gift sig svona fljótt, hefði allt farið öðruvísi. — Eitt ár?, endurtók hann, eins Og utan við sig. 1 — Já, tólf stuttir mánuðir, sagði hún og brosti ofurlítið þreytulega. — Jæja, þeir voru nú raunverulega æði langir. 1 Hann hefði getað sagt henn, að hjá honum hefðu þeir líka verið langir. En því hefði hún ekki trúað. Því að hann hafði gift sig áður en þeir voru á enda runnir. Hún mundi aldrei skilja, að það hafði verið einmanaleiki og hugarkvöl og ör væntingarfull tilraun hans til að gleyma, sem hafði rekið hann í opna arma Margot. En það hefði betur aldrei orðið. Allt hefði það verið honum sjálfum að kenna. Því meira, sem honum varð litið um öxl til fortíðarinnar, því inni legar fyrirleit hann sjálfan sig. — Hvað varð svo eftir að hún dó? Reynduirðu..? Hann hikaði. —Reyndirðu nokkuð að ná sambandi við mig? 1 — Já. Ég fann nafnið þitt í símaskránni, og hringdi 1 núm- erið. Konan þín svaraði í símann. i — Ég skil. Hann þagnaði og hristi höfuðið. — Ég get víst lít- ið sagt við þessu. Nema það, að ég giftist ekki Margot af því að ég væri búinn að gleyma þér. — Ég minntist þín í gærkvöldi þegar Rómeó sneri sér svo fljótt til Júlíu. — Það er öðruvísi. Rómeó elsk aði Júlíu. Þjónninn tók tómu glösin og kom með önnur full í staðinn. — Ég sagðist aldrei vilja meira, sagði Cynthia. — Ég veit það. En mér finnst það skemmtilegasíi hluti máltíð- arinnar að doka yfir glösunum á undan matnum. — Mér finnst meira gaman að doka yfir kaffinu á eftir. — Við gerum það líka. En segðu mér meira um sjálfa þig. Hvenær fórstu svo til Parísar? — Það var ekki fyrr en löngu seinna. Ekki fyrr en eftir ófrið- inn. Hún |bit á hann. — Ég hafði svo miklar áhyggjur af þér með- an á ófriðnum stóð. Þá var það, sem ég var næstum búin að láta undan sjálfri mér og skrifa þér. Hvað gerðirðu þar, Philip? — O, ég skaut niður nokkra Húna. Én þú? — Ég var í hjúkrunarsveitun- um. Var lengi í Ameríku. Bæði í Goose Bay og Gander. — Guð minn góður! Hvenær varstu þar? — Líklega höfum við aðeins farizt á mis. Ég var þar í marz 1943, — í Goose Bay. — Og ég fór þaðan í febrúar sama ár. —Þá hafa forlögin ekki verið okkur sérlega hliðholl. — Kannske hafa þau nú ein- mitt verið það. Ég held það hafi verið heppilegt, að við hittumst ekki aftur. En hvar var Janet og móðir hennar? — Þær voru í afskekktu þorpi í Devon. Margot á þar eitthvert skyldfólk. Ég kom þeim burt úr London þegar djöflagangurinn byrjaði. — Það er merkilegt, hvað manni finnst stríðið orðið fjar- lægt. Jæja, Philip, við skulum nú umfram allt ekki fara að tala mikið um það liðna. aÞð er fram- tíðin, sem mestu máli skiptir. Framtíð Janets og Nigels. Til þess erum við líka hingað kom- in að tala um hana. Til þess að reyna, hvort við getum ekki greitt úr þeirri flækju í félagi. Geturðu ekki einhvernvegin tal- að um fyrir konunni þinni, svo að hún gefi samþykki sitt? Nigel brosti til Janet um leið og hann settist við hliðina á henni. — Þú ert komin með nýjan 'hatt? Mér finnst hann fallegur. — Það átti þér líka að þykja. Hann var beinlínis keyptur þín vegna. Hún rétti út höndina og hann greip hana. Það var ágætt, hugsaði hún, að sitja við svona sófaborð í veitingahúsi. Þá gat maður haldizt í hendur án þess að nokkur sæi. — Elsku Nigel, hvað ég er fegin að sjá þig aftur! — Mér finnst það guðdómlegt lika. Þetta er lengsta vika, sem 'ég hef nokkurntíma lifað. Þjónninn setti glös á borðið. Nigel sagðist skyldu segja hon- um bráðlega, hvað þau vildu fá að borða. — Okkar skál, elskan! — Okkar skál! endurtók Jan- et. — Hvað er þetta? Veiztu, að ég er að verða hálfgerð fylli- bytta síðan ég trúlofaðist þér! — Vitleysa! Þetta heitir Bronx, og gæti ekki verið meilausara. Hún smakkaði á glasinu með velþóknun. — Það er ágætt. Segðu mér nú, hvernig París hef ur verið vikuna, sem leið. — Afskapalega einmanaleg, af því að þú varst þar ekki, sagði hann og fór að hugsa um, hvort hann ætti að nefna, að hann hefði 'hitt Sharman, en ákvað svo að þegja yfir því í bili. — En hvern ig hefur London verið? Hún gretti sig. Ekkert sérlega skemmtileg. — Og hvernig hefur gengið heima hjá þér? — Heldur ekki sérlega vel. En við skulum ekki tala um það al- veg strax, heldur njóta þess að vera saman. Segðu mér meira um París. Þú hefur víst skemmt þér miklu betur en ég. — Ég hef verið að þræla og vinna allan. tíman. — En þegar þú hefur átt frí.. hitturðu Sharman nokkuð? Nigel fannst bezt að ljúka þessu af. — Já, heldur betur. Janet fékk fyrir hjartað. En augnatillit han gaf .henni til kynna, að hún hefði ekkert að óttast af Sharman eða neinni ann arri stúlku. Svo viss var hún um þetta, að hún sagði glaðlega: — Vertu ekki að segja mér neitt af henni. Mig langar ekk- ert til að heyra það. Hún hristi höfuðið. — Ó, Nigel ef þú bara vissir hvað ég hef þráð að hitta þig aftur. Ég hef bókstaflega tal ið mínúturnar. — Það hef ég líka. Og.. segðu mér nú, hvernig þetta gengur alltsaman. Þú hlýtur að hafa miklu meira að segja mér en ég þér, þar sem allir atburðirnir eru hérna megin. í fyrsta lagi: Hef- urðu hitt Cynthiu? Ég rakst á hana á flugvellinum á sunnudag inn var, og hún sagðist ætla að ná sambandi við þig. Janet sagði honum af síma- hringingu Cynthiu, hvernig þær drukku te saman og svo af heim sókn Cynthiu til foreldra henn- ar. — Ég held hún hafi gert voða lukku hjá pabba. — Mig skal ekkert furða á því, jafn álitleg og hún er. En hvern- ig kom henni saman við mömmu þína? — Ekkert sérlega vel. Að minnsta kosti held ég, að mamma hafi ekkert orðið hrifin af henni. En úr því að ég minn- ist á mömmu.. Nigel lyfti hendi í mótmæla- skyni. — Áður en þú byrjar, verð ég að vara þig við því, að ég er talsvert einþykkur. Ef hún ætl- ar að verða eitthvað erfið, ætla ég að verða ennþá erfiðari. Ég hef varið talsverðum tíma í það, þessa viku, að hugsa út rök fyr- ir því, að hún hafi ekkert leyfi til að leggja stein í götu okkar, og ég vil bæta við: fyrir því líka, að jafnvel þó að þetta yrði til þess, að pabbi þinn yfirgæfi hana, ætti það ekki að skipta okk ur neinu máli. Við erum ekkert skyldug til að vera fórnardýr fyrir skapgalla annarra. Hann þagnaði. — Fyrirgefðu, þetta var nokkuð löng ræða hjá mér. En ég er alveg ósveigjanlegur í þessu máli. En hvaða ráð gaf Cynthia þér annars? — Líklega ráðið, sem þú baðst hana um. — Hún hefði aldrei gefið þér það, ef hún hefði ekki talið það rétt, geturðu verið viss um, elsk an mín. Janet reyndi, án þess að vita af því, að fresta sem lengst aS segja honum af síðustu viðburð- um, og sagði: — Það er dálítið eftirtektarvert, Nigel. Það er eins og hún hafi einhverntíma átt eitthvert ástarævintýri sjálf, þegar hún var ung, sem ekkert varð úr, þegar til kom. — Góða mín það hefði ég get- að sagt þér fyrir löngu, Og henni 'hefur verið svo mikil alvara, að hún hefur ekki litið við nokkrum karlmanni síðan. — Ég hefði gaman af að vita, hver þetta hefur verið. Einhvern veginn finn ég það á mér, að hún elski hann ennn. Alveg eins og ég mundi elska þig ef við gæt um ekki gift okkur. — Já, en það kemur bara ekki til. — Það vona ég líka. Janet inu. Hún vildi snerta hann —. greip aftur hönd hans undir borð það jók henni hugrekki. — Elsku Nigel, ég er nú samt sem áður farin að halda, að það geti vel komið til mála, að við getum ekki 'gift okkur eins fljótt og við ætl- uðum, 4 Nigel hleypti brúnum og aug- un urðu hvöss. Hvað var það nú: sem Sharman hafði verið að segja við hádegisverðinn? Jú, að það væri skaði, að Janet skyldi ekki hafa svolítið meira bein i nefinu. Það leit helzt svo út, að þetta hefði ekki verið út í blá- inn hjá henni. Hversvegna ,lét Janet hafa svona mikil áhrif á sig? Jafnvel þegar manneskja, sem hún elskaði og virti eins og Cynthiu, hvatti hana til að fara sínu fram, þá var það hart, að hún skyldi ekki geta staðið uppi í hárinu á móður sinni. — Hvað hefur nú komið fyrir spurði hann og reyndi að leyna 'gremjunni í rómnum. Janet sagði honum það og hitt með, að hún vissi ekki með Sflíltvarpiö Föstudagur 14. apríl. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — Morgun leikfimi. — 8:15 Tóníeikar. — 8:30 Féttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). . 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. I 13:25 ,,Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til- kynningar. — 16:05 Tónleikar, 16:30 Veðurfregnir). 18:00 Börnin heimsækja framandi þjóð ir: Guðmundur M. Þorlákssoa segir frá Indíánum í Brazilíu. 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. * 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir 20:00 Efst á baugi (Björgvin Guðmunds son og Sigurður Hreiðar Hreiðars son). 20:30 Tónleikar: Fiðlukonsert i d-moll op. 47 eftir Sibelius (Isaac Stem og Konunglega fílharmoníusveit in í Lundúnum leika; Sir Thomai Beecham stjórnar). 21:00 Upplestur: Jón Jónsson Skagfitö ingur les tvö frumort kvæði. 21:10 Islenzkir píanóleikarar kynna són ötur Mozarts; IV: Gísli Magnús- son leikur sónötu í Es-dúr (K282) 21:30 Útvarpssagan: „Blítt lætur veröld in“ eftir Guðmund G. Hagalín; XV. (Höf. les.). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Erindi: Afbrot barna og unglinga (Ölafur Gunnarsson sálfræðing- ur). 22:30 Á léttum strengjum: Peteí Kreuder og hljómsveit hans leik« 23:00 Dagskrárlok. Laugardagur 15. aprfl. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. 8:05 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). Iá.OO Hádegisútvarp (Tónleikar 12:20 Fréttir og tilkynningar). 12:50 Öskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. (15:00 FréttirK 15:20 Skákþáttur (Guðmundur Ain- laugsson). 16:05 Bridgeþáttur (Stefán Guðjoho- sen). 16:30 Danskennsla (Heiðar Astvaldo- son danskennari). 17:00 Lög unga fólksins (Guðrún A»« mundsdóttir). 18:00 Útvarpssaga bamanna: „Petm litla" eftir Gunvor Fossum; VIIi, (Sigurður Gunnarsson kennari). 18:30 Tómstundaþáttur bama og ungl inga (Jón Pálsson). 18:50 Tilkynningar. — 10:20 Veðurfr. ! 19:30 Fréttir. T 20:00 Nafnkunnir söngvarar frá gam« alli tíð (Guðmundur Jónsson kynnir). 20:40 Leikrit: „Fabian opnar hliðin** eftir Valentin Chorell, í þýðingu Bjama Benediktssonar frá Hof- teigi. — Leikstjóri GísU Halldóm son. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:103 Danslög. -— 24:00 Dagskrárlok« Skáldið og mamma litla 1) Nei, góðan daginn! 2) — Er sjónvarpið ykkur nú líka bilað. sffi, m a r L * u — Jæja, læknir, vilduð þér lát- ast ætla að fara að geía drengn- um sprautu! ^ — Sjálfsagt, en sjáið um að Ölfur ráðist ekki á mig .... Mér líkar ekki urrið í honum! — Haltu honum McClune ... .• En láttu hann sjá hvað læknirinn •r að geral

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.