Morgunblaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. apríl 1961 ’i Vaka með ÞAÐ VORU tveir og hálfur dagur eftir af Húnavökunni, þegar okkur bar að garði. Hún hófst mánudaginn 3. apríl, og hvern dag síðan höfðu margs konar skemmti- atriði farið fram; kvikmynda sýningar, sjónleikir, kórsöng ur, danssýningar, mælsku- keppni, gaman’/ísnaþáttur, dansleikir og síðan einkamál. (Húnavaka hefur verið hald in sl. 16 ár á vegum Ung- mannasambands A-Húna vatnssýslu). Við byrjuðum á því að fá okkur inni og matarbita á Hó tel Blönduósi. Herbergið var vistlegt, með tveim trérúm- um, sem voru þögul eins og gröfin, og inn af ganginum var baðherbergi og fatahengi. Þetta er í hinni nýju álmu hótelsins, sem er öll hin vist legasta, þótt hún sé ekki enn að fullu frágengin, en það verður væntanlega í vor. Þama hefur greinilega verið gert stórt átak. Hótelið getur tekið á móti 75 næturgestum, að mig minnir. Maturinn var góður, kurteislega og vel fram borinn. Þjónusturnar voru flestar innan og um tví- tugt, skiptu vel litum og buðu af sér góðan þokka. Þær kipptu sér ekki hið minnsta upp við smáglettni: — Hvað áttu að borða? — Stórsteik. — Er það af einnverjum stórfursta? ' — Nei, það er stórsteik. — Já, mannakjöt eða fíla- kjöt? — Hvorugt. — Nú? — Það er læri. — Svona læri? Eftir að hafa neytt stór- steikarinnar, gengum við út í blíðuna. Loftið var eins og andardráttur guðs, sem má merkilegt heita, því þarna hlutu margir framsóknar- menn og kommúnistar að anda frá sér. Við höfðum upp á samkomuhúsinu, sem minnti á stórvaxið og aldur- hnigið gamalmenni. Þarna stóð yfir sýning á þýddum sjónleik: Pétur kemur heim. Hann var hafinn fyrir nokkru Áhorfendur veittu okkur naumast athygli. Þeir voru niðursokknir í það, sem fór fram á sviðinu. Ég veitti því strax athygli, að þetta fólk hlustar öðru vísi en leikhús- gestir syðra. Það var meiri innlifun í svipnum, minni gagnrýni, eitthvað barnslegt og heilbrigt. Það mátti sjá margan ánalegan svip, gap- andi munn og galopin augu. En það ber aðeins merki um opið og næmt hugarfar, sem er gott að finna. Leikhúsgest- ir syðra eru of uppteknir og næmir fyrir sjálfum sér, eins og þeir séu á sviðinu og allt snúist um þá en ekki leikrit- ið og leikarana. Það hlýtur að vera leiðinlegt að leika fyrir slíkt fólk og skapa ósýniegan vegg, þar sem samruni á að ríkja. Leikritið virtist í fyrstu ó- merkilegt, lélegir brandarar, sem aðeins gat verið skylda að hlæja að. Við vorum að hugsa um að fara ekki inn eftir hléið, en bárumst vilja- laust inn aftur, þar sem við höfðum ekkert betra með tím ann að ge.ra. Við sáum ekki eftir því. Áður en lauk hafði Blanda ruddi sig a3 miklu leyti fyrir nokkru. Svo tröllsleg voru átök hennar, að hún kast- aði ísjökum langt upp á veg, braut simastaura, og um tíma var brúin ófær, þótt hún standi á að gizka 6—8 m fyrir ofan eðlilegt yfirborð árinnar. — fsjakarnir liggja enn í hrönnum meðfram veginum að sunnanverðu, eins og hvalahjörð hafi vaðið l>ar á land og geispað gol- unni. (Ljósm. Mbl.: Sveinn Þormóðsson) Jón Sölvason frá Réttarholti í Skagafirði. Hann er rúmlega sjötugur að aldri og dveist á Elliheimilinu á Blönduósi. Þrátt fyrir það er hann einn aðaldanskraftur héraðsbúa, fæddur dansmaður, og dansar sennilega fram á grafarbakkann. Hann er þarna að dansa við unga og fallega stúlku. . bæði leikritið og leikendur unnið hug okkar og hjarta. Þetta var svo sem ekki stór- k brotið. Sei, sei, nei. En elsku- legt i einfeldni sinni og brand ararnir tíðum ósviknir. Sér- staka athygli okkar aðkomu mannanna, og sennilega einn- snertir. En það mætti gera stórar endurbætur á þessu húsi, svo það gæti enn um langt sinn þjónað hlutverki sínu að nokkru, þótt félags- heimili rísi af grunni, en það er nú í byggingu. Að sjón- leiknum loknum könnuðum við bæinn og umhverfið lít- ilsháttar. Bærinn er þrifalegur og sæmilega byggður, allt frá smáhýsum til stórhýsa eins og Héraðssjúkrahússins. Blanda skiptir honum í tvent, og er mikill fegurðarauki, en það hlýtur að vera einkenni- legt að búa í smábæ, sem er í rauninni aðskildur í tvo enn smærri bæi. Brúin er fyrir ut an bæinn, bæði að sunnan og norðan, svo það er talsverð- ur spotti að ganga á frá ein- um bæjarhluta til annars. Þetta stendur þó mikið til bóta, því í ráði er að gera göngubrú yfir ósinn, þar sem stytzt er á milli bæjarhlut- anna. Auk þess verður hin háreista og mjóa ökubrú end- urbyggð. Blanda var að nokkru leyti enn undir is, en er óðum að ryðja sig. Eins og kunnugt er af fréttum losnaði hún að miklu leyti úr böndum í leysingum fyrir nokkru. Svo tröllsleg voru á- tök hennar, að hún kastaði stórum jökum langt upp á veg, braut simastaura, og um tíma var brúin ófær, þótt hún standi á að gizka 6—8 metra fyrir ofan eðlilegt yfirborð árinnar. ísjakarnir lágu i hrönnum meðfram veginum fengu eigið lögreglulið. Þeir eru nú fjórir að tölu. Hljóm- arnir bárust að eyrum okkar eins og brim. og hvað vorum við nema fjörusteinar. V;ð gengum inn í salinn og horfð um yfir hópinn. Óvenjule^a mikið af fallegum ungum stúlkum og karlmennirnir ekki sem verstir. Sennile"a rúmar salurinn um eða yfir 300 manns. Það var mátule?a margt fólk inn, svo dansrými var nóg fyrir þá, sem döns- uðu. Það vakti strax athygli okkar, að menn voru ófeimn- ir við að blanda í glösin, þrátt fyrir lögreglu, dyraverði og þjóna. Kannski leiðir feluleik ur með það, sem flestir hér gerðu opinberlega, aðeins til hins verra; allt leysist að lolc um úr læðingi með eldglær- ingum, eins og innbyrgð reiði. Þarna var kunningi okkar úr Norðurleiðarbílnum. Hann hafði rakað sig, kláeðst hvitri skyrtu, hnýtt á sig bindi, og var ljómandi út að eyrum. Við settumst við borðið hjá honum, horfðum á hreyfing- ar dansfóljtsins, hlustuðum á hljómsveitina og spjölluðum saman. Það var ekki að sjá á þessu fólki, að það væri orðið þreytt, þótt þetta væri fjórði dansleikurinn á fimm dögum (og einn fyrir börn). Kvenna skólinn var ekki með þetta kvöld, en stúlkurnar fengju líklega að spretta úr spori annað kvöld. Hljómsveitin spilaði allt af fjör.ug og hröð lög, en ekki hæg og rómantisk Húnveiningum Úr leikritinu „Pétur, komdu heim“, sem var sýnt alla daga Húnavökunnar. Myndin er af Tómasi R. Jónssyni í hlutverki Péturs frá Miðseli og Margréti Þorvaldsdóttur í hlutverki Önnu. dóttur hans. Anna: — Pabbi, trúir þú á ást við fyrstu sýn? Pétur: — Ást við fyrstu sýn? Ég held nú það. Þegar ég var á þínum aldri, varð ég ástfanginn á hverjum degi. ig heimamanna, vakti leikur þeirra Bjarna Einarssonar, sem túlkaði rammíslenzka manngerð með moldarbragði og vatni úr Blöndu, og leikur Tómasar Jónssonar í aðalhlut verki. Þessir menn áttu bók- staflega heima á leiksviði. Samkomuhúsið hefur verið vettvangur leikstarfsemi á Blönduósi síðan það var byggt árið 1926. Það á því langa þjónustu að baki í þágu skemmtana og menningarlífs bæjarbúa. Ósjálfrátt þykir mönnum vænt um slík hús, þótt þau svari ekki lengur kröfum tímans, hvað stærð. innréttingu og fyrirkomulag að sunnan verðu, eins og hvalahjörð hefði vaðið þar á land og geispað golunni. Fjöll in voru hvít af snjó, með stöku skellum, sem voru eins og sár á hvítri húð. En vetur- inn hefur verið óvenjulega snjóléttur, svo menn minnast trauðla annars eins. Nú er mál til komið að halda á hótelið, þvi þar er hafinn dansleikur og fróðlegt að sjá og kynnast skemmtana- brag Blönduósinga og gesta þeirra. Þrír lögregluþjónar stóðu í ganginum, ekki ýkja hávaxnir en þrekvaxnir, eink um einn. Það eru ekki nema fáein ár síðan Blönduósingar lög innan um, éin og yfirleitt tíðkazt fyrir sunnan. Stöku lag hljómaði dálítið falskt til tilbreytingar, enda enginn kominn til þess að gagnrýna heldur skemta sér af lífi og sál. Þannig var það með kunn ingja okkar. Hann hafði áður dvalizt á Blönduósi, en kom gagngert á Húnavökuna. drakk sitt eigið vín og bauð öðrum með. Þannig eiga leigu bílstjórar að vera. Annars var ekki mjög margt aðkomu- manna. Öxnadalsheiði var ó- fær og Holtavörðuheiði mis lynd um þessar mundir. Þó var þarna hópur manna úr V-Húnavatnssýslu, Skagafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.