Morgunblaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 24
Fermingar sjá bls. 17 Reykjavíkurbréf Sjá bls. 13. 85. tbl. — Sunnudagur 16. apríl 1961 80 veðurtepptir a l\ióg kex og kaffi í sæluhúsinu þar BÍLALESTIN, sem tepptist á Holtavörðuheiði í fyrradag, sat þar enn um miðjan dag í gær. Um miðnætti í fyrri- nótt voru bílarnir komnir ör- lítið norður fyrir sæluhúsið á heiðinni og sneru við þang- að. Þarna voru 28 bílar fast- ir með 70—80 manns og voru þar enn, er blaðið fór í prent un í gær. Var þá sótt ýta á leið upp frá Fornahvammi, og í fyrsta lagi reiknað með að bílarnir kæmust niður að Brú í Hrútafirði um mið- nætti í nótt. Ragnar Ólafsson ver jandi Magnúsar HÆSTIRÉTTUR skipaði lögum samkvæmt Magnúsi Guðmunds syni annan verjanda í gærmorg un, Ragnar Ólafsson hrl., en Magnús hafði ekki valið sér neinn verjanda, eins og honum hafði verið gefinn kostur á. Einn seldi áfengi 1 FYRRINÓTT var sprúttsali handtekinn hér í bænum. Kom lögreglumaður heim til hans og bað hann um að selja sér áfengi og fékk það. Var maðurinn síð- an handtekinn. Annar stal úr tollbúðinni Einnig var i nótt handtekinn maður fyrir þjófnað. Hafði hann stolið úr tollbúðinni. Leigubíl- stjóri sem hafði ekið honum með varning, áttaði sig á því á eftir að eitthvað væri grunsamlegt við ferðir hans og tilkynnti lögregl- unni það. Maðurinn náðist og er rnál hans í rannsókn. Fréttamaður átti um hádegið í gær símtal við Gunnar Jónsson, bílstjóra, sem er með eina áætl- unarbílinn á heiðinni, en hitt eru mest vöruflutningabílar. Hann sagði að enn væri stórhríð á heiðinni og hefðí verið frá því skömmu eftir að bílarnir lögðu á heiðina frá Fomahvammi kl. 1—2 e.h. á föstudag. Göngin gegnum skaflana eftir ýtuna voru sums staðar 1—4 m. á hæð. Situr í bílnum. Áætlunarbíllinn stendur hér við dyrnar á sæluhúsinu, sagði hann, og situr fólkið í honum. Hann hefur verið í gangi í alla nótt og því hlýtt í honum, en sex kojur eru í sæluhúsinu og getur fólkið lagt sig svolítið á víxl, þó margir hafi lítið sofið. 25 farþegar eru með áætlunar- bílnum. Yngsti farþeginn er hálfs annars árs og sá élzti 71. Nóg er af kaffi og kexi í húsinu og í gærkvöldi gátum við soðið pýlsur, því við vorum svo heppin að einn vörubíllinn var með pylsu farm til Akureyrar. En margir bílarnir eru orðnir olíulitlir, sagði Gunnar. 7 tonn með mat og olíu. Stór 16 lesta ýta var í fyrrakv. send frá Reykjavík áleiðis norð ur. Um hádegið í gær, var hún um það bil að koma í Forna- hvamm og átti að taka þar olíu og mat, áður en hún héldi á heið ina, til að reyna að komast upp að sæluhúsinu. Tvær ýtur voru upphaflega með bílalestinni, en önnur var ekki nægilega öflug í þessu gífurlega fannfergi og stanz aði. Var þá reynt að senda ýtu úr Hrútafirðinum, en svo illa tókst til að hún fór út af við Borðeyri. Var þá tekið það ráð að senda stóru ýtuna úr Reykjavík. Gunnar sagði að stóra ýtan mundi aldrei ná til sæluhússins fyrr en í fyrsta lagi 2—3 tímum eftir að hún færi frá Forna hvammi Þegar hún kæmi, yrði sjálfsagt reynt að halda áfram norður af með hennar hjálp. En þó allt gengi vel, væri ekki hægt að búast við að bílarnir kæmust niður að Brú í Hrútafirði fyrr en *m miðnætti. — Síðan höld- um við áfram ferðinni í nótt og á morgun, ef skaplegt veður verð ur, svo langt sem við komu- umst, sagði Gunnar að lokum. Hann sagði að ferðafólkinu liði ágætlega eftir aðstæðum. Þessir tveir menn þekkja Holtavörðuheiði betur en flest- ir aðrir. Annar þeirra, Jón Ólafsson frá Hrútatungu, hef- ur barizt við að halda sáluhliði manna opnu á heiðinni um 6 ára skeið, en hinn, Gunnar Jónsson, bifreiðastjóri hjá Norðurleið, hefur sL 11 ár farið um 2000 ferðir yfir heiðina. Þeir eru að ræða saman um veðurútlitið og færðina. Þeir voru í gær tepptir við sæluhúsið á Holta- vörðuheiði, eins og sagt er i frétt hér á síðunni. Á bls. 10 er grein um ferðalag blaðamanns Mbl. á sömu heiði með Gunnari fyrir nokkrum dögum. Enn stúrhríð um Norðurland Miklir skaflar komrt!r og göfur ófærar ÁFRAMHALDANDI stór- hríð var um Norðurlandið í gær og hefur dengt niður miklum snjó. En ekki fylgdi veðrinu mikið frost, 3—6 stig. Um hádegi í gær var orðið ófært um allar götur á Siglufirði, sumar götur á Akureyri orðnar ófærar og mannhæðaháir skaflar voru á Húsavík. Heiðavegirnir voru orðnir ófærir, áætlun- Reynt að aka á lögregluþjóna Fjöltefli HAFNARFIR»I — Á mánu- dagskvöldið kl. 8 teflir Arin- björn Guðmundsson fjöltefli í Alþýðuhúsinu og er öllum heimil þátttaka. Eru menn beðnir að hafa með sér töfl. Aðalfundur HAFNARFIRÐI: — Lands- málafélagið Fram heldur að- alfund sinn í Sjálfstæðishús- inu n.k. mánudagskvöld kl. 8,30. Þar fara fram venjuleg aðalfundarstörf, og þá mun Matthías Á. Mathiesen alþm. flytja ræðu um þingmál. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að fjölmenna á fundinn. KL. 21.55 í fyrrakvöld ætl- uðu lögreglumenn að hafa tal af bifreiðastjóra, sem hafði ekið utan í bifreiðina R-62 fyrir utan Garðarstræti 2. Þegar lögreglumennirnir voru komnir að bílnum, steig bílstjórinn benzínið í botn og ók áfram. Lögreglur þjónarnir gátu vikið sér und- an og áttu fótum sínum fjörið að launa. Skipstjórafélag Islands 25 ára í DAG, 16. apríl, á Skpstjórafé- lag íslands 25 ára afmæli. Fyrsti formaður þess var Einar Stefáns son, en síðan hafa verið formenn þeir Ásgeir Sigurðsson, Jón Eiríksson og nú Ingólfur Möller. Nánar verður skýrt frá afmæli félagsins síðar. Bifreiðastjórinn ók með ofsahraða í burtu, en seinna náðist í hann og reyndist bílstjórinn vera undir áhrif- um áfengis. Eiiín farþegi var með honum í bílnum. arbíllinn frá Akureyri var í gær tepptur á Sauðárkróki og sunnanbílarnir á Holta- vörðuheiði, eins og skýrt er nánar frá í annari frétt. Fréttaritarar blaðsins á Húsa- vík og Akureyri símuðu eftir- farandi fréttir af ástandinu um hádegi í gær: Nær engir mjólkurflutningar Húsavík, 16. apríl. — Áfram- haldandi stórhríð er hér í dag, veðurhæðin samt heldur minni, en fannkoman meiri. Hér í bænum eru komnir mannhæð- arháir skaflar. Nýi vegurinn að flugvellinum er þó auður og hefur engan snjó fest á honum í þessu stórhríðarveðri. f dag kemur mjólk aðeins frá Laxamýri til Húsavíkur. Reyk- hverfungar, sem keyrt hafa mjólk á dráttarvél undanfarið, áttu að koma í dag, en koma ekki, því Reykjahverfi er alla vega alveg ófært. Kinnungar áttu einnig að koma í dag og lögðu af stað í gærkvöldi, en hættu við í morgun og sögðu alveg vit- laust veður þar. Reykjadalsbíll- inn kom til Húsav. um 8 leytið // Óð/nn" heldur sumarkabarett með fjölbreyttum skemmtiatriðum MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Óðinn efnir til sumarkabaretts í Sjálf- stæðishúsinu kl. 8,30 síðasta vetr ardag, sem er næstkomandi mið- vikudag. Þar mun Birgir Kjaran, alþing- ismaður, flytja sumarmálaþanka. Skemmtiatriðin hefur Svavar Gests valið, en m. a. skemmta munnhörputríó Ingþórs Haralds- sonar, hinn 11 ára gamli söngv- ari Sverrir Guðjónsson, Ómar Ragnarsson gamanvísnasöngvari, og þar verða einnig gamanatriði af hljómleikum hljómsveitar Svavars Gests. Á eftir verður dansað til kl. 2. Aðgöngumiðar gærkvöldi og fór strax aftur, en kom ekki heim fyrr en kl. 6 í morgun. — Leiðin er 38 km. í Reykjadal hefur fannkoman verið mest í nótt og morgun og hreyfir sig þar ekkert farartækí í dag nema snjóbíll. Um miðnætti í nótt fór snjóbíll úr Reykjadal til að flytja sjúkling úr Aðaldal til Húsavíkur og gekk honum, sæmilega, en hann átti í miklum erfiðleikum sökum veðurhæðar og blindhríðar og kom ekki fyrr en kl. 5 í morgun. Engar rafmagnstruflanir á Laxárvirkjun hafa orðið í þessu veðrL Síðasta Morgunblaðið, sem kom hingað, er frá laugar- deginum 8. En hér er nóg að bíta og brenna, bara erfitt að bera sig um. Samgöngulaust i loft og á landt AKUREYRI, 15. apríl. — Ástand- ið á Akureyri er þannig, að þar er norðan og norðaustan hríð og skyggni mjög lítið. Illfært er orð ið efst á brekkunum fyrir bíla. Sumar götur eru ófærar og flest öll stærri skip, sem stunda veiðar, fyrir Norðurlandi liggja í Akur-i eyrarhöfn. Skv. viðtali við flug- umferðarstjórnina er ekki útlit fyrir að hægt verði að fljúga milli Akureyrar og Reykjavíkur í dag og er það 5. dagurinn sem við erum sambandslausir við Reykjavík á landi og 1 lofti. Bílarnir sem fóru frá Akur- eyri í gærmorgun, 9 talsins, þar á meðal áætlunarbíll Norður- leiða til Reykjavíkur, komust í Yarmahlíð í nótt með aðstoð ýtu frá Vegagerðinni og öflugs drátt- arvírs. Áæltunarbíllinn fór til Sauðárkróks með farþegana og er þar enn og óvíst hvenær hann heldur áfram. Flóabáturinn Drangur fór til Sauðárkróks í gær og átti að bíða þar eftir áætlunarbílnum frá Reykjavík, en þar sem honum gekk svona seint var báturinn lát- inn fara í morgun til Akureyrar. Vegamálaskrifstofan á Akureyri verða seldir í skrifstofu Sjálf- sagði að hún teldi ófært að opna stæðisflokksins í Sjálfstæðishús-1 öxnadalsheiði eins og er. Drátt- inu uppi kl. 2—5 á morgun. Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.