Morgunblaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 16. aprll 1961 MORGVN BLAÐ JÐ hafa kunnað að taka í árina því ekki voru vélar þá komnar í bát ana og fara með netum og inn- byrða veiðina. Þegar aldur leyfði fór Þuríður í sveit til heyskaparvinnu, sem svo margt fólk gerði á þeim ár- um, var hún mjög dugleg við hey skap sem annað og var hún á fyrirmyndarheimilum, í Stafholti hjá séra Jóhanni Þorsteinssyni og síðar í Skálholti hjá Skúla lækni Árnasyni. Sjálfsagt hefur Þuríður tileinkað sér margt til nytsemdar á þessum myndarheimilum í við- bót við sitt æskunám og kunn- áttu, enda byggt upp mikið og gott heimili, hún giftist Ólafi Péturssyni frá Tunnakoti í Vog um, sem er nágrannabær við Sjötug á morgun Þurí&ur Guðmundsdótflr Á MORGUN mánudag 17. þ.m. er Þuríður Guðmundsdóttir húsfrú Stóra-Knararnesi á Vatnsleysu- strönd sjötíu ára. Þuríður er fædd í Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi, dóttir hjónanna Elínar Þorláksdóttur og Guðmundar Bjarnasonar í Bræðraparti í Vogum og sem bjuggu þar allan sinn búskap. Þuríður ólst upp við störf eins og þau voru um aldamótin síð- ustu, þar sem bæði var stundaður sjávarútvegur og landbúskapur. Guðmundur faðir Þuríðar var mikill sjómaður og aflamaður þrátt fyrir það að hann átti erfitt með störf vegna gigtveiki og um langan aldur gekk hann við 2 stafi að og frá sjó, það kom því fljótt í hlut Þuríðar að hjálpa til við störfin, fiskurinn var vaskað ur og þurrkaður, því þá var allur fiskur saltaður; hrognkelsanet voru stunduð á vorin og frem eft ir sumri, og réri Þuríður í netin með föður sínum og mun hún Bræðrapart, og tóku þau þá jörð ina Stóra-Knararnesi til ábúðar, sem þau eiga nú og hafa þau búið þar síðan með miklum dugnaði og myndarbrag. Þau eignuðust 14 börn, en hafa misst eitt þeirra, pilt er dó 14 ára, mikið manns- efni. Gáfu þau minningargjöf um hann til Kálfatjarnarkirkju, skírnarfont, mjög vel gerðan. Flest eru börnin að heiman farin og búsett í Reykjavík, Keflavík og Vogum og er allt mikið dugn aðarfólk. Þrátt fyrir sinn stóra barnahóp hefur afkoma þeirra Knararnes hjóna jafnan verið góð, voru þó engir styrkir til á þeim árum, svo sem nú er, en mikið var unn ið og of lagt saman dagur og nótt. Ólafur mikill athafna og út vegsmaður og ekki var hann allt af heima og var Þuríður þá bæði húsmóðir og húsbóndi og fyrir samhentni þeirra gekk búskap urinn vel, bæði til sjávar og lands og svo fóru börnin að hjálpa til strax með aldri og þroska og sáu fyrir sér vinnusemi og dugnað foreldranna. Þuríður hefur starfað alla tíð í kvenfélagi sveitarinnar „Fjóla“ og jafnan lagt þar gott til allra mála. Við sveitungar hennar, þökkum henni og þeim hjónum vel unnin störf og biðjum þeim, börnum þeirra og afkomendum allra bless imar. Erlendur Magnússon Kálfatjörn. Gott starf Þur- íðar sundafyllis BOLUNGARVÍK, 11. apríl. Síð- astliðinn sunnudag var haldinn aðalfundur í Sjálfstæðiskvenna- félaginu Þuríði sundafylli á heim ili formannsins frú Halldóru Helgadóttur. Formaður stjórnaði fundi og flutti skýrslu stjórnar innar, sem sýndi gott starf á sl. ári. Félagið hafði ásamt hinu Sjálf stæðisfélaginu gengist fyrir hér aðsmóti, haldið veglega 1. desem- ber skemmtun, gefið öídruðum og sjúkum félagskonum jólaglaðn ing, tekið þátt í neonkrossi á kirkjuna, sem reistur var að til stuðlan Lionklúbbs Bolungarvík- ur. María Haraldsdóttir las upp endurskoðaða reikninga og stend ur fjárhagur félagsins með blóma. Formaður las bréf frá fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins. Stjórnin var endurkosin, en hana skipa Halldóra Helgadóttir ritari, María Haraldsdóttir, gjald keri, Sigrún Bjarnadóttir ritari, Margrét Guðfinnsdóttir og Guð munda Pálsdóttir, meðstjórnend- ur, Elísabet Hjaltadóttir og Bene dikta Guðmundsdóttir, endurskoð endur. — Fréttaritari. ^Þrjú^i^stárleg leikrit Um þessar mundir gefst okkur kostur á að kynnast Eugene Ionesco, þeim leikrita- höfundi, sem einna mest er á oddinum og umdeildur í lönd- um þar sem leiklist ber hæst. Og það er einmitt mikils virði að fá þrjú ólík leikrit eft ir hann í einu, til að átta sig á honum. Ég er búinn að fara og sjá þessi leikrit, einþáttung- ana Kennslustundina og Stól- ana í Iðnó og Nashymingana í Þjóðleikhúsinu. Ekki ætla ég að fara inn á svið leikdómar- anna, en aðeins geta þess að ég hafði ákaflega gaman af þessum nýstárlegu leikritum. • „Eitthvað“ skemmtilegt ■ ■■■■BBHaBBnamsi Ekki get ég sagt að ég átti mig almennilega á einþáttung unum í Iðnó, eða að mér hafi þótt þeir ákaflega merkilegir. En það er eitthvað við þá sem gerr þá skemmtilega, einkum Kennslustundina. Seinni hluti Stólanna er of langdreginn frá höfundarins hendi, að ég held, og tæplega á færi nokkurra leikara að bæta úr því. Það er leitt, því fyrri hlutinn hefur greinilega þetta „eitthvað" skemmtilega eða Ionesca, sem erfitt er að henda reiður á. Þeir sem gaman hafa af leik- list, ættu ekki að láta þessi forvitnilegu leikrit framhjá sér fara. Þau eru svo sérkenni leg, að það er vafalaust ákaf- lega einstaklingsbundið hverj ir hafa gaman af þeim og hverjir ekki, og hver verður að sjá fyrir sjálfan sig. •Nashyrnings- Jfyrirbrigðfö Nashyrningamir er miklu aðgengilegra leikrit fyrir hvern sem er. Efnið er líka svo ofarlega á baugi í nútíma- þjóðfélagi, þar sem hver mað- ur verður að vera á verði til að smitast ekki og leiðast ekki TTUutAAHf: Hlutverkið Ö L L leikum við hlutverk í lífinu. Stundum völdum við það með fullri vitund, en oftar voru það kringum- stæður eða skapgerð okkar, sem valinu réði. Manni í er falið hlutverk Don Juans, vegna þess að hann er / laglegur útlits, vegna þess að konur eru hrifnar af ). honum, eða vegna þess að honum geðjast vel að kven- J fólki. Þú kannt að segja: „Það er ekki hlutverk; það j er eðli hans“. Já, kannski. Honum var falið þetta hlut- t verk af hinum mikla leikstjóra, samfélaginu, vegna þess að það var bersýnilega alveg sérstaklega við hans hæfi. Sumar konur voru fæddar „coquettes", aðrar „ingenues“. En jafnskjótt og okkur hefur verið úthlutað hlut- verkinu, hættir okkur við að leika það alla ævi. Hér er t.d. „reið, ung kona“. Hún kaus þetta hlutverk vegna þess að foreldrar hennar skapraunuðu henni, vegna þess að hleypidómar heimsins vöktu hjá henni 1 óbeit, vegna þess að elskhugi sveik hana. Hún fær ?i hlutverk uppreisnarmanns. Hún krefst skilyrðislauss /, kynferðislegs frelsis. Hún er andvíg öllum þjóðfélags- J reglum og venjum. Er henni alvara? Já, en skamma 1 hríð. Þá uppgötvar hún, að kynferðislegt frelsi tákn- j ar oft ánauð. Innst í hjarta sínu veit hún að hinn nýi t heimur hennar.er alveg eins fullur af hleypidómum og / sá, sem hún fæddist í. Eini munurinn er bara sá, að J það eru ekki þeir sömu. J Og hún er óánægð, eftir sem áður. En nú er bara of seint að kjósa sér annað hlutverk. Hún er þekkt 1 fyrir þetta sérstaka hlutverk sitt meðal þeirra er hún i umgengst. Samleikarar hennar og áheyrendur vænta þess að hún haldi áfram að gegna því. Þess var vænzt af Byron, sem falið hafði verið hlutverk Don Juans, að hann sýndi hverri konu ástar- hót. Ef hann gerði það ekki, voru þær vonsviknar og 1 jafnvel móðgaðar. George Sand gaf einu sinni þá 1 barnalegu skýringu, að hún ætti svo marga elskhuga vegna þess, að þegar hún hefði einu sinni byrjað, þá gæti hún ekki stoppað: „Hversvegna ekki ég?“ sögðu karlmennirnir, vinir hennar, og til þess að missa ekki vináttu þeirra, gerði hún þá að elskhugum sínum. Þegar allt kemur til alls, þá er leikurinn aðalatrið- ið og hver leikari verður að halda fast við sinn texta. Stjórnmálamaðurinn, sem fékk hlutverk uppreisnar- manns, er ofstækisfullur og hneigður til ofbeldisverka. Mjög fljótlega kemst hann að raun um, að slíkt er , hættusamt og heimskulegt. En áheyrendur hans eru kröfuharðir. Ef hann gerist sanngjarnari, hrópa þeir hann niður: „Hann er ekki góður í kvöld“. Hvað get- ur hann gert? Þeir menn eru hamingjusamir sem kusu sér, eða hlutu „hlutverk, sem er í fullu samræmi við þeirra eigin skapgerð“. Það kann að vera lítið hlutverk, en eigi að síður mikil gæfa að geta leikið það langa ævi tilgerðarlaust og af einlægni. Ég lék, allt frá því að ég var drengur, hlutverk sívinnandi nemanda og tryggs vinar. Önnur hlutverk vekja á sér meiri athygli, en engu að síður hefur mér alltaf fallið vel við mitt, og ekki kosið neitt annað frekar. inn í hjörð, sem hirðirinn hugsar fyrir. Að afgreiða mál- ið með því að miða gildi leik- ritsins við einhvern ákveðinn atburð í fortíðinni, sem liðinn er hjá, og segja að þar með sé málð afgreitt, er að loka augunum viljandi. Hvarvetna þar sem einstaklingarnir hætta að geta brotið málin til mergjar í samræðum og haft sitt álit uppi, þar sem þeir loka sig inni í hugsjónaheimi sem verður að dýrkun, þar fer ekki hjá því að fram komi nashyirn|ngafyrfrbrigðið Að mannfólkið verði skyndl lega að einni heimskri hjörð ef það ekki gætir sín, eins og Ionesco lætur það gera í Nas- hyrningunum, það eru þó smámunir hjá þeim óhugnaði, að börnin fái aldrei tækifæri1 til að taka sérstöðu utan við hjörðina. Frá upphafi tekur sá sem hjörðina leiðir þá inn I hana og upp frá því hlaupa þau með. Þau þurfa aldrei að taka neina stefnu í neinum málum, bara gera eins og hin. ir og eins og óskað er, og ekk. ert að hugsa hvað þá að brjóta málin til mergjar, ræða þau og marka sér sjálfstæða stefnu. Þá verður fyrirbrigðið enn þá óhugnanlegra en þegar fuli orðnir einstaklingar breytast í hjarðdýr, vegna eigin and- varleysis og leti að hugsa fyrir sig sjálfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.