Morgunblaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 13
Laugardaguf 21. apríl 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 13 Krúsjeff vill ekk- ert hlutleysi Walther Lippmarm, segir að hann sætti sig a&eins v/ð kommúnista i embætti framkvæmdastjóra SÞ NTKITA KRÚSJEFF einræðis- lierra Rússa sagði bandaríska blaðamanninum Walter Lipp- mann nýlega í samtali austur á Krímskaga að hann teldi að stór veldin hefðu nú komizt að þeirri niðurstöðu að þýðingarlaust væri að nota vopn og hernað til að prófa styrkleika hvers annars. Þessvegna taldi hann að stríðs- hættan væri úr sögunni. Hins vegar sakaði hann Vesturveldin ítrekað um ásælni á ýmsum svið um. I»á sagði hann það ófrávíkj- anlega kröfu sina, að rússnesk- ur maður yrði gerður fram- kvæmdastjóri SÞ. Lippmann sem er heimsfræg- ur bandarískur blaðamaður fór nýlega austur tii Rússlands. Heimsótti hann Krúsjeff á hvíld arheimili hans á Krím-skaga. Sat hann margar klukkustundir hjá honmn og var Mikoyan þar með í kompaníinu um stund. Megnmarkúr og víndrykkja. I Lippmann segir að Krúsjeff iháfi verið í megrunarkúr, en hefði þó snætt vel að þessu sinni á tilefni kormi Lippmanns, en (þeir eru gamlir kunningjar. Þá ikvartar Lippmann yfir því, að Mikoyan hafi mjög haldið víni að honum. Krúsjeff kom Lipp- mann þá til hjálpar, lét hann Ihafa stóra skál og sagði, að hann skyldi hella víninu í skálina jafn óðum og Mikoyan hellti í glasið hjá honum. Ekkert „hlutleysi" til.. Einna mesta athygli hafa vak- ið ummæli Krúsjeffs um Hamm- arskjöld og starf framkvæmda- stjóra SÞ. Krúsjeff sagðist aldrei myndi fallast á „hlutlausan" fram- kvæmdastjóra. Það stafaði af því PRÓPESSOR öivind Nissen, yf- irmaður jurtakynbótadeildar Landbúnaðarháskólans að Ási í Noregi kom til íslands 12. apríl sl. á leið frá Bandaríkjunum og hafði hér þriggja daga viðdvöl. Prófessor Nissen er mjög þekkt ur maður á sviði jurtakynbóta og tilraunafræði. Hefur hann gefið út fjölda vísindarita um þessi efni, auk þess sem hann hefur kennt kynbótafræði og statistik við háskólann í Ási og víðar. Á hann hér á íslandi marga nem- endur, t. d. þá Jónas Jónasson, kennara á Hvanneyri, dr. Björn Sigurbjörnsson, magister Ingva Þorsteinsson og Stefán Aðal- steinsson, sem allir eru sérfræð- ingar við Atvinnudeild Háskól- ans, Gunnar Ólafsson búfjár- kandidat og Hauk Ragnarsson skógfræðing. að þótt til væru hlutlaus lönd væru aldrei til hlutlausir menn. Þið getið ekki sætt ykkur við kommúnískan framkvæmda- stjóra Ég mun aldrei fela útlendingi ör- yggi Sovétríkjanna. Við getum alls ekki sætt okk- ur við annan Hammarskjöld, sagði Krúsjeff, alveg sama frá hvaða hlutlausa landi hann kæmi. Lippmann segir að við þessi orð hafi runnið upp nýtt ljós fyrir sér. Það sé greinilegt af þessum ummælum Krúsjeffs, að Rússar hafni allri alþjóðasam- vinnu og viðurkenni ekki neitt hlutleysi. Lítil von um samkomulag. Loks segir Lippmann, að Krús jeff hafi verið svartsýnn á að nokkurt samkomulag tækist á ráð stefnunni um bann við tilraunum með kjarnorkusprengjur. Bar Krúsjeff það m.a. fyrir sig, að ekki yrði hægt að tjónka við Frakka. Þeir muni halda áfram tilraunum, hvað sem stórveldin semji sín á milli. Erindi prófessor Nissen var að kynnast íslenzkum landbúnaði og þá einkanlega tilraunastarf- semi 1 landbúnaði hér á landi og ræða um hugsanlega samvinnu um stofnrækt á fræi milli deildar sinnar og Atvinnu- deildar Háskólans. Ferðaðist hann um Suðurland og skoðaði tilraunabúið að Laug- ardælum og aðalstöðvar Sand- græðslunnar að Gunnarsholti, en hélt fyrirlestur um tilraunafræði í fundarherbergi Atvinnudeildar- innar. Var mikill fengur í komu pró- fessorsins hingað og er þess einn- ig að vænta, að heimsókn hans verði þeim nemendum að miklu gagni, sem nú stunda nám að Ási og þeim, sem þangað sækja í framtíðinni. (Frá Atvinnudeild Háskólans) Moiregða hjá Eskifjarðai- bátam ESKIFIRÐI, 18. apríl — Afli Eskif jarðarbáta frá áramótum: — Guðrún Þorkelsdóttir 393 lestir, Vattarnes 378, Hólmanes 301, Sel ey 309. Mjög miklar ógæftir og aflatregða hefur verið undan- farinn mánuð. Þann 12. þ.m. tók Askja 100 lestir af saltfiski. Von er á tveim ur skipum til töku á fiskimjöli og skreið. — G.V. Þetta er myndarleg lúða. « Hún var í afla Jóns forseta.ff sem kom inn af heiniamiðum með 160 lestir af fiski. Aflinn virðist nú heldur skárri á' i heimamiðunum, en varla þó svo að orð sé á gerandi, sagði' iHallgrímur Guðmundsson í Togaraafgreiðslunni við frétta' menn í gær. Togararnir komu með meiri Iafla af Grænlandsmiðum, Þor' móður goði í fyrradag með 340 lestir og Haukur í gær með 300 lestir. En þeir eru um 18 dagaf í veiðiferðinni, en togararnirff á heimamiðunum eru yfirleittl 12—13 daga. | Myndina tók ÓI. K. Mag. i Norskur vísindamaður heimsœkir Isiand Ævar R. Kvaran skrifar Vettvanginn í dag — um almenningsálit og áróður. — Lögin samræmist réttlætismeðvitundinni — „Loftvog“ fyrir löggjafann. — Regn áróðursins styttir aldrei upp. — Álit hans skammtað honum allt frá fæðingu — Persónulegur rógur hvergt hatrammari en þar sem allir þekkjast. i. HVAÐ ER almenningsálit? Það verður að teljast vera skoðun, sem náð hefur svo mikilli út- breiðslu meðal meginþorra imanna í þjóðfélaginu eða til- teknum samstæðum hópi þess, að teljast verði ríkjandi. Margar stoðir renna undir almennings- álitið. Á sumt rætur sínar að rekja til ævaforna siðalögmála, sem við höfum tileinkað okkur og viðurkennum að réttmæt séu; og auk þess er almenningsálitið meira og minna bundið af göml- um lagaboðum, hefð, ýmis konar venjum, já, jafnvel tízku; og síðast en ekki sízt hrekst almenn ingsálitið á okkar tímum oft eins og stjórnlaust skipsflak undan stormum og straúhlum hins öfl- uga áróðurs nútímatækninnar. Hvað lög snertir, þá er um þau að segja, að f lýðræðislöndum eru þau sett af fulltrúum al- mennings og ætluð honum til heilla, og þess vegna kemur öll- um sæmilegum mönnum saman um að forðast að brjóta þau, því allir vita, að siðuðu þjóð- félagi verður ekki haldið uppi, inema með því að afsala sér nokkru af fullu athatfnafrelsi, heildinni til heilla. Þegar lög eru því í fullu samræmi við réttlæt- istilfinningu almennings í land- inu eru þau haldin af öllum ábyrgum mönnum. En aftur á móti gegnir öðru máli, ef full- trúar almennings á löggjafar samkomu þjóðarinnar setja lög, sem ekki samræmast réttarmeð- vitund fólks. Þá er fjandinn laus! Þegar reynslan hefur sýnt, að ákveðin lög eru þverbrotin af meginþorra manna, án þess að viðkomandi þýki af þeim ástæð- um hafa glatað nokkru af sæmd sinni, er tími til kominn að taka slík lög til endurskoðunar. Vil ég nefna í þessu sambandi tvenn lög, sem eru í fullu gildi hjá okkur fslendingum, en það eru skattalögin og áfengislögin. Ég efast um það, að þeir séu margir, sem í einlægni geta fullyrt, að þeir hafi hvorug brotið fyrr né síðar. Almenningur hefur með siðferðilegri aístöðu sinni til þessara laga fordæmt þau í þeirri mynd, sem þau eru. Þess vegna þarfnast þau endurskoðunar. Ég vil með þessum dæmum einungis leitast við að sýna hvernig almenningsálitið í lýð- frjálsu landi getur verið eins konar „loftvog" fyrir löggjaf- ann um réttmæti laga. n. Almenningsálitið er afl, sem nauðsynlegt er að reikna með í hverju þjóðfélagi. Þetta afl get- ur orðið ægilegt, ef fólk missir tök á rólegri yfirvegun, sökum ytri atburða eða ólgu í þjóðfé- laginu. Getur skoðun almennings þá umhverfzt í furðulegasta of- stæki, sem haft getur válegar og voðalegar afleiðingar. Lægri öflin í mannssálinni taka þá við völdum, mannúð og mildi lýtur lægra haldi fyrir hatri, grimmd og ofbeldi. Einn fegursti þáttur- inn í kenningu kristins dóms, umburðarlyndið, verður þá að víkja, þangað til fólk hefur feng ið vit sitt aftur. Þessi hlið almenningsálitsins kemur ekki sízt í ljós, þegar það er espað upp og æst af voldugri stofnun, eins óg ríki eða kirkju. Þannig munu t. d. seint gleym- ast hinar hræðilegu trúarofsókn ir kaþólsku kirkjunnar á mið- öldum, sem í nafni Krists hik- laust beitti menn pyndingum og dauða á brennandi báli; og hlið stálðu slíks trúarofstækis mót- mælenda var að finna í ógnar- stjórn Kalvins í prestaríki hans í Genf; svipaða sögu þekkjum við úr sögu frönsku stjóirnar byltingarinnar, hvað stjórnmál- um viðkemur. Og frá seinni tím um blasir við ókkur sú hræði- lega staðreynd, að óðir stríðs- æsingamenn geta með látlausum einhliða áróðri brjálað dóm- greind hámenntaðra þjóða til stuðnings við mannúðarlausa of beldisstefnu, sem leiðir til misk unnarlauss dauða milljóna sak- lausra manna. Slíkt hefði verið ókleift, ef dómgreind almennings hefði ekki áður verið lömuð með skefjalausum áróðri. Og þrátt fyrir hinar ægilegu afleiðingar slíkrar helstefnu, starfa ennþá stjórnmálaflokkar víða um lönd, sem leynt og ljóst boða „fagn- aðarerindi" ofbeldisins. Tilgang- urinn er talinn helga tækið. En hvað sem slíkum öfgum líður, verðum við að viðurkenna hreinskilnislega, að í nútima- þjóðfélagi rignir yfir okkur lát- lausum áróðri, frá því við opn- um augun á morgnana og þangað til við lokum þeim á kvöldin. Núttímatækni gerir það kleift að sjá um, að aldrei stytti upp regn áróðursins, hvers eðlis sem hann nú annars kann að vera. Áróður nútímans er i senn eitt áhrifamesta, en jafnframt hættu legasta, tæki nútímamenningar. Hann er, eins og dr. Símon Jóh. Ágústsson kemst að orði: eins og andrúmsloftið, sem við öndum að okkur. Þótt einhver varizt gildru hans, bíður hans önnur og hin þrðija. Þótt einhver hlýði ekki á útvarp, les hann e. t. v. eitthvert blað, og ef svo ólíklega vill til, að hann hlýði rödd hvorugs, kemst hann ekki undan því, að heyra almennings álitið í kring um sig, sem stjóm ast meira og minna af áróðri. m. Þótt við, sem við almennt skbð anafrelsi búum öndum að okk- ur þessu hættulega andrúmslofti áróðursins, ber þó hins að minn- ast, að á því er einn regin mun- ur og á hinu, sem fólk býr við 1 einræðislöndum. En því nafni vil ég leyfa mér að nefna þau lönd, þar sem það telst alvarlegt lagabrot að vera á annari skoðun en rfkisstjórnin; þar sem fólk hefur verið svift rétti til þess að velja fnambjóðamda, verkfalls- rétti, rétti til fulls málfrelsis, ritfrelsis og hinum sjálfsagða rétti til að ráða dvalarstað sín- um og atvinnu; og því í raun- inni rétti til að hugsa sjálfstætt. En ef við tökum hins vegar t. d. áróður dagblaðanna okkar, þá skulum við fúslega viður- kenna, að hann er öflugur; en þar koma þó fram mismunandi sjónarmið, sem okkur er frjálst að velja um. Sá er munurinn, að hér á Iandi er hverjum sem er Framh. á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.