Alþýðublaðið - 30.11.1929, Side 3

Alþýðublaðið - 30.11.1929, Side 3
aíáPVÐUBliAÐíÐ 3 :0i Nýjar fyrsta flokks Virginia cigaretfar. Three Bells 20 stk. pakkinn kostar kr. 1.20 — Búnar til b]á Britlsb Amerioan Tobaeoo Co, London. Fást i heildsSlu h]á: Tóbaksverzl. tslands h.f. Einkasalar á íslandi. . llllffilllliift Hafnarfjörður. Aætlunarferðir á hverjum klukkutíma allan daginn. Frá Steindóri. TILKYNNINQ M Sjikrasamlagl Rejrkjavíknr. Þeir samlagsmenn, sem ætla að skifta um lækna við næstu ára* mót, verða að hafa tilkynnt pað til gjaldkera eigi siðar en 15. dez. næstkomandi. Eftir pannfLdag verður alls ekki hægt að fá skift um lækna. Gjaldkerinn. miœBiBniiHiiHfflisniiiHmmiiHiEraasimBamH Það, sem eftir er af Kveiivetrarkápnm, verður selt með 33 o 3 ® afslætti. að morðið var framið. Gerði hann ráð fyrir að nákvæm rannsókn yrði gerð á líkinu í dag. Jón heitinn var tæplega mið- aldra maður, ókvæntur., Bæjarstjórnarfréttir. Kosin niöurjöfnunamefnd. Á bæjarstjórnarfundinum i gærkveldi fór fram kosning nið- urjöfnunarnefndar. Var nefndin endurkosin: Sigurður Jónasson af lísta Alþýðuflokksins og Einar Arnórsson, Sigurbjörn Þorkelsson kaupm. og Gunnar Viðar af lista íhaldsins. Annar maður á lista Alþýðuflokksins var séra Ingimar Jónsson skólastjðri. Skattstjórinri er sjálfkjörinn í nefndina. Vara- menn voru kosnir: Jón Guðjóns- son bókari af lista Alþýðuflokks- ins og Jón Halldórsson ríkisfé- hirðir, Hannes Blöndal bankarit- ari og Þorgeir Pálsson fram- kvæmdastjóri af lista íhaldsins. Réttur styrkpega. Út af fundargerð fátækranefnd- ar frá 14. nóv. tók Stefán Jóh. Stef- ánsson fram, að a. m. k. þremur mönnum hefði þá verið veittur fátækrastyrkur í fyrsta sinn, en þó hefði fátækranefndin ekki gert neinar tillögur um, svo sem henni ber að gera, hvort styrkurinn skuli vera endurkræfur eða ekki. Og ekki bóli enn á, að nefndin geri tillögur um þá, sem þegið hafa styrk fyrir nýjár 1928, hvort þeir fái að halda réttindum sín- um eða ekki. Skoraði hann á nefndina að sofa ekki lengur á réttindum þessara manna. Væri þessi óhæfilegi dráttur þegar orðinn nefndinni til mikillar ó- virðu. — Eru þau ummæli mjög að maklegleikum. Bryggjugerð hafnarinnar. í sambandi við lundargerð hafnarnefndar spurði Ólafur Friðriksson, hvort efnið í bryggj- una fram af Grófinni og upp- fyllinguna vestur af hafnarbakk- anum vestri sé tekið innan hafn- arinnar og höfnin dýpkuð um leið, eins og ráð var fyrir gert. — Ónei. Það var ekki svo. Efnið er sótt lengra burtu, því að Dansk Sandpumper Kom- pagni, sem látið var fá verkið til framkvæmda, reyndist ekki hafa áhöld, sem notuð urðu ti) þess að losa upp úr hafnarbotn- inum. Efnið hefir svo orðið að sækja út fyrir hafnarsvæðið, — raunar ekki mjög langt, afsakaði borgarstjóri. En — höfnin er hvergi dýpri eftir en hún var. Fjárhagsáætlanir bæjarsjóðs og hafnarsjóðs voru lagðar fram, en umræðum frest- að til næsta fundar. Fyrir fáum vikum var Pétur Halldórsson kosinn í nefnd til þess að fjalla um húsnæði fyrir aðkomufólk á alþingishátíðinni. Nú veittu flokksmenn hans .hon- um lausn úr nefndinni, en ltusu Knút í staðinn. Brlend sfmask©|ríi. FB., 30. nóv. Frá Byrd. Frá New-York-borg er símað: Byrd flaug af stað í fyrra dag frá „Litlu Ameríku“ við Hvalfló- ann til suðurheimskautsins og kom aftur þangað í gærkveldi heill á húfi. Nánari fregnir hafa ekki komið. Setulið Bandamanna fer úr Rinarbygðum. Frá Berlín er símað: Síðustu setuliðs-hermenn Bandamanna í Aachen og Koblenz flytja þaðan í dag. Mikil hátíðahöld eru í Aachen í kvöld af tilefni brott- fararinnar. (Allar þýzkar útvarps- stöðvar útvarpa því, sem fram 'fer á hátíðinni, og ef til vilj.end- urútvarpa danskar stöðvar því einnig, og byrjar útvarpið kl. 11,50 ’í kvöld, danskur tími.) Bandarikjamenn og alDinois- Mtíðin. „Associated Press“ hefir til- kynt amerískum blöðum, að Pe- ter Norbeck, öldungadeildar- þingmaður í þjóðþingi Banda- ríkjanna fyrir Suður-Dakota, verði formaður sendinefndar Bandaríkjanna til Islands á al- þingishátíðinni, að boði Hoovers forseta.; Meðnefndarmenn hans verða þeir O. P. Jacobsen, forseti Minnesota-járnbrautarfélagsins ogj forseti „The Norwegian Sanger- forbund of America", O. B. Burt- ness, þingmaður í fulltrúadeild þjóðþingsins fyrir Norður-Da- kota, Frederick H. Fjozdal frá Detroit og Sveinbjörn ; Jónsson prófessor. frá Urbana í Illinois. (FB'} Framhaldsstofnfundur Bókmenta- félags jafnaðarmanna verður haldinn í Alþýðubrauð- genðinni kl. 2 á morgun. Sendiherm Breta í Sösslandi. Sir Esmond Ovey, sem nýlega var skipaður sendiherra Bret- lands í Rússlandi, hefir að und- anförnu verið sendiherra Bret- lands í Brazilíu. Sir Esmond hefir áður starfað í þjónustu utanríkis- málaráðuneytisins brezka í Stokk- hólmi, Teheran, Sofia og víðar. Hann er talinn mjög vel fær í rússnesku. Er talið, að ekki hafi verið um hæfari mann að ræða en hann í Bretlandi til sendi- herrastarfsins í Rússlandi. (FB.) Fimtugsafmæli á á morgun Margrét Jóhanns dóttir, Lindargötu 104. DoIIsnr. Húsmæður, hafið hug- fast: að DOLLAR er langbezta þvottaefnið og jafn- framt það ódýrasta í notkun, að DOLLAR er algerleg óskaðlegt (samkvæmt áður auglýstu vottorði frá Efnarannsóknarstofu ríkisins). Heildsölubirgðir hjá: HalldAri Elrlkssyal Hafnarstræti 22. Sími 175. ■

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.