Morgunblaðið - 14.04.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.04.1961, Blaðsíða 22
22 MORCVIVBIAÐIÐ Föstudagur 14. apríl 1961 {tíþróttaleikvaiigurhm í Laugardal Bent var á Laugardalinn sem jíjbróttamiðstöð árið 1872 jþróttafélög i Reykiavik hafa byggt kr. á 25 árum '■ fyrir 25 millj. frRÓTTAMANNVIRKI hér í Reykjavík veröa fleiri og fleiri. Hvert félagið af ööru fsw sitt félagssvæöi og vinn- wr' aö margvíslegum bygg- ingaframkvæmdum meö stuðningi bæjaryfirvalda og ríkis. Bæjaryfirvöldin reisa hin stærri mannvirki og ann- ast rekstur og viðhald þeirra Og margra smærri. Engum dylst að hér er verið að byggja upp aðstöðu fyrir æsku Iandsins og aðra til heilbrigðrar íþróttaiðkunar, byggja viðeigandi vistarver- ur í stað sjoppanna og ann- arra miður þarflegra staða. Á síðasta ársþingi I.B.R. gerði Gísli Halldórsson arkitekt grein fyrir býggingum íþróttamann- vifkjá í Reykjavík á liðnum ár- una. -Varpaði erindi han skýru ljogi 'á þær stórstígu framfarir sem orðið hafa í þessum málum í okkar tiltölulega fámenna bæ. Erindi hans verður birt hér á þeástim vettvangi smám saman og-fer fyrsti hlutinn hér á eftir: Upphafið ÁRIÐ 1936 er að mörgu leyti mM-kílegt í sögu íþróttanna, og a. var þá gerð teikning af nýju íþróttasvæði og samþykkt að- koma því upp fyrir öll íþróttafélög bæjarins. Svæði þetta var staðsett í Skerja- fíiSSi sunnan Öskjuhlíðar. Þarna vát í fyrsta sinn sett fram af bæjarins hálfu að hér þyrfti marga íþróttavelli en eigi væri viðunandi eða nægjanlegt að notast við einn völl, auk minni svæða, sem þá voru opin hér og hvar um bæinn. Þá er fyrst talin ástæða til þess að íþrótta- vellir verði staðsettir til fram- biiðar í skipulagi bæjarins. Á þessu svæði var gert ráð fyrir J sex æfingavöllum fyrir knatt- spymu, auk aðalleikvangs, enn- fremur minniháttar æfinga- svæða fyrir aðrar íþróttagreinar. l. S.I. hafði mjög stutt þetta mál m. a. með því að útvega nokk- urt fjármagn til þess að kaupa nauðsynlegt landrými þarna, en nokkur hluti þess var þá í eign útlendinga. Framkvæmdir hófust svo á þessu svæði nokkru seinna, en stöðvuðust árið 1940 er Englend ingar ákváðu að byggja þama núverandi Reykjavíkurflugvöll. Eftir þetta lágu allar ráða- gerðir niðri um nokkurt skeið. Það var eigi fyrr en árið 1943, að samþykkt var tillaga í bæj- arstjórn að staðsetja nýtt íþróttasvæði í Laugardal. Jafn- hliða þessari samþykkt var skipuð bygginganefnd til að sjá um þessar framkvæmdir. Fyrsta verk hennar var að láta gera skipulagsuppdrátt af þessu svæði. Tillögur nefndarinnar byggðust mjög á fyrri tillögum um að þarna yrði staðsett iþróttasvæði fyrir alla starf- semina í bænum, en auk þess sem átti að vera í Skerjafirði, var nú ákveðið að þarna skyldi einnig rísa upp íþróttahús og upphituð sundlaug. Mannvirki þessi hafa verið að Knatt- spyrnu vorsins frestað ÁKVEÐIÐ hafði verið að !knattspyrnukeppni sumarsins hæfist n.k. sunudag með kapp leik á íþróttavellinum á Mel- unum. Nú hefur orðið að 'fresta móti þessu og mun það ekki hefjast fyrr en hálfum mánuði síðar eða í byrjun maí mánaðar. Ástæðan til frestunarinnar er sú að Melavöllurinn eri ætíð mjög slæmur eftir frost. Frost er lengi að fara þar úr, jörðu og völlurinn sem aurflag lengi á eftir. rísa upp að undanförnu og mun ég koma að því síðar. Til fróðleiks má geta þess, að Laugardalurinn er sá staður, sem Sigurður Guðmundsson, málari, benti á 1872, að heppi- legur væri fyrir framtíðar- íþróttasvæði Reykvíkinga. Hætt er samt við, að hann hafi varla órað fyrir því þá, að íþróttir yrðu stundaðar jafn almennt og raun er á orðin. Þá var hér að- eins eitt íþróttafélag, sem æfði skotfimi um helgar. íþróttafélögin hefjast handa Á þessum tíma, um 1943, óx íbúafjöldi bæjarins hröðum skrefum. íþróttamenn voru þá almennt farnir að ræða það að eitt svæði mundi ekki leysa framtíðarþörf félaganna í bæn- um og nauðsyn væri á meiri dreifingu æfingasvæða eftir því sem bærinn stækkaði. Tvö af stærstu knatfspymu- félögunum höfðu þegar keypt erfðafestulönd í því augnamiði að reisa sína framtíðarvelli á þeim. Þetta var að vísu á ó- skipulögðum svæðum, en verð- ur að teljast upphaf að þeirri þróun sem við búum nú við í dag. Þegar Í.B.R. var stofnað 1944 var allmikið rætt um vallar- mál félaganna í bænum. Þar voru gerðar samþykktir um þau svæði, sem vallarstjórn bæri að sjá um, en sá var gallinn, að aldrei var gengið eftir því, að þessi svæði, sem heyrðu undir hana, væru tekin inn í staðfest skipulag, enda mörg þeirra þannig sett, að ókleift var að ætlast til slíks. Svæði þau, sem þá var rætt um, eru því mörg úr sögunni og hafa verið tekin undir byggingar. Samningur Í.B.R. vlð bæjarráð Það er því hægt að segja, að stofnendur bandalagsins hafi strax markað nokkuð þá braut, er framkvæmdastjóminni bæri að vinna eftir. Fyrsta verkefn- ið, se mtekið var til meðferðar, var að kaupa íþróttahúsið við Hálogaland og tryggja, að það yrði sameign félaganna. Á þann hátt var talið, að það kæmi að mestum notum fyrir heildina, þótt öllum væri ljóst, að það eitt mundi ekki leysa vanda Körfuknattleiksmótið; < Fyrsti leikur Isiands- meistaranna er I kvöld KÖRFUKNATTLEIKSMÓT íslands stendur nú yfir. Mest hefur verið leikið í yngri aldursflokkum, en annar meistaraflokksleikur mótsins verður í kvöld að Háloga- landi. Mætast þá Islands- meistarar ÍR og lið stúdenta, en þeir unnu sl. mánudag lið ÍKF með 46:31. • Spennandi keppni Ætla má að leikurinn í kvöld geti miklu ráðið um gang móts- ins. ÍR-ingar eiga góða liðsmenn m. a. 3 landsliðsmenn og munu því áreiðanlega ekki gefa neitt eftir. Stúdentar sýndu nokkra yfirburði í leiknum við IKF og ef þeim tekst að vinna í kvöld er miklum áfanga náð að meistara- titli — þó leikurinn í kvöld sé ekki lokaáfangi að þeirri braut. Það verður því án efa barist og hvergi slegið af. Jafnframt þessum leik fer fram leikur í 2. flokki karla milli Ármanns A-liðs og KR, en bæði þau lið eru góð. • Yngri flokkar t í fyrrakvöld fóru fram þrír leikir yngri flokka. Úrslit urðu þessi. 3 fl. karla A riðill, KR gegn KFR a-lið 46:4. 2. fl. karla Ármann b-lið — Haukar 46:20. 2. fl. karla KR gegn Ármann c-lið 67:14 • Leikskrá Út er komin vönduð leikskrá mótsins. Er þar getið allra leikja og liða og margvíslegar upplýsing ar um liðsmenn meistaraflokks- liða, m. a. hæð þeirra, þyngd og aldur. Er leikskráin einkar vel úr garði gerð. okkar. Jafnhliða þessu var svo haldið áfram að athuga vallar- málin og tekin upp samvinna við vallarstjórn, íþróttafulltrúa og K.R.R., sem þá var orðin þróttmikil stofnun og ein styrk- asta stoð 1 heildarsamtökum íþróttamanna hér í bæ. Þessi athugun og samvinna leiddi til þess, að árið 1948 var samþykkt í bæjarráði, að beiðni I.B.R., að gefa 6 stærstu íþrótta- félögunum kost á landssvæðum, þar sem þau gætu reist sér sína eigin íþróttavelli, félags- heimili og íþróttahús. Fram- kvæmdastjómin hafði þá stað- ið f samningum við skipulags- stjóra og vallarstjórn um stað- setningu og stærð þessara svæða, en á þeim niðurstöðum var samþykkt bæjarráðs byggð. Með þessum samningi var brotið blað í sögu íþróttamála bæjarins. Fjárhagsaðstoð Eftir að þessir samningar voru gerðir var farið að vinna að því á hvern hátt væri hægt að tryggja félögunum nokkurt fjármagn til viðbótar því, sem heitið er í íþróttalögunum. En íþróttanefndin samþykkti fljót- lega, að hún skyldi styrkja æf- ingavelli um 30% af kostnaði þeirra, en fara í hámark með styrkveitingar til íþróttahúsa samkv. lögunum, en það er 40%. Stjórn Félagsheimilasjóðs hét einnig 40% styrk út á félags- heimili, enda yrðu þau ætluð fyrir fremst. félagsstarfið fyrst og Eftir þetta var tekin upp samvinna við vallarstjórn og hét hún nokkrum stuðningi við þetta mál eftir því sem fjár- hagsgeta leyfði hverju sinni. Félögin höfðu þegar hafizt handa um nokkrar framkvæmd- ir, en skorti verulega fé, eink- um vegna þess, að íþróttasjóður hefur enn ekki verið þess megn- ugur að leggja fram sinn styrk fyrr en nokkrum árum seinna en framkvæmdir hafa átt sér stað. J ( Gífurlegt átak Á ársþingi bandalagsins 1951 var rætt um tekjuöflun fyrir íþróttahreyfinguna og jafnframt lögð fram drög að byggingar- áætlun fyrir næstu 10—12 árin. í þessari áætlun var talið nauðsynlegt, að byggðir yrðu á þessum árum í bænum 8 knatt- spyrnuvellir, 8 félagsheimili, nokkrir ;handknattleiksvellir, 3 hlaupabrautir og 3 íþróttahús af einfaldri gerð til æfingaafnota. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir var áætlaður um 8 millj. kr. Þessi áætlun var þá talin sem áfangi á leið félag- anna að fullbyggja sín svæði, en engan vegin talin neitt lokatak- mark. Framkvæmdastjómin hét því þá að stuðla að því, að' framlag bæjarins hækkaði veru- lega til þessara framkvæmda og miða bæri styrkinn við 30% af heildarkostnaði. Hefur það tek- izt að mestu, en bilið hefur ver- ið brúað að nokkru með stutt- um lánum úr sjóðum bandalags- ins. Þegar þessi áætlun var sett fram, efuðust margir um, að hún gæti orðið að veruleika. En staðreyndin er sú, að vonir okk- ar eru að rætast og er óþarfi að rekja þessar framkvæmdir frek* ar hér, þar sem það hefur verið gert árlega í ársskýrslu bandaT lagsins. Iþróttafélögin og íþróttahreyf- ingin í heild hafa því lyft Grettistaki á undanförnum ára- tug. Lokið er við að byggja 2 stór íþróttahús með tilheyTandi búningsherbergjum, 6 knatt- spyrnuvelli, þar af 3 grasvelli, en tveir eru í byggingu, 6 hand- knattleiksvelli, eina hlaupa- braut, en verið er að vinna við tvær og 4 félagsheimili, en áður höfðu verið reist 3, svo að nú eru 7 félagsheimili í notkun. Fjárfesting íþróttafélaganna hefur verið ótrúlega mikil, þeg- ar litið er á hinn stutta tíma, sem liðinn er síðan þessi upp- bygging hófst. Alls munu þessar framkvæmdir hafa kostað um 13 millj. króna. Þessar fram- kvæmdir hafa því aðeins verið mögulegar vegna stuðninga Reykjavíkurbæjar, íþróttanefnd- ar og félagsheimilasjóðs. Með þessum byggingafram- kvæmdum hefur aðstaða félag- anna stórbatnað til þess að taka á móti öllum þeim ungl- ingum, sem leita til félaganna, gerast virkir þáttakendur, enda hafa síðustu skýrslur sýnt, að starfið eykst hröðum skrefum og eru nú nærri 5000 virkir fé- lagar innan vébanda okkar. / (Meira) Smurt braud og snitlur Opið frá kl. 9—11,30 e.h. Sendum heim. Brauðborg Frakkastíg 14. — Sími 18680.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.