Morgunblaðið - 22.04.1961, Síða 20

Morgunblaðið - 22.04.1961, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIB Laugardagur 21. aprfl 1961 ! DÆTURNAR VÍTÁ BETUR SKÁLDSAGA EFTIR RENÉE SHANN ! I í i í ! í - í haga mér eins og skyldan býður. Philip datt í hug, þegar Cynt- hia var endur fyrir löngu að segja þetta sama við hann. Hún hafði haldið því fram, að hún yrði að gera það sem hún vissi vera rétt 1 sambandi við móður sína! Og reynslan sýndi- bezt, hvað af því hafði hlotizt fyrir þau bæði. Hann fór að hugsa til gærkvöldsins. Það leit helzt út fyrir, að hún þekkti Janet miklu betur en hann sjálfur gerði. Kannske var það af því, að þær vöru báðar konur. Sú eldri féuin það alveg á sér, hvað sú yngri myndi gera. Eða var það af því að þær voru báðar sérstakar kon ur? Margar konur hefðu hagað sér allt öðruvísi. Hann fór að velta því fyrir sér, hvort sér myndi þykja svona vænt um þær báðar ef þær hefði ekki sýnt sig vera svona heiðarlegar. Báðar fóni þvi fram, sem þær töldu réttast og fómuðu sér án þess að hugsa neitt um afleiðingarnar fyrir þær sjálfar. Fóma sér! Guð minn góður, hvað hann hataði það orð. Allt í einu datt honum í hug, að nú væri einmitt tækifærið fyrir hann sjálfan að fóma sér, ef hann vildi! Hann gat sagt við Janet: „Jæja, elskan, ég veit hvað er aðaláhyggjuefnið þitt. Ég skal gefa þér mitt æruorð upp á að yfirgefa ekki hana mömmu þína. Og ég skal gera meira. Ég skal reyna, hvort við getum ekki byrjað nýtt líf. Hver veit nema við getum enn bjargað einhverju af þessu hjónabandi okkar, þrátt fyrir allt. Hann var næstum farinn að hlæja að sjálfum sér fyrir að láta sér detta aðra eins vitleysu í hug. í fyrsta lagi mundi Margot ekki gera neitt til þess arna, fyrir sitt leyti. Hún gat beinlínis ekki reynt að gera nokkum mann hamingjusaman. Ekki einu sinni dóttur' sína, sem henni þó sennilega þótti vænt uan eftir því sem eigingirni hennar leyfði. — Þú verður auðvitað að ráða því sjálf, sagði hann. — Og ég ætti sjálfsagt að bæta því við, að ég telji það lofevert. — Þú þarft nú ekki að hæðast að mér, pabbi. — Það var ég alls ekki að gera, góða mín, en hitt þykir mér leitt, ef þú ætlar að fara að hrapa að einhverju, sem gerir þig óham- ALLT HEIMILIÐ SKÍNANDI FAGURT ÁINI IMLINIIIMGS MEÐ ÞESSUM JOHNSON’S FÆGILÖGUM Notið PRIDE fyrir húsgögnin Pride — þessi frábæri vax vökvi, setur spegilgljáa á húsgögnin og málaða fleti án nokkurs núnings. Og Pride gljái varir mánuðum saman, verndar húsgögnin gegn fingraförum, slettum, ryki og óhreinindum. Fáið yður Pride — og losn- ið við allt nudd er þér fægið húsgögnin. Notið Glo-Coat á gólfin. Glo.Coat setur varan. legan gljáa á öll gólf án nokkurs núnings - gler- harða húð, sem kemur í veg fyrir spor og er var- anleg. Gerir hreinsun auðveldari! Fljótari! Notið Glo-Coat í dag — það gljáir um leið og það þomar! JOHNSON/SlWAX products MÁLARINN H. F. Sími 11498 — Reykjavík ingjusama um alla framtíð. Janet fann tárin koma fram í augun. Tilhugsunin ein um það að hún ætti að missa Nigel kom henni til að óska sér, að hún væri dauð. Og nú var hún yfir- þyrmd af hræðslunni um, að þetta mundi raunverulega verða. Hún sá fyrir sér Sharman, eins og hún hafði litið út í kvöld. Svo falleg. Svo reiðubúin að kasta sér yfir bráðina. — Jæja, ég ætti víst að fara að koma mér í rúmið. Ég er búin að vera þreytt í allan dag. Ég vakti fram eftir í gærkvöldi. Hún sneri sér við á leiðinni út úr stofunni. — Komst þú seint heim í gærkvöldi, pabbi? Ég heyrði þig ekki koma inn. — Ekki mjög seint. Janet beið. Hér gat verið tæki- færið fyrir hann. Hversvegna sagði hann henni ekki, að hann hefði borðað með Cynthiu? Var það ekki hálfekrítið að minnast ekki á það einu orði? En það var greinilegt, að hann ætlaði alls ekki að nefna það á nafn. — Eru hér ekki nein sunnu- dagsblöð? Ég hef ekki litið í blað í allan dag. Mig langar að fá eitthvað til að lesa í rúminu. — Hér er Express. Philip tók blaðið af borðinu og leit kæru- leysilega yfir síðurnar. Sumarið var komið og ferðaskrifstofum- ar voru farnar að auglýsa sumar- leyfisferðir. Ein auglýsingin vakti eftirtekt hans, og héit henni fastri. Hann stóð með blað ið í hendinni og einkennilegan svip á andlitlnu. Þetta var mynd af litla þorpinu í Vestur-írlandi, þar sem þau Cynthia höfðu fyrst hitzt ' sumarleyfinu sínu — það var smækkuð útgáfa af stóru auglýsingunni, sem hann hafði séð í forsalnum í gistihúsinu hennar Cynthiu, og hann hafði vakið eftirtekt hennar á, kvöld- inu áður. Hann athugaði auglýs- inguna nánar. Hún var ógreini- leg og illa prentuð, em engu að síður mundi hann hvert smá- atriði í myndinni, og hjarta hans fylltist viðkvæmni, er hann hugs aði til þess hve hamingjusöm þau höfðu verið þá — saman. Já, vitlaus hafði hann verið að sleppa Cynthiu. Þar hefði hann átt að vera einbeittari. Grimm- ari! Hann hefði átt að leita hana uppi, þrátt fyrir allar fullyrðing ar hennar um, að þau mættu ekki hittast oftar. Hefði hann bara gert það, hefði ævi þeirra Margot orðið önnur en raun var á. — Á hvað ertu að horfa svona mikið pabbi? Janet var farin að líta yfir öxlina á honum. — Ég var þarna einu sinni í sumarfríi. Það var áður en þú fæddist og áður en ég hitti hana mömmu þína. Menningartengsl íslands og Ráðst j órnarrík j anna Tónleikar Sovézki píanósnillingurinn professor Pavel Serebrjakoff þjóðlistamaður Sovét- Rússlands í Þjóðleikhúsinu mánudaginn 24. þ.m. kl. 20,30. Viðfangsefni eftir Schumann, Ravel, Kijose, Sjostakofitsj, Rakhmaninoff o. fl. Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu frá kl. 13,15 í dag. M.Í.R. Kvenfélag Lágafellssóknar Hlégarður Bazar — Kaffisala i Hinn árlegi bazar félagsins verður haldinn í Hlégarði, sunnudaginn 23. þ.m. kl. 2 e.h. Kaffisala hefst kl. 3,30. Bazarnefndin L 6 MEANVOflLg, AT LOST FOREST ^ * t>6N*T FORGET, TBAIL, WHEN VðU'RE UP THIS WAY AGAIN BE SURE AND COME TO SEE US/ T DAQ YOU LOOK AWFULLV TIRED/ I WILL, U McCLUNE... AND THANKS A LOT/ J I AM, CHERRY... I'M 14 WORN OUT...THIS DEER REPORT WILL SOON BE FINISHED...THEN PERHAPS WE CAN GO FISHING/ , — Gleymdu því ekki Markús, að næst þegar þú kemur á þessar elóðir verður þú að heimsækja okkur! — Það skal ég gera, McClune . . Og þakka þér kærlega! Á meðan, í Týnda skógi: — Pabbi, þú lítur afar þreytu- lega út! — Ég er þreyttur Sirrí .... Ég er uppgefinn .... Bráðum er þessari skýrslu um dádýrin lokið .... Þá getum við ef til vill farið á veiðar! Henni varð hverft við, er hún leit á myndina, því að hún kann. aðist við hana eftir stóru aug- lýsingunni í hótelinu hennar Cynthiu. Og hún mundi líka eftir svipnum á Cynthiu, þegar hún horfði á myndina. Það var alveg sami svipurinn og á andliti föður hennar áðan. — Er þetta góður staður, pabbi? — Já, ótrúlega góður. Hann rétti henni blaðið. — Þarna, taktu það með þér ef þig langar til að lesa það. Annars ættirðu að fara að koma þér í bólið. Þú ert svo þreytuleg. Hann laut niður og kyssti hana og fann umi leið til einhverrar viðkvæmni og meðaumkunar með henni. —■ Aumingja Poppa mín! Ég vona, að þetta fari allsaman vel hjá þér! Þessi orð hans bergmáluðu t huga hennar, þegar hún var komi in upp í herbergið sitt. Hún leit aftur á Connemara-auglýsingunai. Var hún kannske einhver lykilí að fortíðinni? Kannske ástæðani til þess, að faðir hennar og! Cynthia höfðu verið úti að borðal saman 1 gærkvöldi? Cynthia hafði sagt henni, að einu sinnil: hefði hún verið ástfangin. Þa?S hafði verið fyrsta og eina ástiu hennar. Hefði það getað veriS hann pa-bbi hennar? Var það þessvegna sem foreldrum hennar kom svona hræðilega illa samanl — þessvegna sem þau höfðu aldrei verið hamingjusöm? Var það af því, að hann hafði aldrei elskað mömmu hennar, og vegna þess að hann hafði alltaf elskað Cynthiu? 1 Hún studdi báðum höndumi fast á snyrtiborðið sitt, þar semi blaðið lá. Nú var ýmislegt sitt af hverju að verða henni Ijóst. Cynthia hafði hvatt hana til að giftast Nigel. Pabbi hennar líka. Það var Cynthiu vegna, að pabbi hennar hafði ekki viljað lofa að yfirgefa ekki mömmu hennar. ef hún giftist Nigel. Hún mundi, að það var ekki nema rétt og stutt vika síðan hún hafði beðið hann að lofa sér því að láta giftingu hennar engin slík áhrif hafa á sig. Og í því samtali þeirra miðju hringdi Cynthia. Og nú heyrði hún símann hringja. Hún var rétt að því kora in að hlaupa til og svara, af þvl að hún var hrædd um, að annara kynni hringingin að ónáða móð- ur hennar, en þá snarstanzaðí hún allt í einu. Hún mundi eftir skilaboðunum um, að ungfrú Langland hefði hringt og ætlaði að hringja aftur. En nú var hug- ur hennar fullur gremju og von- brigða. Hún hataði Cynthiu. Húu hataði föður sinn. Hún vissi, að þau vildu bæði láta hana ganga að eiga Nigel, af því að þegar hún væri farin að heiman gætu þau hlaupið burt saman, án þess að skeyta um, hvað um móður hennar yrði. álíútvarpiö Laugardagur 22. aprfl 8:00 Morgunútvarp (Bæn. 8:08 Morj unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Ifádegisútvarp (Tónlelkar 12:21 Fréttir og tilkynningar). 12:50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Si*« urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. (18:00 Fréttirlw 15:20 Skákþáttur (Baldur Möller). 16:05 Bridgeþáttur (Hallur Símonar* son). 16:30 Danskennsla (Heiöar Astvalde- son danskennari). 17:00 Lög unga fólksins (Þorkell Helgn son). 18:00 Útvarpssaga bamanna: JPetrn litla*4 eftir Gunvor Fosaum; X* sögulok. (Sigurður Gunnarsson kennari þýðir og les). 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl inga (Jón Pálsson). 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Upplestur: „Spor 1 aandinum**# smásaga eftir Runar Schildt, 9 þýðingu séra Sigurj óna Guð« jónssonar (Gestur Pálsson leik« ari). 20:40 Tónleikar: Hljómsveitin Fílhamg onía í Lundúnum leikur forleik eftir Weber; Wolfang Sawalliscli stjórnar. 21:10 Leikrit: „Peningatréð" — eftlr Gunnar Falk&s. Þýðandi: í»or« steinn ö. Stephensen. — Leilc* stjóri: Baldvin Halldórsaon. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:103 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.