Morgunblaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 17
Laugardagur 21. apríl 1961 MORGVTSBLAÐIÐ 17 Minningarorð: Tveir Laxdælingar TVEIR aldur'hnignir heiðurs- meirn í Laxárdal, Aðalsteinn Guðmundsson í Búðardal og Gísli Jóhannsson á Lambastöð- lum, hnigu í valinn fyrir fáum dögum, 14. og 15. þ.m. Þó að Iþeir væru sveitungar nær alla eevi og vel kunnugir, var það þó tilviljun ein, sem réð því, að íþeir urðu svo að segja samferða hinzta spölinn. Eg var þeim lítt ikunnur, þar til nú síðasta hálfa áratuginn. Tel mér þó skylt að minnast svo mætra sveitunga í orfáum kveðjuorðum. Aðalsteinn Guðmundsson var fæddur 10. apríl 1890 að Kvern- grjóti í Saurbæ. Ólst upp í Saur bænum fram um fermingarald- ur, m. a. í Hvammsdal. Síðan ífærði hann sig sunnar í sýsluna, í Hvammssveitina og loks í Lax- árdalinn, þar sem hann átti Iheima lengst af. Á yngri árum stundaði Aðal- Bteinn ýmsa vinnu, er til féll, /var m. a. um skeið vinnumaður í Knarrahöfn hjá afa mínum, í>orgilsi Friðrikssyni. Þar kynnti hann sig mætavel sem annars staðar. Minntust börn Þorgilsar ihans jafnan með hlýhug. Árið 1921 gekk Aðalsteinn að egia Steinunni Vilhelmínu Sig- urðardóttur frá Sælingsdal. [Bjuggu þau á Vigholtsstöðum í Laxárdal frá 1921—1938. Þau eignuðust 3 dætur, sem nú eru uppkomnar. Býr 1 þeirra í Borg arnesi, en hinar 2 í Reykjavík. Steinunn átti 5 börn af fyrra hjónabandi og reyndist Aðal- steinn þeim öllum frábærlega Vel. Frá Vígholtsstöðum lá leið þeirra hjóna til Búðardals, þar sem þau festu kaup á litlu, en snotru íbúðarhúsi. S. 1. tæp 6 ár var Aðalsteinn næsti nágranni minn hér í Búðardal. Hann varð sérstaklega góður vinur sona minna og fóru þeir margar ferðir 4il hans og Steinunnar. Var jafn an vel á móti þeim tekið, enda þau bæði sérstaklega barngóð. Aðalsteinn var jafnan glaður Og reifur. Átti hann þó til að verða nokkuð orðhvass og segja mönnum hressilega til syndanna, en að baki bjó jafnan hreinskilni og drenglund. Erfðu menn því Sítt orð hans, en hlutu að muna mannkosti hans. Aðalsteinn vann vel og dyggi- lega hvert það starf, sem hon- um var falið. Hann var um skeið tform. verkalýðsfélagsins „Vals‘“ í Dalasýslu. Þá má og geta þess, ®ð hann bar áratugum saman tignarheitið fjallkóngur á Ljár- skógafjalli. Eru mörg ár liðin) BÍðan leitarmenn héldu hátíðlegt 30 ára starfsafmæli hans sem fjallkóngs á þeim slóðum. Ekki mun skemmri sá tími, er Aðal- Bteinn gegndi störfum sem forða gæzlumaður Laxárdalshrepps. 5>að er ábyrgðarmikið trúnaðar- Btarf, svo sem menn þekkja. Síð ustu ferðina um hreppinn fór 'Aðalsteinn s.l. haust. Var honum filis staðar vel fagnað, enda þótt margir yrðu slegnir þeim grun, að þetta yrði hans síðasta ferð um dalinn, sem var honum svo kær. Allir kunnugir vissu, að 'Aðalsteinn hafði ekki gengið (heill til skógar í mörg ár og á iþeim tíma orðið að heyja langar Bjúkdómslegur. En skyldurækni ©g óbilandi harka var sá afl- gjafi sem entist honum lengst af til dánardægurs. Hann andaðist fið heimili sínu í Búðardal 14. þ.m. leyti upp 4 fósturbörn, þeirra á meðal Kristján Einarsson, bónda á Lambastöðum. Ólína, kona Gísla, átti við mikið heilsuleysi að stríða og andaðist löngu fyrir aldur fram. Seinni kona Gísla var Guð- rún Sigurlaug Jónasdóttir, systir Jóhannesar skálds úr Kötlum. Bjuggu þau í Pálsseli í Laxárdal frá 1931 til 1943. Þau eignuðust eina dóttur barna, Ásu Guð- björgu Gísladóttur. Enda þótt Pálssel sé innsti bær í Laxárdal sunnan megin ár og afskekktur talinn, undi Gísli heitinn þar vel hag sínum. Mun hann hafa yfir- gefið það býli hryggur í huga árið 1943, er fjölskyldan fluttist að Lambastöðum neðar í dalnum norðan megin. Enda þótt hann nyti hinnar beztu umhyggju á hinu nýja heimili við hlið konu, dóttur og fóstursonar, varð hon- um oft hugsað til eyðibýlisins við ána og minntist þá oft á sólskinið í Pálsseli. Vafalítið hefði hann kosið að byggja og rækta þá jörð upp aftur, ef hann hefði getað varpað oki áranna að baki sér og gerzt ung- ur í annað sinn. Það er og mála sannast, að í Pálsseli er framúr- skarandi beitiland og gott undir bú að ýmsu leyti. Hingað til hef- ur samgönguleysið verið versti baginn. Innan fárra ára mun þó vonandi beinn og breiður vegur liggja hjá garði í Pálsseli og áfram yfir Laxárdalsheiði. Þá kemst þetta býli, sem ýmsum finnst eyðilegt nú, í fjölfarna þjóðbraut. Verður þá varla óbyggilegra þar en víða annars staðar á landi hér. Ég held, að mér sé óhætt að segja, að Gísli heitinn hafi verið hvers manns hugljúfi, þeirra er honum kynntust. Hann var ein- dreginn og ákveðinn í skoiunum og hinn nýtasti þegn sinnar sveit ar í hvívetna. Hann andaðist í Landakotsspítala hinn 15. þ.m. eftir nokkurra vikna dvöl þar. Þessir mætu menn, sem nú hef ur verið minnzt að nokkru, eru áreiðanlega kært kvaddir af Lax dælngum öllum. Útför þerra beggja verður gerð að Hjarðar- holtskirkju í dag, laugardaginn 22. apríl. Ég kveð þá báða með þakklæti fyrir góð kynni og sendi ástvinum þeirra innilegar samúðar ky eð j ur. Friðjón Þórðarson. IngibjÖrg H. Stefáns- dóttir — Minningarorð / Gísli Jó'hannsson var fæddur *ð Saurum í Laxárdal hinn 3. júní 1875. Foreldrar hans voru Guðbjörg Gísladóttir og Jóhann iVigfússon. Gísli átti alla ævi heima í Laxárdal. Ólst að mestu •ipp á Saurum. Fyrri kona Gísla var Ólína Guðjónsdóttir. Bjuggu þau á Kambsnesi og víðar í Laxárdalshreppi. Ekki var þeim barna auðið, en þau ólu að miklu f DAG verður gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju útför Ingibjargar H. Stefánsdóttur. Hún fæddist í Hafnarf. 17. nóv. 1892 og ól þar allan aldur sinn. Ingibjörg gekk eigi heil til skógar hin síðari ár og að morgni sunnudaginn 16. apríl fékk hún heilablæðingu er leiddi til andláts næstu nótt. Foreldrar Ingibjargar voru heiðurshjónin Sólveig Gunnlaugs dóttir og Stefán Sigurðsson, tré- smíðameistari. Var Sólveig ætt- uð úr Selvogi en Stefán var Hún- vetningur. Voru báðar ættirnar gagnmerkar og þekktar fyrir dugnað og vitsmuni. Fluttust þau til Hafnarfjarðar 1887, eignuðust þar fagurt heimili og átta efni- leg börn, og eru nú á lífi fimm bræður Ingibjargar. Föður sinn missti Ingibjörg 1906 og voru systkinin þá fimm innan fermingaraldurs. Varð því hlutskipti þeirra að hefja ung að árum störf til stuðnings móður sinni með barnahópinn stóra. Ingibjörg reyndist frá þeirri stundu sönn og trúverðug stoð og styrkur móður sinni og bræðr- um. Hún átti í ríkum mæli það hugarfar að fórna starfi sínu fyrir aðra og færa þeim fegurð og unaðsstundir. Móðir hennar andaðist í hárri elli 1952 og var það til sérstakrar fyrirmyndar hversu ævikvöld hennar var unv vafið ást og umönnum hinnar fórnfúsu dóttur er helgaði líf sitt og allt starf móður sinni og yngsta bróður. Ingibjörg var glaðleg yfirlit- um, trúrækin og viðkvæm í lund. Hún vildi öllum vel en einkum var ríkt í fari hennar að gleðja börn. Enda hændust bræðrabörn in að Ingibjörgu og áttu með henni ótal gleðistundir. Geyma þau öll í þakklátum huga end- urminningar, fagrar og bjartar. Ingibjörg var hlédræg kona. Vettvangur hennar var hið fagra og myndarlega heimili að Suður- götu 25, er hún bjó hin síðari ár bróður sínum Ingólfi múrara- meistara. Söknuður hans er nú sár, svo samrýmd voru þau syst- kinin að til fádæma má teljast. Við, sem áttum því láni að fagna í lífinu að kynnast mann- kostum og fágaðri framkomu Ingibjargar Stefánsdóttur þökk- um henni tryggð og vináttu. Ástvinum Ingibjargar votta ég einlæga samúð. Adolf Björnsson. Til sölu notaðar skiffer þakplötur. Einnig bað- vatnsdunkar á sama stað. — Uppl. í síma 17930. Tilboð óskast í stórt Einbýlishús á bezta stað í bænum. Bíjskúr og blómagarður.. — Nánari uppl. í síma 14476 kl. 2—4 í dag og næstu daga. AUGLVSIIMG um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér með, að að- alskoðun bifreiða fer fram 24. apríl til 18. ágúst n.k., að báðum dögum rneðtöldum, svo sem hér segir: Mánud. 24. apríl R—1 til R—150 Þriðjud. 25. apríl Rr—151 — R—300 Miðvikud. 26. apríl R—301 — R—450 Fimmtud. 27. apríl R—451 — R—600 Föstud. 28. apríl R—601 — R—750 Þriðjud. 2. maí R—751 — R—900 Miðvikud. 3. maí - R—901 — R—1050 Fimmtud. 4. maí R—1051 — R—1200 Föstud. 5. maí R—1201 — R—1350 Mánudag. 8. maí R—1351 — R—1500 Þriðjud. 9. maí R—1501 — R—1650 Miðvikud. 10. maí R—1651 — R—1800 Föstud. 12. maí R—1801 — R—1950 Mánud. 15. maí R—1951 — R—2100 Þriðjud. 16. maí R—2101 — R—2250 Miðvikud. 17. maí R—2251 — R—2400 Fimmtud. 18. maí R—2401 — R—2550 Föstud. 19. maí R—2551 R—2700 Þriðjud. 23. maí R—2701 — R—2850 Miðvikud. 24. maí R—2851 — R—3000 Fimmtud. 25. maí R—3001 — R—3150 Föstud. 26. maí R—3151 — R—3300 Mánud. 29. maí R—3301 — R—3450 Þriðjud. 30. maí R—3451 — R—3600 Miðvikud. 31. maí R—3601 — R—3750 Fimmtud. 1. júní R—3751 — R—3900 Föstud. 2. júní R—3901 — R—4050 Mánud. 5. júní R—4051 — R—4200 Þriðjud. 6. júní R—4201 — R—4350 Miðvikud. 7. júní R—4351 — R—4500 Fimmtud. 8. júní R—4501 — R—4650 Föstud. 9. júní R—4651 — R—4800 Mánud. 12. júní R—4801 — R—4950 Þriðjud. 13. júní R—4951 — R—5100 Miðvikud. 14. júní R—5101 — R—5250 Fimmtud. 15. júní R—5251 — R—5400 Föstud. 16. júní R—5401 — R—5550 Mánud. 19. júní R—5551 — R—5700 Þriðjud. 20. júní R—5701 — R—5800 Miðvikud. 21. júní R—5851 — R—6000 Fimmtud. 22. júní R—6001 — R—6150 Föstud. 23. júní R—6151 — R—6300 Mánud. 26. júní R—6301 — R—6450 Þriðjud. 27. júní R—6451 - -R—6600 Miðvikud. 28. júní R—6601 — R—6750 Fimmtud. 29. júní R—6751 - -R—6900 Föstud. 30. júní R—6901 — R—7050 Auglýsing um skoðunardaga bifreiða frá R-7051 til R-12039 verður birt síðar. Skoðun á bifreiðum, sem eru í notkun hér í bænum, en skrásettar annars staðar, fer fram 2. til 13. maí. Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun fram- kvæmd þar daglega, kl. 9—12 og kl. 13—16,30, nema föstudaga til kl. 18,30. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna feggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vá- tryggingariðgjald ökumanna fyrir árið 1960 séu greidd, og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Þeir bifreiðaeigendur, sem hafa viðtæki í bifreiðum sjn- um, skulu sýna kvittun fyrir greiðslu afnotagjalda til ríkisútvarpsins fyrir árið 1961. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður sjjoðun ekj^i framkvæmd og bif- reiðin stöðvuð þar til gjöldin eru greidcþ Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkv. um- ferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tek- in úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 19. apríl 1961 Sigurjón Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.