Morgunblaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 13
Sunnudagor 16. aprH 1961 MORUVNBLAÐIÐ 13 Veturinn, sem senn er liffinn, hefur veriff meff eindæmum mildur um land allt. — Þaff er fyrst um sumarmál sem hann minnir á sig. Þessi fallega vetrarmynd frá Blönduósi er tekin í síðustu viku. — Ljósmynd: Sveinn Þormóðsson. tiltekinna fyrirtækja er enn eitt dæmi þessa. Ef málsatvik gefa ástæðu til, verður það mál vafa- laust kannað af réttum aðilum, þ. á. m. dómstólum. Tillaga um skipun rannsóknar- nefndar stjórnmálamanna til að fara með slík mál sýnir, að til- gangurinn er sá að afla sér vopna í stjórnmálabaráttunni, en ekki fylgja lögum og rétti. „Fáránleg geðbilunarbréf44 Viðbrögð Þjóðviljans í „morð- bréfamálinu“ eru hins vegar merki um meiri lubbaskap en menn bjuggust við jafnvel úr þeirri átt. Árum saman er Þjóð- viljinn búinn að birta fáránlegar sakargiftir, sem bersýnlega eru af sama uppruna og hin svoköll- uðu „morðbréf". Og á meðan al- menningur hefur fyllst með- aumkun með sakborningi og hin um ógæfusama verjanda, sem hef ur gert skjólstæðing sínum og sjálfum sér allan þann miska, er hann mátti, hefur Þjóðviljinn ýtt undir þá að ana lengra og lengra út í ófæruna. En nú í laugardags- Geimferð Rússa Geimferð Eússa er mikið afrek, sem von er, að þeir séu etoltir af. í hinu mikla þjóðahafi innan Sovétríkjanna er að sjálf- sögðu margt afburðamanna. Þar (haggar óheppilegt þjóðskipulag engu. Enn hefur sannazt, að ein- iræðisstjórn á hægara en lýðræð- isstjórn með að einbeina kröftum iþjóðarinnar að lausn ákveðins, itakmarkaðs verkefnis. Af þess- lum orsökum stöfuðu sigrar iþýzku nazistastjórnarinnar á fyrstu stríðsárunum 1939—1945. Krúsjeff líkir afreki Gagaríns við ferð Columbúsar, þegar hann fann Ameríku. Columbus var igerður út frá Spáni, sem þá var forystuland um sumt, þó að þar ríkti þá skoðanakúgun, sem skildi eftir einn svartasta blett !mannkynssögunnar fram á okkar ciaga. Skoplegt er að sjá, þegar Þjóð- viljinn þakkar Sovét-skipulaginu afrek geimferðarinnar og fagnar því, að nú séu Bandaríkjamenn komnir aftur úr. Engu að síður Ihefur Krúsjeff sjálfur marglýst því yfir, að lífskjör almennings séu enn mun lakari í Sovét-ríkj- unum en hjá Bandaríkjamönn- um. Æðsta hugsjón hans í þeim efnum er einmitt sú að ná Bandaríkjamönnum, komast á sama stig og þeir sem hann skammar mest. Kommúnistar segja, að skipulag sitt sé miðað við að tryggja hag almennings, þar sem yfirstéttirnar noti lýð- ræðið til að mergsjúga verka- Jýðinn. Staðreynd er, að hagur almennings hefur hvergi blómg- azt meira en með lýðræðisþjóð- um, þar sem ríkið sjálft og það, sem á að sýna dýrð þess og mátt, magnast æ meir í „alþýðulýð- veldunum“ — á kostnað alþýð- unnar. „Hlægilegt iástur44 segir Svo er að sjá sem undirskrifta- emölun kommúnista gangi stirð- lega hér um slóðir. Ekki er það þó vegna þess að hvatningar ekorti í Þjóðviljanum. Hann birt- ir daglega a. m. k. eina slíka grein. 1 fimmtudagsgreininni kona úr Hafnarfirði: . „Við, sem erum að safna undir ekriftum gegn hersetu á íslandi erum spurð hvaða takmark sé með þessu hlægilega bjástri". Þetta eru viðtökurnar, sem Ihún hefur fengið, blessuð mann- éskjan. Almenningi ofbjóða ó- Iheilindin í friðarskrafi kommún- ista. Sömu dagana og það má lesa í Þjóðviljanum segja íslenzk ir sjómenn, sem komnir eru Búnnan frá Kúbu, að þar í höfn- um liggi fjöldi rússneskra skipa, REYKJAVIKURBREF Laugard. 15. apríl hlaðin bryndrekum og öðrum vígvélum, sem eru friðartákn kommúnismans þar syðra. „Mannhatur kristinnar trúar46 Ekki þarf þó að fara út fyrir landsteinana, hvorki á hersýn- ingu á Rauðatorginu í Moskvu né til Kúbu, til að kynnast friðar- vilja kommúnista í verki. Hann lýsir sér í öllu starfi þeirra hér á landi. Sl. fimmtudag birtist t.d. á æskulýðssíðu Þjóðviljans hug- leiðing um þjóðmál eftir A. H. Aðalatriði hennar er að sanna, að kjarni kristinnar trúar sé „mannhatur"! Þar segir m. a.: „Rétt er það, að lífsskoðxm íhaldsins sver sig í ætt við mann hatur kristinnar trúar, en af humanisma er lítið eftir hjá því‘. Þessi boðskapur er fluttur sam tímis þvi, sem prestar og ann- að áhugafólk um kristindóm er hvatt til að taka þátt í undir- skriftasmölunninni, vegna þess að það eitt samrýmist friðarást og mannelsku kristinnar trúar! Molaðir eins og í bnetubrjót Kommúnisti að nafni Kozak fulltrúi á „þjóðþinginu“ í Tékkó- slóvakíu, hefur skrifað bækling um hlutverk þingsins í valdatöku kommúnista og aðferðir þeirra til að eýðileggja aðra flokka. Bæklingurinn hefur nýlega ver- ið þýddur á ensku og vakið verð- skuldaða athygli. Þar lýsir Kozak, því hvernig kommúnistar hafi hreiðrað um sig í ýmsum helztu stofnunum, bönkum og þjóðnýttum iðnaði og síðan not- að þessa aðstöðu til að beita sam- starfsflokka sína þvingun svo að þeir höfðu hvorki not af fjöl- menni né formlegum völdum. Með því að beita þa þvingun, bæði að ofan og neðáh“, urðu þeir eins og hneta í kjaftinum á hnetubrjót. Ráífin hvarvetna hin sömu Kommúnistar voru færri en hinir, en með því að svífast ein- skis og beita margslungnum klækjum náðu þeir sínu fram. Samtímis „þvinguninni að ofan“, þ. e. a. s. misnotkun á áhrifastöð- um í bönkum og öðrum þýðing- armiklum stofnunum var beitt „þvingun að neðan“ með því að „halda mótmælafundi, senda sendinefndir og skipuleggja fjöldagöngur og ef á þurfti að halda efna til verkfalla og jafn- vel allsherjar verkfalls". Við allt þetta kannast menn héðan. Undirskriftasöfnunin nú er einungis einn þáttur þessarar viðleitni. Allt er þettá nú orðið svo gamalkunnugt, að óþarft er fyrir nokkurn að láta blekkjast. Þó að þeir séu sennilega ekki margir, þá er hverjum ofaukið, sem það gerir. Þegar heill flokk- ur, eins og Framsókn gengur á eftir kommúnistum með grasið í skónum, er e. t. v. vorkunn þótt sumir verði áttavilltir. í þeirri samvinnu vakir það helzt fyrir báðum að blekkja hinn og gera honum sem allra mesta bölvun í bráð og lengd, þó að samvinna sé talin nauðsynleg meðan þeir eru að reyna að komast út úr einangruninni. Forðumst réttarníðslu kommúnista Sjaldan hefur nokkur herferð kommúnista hér farið jafn skjót lega út um þúfur og sú, sem á dög unum var gerð gegn eistneskum flóttamanni, er hér dvelzt og nú er orðinn íslenzkur ríkisborgari. Aðför þessi var þó rækilega und- irbúin og átti að ríða mannin- um að fullu. Kommúnistar sjálf- ir fundu hvílíka andúð aðfarir þeirra sköpuðu, og sáu því það ráð vænst að þagna um málið. Þar ætluðu þeir í skjóli laga og réttar, eins og þau hugtök eru túlkuð í Sovét-ríkjunum, að fremja fáheyrt níðingsverk. Þó að í minna mæli sé, eru kröfur kommúnista um réttarrannsókn- ir af inlendu tilefni gegn hinum og þessum mönnum oftast af sama toga spunnar. Tilgangur þeirra er ekki sá, að láta rétt- læti ná fram að ganga, heldur nota dómstóla eða opinberar rannsóknir til að gera stjórn- málaandstæðinga tortryggilega. Slíkt er í samræmi við hinar kommúnistísku kenningar, sem var framfylgt með réttarmorð- unum á dögum Stalins. Tillaga kommúnista á Alþingi um að skipa sérstaka rannsókn- arnefnd til að kanna fjárreiður blaðinu þegar Hæstiréttur hefur gert óhjákvæmilegar ráðstafanir gegn hinum óhæfa verjanda, tek ur Þjóðviljinn það ráð að skrifa um „skopleik í hæstarétti“ og tala um „fáránleg geðbilunar. bréf“. Hinu gleymir hann, að þessi „geðbilunarbréf" eru uppi staðan í óteljandi ásökunarskrif- um hans sjálfs gegn lögreglustjór anum í Reykjavík og dómsmála. stjórninni í heild. Kuiiiii ekki góðri lukku að stýra ástæða þyki til málshöfðunar gegn Vilhj. Þór, þegar þar að kem ur. Um það verður tekin ákvörð- un af réttum aðilum, þegar öll málsatvik hafa verið rækilega athuguð. Á meðan svo stendur á Vilhjálmur rétt á því, að sakir séu ekki á hann felldar. Hann nýtur eins og aðrir verndar hins íslenzka réttarþjóðfélags. Til- gangur hinnar nýju bankalöggjaf ar var ekki sá að níðast á nokkr- um manni, hvorki Vilhjálmi Þór né öðrinn. Þar sem hann hafði tekið við sinni fyrri stöðu var þess vegna eðlilegt að hann, þrátt fyrir skipulagsbreytingu, sem var gerð vegna málefnis en ekki manna, héldi áfram að vera bankastjóri, þar til í ljós keiftur hvort ástæða þykir til málshöfð- unar gegn honum. Ákæruvaldið og eftir atvikum dómstólar taka á sinum tíma ákvarðanir um mál hans eftir réttum lögum. Umbætur en ekki ofsókn Viðhorf Framsóknar sést glögg lega af því hve Tíminn þrástag- ast nú á því, að endurskoðun 'bankalöggjafarinnor hafi verið gerð til að útvega Sjálfstæðis- mönnum bitlinga. Endurskipun Vilhjálms Þórs er bezta sönnun- in fyrir því, að nú vakir ekki fyrir mönnum, eins og 1957, að halda uppi persónuiegum eltinga leik, heldur skapa frambúðar- skipun, er tryggi eðlilega yfir- stjórn þessara mála. Hið sama kemur fram í skipun fjármálaráðherra á Jóni Kjart anssyni í forstjórastarf Áfengis og tóbaksverzlunar ríkisins. Ekki þarf að efa, að Framsóknarmenn mundu hafa notað sameiningu þessara tveggja stofnana til að ryðja stjórnmálaandstæðingi úr vegi, og tryggja sínum flokks- manni góðan bitling. Ætlun ríkis stjómarinnar með þessari laga- breytingu er hins vegar ekki sú, heldur að koma á umbótum, hagkvæmari skipan og veruleg- um sparnaði á ríkisfé. Ofsóknir á Framsóknarvísu áttu ekki heima í þeirri viðleitni. Skrif Þjóðviljans um skipun bankastjóra við Seðlabankann eru brennd sama soramarki. Með breytingu bankalöggjafarinnar 1957, áttu kommúnistar hlut að því að lögfesta þá skipun þessara mála, sem annarsvegar stefndi að eltingarleik við einstaka menn og útilokun Sjálfstæðis- manna en hins vegar að því að tryggja Vilhjálmi Þór lykilstöðu í íslenzkum fjármálum. Lagasetn ing, sem svo greinilega miðaðist við ákveðna persónulega hags- muni, kunni ekki góðri lukku að stýra. Síðan dróst Vilhjálmur Þór inn í rannsókn hins umfangs- mikla Esso máls. Þá brugðust kommúnistar svo við, að þeir áttu ekki nógu ill orð um þann mann, sem þeir skömmu áður höfðu sýnt hinn æðsta trúnað. Enn varð þó ljóst, að það var ekki málefni, sem þeir höfðu í huga, heldur persónulegur elt- ingaleikur. Þeir kröfðust m. a., að dómmálaráðherra viki Vil- hjálmi úr þeirri stöðu, sem þeir höfðu sjálfir sett hann í. Þeir vissu þó full vel, að dóms- málaráðherra hafði enga heimild til slíkrar frávikningar. Rétt lög ráði Vilhjálmur hvarf hins vegarMr stöðu sinni um sinn, þegar talið var, að það væri æskilegt vegna rannsóknar málsins enda höfðu dómarar þá lagt á hann farbann. Ákvörðun um það heyrði á eng- an veg undir ríkisstjórnina, held- ur einungis dómstóla, en meðan það stóð var a. m. k. hæpið, að Vilhjálmur gæti gengt stöðu sinni. Þessu farbanni var hins vegar létt af áður en rannsóknar- dómararnir sendu málið til á- kvörðunar dómsmálastjórnarinn- ar. Enn er með öllu ósýnt, hvort í Sitlingar rramsóknar- broddanna Bitlingatal Framsóknarbrodd- anna hittir þá sjálfa harðast. Þeir létu breyta bankalöggjöfinni 1957 til að svipta Sjálfstæðis- menn eðlilegri íhlutun um stjórn þeirra mála. Sjálfum sér gleymdu Framsóknarherrarnir ekki. Þó að þeir væru miklu fá- mennari flokkur en Sjálfstæðis- menn, tryggðu þeir sér t.d. tvo af fimm bankaráðsmönnum Framkvæmdabankans. Anriár þeirra var Eysteinn Jónsson. Hinn var þáverandi ráðuneytis- stjóri hans í fjármálaráðuneytinu, að vísu góður og gegn maður. En allir vissu, að það, sem réði skip- un hans í bankaráðið, var að þarna þóttist Eysteinn geta tryggt sjálfum sér tvö atkvæði. Nú er komin á þetta eðlileg skip an. Framsókn fær einn mann í bankaráðið, eins og henni ber og Eysteinn forsmáði ekki þann bitling. Eini bankinn, sem ekki var haggað við 1957, var Búnaðar- bankinn. Ástæðan var sú, að þar hafði Framsókn öll völd undir forystu Hermanns Jónassonar sem bankaráðsformanns. Nú hef- ur Framsókn einn af fimm banka ráðsmönnum þar, svo sem fylgi hennar segir til um. Auðvitað lét Hermann missi bitlingsins ganga út yfir þann bónda, sem Fram- sókn hafði sett í bankaráðið, því ■ að þótt Hermann missti banka- j ráðsformennskuna hirti hann j bankaráðssæti ásamt þeim laun- ' um, er því fylgja. Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.