Morgunblaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. apríl 1961 DÆTURHAR VITA BETUR SKALDSAGA EFTIR RENÉE SHANN ----------- 33 ------------- -! viljum það sjálf, getur ekkert komizt upp á milli okkar. — Já, það á við um okkur bæði jafnt, sagði Janet í hálfum hljóð um. ÍBlItvarpiö Miðvikudagur 19. apríl ur ekki, vegna hinna og þessara utanaðkomandi atvika, sem það ræður alls ekki yfir. Eins og á sér stað um okkur. — Elskan mín, við skulum ekki taka þetta svona almennt. Við erum að tala um okkur sjálf en ekki aðra. Þú stingur upp á að láta þessu verða lokið. Það segi ég sé ekki nema vitleysa. Hann snarþagnaði og horfði á hana. — Ég geng hvort sem út frá því, að þú vildir giftast mér, ef ekki væri þetta óstand með hana mömmu þína? — Hvernig geturðu spurt, Nigel? — Og þú sýnist þurfa heldur lítið til þess að láta mig lönd og leið. — Þú veizt, að þetta er ekki satt. En það er bara eins og ég er búin að segja fimmtíu sinnum, að ég get ekki átt þig, ef það kostar það, að pabbi yfirgefi mömmu. Og allra sízt núna, þeg- ar ég veit, að hún er veik. Já, en hann hefur bara aldrei sagzt aetla að skilja við hana. — Hann hefur heldur aldrei sagt, að hann aetli það ekki. Þau gengu enn um stund þegj- andi. — Það eina, sem ég fer fram á, sagði Nigel loksins, — er það, að þú spyrjir hann um þetta aftur. Og gerir þig þá ekki á- nægða með annað en ákveðið svar. — Þú getur náttúrlega ekki hugsað þér, að þetta sé dálítið erfið spurning að leggja fyrir hann. — Með tilliti til þess, hve mik- ið er í húfi, ættirðu að hleypa í þig nægilegu hugrekki. — Það er alls ekki hugrekkið, sem hér er um að ræða. — Æ, guð minn góður ....! Þvert á móti vilja sínum og öll- um góðum ásetningum, fann Nigel, að hann var alveg að missa þolinmæðina. — Elskan mín, þetta er enginn hégómi, sem við eigum hér við að glíma, held- ur er það mikilvægasta mál, sem til okkar kasta kemur á allri ævinni. —Ég veit það, svaraði hun ves aldarlega. — En hvað get ég gert? — Það var ég að segja þér. Og ef þú kemur þér ekki að því að tala við pabba þinn, skal ég gera það, eða hvað? Jafnvel meðan hann var að segja orðin, vissi hann mætavel, að þetta var erindi, sem hann yrði ekki hrifinn af að reka. Föður hennar myndi — og senni- lega með réttu — þykja þetta óheyrileg ósvífni. Og samt ætl- aði hann, ef Janet óskaði þess, að ganga á fund föður hennar og útkljá málið við hann. Það var alltaf heldur bót í máli, að faðir hennar stóð þeirra megin í þess- ari deilu. Hann velti því fyrir sér, eins og svo oft áður undan- fama viku, hvort nokkuð væri til í þessu, sem Janet var að halda fram, að faðir hennar mundi yfirgefa móður hennar, ef hún færi að heiman. Sjálfur gat hann nú alls ekki skilið, hvernig hann hafði farið að því að þola hana öll þessi ár, því að eftir því litla, sem hann hafði kynnzt henni, var hún sérlega óþolandi, og ennþá síður skildi hann alla þessa hollustu hjá Jan- et gagnvart henni. Ennþá hélt hann helzt að þetta stafaði ein- göngu af gömlum vana, eða þá kannske af meðaumkun. Og nátt úrlega var hún móðir hennar, og þá hefði það verið óeðlilegt ef Janet hefði ekkerf þótt vænt um hana. En óneitanlega myndi það gera þetta vandræðamál einfaldara, ef Janet gæti risið upp á aftur- fótunum og boðið henni byrgin. Þvert á móti vilja sínum, datt honum í hug — í annað sinn í dag — Sharman við hádegisverð- arborðið. Skyldi ekki Janet hafa gott af að verða ofurlítið afbrýð- issöm? Kannske væri nú ekki á ástandið bætandi, eins og það var, en gæti það gert gagn, var hann því ekki fráhverfur að reyna það. Og að minnsta kosti þyrfti hún bersýnilega eitthvað kröftugt til þess að hrífa hana undan þessu þrældómsoki móð- urinnar. — Veiztu hvað Sharman sagði þegar við vorum að borða í dag? — Nei, enda vissi ég ekki held ur, að þið hefðuð borðað saman í dag. — Jæja við gerðum það nú samt. — Svo þið hafið þá borðað saman bæði í gærkvöldi og í dag? Það var greinilegur kuldi í röddinni, sem Nigel hló að með sjálfum sér/ — Þið skemmtið ykkur bara prýðilega saman, er það ekki? — O, jæja, ekki vil ég nú segja það, en annars finnst mér hún allra almennilegasta stúlka. — Og hvað sagði hún svo, ef þú skyldir vera búinn með for- málann? — Hún sagði, að ef hún sjálf tæki það í sig að vilja giftast, gætu fimmtíu mæður ekki hindrað það. Reiðin sauð niðri í Janet og varð eymdinni yfirsterkari. — Var ég ekki að segja þér rétt áðan, að það væri að öllu leyti betra fyrir þig að snúa þér alfarið að Sharman og láta mig lönd og leið? — Jú, það voru þín orð. — Það er nú sýnilega það, sem hún er að bíða eftir. — Kann að vera. Þó er ég nú ekki svo tilætlunarsamur að bú- así við því. — O, vertu ekki að þessu. Hún var ekkert að tvínóna við það. Ætli maður muni ekki, hvernig hún hagaði sér þegar ég var heima hjá fólkinu þínu á sunnu- daginn var. Og svo þessi eltinga- leikur við þig í París. — Já, það vekur ýmsar skemmtilegar endurminningar, sagði Nigel stríðnislega. ■— Vertu ekki svona andstyggi- legur. Janet sneri sér að honum með leiftrandi augu: — Og hvað varstu svo að tala um mig við Sharman? — Nú, þú ert nú aðal-umtals- efni mitt, eins og skiljanlegt er. Má maður ekki tala um stúlk- una sína .... — Ég er ekki neitt viss um, að mér finnist ég vera stúlkan þín. — Víst ertu það, og hættu nú að vera svona leiðinleg. — Ég að hætta! Ja, maður fær að heyra sitt af hverju, verð ég að segja! Hann greip hana og hélt henni fastri. Þau voru í tómri götu og enginn maður sjáanlegur. — Er þetta fyrsta rifrildið okkar? Janet svaraði gremjulega, að líklega yrði það heldur ekki það síðasta. — Ég er aíls ekki viss um, að okkur komi til að semja neitt sérlega vel. Kannske er það rétt hjá mömmu, að ég þekki þig alls ekki nógu mikið til að giftast þér. — Bull og vitleysa! — Jæja, þú ert nú ekki neitt sérlega góður við mig. Til dæm- is þetta með Sharman. — Æ, litli bjáninn þinn, veiztu ekki, að ég vax bara að stríða þér? — Ég er alls ekki í neinu skapi til að láta stríða mér. Til þess er ég of þreytt og of áhyggjufull. — Jæja, það fékk þig að minnsta kosti til að gleyma á- hyggjunum út af móður þinni, rétt sem snöggvast. — Þær eru komnar aftur. — Kysstu mig og þá gleymir þú þeim aftur. Janet leit undan. — Kysstu mig .... Hún sneri sér að honum aftur með bros á vör og nú var öll reiði horfin. Og þegar hann kyssti hana, gleymdi hún raun- verulega ölíum áhyggjunum, og öllu öðru en því, að þau voru saman, og að hún óskaði sér einskis fremur en að geta gifzt honum. — Þetta lagast allsaman, sagði Nigel blíðlega, og svo héldu þau áfram göngu sinni. — Meðan við Skáldið og mamma litla 1) — Farðu aðeins frá, svo ég geti komizt að til þess að skrúfa hillurn- ar fastar, sem þú varst að biðja mig um. 2) — Svona eru karlmenn, koma með fangið fullt af verkfærum.... 3) . ...bara til að festa nokkrar skrúfur! a r Á ú ó IP THE DOG TOOK THE BABV, TRAIL, WHY THIS RANSOM NOTE DEMANDING TWO THOUSAND í — Ef hundurinn rændi drengn nm, Markús, hver er þá ástæð- an fyrir þessu hótunarbréfi þar sem krafizt er tvö þúsund doll- ara? — Þetta voru skilaboð um hvert ég ætlaði að fara með barn- ið . . . Sum orðanna hafa máðst út! Þar átti að standa: Hittið mig hjá tvö þúsund vatna stöð lðg- reglunnar. — Allf í lagi Markús! Ég er sannfærður! ... Mér skeikar ekki oft í dómum mínum um fólk, en það hefur mér gert að því er þig varðar! 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi. — 8:L5 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8S25 Tónleikar — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar — 16:00 Fréttir og tilk. 16:05 Tónleikar — 6:30 Veður- fregnir). 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Petra litla“ eftir Gunvor Fossum: IX4 (Sigurður Gunnarsson kennari). 18:30 Tónleikar: Operettulög. 19:00 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Framhaldsleikrit: — „Úr sögu Forsyte-ættarinnar" eftir John Galsworthy og Muriel Levy; tí- undi kafli þriðju bókar: „Til leigu“. Þýðandi Andrés Björns- son. —Leikstj.: Indriði Waage. Leikendur: Þorsteinn Ö. Stephen sen, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Helgi Skúlason, Margrét Guð- mundsdóttir o. fl. 20:45 Dagskrá háskólastúdenta síðasta vetrardag: a) Stúdentaráð fjörutíu ára: Við- töl við fyrsta formann ráðs- ins, Vilhjálm Þ. Gíslason út- varpsstjóra, og núverandi for- mann, Hörð Sigurgeirsson stud. ökon. b) Stúdentakórinn syngur; Sig- urður Markússon stjórnar. c) Háskólinn og íslenzk menn- ing: Umræðuþáttur stúdenta. Þeir eru: Heimir Stefánsson stud. mag., Ingólfur Guð- mundsson stud. theol., Magnús Líndal Stefánsson stud. med , Ólafur B. Thors stud. jur. og Pétur Urbancic stud. mag. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Gamlar danslagasyrpur: Fimm manna hljómsveit leikur undir stjórn Renalds Brauner. 22:40 Djassþáttur: Lög frá liðnum vetri (Jón Múli Árnason). 23:45 Dagskrárlok. Fimmtudagur 20. apríl (Sumardagurinn fyrsti) 8:00 Heilsað sumri: a) Avarp (Vilhjálmur Þ. Gísla- son útvarpsstjóri). b) Vorkvæði (Lárus Pálsson leikari). c) Vor- og sumarlög. 8:50 Fréttir. 9:00 Morguntónleikar: — (10:10 Veð- urfregnir). a) Sinfónía nr. 1 í B-dúr op. 38 Vorsinfónían) eftir Schumann (Sinfóníuhljómsveit Berlínar- útvarpsins leikur; Rolf Klein- ert stjórnar). b) „Sumarið“, þáttur úr Ars- tíðunum eftir Haydn (Inge- borg Wenglor, Gerhard Ung- er, Theo Adam og kór hljóm- sveitar Berlínarútv. flytja; Helmut Koch stjórnar*). c) Fiðlukonsert í D-dúr op. 35 eftir Tjaikowsky (David Oi- strakh og Ríkishljómsveitin f í Dresden leika; Franz Kon- vitsnij stj órnar). 11:00 Skátamessa í Dómkirkjunni — (Prestur: Séra Öskar J. Þorláks- son. Organleikari: Ragnar Björns son). 12:00 Hádegisútvarp. 13:30 Frá útihátíð barna í Reykjavík: Helgi Elíasson fræðslumálastjóri flytur ávarp, lúðrasveitir drengja leika o. fl. 14:00 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Stjórnandi: Páll Pampichler Páls son. 14:40 „Við, sem heima sitjum“ (Vigdís Finnbogadóttir). 15:10 Miðdegistónleikar: íslenzk söng- og hljómsveitarlög. 16:00 „A frívaktinni": Sjómannaþáttur 1 umsjá-Kristínar Önnu Þórarins- dóttur). 17:30 Barnatími (Skeggi Asbjarnarson kennari): a) Ölöf Jónsdóttir les ævintýrij Hervarður konungsson. b) Kórar úr barna- og miðskólan um á Selfossi syngja. Stjórn- andi: Jón Ingi Sigurmundsson. c) Svala Hannesdóttir les frásögn eftir Halldóru B. Björnsson. 18:30 Miðaftanstónleikar: íslenzk píanó lög. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir og íþróttaspjall. 20:00 „Hugann eggja bröttu sporin", frásöguþáttur (Sigurður Bjarna- son ritstjóri frá Vigur). 20:25 „Allra meina bót“: Lagasyrpa eft ir Jón Múla Arnason. Söngfólks Kristín Anna Þórarinsdóttir, Amt Tryggvason, Brynjólfur Jóhannes son, Gísli Halldórsson, Karl Guð- mundsson og Steindór Hjörleifs- son. Jón Sigurðsson stjórnav hljómsveitinni, sem leikur. 21.-00 „Blíðviðrið á byljavængjum hvíl- ir“: Sumarvaka í samantekt dr* Brodda Jóhannessonar. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:05 Danslög, þ. á. m. leikur H.S.- sextettinn í Neskaupstað. 01:00 Dagskrárf/Ur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.