Morgunblaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 12
12 r MORUVNBLIÐID Laugardagur 21. apríl 1961 Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Frauikvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Steíánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason fiá Vigur. Matthías Johannesserv. Eyjólfur Konráð Jónsson Leshók: Arni Óla, sími 33045. Augiýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðabtræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. FRAMLEIÐSLUAUKNING LAND- BÚNAÐARINS Njósnamálið í Israel Hafa Rússar selt Israel I hendur IVassers? A aðalfundi Mjólkursamsöl-^ unnar, sem haldinn var hér í Reykjavík nýlega, var skýrt frá því að innvegið mjólkurmagn á öllu sölu- svæði fyrirtækisins íiefði aukizt um 4,5% á árinu 1960. Sala neyzlumjólkur jókst á árinu um 6,57%. Þessar staðreyndir um sölu landbúnaðarafurða segja sína sögu. Framleiðsla landbúnað- arins hefur á síðasta ári vax- ið verulega. Af því má marka að því fer víðs fjarri að um samdrátt sé að ræða hjá þessari mikilvægu at- vinnugrein. Þvert á móti halda bændur áfram að bæta búpening sinn og stækka bú sín. Til þess ber einnig brýna nauðsyn. Meðal búið er ennþá alltof lítið hér á landi. Til þess að bændur og sveitafólkið yfirleitt geti búið við svipuð lífskjör og aðrar atvinnustéttir þurfa bú in að stækka og framleiðslan að aukast. Vaxandi áherzlu þarf einnig að leggja á bætta hagnýtingu mjólkuraf- urðanna. Við þurfum t.d. að framleiða fleiri og betri osta og kenna þjóðinni að neyta þessara ágætu og hollu mat- væla, sem allar þjóðir hafa í hávegum. Á síðustu árum hefur verið unnið að því að bæta ostaframleiðsluna og er það góðra gjalda vert. En á þessu sviði er mikið ógert. Það þarf að kenna þjóðinni að neyta osta í vaxandi mæli. Með því að gera framleiðslu þeirra fjölbreyttari og vör- urnar betri mun það takast. Framsóknarmenn hafa hald ið því fram undanfarið að landbúnaðurinn sé að drag- ast saman og hrörna, vegna stefnu núverandi ríkisstjórn- ar í efnahagsmálum. Stað- reyndimar um aukningu mjólkurframleiðslunnar af- sanna þessar fullyrðingar ger samlega. Þróunin í landbún- aðarmálunum heldur áfram. BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRN- ARKOSNINGAR í MAÍ Tl/feðal laga, sem síðasta Al- þingi afgreiddi voru ný sveitarstjórnarlög. Með þeim voru endurskoðuð gildandi ákvæði um sveitarstjórnar- málefni. Má fullyrða að mikil bót sé að þessari nýju lög- gjöf. Meðal nýjunga í henni má nefna ákvæði um það, að almennar sveitarstjórnarkosn ingar í bæjum og þeim hreppum, þar sem fullir 3A hlutar íbúanna eru búsettir í kauptúni, skuli fara fram síðasta sunnudag í maí-mán- uði, sem ekki beri upp .á hvítasunnudag, en aðrar sveitastjórnarkosningar skuli fram fara síðasta sunnudag júnímánaðar. Eins og kunn- ugt er hafa sveitarstjórnar- kosningar í bæjum áður far- ið fram síðasta sunnudag í janúarmánuði. Sá tími, sem nú hefur verið ákveðinn, er að ýmsu leyti heppilegri. í janúarmánuði er veðrátta að jafnaði miklu harðari. Frost og hríðar eru þá algengar og geta torveldað kosningaþátt- töku. Hefur það t.d. komið fyrir, að fresta hefur orðið kosningum í einstökum þorp- um vegna veð>urs. I lok maí- mánaðar er hinsvegar yfir- leitt miklu hlýrra í veðri og minni líkur til að veðurfar skapi erfiðleika á kjörsókn. Næstu bæjar- og sveitar- stjórnarkosningar í kaupstöð um og hreppum, þar sem 3A hlutar íbúanna eru búsettir í kauptúni, fara samkvæmt hinum nýju ákvæðum fram í lok maímánaðar á næsta ári. RÚSSNESKIR SKRIÐDREKAR Á KÚBU að er nú augljóst orð«ið, að kommúnistastjóm Fid- els Castros á Kúbu hefur fe;ngið send ógrynni vopna frá Rússum og fleiri komm- únistaþjóðum. I bardögunum, sem staðið hafa yfir undan- farið við uppreisnarmenn á Kúbu hefur stjórnarherinn beitt rússneskum skriðdrek- um og öðrum vélahergögn- um. Virðist, þegar þetta er ritað, svo sem uppreisnar- menn hafi farið halloka í viðureigninni við hin rúss- nesku vopn. Bardagamir á Kúbu und- ÞEGAR sú frétt barst út um síðustu helgi, að einn helzti hermálasérfræðing- ur ísraels, israel Beer, hefði árum saman verið njósnari „kommúnistarík- is“, lá við borð, að Eich- mann-málaferlin hyrfu í skuggann í Gyðingalandi. Það er heldur ekki undar- legt, þegar þess er gætt, að Beer hefur haft aðgang að allri vitneskju, sem máli skiptir, um ísraelska herinn og varnarkerfi landsins, en hins vegar hefur verið kært með kommúnistaríkjunum og Arabíska sambandslýðveld inu, erfðafjanda Israels- ríkis. Því spyrja Gyðingar hver annan nú: Hafa Rúss ar selt okkur í hendur Ar- anfarna daga em undanfari stærri átaka. Byltingarmenn virðast aðeíns hafa verið að þreifa fyrir sér um styrk- leika kommúnistastjórnarinn ar og koma vopnum til skæruliðanna, sem hafast við víðsvegar um landið, í fjöllum og skógum. Þannig hóf Fidel Castro einnig sína byltingu gegn hinni spilltu einræðisstjórn Batista á sín- um tíma. En nú hefur hann sjálfur gerzt sekur um ennþá verra einræði og kúgun gagn vart kúbönsku þjóðinni. Þess vegna hefur uppreisn verið hafin gegn honum. En Rúss- ar hafa ákveðið að gera allt sem þeir geta til þess að styðja völd Castros á Kúbu. Þeir vita að hann er algert handbendi þeirra. Yfirlýsing Kennedys Banda ríkjaforseta sl. fimmtudag um afstöðu Bandaríkjanna til Kúbu sýnir hversu alvarlegt vandamál hér er um að ræða. Bandaríkin hafa engan þátt tekið í hernaðaraðgerðum á Kúbu. En forsetinn lýsti þvi yfir, að Bandaríkin gætu ekki til lengdar horft upp á það, að Kúba væri notuð sem rúss- nesk hernaðarbækistöð, er ógnaði öryggi allra þjóða Vesturheims. Af þessum ummælum for- setans má draga þá ályktun, að til frekari tíðinda kunni að draga á Kúbu áður en langt um líður. Njósnarinn Beer að stíg-a upp í lögreglubíl er hann var hand- tekinn. — öbum? Ekki er ósennilegt, að „sérfræðingar“ Rússa eða Tékka, sem nú dvelj- ast fjölmennir í Kaíró, ásamt aragrúa gamalla nazista, sem einnig eru „sérfræðingar“ Nassers, hafi látið Aröbum vit- neskju í té um herbúnað Gyðínga. Viti Nasser allt, sem Israel Beer veit, þá getur það bókstaflega þýtt, að dauðadómurinn sé kveðinn upp yfir ísraels- ríki — af Rússum. ísrael Beer var handtekinn af öryggislögreglunni í ísrael fyrir nokkrum dögum, en um síðustu helgi var yfirlýsing gefin út um málið, sem vakti þvílíka athygli meðal ísrael- búa, að þeir hafa ekki um ann'að talað sðan, enda getur þarna bókstaflega verið um líf og dauða þjóðarinnar að tefla. ísrael Beer stundaði nám við háskólann í Vínarborg og lauk þar prófi í heimspeki um 1935. Þá var hann starf- andi sósíalisti. Fram til 1938 barðist hann í spönsku borg- arastyrjöldinni gegn Franco. Þá fluttist hann til Palestínu og fékkst við kennslu við he- breska háskólann svonefnda. Hann gekk strax í neðanjarð- arhreyfingu Gyðinga, Haga- hna, og varð brátt einn aðal- foringi hennar. Hæfileikar hans á sviði hermennsku þóttu óvenjumiklir, og fékkst hann einkum við gerð hernað- aráætlana og herþjálfun. .í stríði Gyðinga og Araba 1948— 49 var hann skipaður næst æðsti yfirmaður alls herafla Gyðinga. Sðan hefur Beer ver- ið ráðgjafi í varnarmálaráðu- neyti fsraels. Hann umgekkst alla æðstu me»n landsins og var m. a. mjög náinn einkavin- ur Bens Gurions. Víst er talið, að enginn einn naaður hafi vit- að jafn mikið um her og varn arkerfi landsins, enda er skipu lag þess öðrum fremur verk hans. Fyrir allnokkru síðan fékk ásraelska öryggislögreglan grun um að Beer hefði sam- band við kommúnista erlend- is, en gat ekki látið til skarar skríða vegna sannanaskorts. Frá Atlantshafbandalaginu bárust upplýsingar um að ekki væri allt með felldu um ferðir Beers í Evrópu, og að lokum mun það hafa verið bandaríska öryggislögreglan, sem lét ísrael 1 té upplýsing- ar, sem sönnuðu sekt. Beers. Sagt er, að Ben Gurion hafi tekið sér þetta mjög nærri. ísrael Beer hefur að mjög miklu leyti grundvallað varn ir landsins, sem hann heitir eftir, og gat Ben Gurion ekki sagt annað en: „Ég hef verið umsettin svikurum og táldreg inn svívirðilega. Beer, sem nú er 49 ára virt- ist ekki verða neitt undrandi, þegar öryggislögreglan hand- tók hann kL hálfþrjú að morgni. Lögreglan spurð Framh. á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.