Morgunblaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 23
Laugardagur 21. apríl 1961 MORGUNBT AÐ1Ð 23 — Kúha Framhald aí bls. 1 olli úrslitum í bardögunum hafi verið gnægð rússneskra vopna, fajllbyssur, skriðdrek- ar og Mig-orustuflugvélar, sem Castro-stjórnin réð yfir. i 1 Enn er ekki hægt að fá ná- kvæmar fréttir af bardögunum. Þó virðist það nú sýnt að inn- rásarliðið hefur verið miklu fá- mennara en fyrst var búizt við 1 fyrstunni var sagt að 5000 manns væru í innrásarliðinu. Nú er talað um að í því hafi verið allt frá aðeing nokkur hundruð manna og upp í hæsta lagi 2000 manns. Castró stjórnar Havana-útvarpið segir, að það hafi verið Fidel Castró sjálfur sem stjómaði hernaðaraðgerðum gegn innrásarliðinu um miðbik suðurstrandar Kúbu. Lýsir út- varpið með mörgum orðum snlldarlegri herkænsku foringj- — Ferð/r í lofti Framh. af bls. 24. flugvélina. Sá hann ekki niður á Króksfjarðames, en reyndi þá fyrir sér á Reykhólum, en tókst ekki að lenda þar heldur. Fortíð og nútíð begar Birni tókst ekki að lenda, var enn haft samband við héraðslækninn í Búðardal, og lagði hann af stað þaðan um líkt leyti og Bjöm varð að snúa við. Færðin var mjög slæm, einkum fyrir Gilsfjörð, og var Þórhallur Ólafsson héraðslækn- ir um sex klukkustundir á leið- ánni, ríðandi og gangandi mik- inn hluta leiðarinnar, en á bíl þar sem fært var. Var hann orðinn gegndrepa, er hann kom á áfangastað um miðnætti. — Minnir þetta óneitanlega á læknisvitjanir fyrri tíma, þegar læknar lögðu líf sitt og heilsu í hættu til að komast til sjúkl- inga á fjarlægum slóðum um hávetur í frosthörkum og hríð- arbyljum. 1 þetta sinn hafði tæknin gert sína tilraun en orð- ið frá að snúa að sinni. Þá var ekki um annað að ræða en hverfa aftur til fortíðarinnar. Önnur tilraun Björns Þegar Þórhallur hafði sinnt 'drengnum, fór hann í aðra sjúkravitjtin þá um nóttina. En tæknin og dugnaður Bjöms Páls sonar voru ekki búinn að syngja sitt síðasta vers. Um morguninn var enn haft samband við Björn, og hann beðinn að gera aðra tilraun til lendingar, þar sem brýna nauðsyn bæri til að ráði héraðslæknis að koma drengnum hið bráðasta í sjúkrahús. Bjöm hóf því flug- vélina enn á loft kl. 7 um morg uninn. Veðurhæðin var þá engu minni, en skyggni betra, og í þetta sinn tókst honum að koma auga á Króksfjarðames. — Sá hann að flugvöllurinn flaut í tvatni og leðja þakti hann all- an. Þrátt fyrir það freistaði hann lendingar, sem tókst veL Þegar hann kom út úr vélinni, sá hann að leðjan á vellinum var 12 cm þykk, en þar sem vindur var mjög hvass, gerði hann ráð fyrir að geta haft flugvélina á loft aftur á stuttri braut. Faðir drengsins, Rútur Óskarsson, bóndi á Valshamri, var mættur með son sinn. Völl- tirinn var níðþungur, en Bimi tókst þó að koma flugvélinni á loft og flutti þá feðga suður, en drengurinn var þegar fluttur í Landspítalann. Þannig sameinuðust tæknin ®g gamli tíminn að því að bjarga lífi þessa drengs. Þess má geta, að þetta er í annað Sinn, sem Þórhallur Ólafsson kemur í lífsnauðsynlegum lækn Iserindum í vetur til Króks- fjarðamess, en þar er nú læknis laust eins og áður segir. ans, er hann lét fyrst halda uppi linnulausri stórskotahríð á inn- rásarliðið og gerði síðan leiftur- sókn á miðlínuna og hrakti óvin- ina út á mýrarfenin. Castró-stjórnin kveðst hafa náð miklu herfangi, meðal ann- ars fimm skriðdrekum af banda- rískri Sherman gerð. Havana-út- varpið segir að innrásarliðið hafi komið til Kúbu frá rikjunum Guatamala og Nikaragúa i Mið- Ameriku, en þangað hafi banda- riskar herflugvélar verið búnar að flytja liðið frá æfingarstöðv- um á Florida. Meðal hinna handteknu upp- reisnarmanna er José Miró Torr- es, sonur José Miró Cardona for- ingja byltingarráðsins. Sigurtoátíð. Castró-sinnar undirbúa nú feikimikla sigurhátíð á Kúbu. Er búizt við að hún verði haldin 1. maí daginn. Verða þar skrúð- göngur miklar og Castró mun flytja langa sigurræðu. Fyrsta skeyti frá Havana. Reuters-fréttastofan sendi í gær út geisimiklar fréttir um Kúbu-málið og er nú hér aðeins hægt að drepa á nokkur helztu atriðin. Fréttamaður Reuters á Kúbu John Bland sendi fyrstu frétta- skeytin í gærmorgun. Hann kvaðst hafa fengið að fara allra ferða sinna, og skilað fjölda símskeyta á símstöðina á Havana meðan bardagar stóðu yfir, en ekkert þeirra hefði verið senit, þar sem símasambandi var slit- ið. Hann segir að fréttamenn bandarísku fréttastofanna Asso- ciated og United Press Og New York Times hafi verið fangelsað- ir og sitji enp. í fangelsum. Bland segir, að allt sé nú ró- legt í Havana, höfuðborginni og heyrist ekki lengur nein skot- hríð þar. Castro-sinnar fara sig- urreifir á vörubílUm um stræti borgarinnar. Þó er ekki að sjá neina ofsakæti. Hann segist ekki hafa orðið var við neinar fjöldahandtökur en blöðin í Havana og sjónvarp- ið eru famar að sýna myndir af föngum sem teknir hafa verið og er sagt að þessir fangar séu „úr- hrök“. Ráðist á Kennedy. Útvarp og blöð á Kúbu ráðast heiftarlega á Kennedy Banda- ríkjaforseta. Kalla þau hann margskonar svívirðuorðum, en aðal inntakið í árásunum er að hann hafi ekkert vit á Kúbu-mál um. Blöðin segja að 175 fallhlífa- mönnum innrásarliðsins hafi ver ið varpað út á vesturenda Kúbu. Var þeim flogið með Dakota-flug vélum frá Nikaragúa. Viðurkenn ir Havana-útvarpið að þessir fallhlífarliðar hafi barist af mik- illi heift og þrautseigju, en verið yfirbugaðir. 29 teknlr af lífi Það virðist almennt álit manna í Havana að orsökin fyrir ósigri uppreisnarmanna hafi verið að þeir höfðu ekki nákvæmar upp- lýsingar um herstyrk Castró- sinna. Það hafi og komið í ljós, að Castró átti meiri vinsældir meðal almennings, en þeir höfðu búizt við. Sérstaklega kom í ljós, að heimavarnarliðið brást hon- um ekki. Aftökusveitir skutu sjö gagn- byltingarmenn í gærkvöldi í Hav ana. Þar með er tala líflátinna síðan innrásin hófst komin upp í 29. Edda í Kópavogi NÆSTA handavinnukvöld Sjálf- stæðiskvcnnafélagsins Eddu í Kópavogi verður haldið að Mel- gerði 1 þriðjudaginn 25. þ. m. kl. 8,30. — Kosnir verða full- trúar á Landsfund Sjálfstæðis- flokksins. frönsku hetja sem störfuðu á stríðsárunum í neðanjarðarhreyf- ingunni nægði ekki til að fella hina grimmii nazista. Og allar hetjudáðir ungverskra verkamanna og stúdenta gátu ekki unnið sigur á stálbrynjaðri árás rússneskra skriðdreka. En sú frelsisbarátta varð ekki einskisnýt þótt Rússar bældu hana niður. Eins getur harð- stjórinn Castro ekki verið örugg ur meðan frelsisþráin býr 1 brjósti Húbu-imanna. Himdruð þúsunda Kúbu-manna hafa flúið land og þúsundir munu enn flýja. Við segjum við flóttafólkið: Dyr okkar standa opnar og rétt- ur þess til hælis skal virtur sem ein grein mannréttindanna, sagði Stevenson að lokum. „Saltib" i siðasta j sinn 1 KVÖLD verður leikritið „Tvö á saltinu“ sýnt í 15. sinn í Þjóðleikhúsinu og eru þá eftir aðeins fáar sýningar á þessum leik. — Lcikararnir Kristbjörg Kjeld og Jón Sigurbjörns- son fara með hin vanda- sömu hlutverk í þessu tveggja manna leikriti og hafa vakið mikla athygli fyrir ágæta leikmeðferð. — Myndin er af þcim úr öðr- um þætti leiksins. — Bandarikin Framh. af bls. 1 hann barðist gegn einræði Bat- ista, og alveg eins höfðum við samúð með frelsisvinunum sem nú hættu lífi sínu í baráttunni gegn ógnarvaldi Castros. Ekki við fyrsta högg Sagan sýnir okkur, hélt Steven son áfram, að vígi harðstjóm- arinnar falla ekki við fyrsta högg, allra sízt þegar einræðis- herrann hefur safnað að sér ógrynnum fullkomnustu vopna. Hugrekkið eitt nægir ekki gegn slíku valdL Hugrekki hinna — Handritin Framhald af bls. 1 sem íslendingar leggja megin- áherzlu á að fá. Erfiðasta vandamálið er, hvað gera skuli við Noregskon- ungasögur, sem íslendingar gera tilkall tiL Hafa Danir bent á það, að ef íslendingum verða afhentar þær, þá muni Norð- menn gera kröfur til afhend- ingar handrita úr dönskum söfnum, m.a. muni þeir heimta Konungsskuggsjá, sem er eitt af hinum betri og verðmætari mið- aldahandritum í Danmörku. Háskólaráð Kaupmannahafnar- háskóla kemur saman til fimd- ar á miðvikudag, að ræða hand- ritamálið. Dr. Robert A. Ottó- son söngmálastjóri DR. Róbert A. Ottósson, hefur verið skipaður söngmálastjóri •þjóðkirkjunnar, og mun hann taka við embættinu 1. maí næst- komandi. Það er dóms og kirkju- málaráðherra sem skipar dr. Ró- bert í þetta starf. Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar ] starfar mjög náið með biskupi landsins. Séra Ingólfur Ástmars- son biskupsritari sagði í gær, í símtali við Mbl. að óhætt væri að fullyrða að kirkjunnar menn fögnuðu þessari skipan söngmála st j óraembættisins. Meimingarvið- skipti Póllands og Islands ÍSLENZK-PÓLSKA menningar- félagið hélt aðalfund sinn í Þjóð leikhúskjallaranum í síðasta mánuði. Á fundinum gaf formaður fé- lagsins, Haukur Helgason, banka fulltrúi, skýrslu um störí félags ins á árinu 1960. f stjórn félagsins voru kosnir: Haukur Helgason, formaður, og meðstjórnendur þeir Finnbogi Kjartansson, stórkaupmaður og Magnús Kjartansson, ritstjóri. Varaformaður var kjörinn Hall dór Kiljan Laxness, rithöfundur, og aðrir varamenn þeir Arnór Hannibalsson, hand. phil og Kjartan Guðjónsson, listmálari. Að loknum aðalfundarstörfum flutti sendifulltrúi Pólverja, frú Halina Kowalska ræðu um menn ingarleg samskipti Pólverja og fslendinga, Rakti hún allýtarlega starf Pólsk-íslenzka félagsins í Varsjá, en formaður þess er prófessor Margaret Schlaueh, sem er mörgum íslendingum að góðu kunn. Frú Kowelska, sem mælti á íslenzku, kom víða við í ræðu sinni og kom vel fram hinn mikli áhugi Pólverja fyrir auknum samskiptum þeirra og okkar fs- lendinga, bæði á menningar- og viðskipta-sviðinu. Frú Þuríður Pálsdóttir söng pólsk og íslenzk lög við undir- leik F. Weisshappel. Að lokum var stiginn dans. (Frá íslenzka-pólska menningarfélaginu). Hjartans þakklæti til allra, sem sýndu mér vinsemd og kærleika á 85 ára afmæli mínu 14. apríl 196L Lifið heil. Gróa Ófeigsdóttir, Bakkatúni 14, AkranesL Faðir okkar JÓN ÞOBSTEINSSON söðlasmiður, andaðist miðvikudaginn 19. þ.m. HaraJdur Jónsson, Þorsteinn L. Jónsson. Systir okkar SIGRÍÐUR GREIPSDÖTTIR andaðist 19. apríl Katrín Greipsdóttir, Guðbjörg Greipsdóttir, Sigurður Greipsson, Eiginmaður minn JÓN VÍDALfN HINRIKSSON - Hlíðarbraut 17, Hafnarfirði andaðist í St. Josepsspítala Hafnarfirði 20. apríl. Fyrir hönd vandamanna. Guðrún H. Einarsdóttir Maðurinn minn BJARNI EGGERTSSON frá Laugarælum, andaðist aðfaranðtt 20. apríl. Anna Guðsteinsdóttir ÓLlNA HALLDÓRSDÓTTIR frá Kollsvík andaðist 15. þ.m. að heimili sínu Sviðholti á Álftanesi. Jarðarförin fer fram mánudaginn 24. þ.m. og hefst með bæn að Sviðholti kl. 2 e.h. — Jarðsett verður að Bessa- stöðum. Kristín og Yngvi Eyjólfsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnSa samúð við andlát og jarðarför JÓNS JÓNSSONAR frá HrafnsstaðEikoti Einnig þökkum við hjúkrunarliði og læknum á Hrafn- istu fyrir góða hjúkrun. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna. Guðrún Angantýsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.