Morgunblaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 15
Laugardagur 21. aprfl 1961 MORGUNBLAÐItí 15 %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% V ítamín-bækling- r ur frá Neytenda- samtökunum NEYTENDASAMTÖKIN luku vetrinum með því að senda frá Bér einn athyglisverðasta bækl- ing, sem þau hafa gefið út, og ihöfðu ákveðið fyrir nokkru að igefa út af ýmsum tilefnum, en Ihann fjallár um vítamín. Efni fbæklingsins er sótt til banda- lísku Neytendasamtakanna, en [þau birtu niðurstöður sínar í september sl. og hafa þær ekki verið hraktar eða vefengdar. 'Ættu menn því að mega treysta iþví til fulls, sem þarna er upp- Býst um vítamín, eðli þeirra og áhriíamátt, en fullyrða má, að inargur lesandinn verður stórum íróðari og sennilega undrandi Síka. Ekki er heimilt að rekja efni ibækiingsins hér, en í upphafi shans er þess getið, að bandarískir jieytendur muni eyða um 400 milliónum dollara á ári í vita- mín. Samsvarandi upphæð hér á Bandi væru um 13 milljónir kr. Og nú er spurningin þessi: Borg- ar þetta sig? Og svari nú hver tfyrir sig: Hve mikið af vítamín- lyfjum keyptir þú á liðnum vetri? Við birtum hér forsíðumynd írá bæklingnum. Þetta er bæði gaman og alvara. ur minnist tíu ára afmælis síns með sýningu í Þjóðleikhúsinu í dag kl. 4. Munu þar sýna bæði böm og fullorðnir íslenzka og erlenda þjóðdansa, m.a. frá Danmörku, Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Mexí- kó o. fl. Þuríður Pálsdóttir, óperusöng- kona, og Guðmundur Guðjóns- son, óperusöngvari, syngja fyrir íslenzku dönsunum og einnig syngja þau nokkur einsöngs- og tvísöngslög. Kennarar fullorðinna eru frú Sigríður Valgeirsdóttir og Mín- erva Jónsdóttir og barna Svavar Guðmundsson. Afli Isafjarðarbáta ísafirði, 19. apríl. AFLI ísafjarðarbáta janúar — marz var sem hér segir: Ásúlfur 250 lestir, Guðbjörg 42$, Gunn- hildur 341, Gylfi 226, Guðný 200, Hrönn 328, Gunnvör 351, Stfaum nes 350. í sambandi við fyrr- greindar tölur skal þess getið, að áhöfn Gylfa er 8 menn, en 11 á hinum bátunum, og er sá bát- ur með styttri línu. Ennfremur ber þess að geta í sambandi við afla Ásúlfs, að róðrar féllu þar niður um tíma, vegna veikinda, Gæftir hafa verið fremur slæmar en nú síðustu daga hefur verið gott veður, eða síðan norðan- hlaupinu slotaði. — G.K. EENVÍGI þeirra Tals og Botvinn- iks er nú næstum hálfnað, eða nánar tiltekið hafa verið tefldar 11 skákir af 24 sem ákveðið var í upphafi. Af þessum 11 skákum hefur Botvinnik hlotið 7% en Tal 3%. í einvíginu 1960 var staðan eftir 11. 6%—4VzTal í vil. Atf þessum tölum má ráða að yfir biu-ðir Botvinniks í ár eru tölu- vert meiri en Tals í fyrra ein- víginu, og staðfestir þessi ár- angur Botvinniks þá staðhæf- ingu mína, að þjálfun hans sé svo miklu meiri í ár, að með ólíkindum má teljast. Það sem vakið hefur sértaklega eftirtekt mína v^ð athugun á einvígum Botvinmks frá 1951, er það hversu örugglega honum tekst að halda jafnvægi £ skákum sínum, >ótt andstæðingur hans hafi 2—3 vinninga forskot í það og það skiptið. Öðru máli hefur verið að gegna um andstæðinga hans. • • Oræfingar draga að vistir HOLTI, V-Skaft. 18. apríl — Hér snjóaði feiknmikið í nótt um vest anverða Síðuna. í vetur sást ekki snjór fyrr en nú um pásk- ana, og svo bætist við þann snjó nú. . öræfingar hófu heimflutning á vörum frá kaupfélaginu í Vík í dag. En þeir eru vanir að draga að vistir á vorin, meðan lítið er í jökulvötnunum. Flutningarn ir ganga ágætlega, en Skeiðará er mjög lítil núna. Flutt er á tveggja drifa bílum. Snjórinn er svo jafnfallinn að hann tefur ekki. — S.B. Raflína lögð að Keiludalsá Akranesi, 19. apríl. HINGAÐ er kominn við sjöunda mann Guðmundur Hannesson, verkstjóri, á vegum raforkumála skrifstofunnar, til þess að leggja raflínu að Keiludalsá. — Þegar Guðjón og félagar hans hafa lok- ið því verki, verður spennustöð- in á Fiskilæk lögð niður og raf magn eftirleiðis tekið frá spennu stöðinni á Akranesi fyrir raflín- ur inni í Hvalfirði og í sveitunum utan Skarðsheiðar. Það er tví- mælalaust mjög heppileg ráðstöf un, því Fiskilækjarmelur er eitt- -hvert mesta veðravíti í vestan- útsynnings áhlaupaveðrum. — Oddur Undantekningarlaust hafa þeir misst þolinmæðina þegar farið hefur að hallast á þá í vinninga- tölu. í þessu einvígi hefur Tal haldið sig við Nimzo-indverska vörn, þegar hann hefur svart, en með þeirri vörn náði hann góð- um árangri í einvíginu 1960, aft- ur á móti hefur hann ekki ennþá beitt Kóngsindverja eða Ben-oni árás, sem um langt skeið hafa verið hans aðalvopn á stórmót- um. Ég spái því, að hann breyti til í byrjanavali, enda yki það á tilbreytni einvígisins. Það er ákaflega ósennilegt að Tal tak- ist að vinna upp þennan mis- mun, sér í lagi þegar haft er í huga að Botvinnik þarf aðeins 5 af þeim 13 skákum sem eftir eru. 8. skák. Hvítt: M. Tal. Svart: M. Botvinnik. Caro-Kann. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 c5 Frá sálfræðilegu sjónarmiði er þetta sennilega bezta leiðin, en algengasta áframhaldið er 3. — Bf5. 4. g4, Bd7. 4. dxc5 Skákfræðin segir, að ekki skuli drepa út af miðborðinu, en þessi leikur er aðeins til þess að sanna regluna. Eftir 4. c3, Rc6. 5.Kf3, Bb4! hefur svart mjög góða stöðu. 4. — e6 Þetta er „patent“ leikur Bot- vinniks í þessu einvígi. Mjög góð leið er álitin hér 4. — Rc6. T. d. Rf3, Bg4. 6. Bb5, Da5f. 7. Rc3, e6. 8. Be3, Rge7 með mjög frjálsu tafli fyrir svart Kotov—Spasski 22. meistaramót Sovétríkjanna. Sennilegt er að hvítur leiki betur í 5. Bb5!, Da5f. ®. Rc3, e6. 7. Be3 og nú er þó Bc8 ekki eins vel settur og á g4. 5. Dg4! Leikið í stíl við Nimzowich heit- inn, en hann var landi Tals og stórmeistari. í 4. skákinni lék Tal 5. Rc3, en eftir 5. — Rge7!. 6. Bf4, Rc6. 7. Rf3, Rg6. 8. Be3, Rgxe5 fékk Botvinnik betra tafl. 5. — Rc6 6. Rf3 Dc7 Hér kemur til greina fyrir svart að reyna 6. — f5, sem hvítur getur tæplega svarað með 7. exf6? f.h. Rxf6 með góðu tafli. Sennilega er bezt fyrir hvít að reyna 7. Dg3, Dc7. 8. Be3, Rge7 ásamt Rg6 og e5 er í hættu. 7. Bb5 Bd7 Einnig kemuar 7. — Rge7 til greina. I 8. Bxc6 Dxc6 9. Be3 RhG Það er erfitt að benda á annan möguleika fyrir svart, til þess að ná peðinu aftur. Við þennan síð- asta leik myndast veiking 1 svörtu peðastöðuna, sem gerir það að verkum, að Botvinnik verður að flytja kónginn yfir á drottningarvænginn, þar sem hann er hvergi nærri óhultur eins og kemur á daginn. 10. Bxh6 gxh6 11. Rbd2 Rhb5 12. 0-0 0 D-0 13. c4 KbS 14. Hfdl Dd6 Botvinnik á nú í miklum erflð- leikum með stöðuna, og undir- býr nú að koma Bf8 til c5, en Tal á mjög einfalt svar við þessum undirbúningi. Eftir 14. — f5?. 15. exf6 f.h. e5. 16. Dg3, Bd6. 17. Rxe5 Dc7. 18. f4 og svartur hefur ekki fengið nægilegt mót- spil. Og reýni svartur 14. — Be7. 15. B4! 15. Dh4 Hg8 16. Hacl a5 17. Rb3 a4 Eftir 17. — dxc4. 18. Hxc4 er svartur jafnvel enn verr úti en í skákinni. 18. c5 Dc7 19. Rbd4 Hc8 Eftir 19. — Bxc5, 20. b4, axb4 f.h. 21. Rxb4, b6. 22. Rxc5, bxc5. 23. De7! og hefur yfirburðatafL 20. b4 axb3 f.h. Lakari möguleiki er 20. — Dd8 vegna 21. Df4 og aú er ekki hægt að leika Bxc5 vegna peðs- ins á b4. 21. axb3 Dd8 Nauðsynlegt að losna við drottn- inguna af hinu hættulega svæði sem c og b peð hvíts hafa skapað. 22. Dxd8 Hxd8 23. b4 Hg4? Óskiljanlegt er hversvegna Bot- vinnik leikur ekki 23. — Hc8 sem hindrar 24. b5. Eftir texta- leikinn er tæpast um björgun að ræða. 24. b5 Hc8 25. c6 Be8 26. Hc2! Rýmir fyrir Hdl, sem yfirtekur a-línuna með afgjörandi afleið- ingum. 26. — Bg7 27. Hal Bxe5 Skákin var vitaskuld töpuð, en eftir síðasta leik svarts er mátið á næsta leiti. 28. Rxe5 Hxd4 29. Rd7ff Eftir 29. — Bxd7. 30. cxd7, Hd8. 31. b6! og hótar máti á ýms» vegu. — Stórkaupmenn F ramh. af bls. 6. Ingimarsson og Jón Hjörleifs- son. Endurskoðendur voru kjöyiir þeir Ólafur H. Ólafsson og Tóm- as Pétursson. Fulltrúar í stjóm Verzlunar- ráðs íslands voru kjömir stór- kaupmennirnir Egill Guttorms- son, Hilmar Fenger og Tómas Pétursson, en formaður félags- ins, Kristján G. Gíslason, er sjálfkjörinn sem fulltrúi skv. félagslögum. í fundarlok þakkaði formaður félagsins Hannesi Þorsteinssyni samveruna í stjóm félagsins svo og fundarstjóra fyrir góða fundarstjórn. — Fundurinn var fjölmennur. STLDEIMTAFÉLAO REYKJAVÍKUR Fundur verður haldinn um SPÍRITISMA OG SÁLARRANNSÖKNIR í Sjálfstæðishúsinu á morgun (sunnudag; kl. 2 e. h. Frummælendur: sr. Jón Auðuns dómprófastur og Páll Kolka lækir. Aðgangur er öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Þeir, sem ekki geta sýnt stúdentaskírteini við inn ganginn greiði kr. 10.— í aðgangseyri. STÚDENTAFÉLAG REYKJAVÍKUR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.