Morgunblaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 3
Laugardagur 21. aprfl 1961 MORGTJ NBL AÐIÐ 3 Islenzk fegurö FYRIRSAGNIR stærstu blaS- anna í Honolulu á Hawai og Manila á Filipjsseyjum hafa að undanförnu hafið til skýjanna íslenzka fegurð, meira en nokkur dæmi eru til fyrr og síSar. Það eru systurnar Sig- ríður og Anna Geirsdætur, sem þessum feitletrunum valda, en þær hafa síðan 29. marz s.l. tekið þátt í stórkost legum skraut-, tízku- og leik- sýningum um Austurlönd, á- samt fleirum fegurstu konum heinis, — frægum leikurum og kvikmyndaframleiðendurn í Hollywood. ★ Hingað heim hafa borizt blaðaúrklippur, frá Honolulu og Manila á Filippseyjum, á- samt royndum og bréfum frá þeim systrum. Blöðin í Hono- lulu kvarta yfir, hversu sýn- ingar séu fáar, þótt þær hafi verið fleiri en í upphafi var gert ráð fyrir. Þann 2. apríl hvarf hópurinn á brott frá Honolulu í risaþotu til næsta Við komuna til Manilla, talið frá vinstri: Ungfrú alheimur, Sigríður Geirsdóttir, ungfrú Kali- fornía og Anna Geirsdóttir. áfangastaðar, sem var Manila, og þaðan hélt hann áfram til Hong Kong í Kína og Tokio í Japan. í Manila kom flokkurinn sæti. Sýningarnar eru kost- ippseyja, The Mánila Chron- icle, og kosta 160,000 dollara eða um 6 millj. ísl. kr. Ágóð. aðar af stærsta dagblaði Fil- í Austurlöndum skreyttir dýrindis steinum og góðmálmum. Aðal sýningarat riðið er endurteknihg á krýn ingaratjiöfn Ungfrú Alheimur, eins og hún fór fram á Langa- sandi. fram £ stærsta hringleikahúsi veraldar, Araneta Coliseum, sem rúmar 36 000 manns í Anna sýnir baðföt, syngur og dansar. inn rennur til styrktarsjóðs gáfaðra barna. ★ Hér á eftir birtast nokkrar glefsijp úr ummælum blað- anna: .. . í einu atriðinu koma feg urðardísirnar fram í kjólum, sem ýmsar þekktustu kvik- myndastjörnur hafa borið í þekktum kvikmyndum. Sig- ríður kemur fram í bún- ingi „The Priestess of Beauty“ úr myndinni „The Story of Ruth“; ennfremur í búningi úr kvikmyndinni ,The King and I‘, og syngur fyrir áheyrendur tvo söngva úr þeirri mynd. . . . Það er hátindur kvölds ins, þegar Sirry Geirsdóttir kemur fram og syngur söngva úr „The King and 1“ með þýðri rödd og systir hennar Anna dansar vals í hinum und urfagra búningi Veru Ellen úr myndinni „Call Me Madam“. En annríkið er mikið hjá þeim systrum og flokknum öll um. Sigríður hefur komið fram í sjónvarpi ásamt ung- frú Alheimi, æfingar eru strangar, og heimboðum rign ir yfir þær, m.a. var þeim boðið til forsetahjóna lýðveld isins. Hitinn er mikill, um 42 gráður á C. íburðurinn í sýnungunni er geysilegur, búningarnir eru flestir frá Dior Filippseyja, sem heitir Valera, og eru þeir Sigríður syngiur tvö lög úr kvikmyndinni „The King and I“. Lögin eru: „Getting to know you“ og „Whistle a happy tune“. Þá ljóstraði Sigríður því upp við blaðamenn, að hún færi aftur til Hawai í sumar, eftir skamma dvöl í Austur- löndum og smáheimsókn á ís landi, sem ráðgerð er nú um mánaðamótin. f Hawai mun hún leika sem stjarna í mynd inni „International Nymph“, sem tekin verður suður þar að miklu leyti. Ágæt söngskemmt un Fóstbræðra KARLAKÓRINN Fóstbræður hélt samsöng í Austurbæjarbíói í gærkvöldi. Var það fyrsta söng- ekemmtun af þrem, sem kórinn lieldur nú um helgina í tilefni 45 ára afmælis síns. — Viðstadd tn var forseti fslands og fleira stórmenni. — Hvert sæti í húsinu var skipað, og var kór og ein- Eöngvurum ákaflega vel tekið. í lokin var söngpallurinn prýdd wr ótal blómvöndum frá þakk- látum áheyrendum. ★ Samsöngurlnn í gærkvöldi hófst með því, að „Gamlir Fóst- toræður" hylltu kórinn með Söng kveðju eftir Grieg, undir stjórn hins gamalkunna söngstjóra, Jóns Halldórsson, sem um ára- tugi hélt á tónsprotanum fyrir Fóstbræður. Kórinn, undir stjórn Ragnars Björnsson, svaraði svo kveðju hinna gömlu félaga sinna með því að syngja_ „Fóstbræðra- lag“ eftir Jóhann Ó. Haraldsson. — Var þetta hressilegt Og kröft- ugt upphaf söngskemmtunarinn- ar, sem vakti þegar hina réttu stemningu í húsinu og varð traustur tengiliður milli flytj- enda og áheyrenda. ★ Að loknum þessum inngangi hófst svo hin eiginlega söngskrá, sem var bæði löng og viðamikil — samtals 18 lö.g, þar af fjórir ópeiukórar. Þá varð kórinn að syngja fimm aukalög. — Fyrsta þætti söngskrárinnar stjórnaði Ragnar Björnsson — sem verið hefir söngstjóri Fóstbræðra síð- ustu árin — lögum eftir Jónas Tómasson, Sigfús Einarsson, Ole Bull og Edward Grieg. — Þá tók Jón Þórarinsson tónskáld við tón sprotanum, og flutti kórinn undir hans stjórn fimm alþýðulög eftir Árna Thorsteinsson, sem Jón tók saman í syrpu og raddsetti fyrir karlakór. Er syrpa þessi löngu kunn í flutningi Fóstbræðra frá því, er Jón Þórarinsson stjórnaði kórnum á árunum 1950—’54. ★ Næst gekk Jón Halldórsson fram á pallinn og stjórnaði tveim lögum, eftir Mendelsohn-Bart- holdy og Peterson-Berger. Jón hefir lengst allra verið söngstjóri í óstbræðra, eða allt frá byrjun starís hans, 1916, og til ársins 1950. Var auðheyrt á hinum hlýju Og innilegu móttökum, sem Jón Halldórsson hlaut, að mörg- um þótti ánægjulegt að sjá hann nú epn á ný á söngpalli. Næst flutti kóririn lagaflokk við miðaldakveðskap, eftir Jón Nordal, undir stjórn Ragnars Björnssonar. Hafa lög þessi ekki verið flutt opinberlega fyrr. ★ Eftir hlé hófst svo síðasti þátt- ur efnisskrárinnar. Stjórnaði Ragnar Björnsson þá fjórum óperukórum, tveim eftir Wagner og tveim eftir Lortzing. — í tveim þessara kóra kom fram aðaleinsöngvari kórsins, Jón Sig- urbjörnsson, en auk hans fóru þau Eygló Victorsdóttir, Erling- ur Vigfússon, Gunnar Kristins- son og Vilhjálmur Pálsson með einsöngshlutverk. í upphafi tón- leikanna höfðu þeir Erlingur, Gunnar og Friðrik J. Eyfjörð einnig sungið einsöng. — Var öll um einsöngvurunum mjög klapp að lof í lófa. Er söngskránni var lokið, varð kórinn að syngja sem aukalög tvo kóra úr óperunni Töfraflaut- unni eftir Mozart og hið vinsæla Bergmálsljóð eftir di Lasso, sem er orðið eitt af „glansnúmerum" Fóstbræðra. STAKSTEINAR Mikil skammsýni Þess var nýlega getið að 39 ár væru um þessar myndir liðiu síðan ríkisstjérn Framsóknar- flokksins rauf Alþingi af þeim lástæðum að þingmeirihluti hafði myndazt fyrir samþykkt frumvarpa um rikisábrygð fyrir fyrstu virkjun Sogsfossa og nýja kjördæmaskipan. Leiðtogar Framsóknarflokksins lýstu því þá yfUi, að mikill háski værl í því fólginn fyrir efnahag þjóð- arinnar að ráðast í virkjun Sogs fossa. Formaður flokksins kall- aði frumvarpið um ríkisá.byrgð vegna virkjunarframkvæmd- anna „samsæri andstæðinga Framsóknarflokksins". Framsóknarflokkurinn gat taf ið fyrstu virkjunr Sogsfossa nokkur ár. En slíkt nauðsynja- og framfaramál hlaut að ná fram að ganga. Þess vegna liðu aðeins örfá ár þangað til umbeð- in ríkisábyrgð var veitt og Sog- ið virkjað. Samtals hafa nú ver- ið virkjuð nær 100 þús. hestöfl í Sogi. Höfuðborgin og mikill hluti Suður og Suðvesturlands fær nú raforku frá þessum glæsilegu mannvirkjum. Raf- taugar teygja sig með hverju ár inu sem líður lengra út um sveit- irnar. Og nú vilja allir Lilju kveðið hafa. Nú þykjast Fram- sókirarmenn ævinlega hafa verið miklir áhugamenn um raforku. mál og þá einnig virkjun Sogs- fossa. „Sáttmáli um mútur“ Einn af ofstækisfyllstu Rússa dindlunum hér á landi skrifar s.l. sunirudag grein I Þjóðviljann, þar sem hann gerir Atlantshafs- baridalagið fyrst og fremst að umræðuefni. Hellir hann þar úr skálum reiði sinnar yfir þjóðir bandalagsins og kemst m ,a. að orði á þessa leið: „Bandalag þeirra er stríðs- bandalag, löggjöf um hvervæð- ingu, sáttmáli um mútur. ísland á ekki heima í slíkum félagsskap. íslendingar þurfa fyrst og fremst á þeirri viðreisn að halda að segja sig úr honum, koma hernum burt og gerast að irýju hlutlaus þjóð“. Þetta sagði Rússadindillinn. En hann gleymir því, að það va-r hans eigin ríkisstjóm, vinstri stjórnin, sem lét borga sér álitlega fúlgu í dollurum fyrir það að framlengja samn- inginn um dvöl varnarliðsins á íslairdi um óákveðinn tima. Þó höfðu flokkar viirstri stjórnar- innar allir heitið því hátíðlega í kosningunum vorið 1956 að varnarliðið skyldi tafarlaust rek ið burtu. En stjórnin hafði ekki setið nema rúmlega hálft ár að völdum, þegar hún samdi við Bandaríkjamenn um áframhald- andi dvöl vamarliðsins um óákveðinn tíma. Var sá samning- ur ef til vill, ,,sáttmáli um mút- ur“?! Gagnbyltingin gegn Castro Alþýðublaðið ræðir s.l. fimmtu dag í forystugreiir sinni um gagnbyltinguna á Kúbu. Kemst blaðið þar m. a. að orði á þessa leið: „Vonandi tekst gagnbyltingin gegn Castro. Vonandi verður lýð ræði endurreist á Kúbu og þjóð inni gefinn kosíur á að móta eðlilega þróun sinna mála til fullkomins frelsis í pólitiskum og efnahagslegum skiliringi. For dæmi fyrir slíkri þróun er tt — í Mexico“. í bili verðist horfa heldur þunglega fyrir uppreisnarmönn- um á. Kúbu. Ofbeldisstjóm ■ Castros beitir óspart hinum I miklu rússnesku vopnabirgðum, ' sem hún hefur fengið á undan- förnuin mánuðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.