Morgunblaðið - 22.04.1961, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.04.1961, Qupperneq 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 21. april 1961 Leikhús í Zurich A SÍÐASTALIÐNU hausti lékk Zurich, stærsta borgin í Sviss, nyjan ópemstjóra. Ziirich er igömul menningarborg í hjarta Bvrópu, þar sem tónlist og leik- lSst hefur staðið í miklum blóma um langan aldur. Óperustjóri í alíkri borg er voldugur maður, menningarlegur leiðtogi fjölda Hstamanna og enn fleiri áhuga- manna. Það eru því engin imdur, þótt menn veiti því athygli, þeg ar nýr maður sezt í slíkt embætti. í þetta skipti er hinum nýja óperustjóra þó veitt sérstök eftir tekt og raunar langt út fyrir landamæri Sviss, því hér er um aö ræða einn af þekktustu leik- hússtjóra okkar tíma. Hinn nýi óperustjóri er dr. Herbert Graf, sem áður var stjórnandi Metropolitan óperunn *r í New York. Hann hefur hlot X mikla reynslu við óperustjórn beggja vegna Atlantshafsins. Óperan í Ziirich, sem þessi nýi stjórnandi hefur nú fengið u-m- háð yfir, er eitt af helztu söng- leikjahúsum Evrópu. Hún hefur á að skipa mörgum frábærum Mstamönnum. Efnisval óperunn- ar hefur verið mjög fjölbreytt og þar hefur þýzkum, ítölskum og frönskum óperum ætíð verið gert jafn hátt undir höfði. Áður en dr. Graf tók við hinu nýja «tarfi ráðfærði hann sig við sinn gamla vin, Bruno Walter. Hann ráðlagði honum að taka stöðunni, því óvíða í Evrópu gæti hann starfað við leikhús, þar sem ríkti eins alþjóðlegt andrúmsloft, sem á þessum stað. Hér verður nú getið nokkurra óperusýninga í Zúrioh fyrri htuta vetrar. Þessar sýningar hafa orðið prófsteinn á getu hins nýja leikhússtjóra. Hann setur markið mjög hátt og krefst mik ds af samstarfsmönnum sínum, bæði einsöngvurum og öðrum listamönnum. Ummæli gagnrýn- enda og hinna kröfuhörðu leik- húsgesta hafa yfirleitt verið mjög lofsamleg um þessar fyrstu sýningar. Leikárið hófst með því, að flutt var óperan „Othello eft>r Verdi. Með aðalhlutverkið fór James McCraeken. Þessi söngvari er einnig ráðinn hjá óperunni í Vínarborg á þessu leikári. Radd mikill hetjiusöngur þessa skap- ríka listamanns hreif okkur leik húsgesti svo mjög, að við eigum erfitt með að hugsa okkur ann an Othello, — aðra túlkun þessa hlutverks. Með hlutverk Desde- ] mona fór Maria van Dongen af mikilli snilld. Sjálfur leikhús- stjórinn fór með leikstjórn en Nello Santi var hljómsveitar- 8tjórinn. „Costi fan tutte“ hins ódauð- lega Mozarts hreif alla viðstadda eins og við mátti búast. Engin tónlist er yndislegri en verk Mozarts, þó má ekki gleyma því, að engri tónlist er eins hætt við hnjaski. Þar má engu skeika. Sýningar „Hollendingsins fljúg andi“ eftir Richard Wagner tók- ust einnig vel að flestra dómi. Það er að vísu allerfitt að gera Zúrichbúum til hæfis, ef Wagn er er annars vegar. Hollendingur inn var fyrst fluttur í Zúridh þann 25. apríl 1852. Þá var Wagn er sjálfur í púlti hljómsveitar- stjórans. Áður hafði óperan verið frumsýnd í Dresden, en sú sýning tókst ebki vel. Á þeim tíma var í Dresden virðulegt „Hoftheater", en í Zúrich var lítið „Winkel- theater". Það var því ekki lítið lof fyrir Zúrich, þegar Wagner skrifaði vini sínum Fischer, söng stjóra í Dresden, eftirfarandi: „Nú er mér fyrst ljóst, hvað hirð leikhúsið i Dresden gerði verki mínu slæm skil. Hér (í Zúrich) tókst okkur á þröngu leiksviði að ná frábærum árangri og glæsi legri sýningu". Þetta „Winkeltheater" er nú löngu horfið, en í stað þess stend ur eitt fegursta barokkleikhús Evrópu. Hrifningin á verkum Wagners er hins vegar nú ekki síðri en fyrir hundrað árum. Wagner átti um áratug heimili í Zúrich. Hann hafði því að sjálf sögðu mikil og heillarík áhrif á tónlistarlíf borgarinnar. Á þeim árum skóp Wagner að miklu eða öllu leyti verk sín „Rínargullið", „Sigfried“ og „Tristan og Isolde". Eins og kunnugt er, dvaldist Wagner um tíma hjá hinum auð uga kaupmanni Wesendonck í Zúrich. Hann lét reisa tónskáld inu lítið hús í garði sínum, þar sem hann gat starfað í næði að tónsmíðum sínum. Meðal Wagner-unnenda verður Villa Wesendonck sennílega ætíð tegnd nafni tónskáldsins eins og Tribschen í Luzern og Haus Wahnfried í Bayreutíh. Af öðrum verkefnum óperunn ar í Zúrich á þessu leikári skulu hér aðeins nefnd „Ariadne auf Naxos“ eftir Richard Strauss, „Samson og Dalila“ eftir Saint- Saéns, „La Traviata" Verdis og „Töfraflauta“ Mozarts. Að lokum skal þess getið að hinn nýji ópatrustjórnandi dr. Herbert Graf, hefur samið bók nýlega um ýmis vandamál leik- hússtarfsemi á okkar dögum. Bók in heitir „Aus der Welt der Oper“ og er gefin út af Atlantis Ver- lag í Zúrich 1960. Svissnesk óperuskáld hafa lát ið mikið að sér kveða á þessari öld. Othmar Schoeck var einn helzti meistari Ijóðasöngs okkar tíma. Nægir að nefna lagaflokka hans við kvæði Goethes og sam- landa hans Gottfrieds Keller. Hann samdi einnig nokkrar óper ur, og er lyrikin einnig lífæð þeirra verka. Othmar Schoeck lézt árið 1947. Heinrich Suter- meister hefur helgað sig nærri eingöngu óperunni. Eitt þekkt- asta verk hans er óperan „Ras- kolnikow", sem var samin 1948. Þessi ópera var sýnd í Zúrich í haust við góðar undirtektir. Við getum ekki skilizt við svissnesk tónskáld, að við nefn um ekki þá Arthur Honnegger og Rolf Liebermann. Eftir þann síðarnefnda er óperan „Die Schule der Frauen", sem tón- skáldið gekk endanlega frá árið 1957. Efni óperunnar er úr leik riti Moliéres. I.Þ. ■5 1:11 •: ■>>■■■'■ • •• ■ •_ Ausfurrísk vörusýning fyrir Nor&urfönd í Forum AUSTURRÍKISMENN efna til mikillar vörusýningar í Kaup- mannahöfn dagana 21.—30. april. Hún verður haldin í hinni stóru Forum-sýningarhöll og mun tala austurriskra fyrirtækja sem þar sýna verða um eða yfir 230. — Franz E. Siemsen sem nýlega hefur verið skipaður verzlunar- fulltrúi Austurrikis á fslandi bað Mbl. um að segja frá þessari aust urrisku sýningu og benda islenzk um kaupsýslumönnum á það, að það er alveg í leiðinni fyrir þá að koma við í Kaupmannahöfn, ef þeir fara á vörusýninguna í Hannover, sem hefst upp úr mánaðamótum. Aukin skipti við Norðurlönd. Franz Siemsen sagði að Aust- urríkismenn stefndu nú að því að auka sem mest samckiptin við Norðurlandaþjóðimar. Þessi vörusýning í Kaupmannáhöfn er ætluð fyrir öll Norðurlöndin og m.a. er það vitað, að Norðmenn skipuleggja hópferð þangað. En næsta ár verður sýningin haldin í Osló. Samtlmis vörusýningunni verð Vínaróperan. ur efnt til austurrískrar menn- ingarviku í Kaupmannahöfn. Munu austurrískir listamenn koma fram víða í borginni og allsstaðar mun austurrísk tónlist heyrast, bæði Mozart, Strauss og nýrri tónlist. Hámark austur- rísku vikunnar verður gestaleik- ur Vínaróperunnar í Konung- lega leikhúsinu og verður flutt óperan „Brúðkaup Figarós" eftir Mozart. Einnig vebur það mikla athygli að hinn heimsfrægi drengjakór „Wiener Sanger- knaben“ heimsækir Kaupmann* höfn. Vandaður iðnaður. Austurríkismerui eru smáþjóð sem reynir eins og fleiri sem líkt er ástatt fyrir, að framfleyta sér og halda uppi góðum lífskjörum tr- með sérlegri vandvirkni í ýmis- konar iðnaði. Er margt líkt með Austurríki og Svisslandi m.a. það að ágóði af ferðamönnum hefur úrslitaáhrif sve að greiðslu jöfnuður landsins er hagstæður. Austurríkismenn eru annars þekktir fyrir góðar vörur t.d. vefnaðarvörur, leðurvörur, sport vörur og ýmiskonar vélaiðnað. ÞAB er ekki vorstemninginj á þessum stað, eigi að síður var hún tekin síðasta vetr-; ardag. Hún er tekin rétt, vestan við bæinn í Ólafsfirði.1 Þetta er fjárhús, ein hæð og ris sem bókstaflega grófst stórhríðinni á dögunumj Myndin sjálf þarf ekki frek- ari skýringar við. En þess má geta að í gær var enn alófært á bílum út fyrir Ólafsfjarð- arkaupstað og aðeins nokkr- ar helztu götur bæjarins fær- ar bíilum. Mjólk er flutt sleðum út sveitinni til bæjar búa. (Ljósm. Brynjólfur Sveinss.). iær- | tt á j „Gosljós“ sýnt í Hverogerði LEIKFÉLAG Hveragerðis hefur á undanförnum árum verið all- athafnasamt og hefur sýnt ýms veigamikil leikrit og má í því sambandi nefna leikrit eins og Fjalla-Eyvind, A útleið, Drauga- lestina og mörg fleiri, sem L. H. hefur sýnt við góðan orðstír. — Æfingar hafa staðið yfir að undanfömu á leikritinu Gasljós eftir Patrick Hamilton. Leikrit- ið var sýnt hjá Leikfélagi Hafn- arfjarðar árið 1948 og fóru leik- ararnir Ævar Kvaran, Jón Að- ils *g Inga Laxness með aðal- hlutverkin. Leikstjóri var Ævar Kvaran. Síðan hefur leikurinn verið sýndur bæði hjá Leikfé- lagi Akureyrar og Leikfélagi Sauðarkróks við góðan vitnis- burð. Leikfélag Hveragerðis frum- sýnir Gasljósið nk. sunnudags- kvöld. Leikstjóri er Klemenz Jóns- son; en hann hefur áður stjórn- að leiksýningum í Hveragerði. Leiktjöldin eru máluð af Höskuldi Björnssyni, listmálara, en hann er, sem kunnugt er, búsettur í Hveragerði. Þýðing leiksins er eftir Ingu Laxness, leikkonu. Aðalhlutverkin eru leikin af Magneu Jóhannsdóttur, en hún hefur um margra ára skeið verið formaður Leikfélags Hveragerðis og aðalleikkona. — Hin aðalhlutverkin eru leikin af Valgarði Runólfssyni og Ragn- ari Guðjónssyni. Eftir að L. H. hefur sýnt leikinn í Hveragerði hyggst félagið sýna hann 1 nærliggjandi samkomuhúsum. Gasljósið er mjög skemmti- legur sakamálaleikur og hefur jafnan verið vel tekið þar, sem hann hefur verið sýndur. Skemmlun fyrir blint og sjóndapurt fólk Sviðsmynd úr Othello FIMMTUDAGINN 13. apríl sl. var blint og sjóndapurt fólk hér í bænum gestir stúkunnar Fróns nr. 227 í fundarsalnum í Templarahöllinni við Fríkirkju- veg, og var þar fjölmenni. Um langt skeið hefur nú þessi at- hafnasama stúka ár hvert efnt til slíks skemmtikvölds. Voru bílar til afnota fyrir gestina eins og fyrr. Óskar Þorsteinsson, skrifstofu maður, ávarpaði gestina snjöll- um orðum og bauð þá vel- komna. Því næst flutti Ludvig C. Magnússon, skrifstofustjóri, fróðlegt erindi. Ræddi hann nokkra sérkennilega og merka innlenda viðburði frá síðustu öld. Síðan sungu þær ungfrúrn- ar Anna Herskind og Elín Hjartar tvisöng með gítarundir- leik Voru þessi skemmtiatriði öll þökkuð með dynjandi lófa- taki. Eftir þetta voru hinar rausn- arlegustu veitingar fram bornar í veitingasalnum. Síðan var dans stiginn af miklu fjöri jafnt af öldnum sem ungum, gestum sem stúkumönnum, og annaðist Jóhannes H. Benjamínsson und- irleik á harmoniku. En til til- breytingar lék einn af gestun- um, Gunnar Guðmundsson, um stund á harmoniku, en Jóhannes aðstoðaði á píanó. 1 smáhléum á milli dansanna var öllum boð- ið munngæti, sígarettur og vindl ar. — Áður en skemmtuninnl lauk kvaddi sér hljóðs einn af gest- unum, frú Steinunn ögmunds- dóttir, fyrrverandi hjúkrunar- kona, og ávarpaði samkomuna, Flutti hún m.a. fyrir hönd gest- anna hlýjar þakkir til stúkunn- ar Fróns og félaga hennar fyrir þessa ánægjulegu kvöldstund, sem lengi mundi geymast í hug- um þeirra, er notið hefðu, eina og öll fyrri heimboð stúkunnar. Óskar Þorsteinsson þakkaði frú Steinunni hlýleg orð henn- ar til stúkunnar og gestum öll- um ánægjulega samveru og ám aði þeim allra heilla þar til næstu samfundum bæri saman, og sleit síðan samkomunni. Císli Einarsson héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 20B. — Síroi 1963L LÚÐVÍK GIZURARSON hér aðsdómslögmað ur Tjarnargötu 4. — Sími 14855. Jóhannes Lárusson héraðsdómslögmaður lögfræðiskrifstofa-fasteignasal* Kirkjuhvoli — Simi 13842.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.