Morgunblaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 11
MiðvikudagUr 19. apríl 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 11 wð Skagaströnd og víðar að, bændur og búalið. Menn voru góðglaðir, dálítið •kvensamir og öfugt, en slíkt heyrir til einkamála hvers og eins, en er þó marmskepnunni sameiginlegt og náttúrulegt. Við erum allir Húnvetningar, sagði kunningi okkar, leigu- bílstjórinn. Hann hafði rétt fyrir sér. Það ríkti óvenjuleg eining meðal svo margs og ó- líks fólks í stórum sal. Allt var persónulegra, frjálsara og eðlilegra, heldur en á venju- legum dansleik 1 Reykjavík eða annars staðar, þar sem við höfðum komið. Aldrei fór samt svo, að ekki yrðu ein- hver átök, en þar voru aðeins tveir utanbæjarmenn að verki. Minna gat það varla verið. Annað eins umburðar- lyndi og þolinmæði og hún- vetnsku lögregluþjónarnir eýndu þessum piltum, án þess þó að missa undirtökin, hef ég aldrei séð. Tveir þeirra tóku II. grein annan piltinn á milli sín og leiddu hann út, eftir nokkum bægslagang, en þriðji lög- regluþjónninn leiddi hinn piltinn út, sem var bölsótandi og útblásinn af bræði. Ég vissi ekki, hvers vegna áflogapúk- inn hljóp í piltana; efast um að þeir hafi vitað það sjálf- ir. Lögregluþjónarnir töluðu rólega til þeirra, en það var lengi vel eins og að skvetta vatni á gæs. Það dró ýmist úr þeim allan mátt eða þeir færð ust allir í aukana. Að lokum varð annar piltanna svo að- fram kominn, að það eina sem hann gat og gerði var 'að hrækja framan í andlit lög- regluþjónsins, sem hélt hon um. En ekki einu sinni það nægði til að raska ró þessa þrekvaxna heljarmennis. Hann sleppti ekki höndunum af piltinum, fyrr en hann var orðinn gæfur eins og lamb, og sama er að segja um hina lögregluþj ónana. Við höfðum orð á því við lögregluþjón númer eitt, að við hefðum dáðst að umburð arlyndi og lagni þeirra lög- regluþjónanna. ^ M — Það kemur kannski ekki til af góðu sagði hann Ijúf- mannlega, það er ekki til fangageymsla nema fyrir einn. — Þú hefðir getað stungið þeim verri ii — Já, það er satt, en hann hefur verið þar áður. Hinum opinbera þætti skemmtanalífsins þetta kvöld var þar með lokið. Síðan tóku einkastjórnmálin við. Bæriim svaf lengi fram eft- ir. Meydómur dagsins var rof inn, áður en flestir luku upp augunum. Enn biðu okkar skemmtiatriði, sem vert væri að sjá. Karlakór Bólstaðarhlíð arhrepps sáu um skemmti- atriði, sem hófust í sa-mkomu- húsinu kl. 5 um daginn. Hvert sæti vay fullskipað eins og fyrri daginn. Dagskráin hófst með því, að formaður kórsins Guðmundur Halldórsson, rit höfundur írá Bergstöðum í Svartárdal, flutti bráðsnjall- an prolog, þar 'sem víða var komið við menn o” málefni innan sýslu. Að því loknu söng karlakórinn undir stjórn Jóns Tryggvasonar. Einsöng með kórnum söng Guðmund- ur Sigfússon, bassi. Rödd hans er mjög djúp og sér- kennileg, eiginlega fallega Ijót. Síðan> var sjónleikur, en þar vakti svipbrigðaleikur drengs innan við fermingu sérstaka athygli. Kvartet söng nokkur skemmtileg lög, með undirleik tveggja stúlkna á gítar, og Jósep Sigfússon söng einsöng. Hann hefur fremur litla tenórrödd, en sér kennilega eins og bróðir hans. sem söng áður einsöng með kórnum. Húnvetnskur hagyrð- ingur flutti langan vísnaþátt sem missti að verulegu leyti marks, þrátt fyrir góðan vilja. Til þess að slík skemmtiatriði haldi stórum hópi fólks vak- andi, er sennilega ekki um annað að rseða en hagyrðing ar kveðist á. Þeir ættu að vera nógu margir til þess inn Húna vatnssýslu. Að lokum dagskrár karlakórs Bólstaðarhlíðar- hrepps, sem var upplífgandi í heild, og ómissandi þáttur í skemmtanalífi héraðsbúa, söng kórinn enn nokkur lög. Þetta er sennilega ekki upp talið í réttri röð, en það ætti ekki að saka; ef upptalningar eiga þá nokkurn tíma rétt á sér. Um kvöldið var sjónleik- urinn „Pétur kemur heim“ sýndur, en hann var sýndur öll kvöld Húnavökunnar. Að sögn sáu hann yfir 11000 Karlakór Bólsíaðarhlíðarhrepps sá um skemmtiatriði einn dag Húnavökunnar. Þáttur hans í skemmtanalifi héraðsbúa er ómissandi. Þetta er mynd af kórnum og stjórnanda hans, Jóni Tryggvasyni. Þáttur Unglingaskólans á Blönduósi í skemmtiatriðum á Húnavökunni var með því bezta. Þessi fallega stúlka lék álfkonu í leikritinu: Álf- konan á Selhamri, sem fjall- ar um ástir álfa og manna. :-:#N Að ðansleikjunum Ioknum streymir fólk út í tært kvöldloftið. Bilarnir biða eigenda ^nna þolinmóðir á götunni fyrir utan hótelið. Sumir ganga á tveim, sem eru enn jafnfljótir, eins og myndin ber með sér. manns alls; sumir sennilega oftar en einu sinni. Síðar um kvöldið voru dansleikir á hó- telinu og í samkomuhúsinu. Nýju dansarnir á fyrrnefnda staðnum og gömlu dansarnir á þeim síðari. Þeir fóru fram í svipuðum anda og fyrri dag- inn. Fólkið var þó mun fleira. Getspakur maður gizkaði á, að um 600 manns hefðu sótt dansleikina þetta kvöld. Kvennaskólinn var mættur til leiks og setti fínlegan blæ á skemmtanalífið. Blessaðar stúlkurnar. Þetta hlýtur að vera meira klausturlífið. Eða Hvað? Kunnugur sagði okkur, að einn karlmaður væri hýst ur þar innan veggja, rösklegt gamalmenni á tíðræðisaldri. O, jæja. Það var nóg súrefni í loftinu þ.e.a.s. kvenfólk. Ung- ur maður vatt sér að barma mikilli stúlku og spurði, hvort mjólkurbúðin væri opin. Síð- an eyddi hann klukkutíma í að sannfæra hana um að þetta hefði verið komplíment. Það tókst að lokum, og þau leidd- ust í dans. Færra fólk sótti gömlu dans ana, enda húsrými minna. Einn maður bar þar af öðrum dansendum, Jón Sölvason að nafni, frá Réttarholti í Skagafirði. Hann dvelst á Elli heimilinu á Blönduósi, og er rúmlega sjötugur að aldri. Þrátt fyrir það er hann einn aðal danskraftur 'héraðsbúa, fæddur dansmaður, og dans- ar sennilega fram á grafar- bakkann. Þarna hittum við hvolpastelpuna með föður sín um, en hvolpurinn var hvergi sjáanlegur. Vonandi hefur hún ekki saknað hans. Einhverjar ryskingar, sem ekki er orð á gerandi, áttu sér stað í lokin fyrir utan hótelið, og nokkru áður hafði einhver svartbrýndur maður kippt stól undan blaðamannin um (þ.e. mér), þar sem hann sat í mesta sakleysi og spjall- aði við frú eina. Það kom þó ekki að sök, vegna jafnvægis- skyns hins síðarnefnda. Þeg ar dansleiknum lauk voru all ir orðnir eins og ein fjöl skylda. Síðasti dagur Húnavökunn- ar rann upp. Veður var bjart og sól á himni. Guðirnir vöktu sannarlega yfir Húna- vökunni ,sem sumir voru nú farnir að kalla Frúarvöku. Unglingaskólinn á Blönduósi sá um aðalskemmtiatriði dagsins, og höfðu nemendur sjálfir annast undirbúning : ■ þeirra. Þáttur þeirra í Húna- vökunni snart hann okkur mest og bezt af því, sem við sáum. Dagskráin hófst með því, að nemendur sýndu sjónleik- inn: Álfakonan í Selhamri, sem fjallar um samskipti og ástir manna og álfa. Allt stuðlaði að því að gera sjón- leikinn sem áhrifaríkastan: skrautlegir búningar og leik- tjöld, góður og skemmtilegur leikur nemenda, einkum smal ans, fallegt mál og hugarfar. Betra meðal við timburmönn- um var vart að fá, ef einhver hefur kennt slíks eftir kvöld- ið og nóttina, eða kvöldin og næturnar. Næst söng skóla- kórinn undir stjórn Jónasar Tryggvasonar, og nokkrir nemendur sungu dægurlög Börnin voru mjög söngelsk. Það var eins og hver hreyfing þeirra á sviðinu og allar. svip- breytingar væru tónar. Að söngnum loknum las stúlka langt .ljóð eftir Jóhan nes úr Kötlum í belg og biðu, enda greinilega nervös, bless- uð stúlkan. Að lokum var danssýning, sem gaman hefði verið að taka þátt í, ef hægt væri að hverfa aftur í tímann. Meðal áhorfenda var elsti nú- lifandi Húnvetningur, Jónas Bjarnason, 94 ára að aldri. Hann gladdist með öðrum, enda vel hress, og hefur enn stálminni, að sögn kunnugra. Þorsteinn Matthíasson, skóla stjóri Unglingaskólans, má sannarlega vera ánægður með frammistöðu nemenda sinna, og þeir með sjálfa sig. Þetta síðasta kvöld Húna- vökunnar voru enn haldnir dansleikir á báðum stöðunum. Þeir voru einfaldlega endur- tekning fyrri dansleikja, nema nú bættist Gunnar Jóns son, bílstjóri, í hópinn og lét ekki liggja á liði sínu við að skemmta sér og öðrum. Hann átti hverja sál. eins og m.a. sést af þessari vísu: Góður er hann Gunnar minr, Guð mun launa honum. Hann fær ást og unaðinn frá okkur Blöndóskonum. Þar með var Húnavökunni lokið að þessu sinni, en hún lifir í minningunni, því Hún- vetningar hafa eignazt góðan stað á vissum stað meðal okk- ar, sem ekki töldumst Hún- vetningar nema í þrjá daga. i. e. s. (Undarleg prentvilla skaust inn í 1. gr. Þar átti að standa Þannig eru góðir bílstjórar og kvennamenn.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.