Morgunblaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 1
24 slður og LesböEt 'vtgmMtáib 18. árgangux 85. tbl. — Sunnudagur 16. apríl 1961 Prentsmiðja Morgimblaðsins oftáras á Kúbu Flugvél skof- in niður Havana, Kúbu, 15. apríl. — (Reuter) — ÞRJÁR flugvélar gerðu í dag árás á aðalstöðvar flughers Kúbu nálægt Havana. Ein árásarvélanna var skotin nið ur og hrapaði logandi til jarðar. Að minnsta kosti ein flugvélanna var af gerðinni B-25, sem voru smíðaðar hjá Boeingverksmiðjunum banda rísku. Flugvélarnar vörpuðu sprengj- um á stöð flughersins. Ein sprengjanna hefur lent á skot- færageymslu og varð af mikil keðjusprenging. Flugvélarnar gerðu að minnsta kosti fjórar érásir á stöðina og virtust skjóta eldflaugum auk þess að varpa sprengjum. Strax og árásin hófst tóku loftvarnarskyttur að skjóta á flugvélarnar og héldu uppi stöðugri skothríð meðan árásin stóð yfir. íbúar höfuðborgarinn- ar flúðu stræti og götur og lög- regla og herlið tóku sér stöðu í varðstöðvum borgarinnar. Orustuflugvélar Castrostjórn- ©rinnar komust ekki á loft með- an á árásinni stóð. í éstaðfestum fréttum srfflr að einnig hafi verið gerð Ioftárás á borgina Santiago de Cuba. En hermálaráðuneytið neitar að geía. nokkrar upplýsingar. Tal vann TÓLFTU envígisskák þeirra Botvinniks og Tals lauk með sigri Tals og standa nú leikar 7%:4Vfe Botvinnik í vil. 13. skákin verður tefld á mánu dag. Á grafhýsi Lenins við hátíðahöldin á föstudag. Frá vinstri sjástþarna D. S. Polyansk, Tu Tzedenbah forsætisráðherra Mong- ólíu, Voroshilov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, Yuri Gagarin, Krúsjeff, forsætisráðherra, F. R. Kozlov, varaforsætisráð- herra, og Leonid Breznev, forscti. garin á fundi fréttamanna Moskvu, 15. april (NTB/Reuter) RÚSSNESKI geimfarinn Yuri Gagarin mætti í dag á fundi 1.000 rússneskra og er- Iendra fréttamanna. Skýrði hann frá ferð sinni út í geiminn og bar á móti þeirri frétt að hann væri af gam- alli furstaætt. Á leiðinni til fundarstaðarins var hann ákaft hylltur og höfðu tug- þúsundir Moskvubúa tekið sér stöðu meðfram götum þeim er hann fór um. Fundurinn var haldinn í fundarsal vísindafélagsins og fögnuðu fréttamenn Gagarin innilega er hann gekk inn í salinn klæddur einkennisbún ingi með nýju heiðursmerkin á brjóstinu. Ekki furstaættar Gagarin hóf mál sitt með því Leið vel í geimferðinni, en hafði enga myndavél að bera á móti því að hann væri af furstaættum. En því hefur verið haldið fram í erlendum blöðum að afi hans hafi verið Michael Gagarin prins, sem átti miklar landareignir í námunda við Moskvu og Smolensk og var skotinn af bolsjevikkum í bylt- ingunni. „Ég er fæddur í þorpinu Klushirío í Smolensk héraði. Ég hef aldrei neitt heyrt um ætt- göfuga forfeður eða frændur," sagði Gagarin. Gagarin hafði bréfabunka fyrir framan sig, en þurfti lítið til þeirra upplýsinga að grípa. Hann talaði skýrt og greinilega er hann skýrði frétta- mönnum nokkuð frá fortíð sinni og þjálfun. Kólumbus geimsins Með Gagarin var Alexander Nesmenyanov prófessor, forseti visindaakademíu Sovjetríkjanna. Hann kynnti geimfarann fyrir fréttamönnum og tilkynnti jafn- framt að allar spurningar, sem lagðar væru fyrir Gagarin, yrðu að vera skrifaðar. í kynningar- ræðu sinni sagði prófessorinn að Gagarin væri ,,Kólumbus geimsins" og þótt aldir liðu mundi nafn hans lifa. Afhenti hann Gagarin heiðursmerki vísindaakademíunnar úr gulli. Leið prýðilega Gagarin hóf lýsinguna á hinu sögulega flugi sínu með því að segja: Ég var alveg viss um að þetta mundi takast, ég hafði tæknina á minu valdi. Mér leið prýðilega á fluginu og hraða- aukningin og hristingurinn hihdr uðu mig ekki í störfum mínum. Hann sagði að þyngdarleysið væri honum ekkert nýtt, því I æfingum hefði hann oft reynt það. Meðan hann var í hringflug inu mataðist hann, drakk, hafði útvarpssamband við jörðu, fylgd ist með mælitækjum, talaði inn á segulband og skrifaði niður at- huganir sínar. Engin myndavél. Gagarin sagði að hæðin frá jörðu hafi verið 175 km til 302 km og að hann hafi allan tímann séð til jarðar. Hafi útsýnið verið svipað og úr þotu í mikilli hæð. Hann gat greint skóga, fjöll og eyjar. Hann taldi að ef hann hefði farið yfir stórborgir, hefði hann getað séð ljósin. „Eg vildi gjarna fara aðra geha ferð", sagði Gagarin. „Eg gæti vel hugsað mér að fara til Venus ar eða Marz". Aðspurður hvernig hann hafi séð til jarðar sagði hann að ,kýr Frh. á bls. 2 Gagnrýni á geimferð NOKKURRAR gagnrýni gæt ir víða á Vesturlöndum varð- andi upplýsingar þær, sem gefnar hafa verið um ferð Gagarins út í geiminn. Gætir þar oft ósamræmis að því er blöðin segja. Brezka stórblaðið Daily Tele- graph tekur sem "dæmi tímann sem uppgefinn var. í rússnesku fréttunum er hann þessi: Eldflauginni skotið á loft kl. 7,07. Yfir Suður Ameríku kl. 7,22. Yfir Afríku kl. 8,15. Flugið lækkað kl. 8,25. Lending kl. 8,55. Segir blaðið að þessi tímatafla fái ekki staðizt. Og Gagarin hafi alls ekki getað verið á braut um- hverfis jörðu er lá yfir þessa staði. Ekki var heldur mögulegt að honum tækist að komast til Suður Ameríku á 15 mínútum. I>á telur blaðið furðulegt að Gagarin skuli ekkert minnast á óþægindi í sambandi við hraða- aukninguna. önnur blöð benda á að Blag- onravov fulltrúi Rússa á vísinda ráðstefnunni í Florence hafi fyrst sagt að geimskipið hafi veriS af sömu gerð og fyrri skip, sem voru gluggalaus. Nú segir Ba- gonravov hinsvegar að á skipinu hafi verið rifur til að sjá út um en segir ekkert um hve margar, né heldur hvernig þær voru Ú4- búnar til varnar gegn þrýstingn- um í ferðinni. En Gagarin segir að á geimskipinu hafi verið gluggar, eða „kýraugu". Fyrstu fréttir hermdu að Gaga rin hafi lent geimskipinu og kom izt út úr því hjálparíaust og 6- studdur, en nýjustu fréttir herma að hann hafi lent í fallhlíf og segja þær ekkert um afdrif skips ins-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.