Morgunblaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 2
2 M O RG U P/ B L AÐ1Ð Miðvflaidagur 19. aprfl 1961’ Fræðslnkvöld nin gnrðyrbjn 1 KVÖLD, miðvikudaginn 19. apríl, kl. 20,30 heldur Garð- yrkjufélag Islands annað — og siðara — fræðslukvöld sitt á J>essu vori í L kennslustofu Há- skóla íslands. I>ar mun Guð- mundur Örn Árnason tala um trjárækt og hirðingu trjáa, en dr. Bjöm Sigurbjörnsson lun gras og grastegundir. heimill og ókeypis. Býður upp bækur 85 SIGUKÐUR Benediktsson heldur bókauppboð í Sjálfstæðishúsinu kL 5 í dag og býður þar upp 85 bækur, þar á meðal frumútgáfu af Huld, frumútgáfu af Fjölni, ljóðmæli Eggerts Ólafssonar, ljóð mæli Jóns Thoroddsen, ísl. þulur, skemmtanir og vikivakar eftir Jón Árnason og Ólaf Davíðsson, Og nokkrar gamlar Hólabækur, svo sem Ein ný sálmabók íslenzk frá 1742. Bækumar eru tál sýnis kl. 10—4 í dag. ‘Pinar" del ‘Rio ^Havana ® 5<uita Clara^^ xSBk>SiaS*actis£r«u§ íPino&~eyja Guantanamo ( Bdndarisk -flotastöáj Uppdrátturinn sýnir eyjuna Kúbu í Karíbahafi, og helztu staði á eynnl. Uppreisn- x armenn hafa gengið á land á þremur stöðum á suðurströndinni. — Kúba Ágætur fundur Sjálf- stæðisfélaganna í gær FULLTRUARÁÐ Sjálfstæðis félaganna í Reykjavík hélt fund í Sjálfstæðishúsinu I gærkvöldi, þar sem 3 alþingis manna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gáfu yfirlit yfir nokkur hinna þýðingarmestu mála, er afgreiðslu hlutu á Alþingi því, sem nú er ný- lokið. Var fundurinn vel sóttur og góður rómur gerð- ur að máli ræðumanna. Formaður Fulltrúaráðsins, Birgir Kjaran alþingismaður, setti fundinn og stjórnaði hon- um, en fundarritari var Bjarni Beinteinsson, stud. jur. ¥ Prófessor Ólafur Björnsson var fyrsti ræðumaðurinn. Ræddi hann einkum þá löggjöf, sem sett var á þinginu á sviði efnahags- mála. Sagði hann, að merkustu lögin, sem sett hefðu verið á þessu sviði, væru tvímælalaust hin nýju bankalög og veigamesti þáttur þeirra hefði verið stofnun sjálfstæðs seðlabanka. — f>á skýrði Ólafur Bj.örnsson frá því, að skriður væri nú kominn á und irbúning framkvæmdaáætlunar þeirrar, sem gera á, og í sumar mundu starfa að henni erlendir sérfræðingar, sem væntanlegir væru innan fárra vikna. — ★ — Auður Auðuns gerði í ræðu sinni einkum grein fyrir þeirri lög- gjöf, sem sett var á sviði félags- mála. Benti hún á, að þær breyt ingar, sem gerðar hefðu verið á almannatryggingalögunum væru einkar mikilsverðar, m.a. hefðu skerðingarákvæði þeirra verið af numin og settar nýjar reglur, sem auka fríðindi þeirra, er fresta töku ellilífeyris. — Þá gerði Auður Auðuns nokkra grein fyrir hinum nýju lögum um iaunajöfnuð karla og kvenna og taldi, að þar hefði mikið rétt- lætismál náð fram að ganga, sem Sjálfstæðisflokknum væri mikill sómi að hafa stutt. DAVÍÐ ÓLAFSSON ræddi eink- um þau þingmál, sem sjávar- útveginn snertu sérstaklega. Sagði Davíð, að þar bæri tvö mál hæst, lausn fiskveiðideilunn- ar við Breta og breytinguna á lögunum um Stofnlánadeild sjávarútvegsins, sem bæði hefðu hlotið farsæla lausn. — Þá vék Davið Ólafsson nokkuð að öðr- um þýðingarmiklum málum, eins og t d. þingsályktunartil- lögunum um fiskveiðar við vest urströnd Afríku, hagnýtingu skelfisks og rannsókn á magni smásíldar. í lok ræðu sinnar skýrði Davíð frá því, að allt útlit væri fyrir, þegar tillit væri tekið til alls, að aflabresturinn á vertíðinni valdi því, að gjaldeyristekjur þjóðarinnar verði 350—400 millj. kr. minni í ár en á s. 1. ári og heildarafli landsmanna væri um 30% minni en á síðasta ári. Framh. af bls. 1 lr í gær frá Santiago næststærstu borg Kúbu, sem daginn áður var sögð á valdi uppreisnarmanna og því síður nánari fréttir af handtöku Raoul Castro þróður Fidels. Bandarískar útvarpsstöðin Columbia sagði í gærkvöldi að fleiri herflutningaskip biðu nú úti fyrir strönd Kúbu og myndi þess skammt að bíða að meira innrásarlið stigi á land. Þá sagði útvarpsstöðin að uppreisnar- menn hefðu nú náð einum flug- velli á sitt vald einhversstaðar á Kúbu og væru liðsflutningar hafnir flugleiðis til hans. Ekkert hefur enn upplýst um það, hvað- an innrásarliðið kemur, en talið að það hafi látið úr höfn í Mið- Ameríku. Föstermonn leikur í kvöld HAFNARFIRÐI. — í kvöld kl. 8,30 verða 11. helgitónleikarnir í Hafnarfjarðarkirkju. Prestur er séra Garðar Þorsteinsson og einleikari á orgelið þekktur þýzkur organleikari, Martin Gúnther Förstermann, sem er prófessor við tónlistarháskólann í Hamborg. Hann hefir einu sinni áður haldið hér tónleika í kirkjunni eða fyrir fimm ár- um. Er hann talinn í röð fremstu núlifandi organleikara. f NA /S hnitar ,/ SV 50 hnútor ¥ Snjókoma t Odi - • 7 Stúrlr K Þrumur 'WZ& KutíaakH Hitoski/ H H*i lý'laii < r■ ■ h' ">■ Heldur var orðið vorlegra í gær en undanfarið, komin suð austanátt og þriggja stiga hiti í Reykjavík um hádegið. Á Ak ureyri var hiti um frostmark og einnig á Suðausturlandi, en þar var mikil snjókoma í fyrri nótt, einkum á Síðunni. Lægðin fyrir Suðvestur- landi var á hægri hreyfingu NA. Veðurspáin kl. 10 í gærkv.: SV-mið: Hvass austan, rign ing. SV-land til Breiðafjarðar, Faxaflóamið og Breiðafjarða- mið: Austan kaldi og síðar stinningskaldi, sums staðar dá lítil rigning eða slydda. Vestfirðir til NA-lands og miðin: SA kaldi og sums stað ar él fyrst, síðar allhvass aust an eða NA og snjókoma. Austfirðir, SA-land og mið in: Austan kaldi, síðar allhvass NA, rigning öðru hverju. Mikilvægur fundur um handritamálið — segja Berlingatíðindi Kaupmannahöfn 18. apríl. fFrá Páli Jónssyni) Berlingatíðindi segja að mikilvægur fundur hafi verið haldinn í gær í danska ut anríkisráðuneytinu um handrita málið. Fund þennan sat auk danskra ráðherra, íslenzki ráðherrann Gunnar Thoroddsen. Dönsku ráð herrarnir á fundinum voru Kampmann forsætisráðherra, sem nú gegnir einnig störfum utanríkisráðherra, Jörgensen menntamálaráðherra, Philip f jár málaráðherra og Bomholt menntamálaráðherra. 2000 handrit. Berlingatíðindi segja að íslend ingar vilji fá um 2000 handrit af 2600 íslenzkum handritum sém til eru í Danmörku. Blaðið segir ennfremur, að Radikali-flokkur- inn undir forystu Jörgensens hafi engar mótbárur gegn slíkri handritaafhendingu. Öðru máli gegní með Jafnaðarmannaflokk- inn. Þar sé mótspyrnan vaxandi gegn því að afhenda handritin svo gagnrýnislaust. Segir blaðið að margir Jafnað- armenn vilji aðeins afhenda ís- lendingum þau handrit sen» snerti ísland að efni til beinlín- is. Þessi hópur vill bíða og sjá hvað setur, áður en svo þýðing- armikil ákvörðun er tekin. Radikali flokkurinn leggur nú æ meiri áherzlu á það að handrita málið verði leyst hið skjótasta, Er nú talið að Jörgensen mennta- málaráðherra krefjist þess að mál ið verði komið í höfn áður en hann lætur af embætti næsta haust. Segja Berlingatíðindi, að Jörgensen ráðherra sé gripinn af þeirri sterku hreyfingu sem kom ið hefur upp meðal lýðháskóla- manna um að ganga algerlega að kröfum íslendinga. Loks segja Berlingatíðindi, að fundurinn í utanríkisráðuneytinu í gær hafi verið mikilvægur, en engin endanleg ákvörðun tekin. Hátíðahöld skáta um sumarmál Þ A Ð hefur verið siður skáta í Reykjavík frá því 1913 að fagna sumri með guðsþjónustu og mun það einnig verða nú. Sennilegt er að þetta muni verða í síðasta sinn, sem skátar ganga í einni fylkingu til guðs- þjónustu því að erfitt er að koma skátunum fyrir í tveimur stærstu kirkjum landsins. Skátafélögunum hefur nú ver- ið skipt í hverfi og leiðir sú breyting til þess, að skátar munu sækja kirkju hver í sinni sókn fyrsta sumardag. Skátadagurinn Þar sem skátar eru ekki leng- ur einir um hátíðahöldin fyrsta sumardag, hafa þeir helgað sér fyrsta sunnudag í ‘sumri, sem sérstakan skátadag og mun hin stóra skrúðganga færast yfir á þann dag. Og verða þá einnig ýmis önnur hátíðahöld, sem skátar gangast fyrir. Fyrsti skátadagur af þessu tagi var í fyrra. Næsta skátadag eða sunnudaginn 23. apríl munu deildarforingjar í hverju hverfi skipuleggja göngur um hverfin og fánahyllingu, árdegis. Kl. 2 leggur svo sameiginleg ganga at stað frá skátaheimilinu og verður gengið um helztu götur bæjarins. Síðan gefst bæjarbú- um kostur á að kynnast starfl skátanna og hafa þeir sýningar á hjálp í viðlögum, útilegu- störfum og „woodkraft", en það er fólgið í byggingu ýmissa hluta úr trjágreinum, sem bundnar eru saman með snær- um. Þessi sýning fer annaðhvort fram á Öskjuhlíð, þar sem skát- um hefur verið boðið æfinga- svæði eða fyrir framan Austur- bæjarskólann og mun það verða auglýst síðar. Um kvöldið verð- ur varðeldur. Á sumardaginn fyrsta hefst ganga skátanna við Skátaheimil- ið og ganga þeir þaðan til mesa anna, sem verða í Dómkirkj- unni og Frikirkjunni. Mim verða gengið í einni fylkingu að gatnamótum Suðurgötu og Skothúsvegar, en þar skiptast fylkingarnar og halda sín 1 hvora kirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.