Morgunblaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 11
Laugardagur 21. aprfl 1961 MORGU N BLAÐIÐ 11 Sjötugur í gær: Gunnar Andrew EF MENN hyggja vel að, munu þeir yfirleitt komast að raun um, að þeir eigi marga kunningja, en. fáa vini. Og ekki mun þetta eizt verða niðurstaðan hjá þeim, sem teknir eru að reskjast og hafa helgað sig ákveðnum verk- efnum og hugðarmálum, svo að þeir eru lítt orðnir á ferli í um- ferðinni á hinum ysmikla þjóð- yegi lífsins. f septembermánuði 1919 kom ég á húmguðu kvöldi að Þing- eyri í Dýrafirði á leið austur á land. Þingeyri hafði um langan aldur verið verzlunarstaður Lok- (inhamramanna og auk þess hafði Ég verið þar þrjú sumur á skút- tim. En%amt sem áður átti ég þar enga verulega kunningja, hvað þá vini. Mér fannst lífið þar hálfframandlegt og hafði aldrei komizt þar nema á varinhelluna. í Þingeyrarhreppi hafði þá um langt skeið verið mestur ráða- rnaður Jóhannes Ólafsson. Hann hafði um skeið verið alþingis- maður Vestur-ísafjarðarsýslu og var nú hreppstjóri, oddviti, spari ejóðshaldari, póstafgreiðslumað- ur og bókavörður sýsluþóka- 6afnsins. Hann var af góðum esttum úr Haukadal, bróðir Krist ínar í Yztabæ, sem ég hafði dval- ið hjá einn vetur og mat mjög mikils. Hún var skörungur og höfðingi og minnti í sjón á mynd ir af Viktöríu Englandsdrottn- ingu, og nú tel ég það til inntekta fyrir drottninguna, en ekki fyrir Kristínu. Bróðir Jóhannesar var Matthías alþingismaður, sem lengi var verzlunarstjóri og síð- an kaupmaður í' Haukadal. Jó- hannes var kvæntur Helgu Sam- sonardóttur, Samsonarsonar, sem eettaður var úr Húnaþingi, smið- ur góður og hvatyrtur og hag- mæltur á húnvetnska vísu. Hún var skaprík kona, sköruleg og raungóð með afbrigðum. Nú er það, þegar ég ráfa fram og aftur um Þingeyri, einn míns liðs, að allt í einu komur til mín ungur maður, lágur vexti og grannur, snarlegur með afbrigð- um og skírlegur. Hann segir: „Þarft þú hér engan að hitta?“ „Nei“, svaraði ég, „og getur varla heitið, að ég sé hér neinum verulega málkunnugur". „Komdu þá heim með mér“, segir hann. Ég man ekki til þess, að við hefðum áður hitzt, en með hon- um fór ég. Maðurinn var Gunnar Andrew, ein af sonum þeirra Jóhannesar og Helgu, þá 28 ára gamall, stúdent, hafði eitthvert háskóla- nám að baki og var nú starfs- maður Proppé-bræðra, sem þá höfðu mikla verzlun og enn meiri atvinnurekstur á Þingeyri. Ég þekkti Gunnar í sjón og af af- spurn, hafSi ég heyrt að hann væri einstakur gleðimaður í góð um hóp, mjög fljótvirkur og dug andi starfsmaður, frábærlega lag inn og duglegur í félagsmálum. Hami var sagður allra manna fimastur og hélt ávallt uppi vel æfðu íþróttafélagi á Þingeyri, var góður söngmaður og drif- fjöður í allmargbreytilegu söng- lífi Þingeyringa. Hann var kvænt ur maður, hafði gengið að eiga Guðlaugu Jósefsdóttur Kvaran, og heim til þeirra var nú haldið. Þar var mér vel tekið, og þarna var ég, unz Sterling gamli hafði blásið tvisvar til brottfarar. Það var á margt drepið þetta kvöld, og víst er um það, að létt var gripið á sumu, en fjör Gunn- ars, dálítið hvatleg hreinskilni hans og óhátíðleg velvild ®g hlýja hreif mig svo, að þessar samverustundir urðu mér ógleym anlegar. Hann sagði við mig, þegar við skildum: „Það er ekki gott að segja, hvort við eigum eftir að hittast aftur, en gjarnan vildi ég það, og það get ég sagt þér, að gam- an hefur mér þótt að því að hitta þennan skrýtna strák með haus- inn fullan af skandínavískum og enskum bókmenntum í sambýli við karla og kerlingar, sem ég hélt mig þekkja, en hafa eins og fengið nýjan svip, já, nýtt mann- gildi, nýja þýðingu, við að heyra þig segja frá þeim og herma eft- ir þeim“. Ég sagði víst ekkert svona, en þegar ég lét frá landi, fannst mér, að ég hefði eignazt vin, sem ég gæti treyst, sem mundi verða mér að liði eftir því sem aðstæð- ur leyfðu, en um leið segja mér kankvíslega kost og löst á mér og mínu, en aldrei vega að baki. Síðan liðu níu ár, án þess að fundum okkar bæri saman, en þá fluttist ég til ísafjarðar, og hann var þar fyrir. Hann var þar íþróttakennari, forustumaður um bindindismál um langt skeið, skátaleiðtogi, lengi formaður íþróttaráðs, og loks sjúkrahús- ráðsmaður. Á öllum þessum svið- um lágu leiðir okkar meira og minna saman, og aldrei bar okk- ur alvarlega á milli. Það gilti, sem ég hafði kynnzt fyrsta kvöld ið, sem við hittumst: Hann sagði meiningu sína, kost og löst af- dráttarlaust, reyndist hverju sinni vinur í raun og vó aldrei að baki. Á þessum grunni voru reist öll okkar samskipti. Hann var afbrigða starfsmaður, ágæt- ur kennari og á frjálsum vett- vangi skátastarfsins einstæður maður. Hann hafði hæfileika til að vekja karlmennsku og frama- þrá ungra manna á þann hátt, að það hefur mótaS þá ævilangt. Sjálfur var hann stundum veill, en þótti aldrei sómi að skömm- unum. Ef honum hafði orðið eitt- hvað á, var víst, að hann játaði það, en hins vegar var hann eng- an veginn á að láta slíkt beygja sig, hvað þá brjóta. Og hatm sagði hverjum og einum til synd- anna, þegar honum sýndist, án tillits til eigin veilna og hver áhrif það kynní að hafa fyrir hann sjálfan. En það var engin höggormstönn í hans munni. Beztu stundir okkar Gunnars voru utan við öll hans störf. Ég reyndi sem bókavörður að búa Bókasafni ísafjarðar bókakost, sem væri allgirnilegur. Og fáir voru þeir, sem höfðu annan eins áhuga á að nota sér hann og Gunnar Andrew. En hann var þar eins og á öðrum sviðum. Ef ég bar á borð fyrir hann mjög sérstætt nýmeti, var hann viss með að koma til mín og segja: „Reyndu nú að sýna mér fram á, að þetta sé list“. Við áttum margar ánægjuleg- ar samræður ~um þessi efni, og glaður var hann, ef ég gat bent honum á eitthvað, sem greiddi honum leið til skilnings og nautn ar á nýmetinu. En ef til vill nut- um við aldrei meiri ánægju sam- an, en ef við gripum til hest- anna okkar og fórum á fögrum sumardögum vestur í firði. Gunn ar átti rauðan, stóran og vitran fjörgapa, sem ég þorði ekki að koma á bak á. En ég átti traust- an hest og líflegan, og oft svall okkur móður, þegar þessum klár um var hleypt. Síðan var riðið fót fyrir fót, talað, hlegið, sagt frá, og stundum var numið stað- ar í anganlaut, lítið sagt, en margs notið. Og svo var þá kom- ið við á góðbýlum, leitað gist- ingar, spjallað, spilað, jafnvel heiðbjarta sumarnótt, og spilin voru ekki spil, heldur tæki, sem gáfu færi á kostulegum athuga- semdum og tilvitnunum. Margar stundir okkar Gunnars á þessum ferðalögum hafa orðið stjörnur í móðu minninganna. Gunnar fluttist til Reykjavik- ur, var fyrst lengi vel starfsmað- ur hjá Rauða krossi íslands, en síðan ráðsmaður stúdentagarð- anna. Ég fluttist einnig suður, og samband okkar hefur ávallt hald izt, hann verið vinur minn og fjölskyldu minnar, alltaf jafn- hressilegur, bersögull og drengi- legur. Gamlir vinir á ísafirði, menn, sem nú eru þar í ábyrgðarstöð- um og hafa ýmsar skoðanir á mönnum og málefnum, en allir finna, að þeir eiga Gunnari Andrew mikið að þakka frá bernsku og æsku, buðu honum I vestur sjötugum, en hann kaus að þiggja heimboð Bolla, sonar síns, fulltrúa Loftleiða í New York, og konu hans, Erlu Ólafs- dóttur. Þangað flaug hann, og þar var hann í gær. Auk Bolla á Gunnar þrjá sonu og eina dóttur. Synirnir eru: Kjartan, kvæntur Dóróteu Jóns- dóttur — hann er lyfjafræðingur í Laugavegsapóteki, Jósef, sem er sjúklingur, og Kári bifreiða- stjóri, kvæntur Kamillu Einars- dóttur. Dóttirin heitir Lilja og er gift Ingimundi Magnússyni, trésmíðameistara. Hress og glaður flaug Gunnar vestur um haf, og vel mun þar að honum búið, en ekki mun líða á löngu, unz hann flýgur á ný til „gamla landsins hvíta" og horfir bjarteygur á tindana rísa úr sjó. Ef til vill sér hann þá koma út úr vorloftsins svipfylk- ing gamalla vina — og máski fer þar fremstur Stóri-Rauður, reist- ur og mikill yfirlitum. Guðm. Gíslason Hagalín. Undra þvottalögurinn kominn aftur * Asgeir Sigurðsson h.f. Hafnarstræt OSRAM- BÍLAPERUR Höfum oftast fyrirliggj- andi flestar tegundir af bílaperum. Athugið að kaupa ávallt góðar bílaperur því þær eru ódýr hlutur, sem mikilvægt er að sé í lagi. Vegna gæðanna OSRAM- BILAPERUR Jóh. Ólafsson & Co., Hverfisgötu 18 — Reykjavík Sími 1-19-84 Atvinnurekendur Stúlka, vön afgreiðslustörfum, óskar eftir atvinnu nö þegar. — Margt kemur til greina. — Tilboð merkt: „Atvinna — 1065“, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 29. þ.m. C arðyrkj umaður Duglegur garðyrkjumaður sem gæti lagfært og ann- ast nokkra trjágarða nú í vor og sumar, óskast Fæði og húsnæði fæst á staðnum. — Tilboð send- ist afgr. Mbl. fyrir hádegi á mánudag, merkt: „Kjósarsýsla — 1151“. til leigu Á hitaveitusvæðinu í austurbænum er til leigu hús- næði í timburhúsi fyrir hreinlegan iðnað. Húsnæðið er á tveim hæðum alls um 100 ferm. Leigist í einu eða tvennu lagi. — Verzlunarhúsnæði á jarðhæð gæti fylgt ef þörf krefði. Þeir, sem vildu sinna þessu, sendi tilboð til afgr. Mbl. merkt: „30. apríl - 1152“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.