Morgunblaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 24
Vettvangur Sjá bls 13. 89. tbl. — Laugardagur 22. apríl 1961 Bílfært norður í næstu viku? AKUREYRI, 21. apríl. — í dag opnuðu snjóýtur frá Akureyri og Húsavík leiðina á milli bæj anna. Víða var mjög djúpur snjór, sem ýturnar ruddust í gegn 8000 tn. farin til Bretlands AKRANESI, 21. aprfl. — Nú er búið að afskipa rúmlega 7800 lestum af sementi því sem Sementsverksmiðj an hefur sam- ið um sölu á til Bretlands, alls 20,000 lestum. Verksmiðjan hef- ur á að skipa þrautþjálfuðu starfsliði. Fjárhagur verksmiðj- unnar er góður og mun láta nærri að afskriftir á síðastá ári hafi numið um 16 millj. kr. — Oddur. um á þjóðveginum. Mestur var hann þó við Dalsmynni, en þar voru skaflarnir 4 m á dýpt. Er vegurinn nú fær stórum bílum, en á honum er mikill vatnselg ur vegna hlákunnar, sem brugðið hefur til. í dag hafði dálítið snjóflóð fall ið á veginn við Litlu-Tjarnir í Ljósavatnsskarði, en snjóýtur ruddu veginn á svipstundu aftur. Eftir helgina er í ráði að ryðja Öxnadalsheiðina og verði ekki tafir á því, ætti að verða orðið bílfært milli Reykjavíkur og Ak ureyrar um miðja næstu viku. — St. E. Sig. Starf prentsmiðju- stjóra Gutenbergs laust 1 NÝJUM Lögbirtingi er skýrt frá því, að laust sé starf prent- smiðjustjóra Ríkisprentsmiðj- unnar Gutenberg, og verði það veitt frá 1. júní næstkomandi að telia. Steingrímur Guðmundsson prentsmiðjustjóri, verður sjö- tugur í næsta mánuði og verður því fyrir aldurssakir að hætta störfum. Hann hefur verið prentsmiðjustjóri í Gutenberg frá því að ríkið keypti prent- smiðjuna og hóf rekstur hennar 1. janúar. 1930. Umsóknarfrestur um starfið er útrunninn 13. maí n.k. og fjallar dóms og kirkjumálaráðu neytið um umsóknirnar. Feröir í lofti og á láði til að bjarga fífi drengs í G Æ R og fyrradag fór Björn Pálsson, flugmaður, all-óvenjulegar ferðir vestur á Barðaströnd. Sex ára gam- all drengur, Karl Rútsson frá Valshamri í Geiradal, veikt- ist af bráðri botnlangabólgu í fyrradag. Þar sem Reyk- hólahérað hefur verið lækn- islaust frá nýári og næsti læknir er ekki nær en í Búð ardal, var Björn Pálsson beð inn um að sækja drenginn og fljúga með hann suður. Gat Björn ekki lent í fyrri ferð- inni, sem hann fór í fyrra- dag, en í síðari ferðinni í gærmorgun, tókst honum að mm í víðavangshlaupinu í Hafn arfirói var geysileg þá'tttaka, t.d. voru yfir 60 drengir í yngsta flokknum og voru margir þeirra orðnir allfram- lágir þegar að marki kom. Tók þá sig til einn áhorfenda, Jón Mathiesen kaupmaður, sem er gamall íþróttagarpur, og hjálp aði einum þeim yngsta í mark. Vakti það mikinn fögnuð meðal hinna fjölmennu áhorf enda, enda hliupu kempurnar allgreitt endastprettinn. lenda og ná í sjúklinginn. Þá var héraðslæknirinn í Búð- Þórhallur Ólafsson, læknir. ardal, Þórhallur Ólafsson, kominn fyrir nokkrum klukkutímum á Valshamar, eftir sex tíma ferðalag, gang andi og á hestum mestan hluta leiðarinnar, vegna ó- færðar. Réð naumast við flugvélina Það var um hádegisbil á mið- vikudag að hringt var til Bjöms Pálssonar frá Króksfjarð arnesi, og hann beðinn að vera viðbúinn að sækja drenginn. — Björn kvaðst mundi reyna það, þótt veður væri vont, 8—10 vindstig, og flugbrautin á Króksfjarðarnesi mjög stutt. — Björn beið síðan eftir annarri kvöð frá Króksfjarðarnesi, með- an athugað var þar um líðan drengsins og haft samband við héraðslækninn í Búðardal. — Klukkan 3 var Bjöm svo beð- inn að leggja af stað, þar sem líðan drengsins væri engu betri og ófært - milli Búðardals og Króksfjarðarness. Björn hóf flugvélina þegar til flugs, en er hann nálgaðist Króksfjarðarnes, var mjög dimmt yfir landinu, rigning og þoka, bálhvasst og svo misvinda samt, að Björn réð naumast við Framh. á bls. 23. Stúdentafélagsfund ur: Spíritismiogsálar- rannsóknir GÍFURLEGUR fjöldi barna var viðstaddur valdaafsal Vet urs konungs i hendur sumar- drottningarinnar, í Lækjar- götu á barnadaginn. Forráða- menn Sumargjafar giska á að þar hafi verið eigi færri en 8—10 þús. manns. Allar bama skemmtanirnar voru fjölsótt- ar. Um morguninn fór skrúð- ganga skáta um götumar. Var talið að þetta myndi hafa ver- ið ein allra f jölmennasta skáta skrúðganga sem sézt hefði á götum háfuðborgarinnar. Er gangan fór eftir Hringbraut- inni, var hún samfelld að heita má frá Njarðargötunni, og á móts við Landsspítala- bygginguna. Strákar, sem óku á skellinöðrum og sýndu -kúnstir var einn liður í úti- skemmtuninni í Lækjargötu. Prestar leystir írá störfum f LöGBIRTINGI hefur verið til- kynnt að séra Bergur Björnsson prófastur að Stafholti í Mýra- prófastsdæmi, muni láta af em- bætti hinn 1. október í haust Séra Bergur á að baki sér um 30 ára prestskap og prófastur hef ur hann verið um allmörg ár. Þá hefur Rögnvaldur Finnbogá son fengið lausn frá störfum, en hann var prestur að Mosfelli í Grímsnesi. Hafði hann aldrei set- ið þar, því þegar í upphafi embættisferils síns þar afsalaði hann sér jörðinni og hinu gamla prestssetri þar. Prof. R. Beck nmr tilky giftingu sma A morgun, sunnudag, gengst Stúdentafélag Reykjavíkur fyrir almennum umræðufundi um göm ul deiluefni, þ.e. spíritisma og sálarrannsóknir. Fundurinn verð ur haldinn í Sjálfstæðishúsinu og hefst kl. tvö. Frummælendur verða tveir, séra Jón Auðuns, dómprófastur, og Páll Kolka, fyrrv. héraðslækn ir. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis þeim, sem sýnt geta stúdentaskírteini (annað hvort Stúdentafélags Reylijavíkur eða Stúdentafél. Háskóla íslands Aðrir greiða tíu krómur við inn ganginn. Þessi umræðuefni hafa löngum valdið harðvítugum deilum hér á landi, svo að búazt má við fjöl- menni og fjörugum umræðum. BLAÐ í Grand Forks í N-Dakóta, skýrir frá því, að tilkynnt hafi verið að fröken Margrét J. Brand' son sem er menntaskólakennari í San Francisko Og prof. Richard Beck konsúll íslands í N-Dakóta; ætli að ganga í hjónaband í júnl ípánuði í sumar. Fröken Margrét J. Brandson er áhugasöm um norræna menn- ingu og er í félögum sem að þeim vinna ásamt íslandsfélagsskap I heimaborg sinni Varðarkaffi t Valhöll í dag kl. 3-5 síðd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.