Morgunblaðið - 22.04.1961, Side 10

Morgunblaðið - 22.04.1961, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 21. apríl 1961 Stúdentaskipti v/ð skiptafræðanema Erlendir stúdentar ceskja vinnu hér Hin sérstaka pólitíska nefnd & Allslierjarþings Sameinuðu Þjóðanna hefur undanfarið rætt kynþáttavandamálið í Suður Afríku. Á myndinni hér að ofan sést Krisna Menon fulltrúi Indlands halda ræðu. Við hlið hans situr Kristján Albertsson fulltrúi íslands. (lengat til hægri á myndinni). Nýtt bréf AB ÚT er komið 21. hefti Félags- bréfa AB. Kristmann Guðmundsson á þar tvö ljóð, er hann nefnir Eufrósýne og Stjarnan og skugg- inn. Sigurður Nordal skrifar grein um Engel Lund undir nafn- inu Litla stúlkan í apótekinu. Þá er þar greinin Já vofan þekkist og viðbúnað hefur hún enn — nokkur orð til nytsamra sak- leysingja í tilefni af sextugsaf- mæli Tómasar skálds Guðmunds- sonar frá Guðmundi Gíslasyni Hagalín — og að lokum ritar Agnar Þórðarson grein um leik- ritun í Bandaríkjunum og nefnir hann hana Broadway 1960. Um bækur skrifa þeir Þórður Einars- son og Ólafur Sigurðsson. Einnig eru í heftinu ritstjórnargreinar ©. fl. Tilkynnt er um tvær næstu mánaðarbækur AB, en þær eru Leyndarmál Lúkasar eftir Ign- azio Silone í þýðingu Jóns Ósk- ars og Fjúkandi lauf — ljóð eftir Einar Ásmundsson hæstaréttar- lögmann. Stóreignaskatturinn _ og Mannréttindanefndin FÉLAG stóreignaskattsgjaldenda hefur farið þess á leit við Mann- réttindanefnd Evrópu, að hún taki fyrir að nýju mál Guðmund- ar Guðmundssonar og Trésmiðj- unnar Víðis h.f. og leggi það fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Segir formaður félags- ins, Páll Magnússon lögfræðing- ur, að úrskurður nefndarinnar 20. des. sl. hafi komið mjög á óvart. Áfrýjun málsins hafi verið byggð á Mannréttindasáttmála Evrópuráðsins, en nefndin virð- ist byggja úrskurð sinn á „óbirt- um skjölum", sem áfrýjendur hafi ekki haft hugmynd um, og ekki hafi Verið á þau minnzt, Grásleppuhrogn fyrir 860 kr., AKRANESI, 18. apríl — Allir bát ar héðan eru á sjó í dag. í gær var heildarafli bátanna 98 lestir og aflahæstir Sæfari og Höfr- ungur I. með sínar 12 lestirnar hvor. Haraldur AK 10 fékk enga síld í nótt. í gær fékk einn hrognkelsa- maðurinn 225 stykki af hrogn- kelsum. Seldi hann 107,5 kg af grásleppuhrognum og fékk 8 kr. fyrir kg. Nemur hrognaupphæð in 860 kr. — Oddur. Ritverk um sögu heim- spekinnar K O MIÐ er á bókamarkaðinn heimspekirit eftir Gunnar Dal, er nefnist „Leitin að aditi“, og er upphafið að ritverki um sögu heimspekinnar. 1 greinargerð um bókina er Gunnar Dal. sagt, að hún sé fyrsta bókin í fyrirhuguðu ritverki . austur- lenzkrar og vestrænnar heim- speki fram til 1960. Fyrstu bæk- urnar munu fjalla um indverska og síðan gríska heimspeki forna, en síðan er ætlunin að merk- ustu heimspekingum Vestur- landa verði helguð sérstök bók hverjum. í þessari fyrstu bók er fjallað um upphaf indverskrar heim- speki, Rig-Veda og Upanishada. Bókin dregur nafn af því orði, sem fyrst í sögu allra tungu- mála er notað um hið algilda og ótakmarkanlega, — sanskrít- arorðinu aditi. Hér segir frá skáldum elztu ljóðabókar heimsins, 'Rig-Veda, og leit þeirra að hinum ó- þekkta Guði. — Þéssi skáld ótt- ast ekkert vald, hvorki á himni né jörðu. Engin yrkisefni og engar hugmyndir eru þeim tabú, sem ekki má ræða. Þau sköp- uðu goðafræði, sem bæði hin gríska og hin norræna sækja drjúgan efnivið til. Hér er einnig sagt frá hinum indversku fræðurum upanishad- anna og viðhorfum þeirra til trúarinnar, heimspekinnar og ástarinnar. Einnig er gerð grein fyrir skoðunum þeirra á til- gangi lífsins, hinni vandrötuðu leið hamingjunnar og innri veruleika mannsins. þegar málið hafi verið lagt fram. Óskar Félag stóregnoskatts gjaldenda þess, að nefndin „taki málið upp aftur og, að þá verði farið með málið og það dæmt eftir hinum löggilta milliríkja- sáUmála en ekki eftir skjölum, sem aldrei hafa verið birt, né hlotið staðfestingu hlutaðeig- andi aðila“. v Vikuna 23—30 s. 1. var haldið í Marseille XHI. þing AIESEC- alþjóðasamtaka hagfræði- og viðskiptafræðinema. Þingið sóttu um 300 fulltrúar frá. 28 löndum. Félag viðskiptafræðinema sótti um inntöku í samtökin á þessu þingi og var veitt upptaka. Þegar fyrir styrjöldina síðari höfðu stúdentasamtök við skóla, þar sem hagfræði og viðskipta- fræði var kennd, haft samvinnu sín á milli, sem lagðist niður í stríðinu. 1945 reyndu Norðurlöndin síð- an að koma á samstarfi á nýjan leik. Fyrsta þingið var haldið í Gautaborg 1946 og síðar í Liége. Þing þessi sóttu fulltrúar margra landa, m. a. nokkurra frá Aust- ur-Evrópu og varð árangurinn sá, að stofnað var til félagsskap ar líks AIESEC eins og það er í dag. Aðsetur samtakanna var í Prag, en félagsskapur þessi leyst ist upp af stjórnmálaástæðum og ýmissa síðari atvika í Tékkó- lóvakíu. Þessi tvö alvarlegu áföll, sem Sjö manna sjóstanga- veiðibátur í dagsferðír N Ý L E G A bættist nýtt skip í tölu hinna minni fiski skipa, — frambyggður bát- ur sérstaklega smíðaður með sjóstangaveiði fyrir augum. Báturinn heitir Nói, og var blaðamönnum boðið í gær í stutta siglingu og að reyna sjóstangirnar. • Vandlega gerður Báturinn og lítbúnaður hans er allur til fyrirmyndar. Hann er frambyggður, en á þilfari eru sjö stálslólar með stöng, og hjól fyr- ir a. m. k. 150 punda fisk. Það er hlutafélag, sem á bát- inn, Sjóstangaveiði h.f. og hefur það látið smíða bátinn suður í Hafnarfirði. Er báturinn teikn- aður af Þorbergi Ólafssyni i „Bátalóni". Hann er 35 feta lang- ur og 9 feta breiður, ganggóður, og í yfirbyggingunni er stýrishús ið uppi en niðri er hið vistleg- asta farþegarými, • 8 tima ferðir Hákon Daníelsson er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann sagði, að mikill áhugi væri fyrir sjóstangaveiði meðal er- lendra ferðamanna, og einnig virtist áhugi manna hér á landi vera að vakna. Þegar við förum í róður, leggjum við til allt sem með þarf, auk veiðarfæra, hlífð- arföt og mat, svo og beitu. Við hugsum okkur að fara út klukk- an 3 að morgni og koma heim aftur klukkan 4 á daginn. Þetta kostar rúmar 650 krónur fyrir manninn, og er verði í hóf stillt. • Veiffiför í þessari veiðiferð blaðamann- anna var Sigurður Teitsson skip- stjóri, en hann verður með bát- inn. Rennt var á tveim stöðum, eftir að allir höfðu farið í hin ágætustu hlífðarföt, og þó að sá skeleggi útvarpsmaður Stefán Jónsson, iheð þáttinn um fiskinn, væri með kom ekki bein úr sjó. Var það mál manna er rennt var inná höfnina eftir þessa skemmti legu siglingu og veiðiför að það myndi algjörlega á rökum reist, sem blöðin hermdu, að afli væri tregur. Nói vakti athygli þeirra, sem leið áttu um höfnina í gær og var stöðugur straumur manna til þess að skoða hinn fallega bát en þess skal að lokum getið, að hann er búinn öllum öryggistækj um, og meira að segja tveim gúmmíbj örgunarbátum. AIESEC hafði orðið fýrir, megn uðu ekki að drepa allan áhuga fyrir alþjóðlegum samtökum hagfræðistúdenta. Árið 1948 stofn uðu fulltrúar 1 skólasambanda 7 landa AIESEC. Fulltrúarni* * voru frá Belgíu, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Hollandi, Noregi og Svíþjóð. Svíþjóð var falið að veita þessum samtökum forstöðu 1949/50 og var þá hald* ið fyrsta árlega þing AIESEC. Nú hafa 13 þing verið haldin. Meðlimaþjóðirnar eru nú 28 aS tölu og í ráði er að auka enn starfssvið slamtakanna, svo að það nái til sem flestra landa. í fyrstu málsgrein laga AIESEC, segir: „AIESEC eru sjálfstæð og ópólitísk samtök stúdenta sem hafa það mark- mið að koma á nánum og vin- samlegum tengslum félaga þess i milli, án tillits til trúarskoðana eða kynþátta. AIESEC reynir að ná þessu höfuðmarkmiði á eftirfarandi hátt: 1. Með stúdentaskiptum. Nem- endum við skóla, sem aðilar eru að AIESEC, eru útveguð launuð störf við ýmiss konar verzlun- arfyrirtæki og rannsóknarstofn anir erlendis. 2. Með því að skipuleggja náma ferðir og námsskeið hagfræði- og viðskiptafræðistúdenta meðal meðlimaskóla sinna. 3. Með skiptum á upplýsingum um hagfræði og hagfræðinám auk ýmissa praktiskra upplýs- inga. 4. Með því að veita stúdentum þeim, sem aðst.ða við félags- starfið, gagnlega þjálfun í al- þjóðamálum. • Stúdentaskiptin Stúdentaskipti hafa löngum verið eitt umfangsmesta mál samtakanna. Fjöldi þeirra sem skipt hefur verið á hefur sí- vaxið, og nú á XIII. þingi þeirra var skipt á um 2700 stúdentum. Þátttaka í skiptunum gefur stúdentum ómetanlegt tækifæri til þess að kynnast erlendu landi og þjóð, fullnema sig í hinu erlenda máli, bera saman hag- fræðJkenningar við hið raun- verulega starf, og kyhnast við- skiptatækni erlenda fyrirtækis- ins. Þeir erlendu stúdentar, sem hingað koma, kynnast hér ’landi og þjóð af eigin raun. Þessir menn eiga margir eftir að verða færustu menn í fjármálum síns lands, og enginn er vafi á því, að þeir verða okkur vinveittari en ella, eftir að hafa kynnzt staðháttum okkar. Fulltrúi félagsins, Þór Guðl- mundsson form. Félags viðskipta fræðinema, fór utan með aðeins tvö atvinnutilboð. Kom brátt 1 ljós, að það var allt of lítið, bæði vegna þess að mun fleiri voru áfjáðir 1 að koma hingað, og eftirspurnin eftir að komast út er mjög mikil. Það eru þvl tilmæli okkar, til þeirra fyrir- tækja sem sjá fært að taka erlendan hagfræðistúdent í v'innu í svo sem tvo mánuði í sumar, að þau hafi sem allra fyrst sam- band við okkur. Á það skal bent, að fyrirtækin geta á mangan hátt haft mjög mikið gagn af slíkum manni t. d. við bréfa- skriftir, tölfræðilegar rannsókn ir, markaðsleit o. s. frv. Auk þess hefur viðkomandi algjört valfrelsi, hvaðan stúdentinn kemur, getur krafizt ákveðinn- ar reynslu, að hann hafi lokið ákveðnu stigi í náminu o. s. frv, Þeir sem vildu sinna ofan- greindri málaleitan, vinsamleg* ast snúi sér til Þórs Guðmunds* sonar, Nýja Garði, sími 14789. (Frá Fél. viðskiptafræðinema).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.