Morgunblaðið - 25.04.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.04.1961, Blaðsíða 1
24 slður tfjpwMaMI* 18. árgangur 91. tbl. — Þriðjudagur 25. apríl 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsina Samþykkt íslenzku stfórnar- innar D A N S K A útvarpið ekýrði frá því í gær að ríkisstjórn Danmerk- ur hefði borizt samþykki íslenzku stjórnarinnar á tilboði Dana um afhend- ingu á hluta íslenzku handritanna og verði til- boðið nú lagt fyrir þjóð- þingið í Danmörku. Ætl- unin eir að sá hluti hand- ritanna, sem íslendingar fá, verði afhentur sem gjöf í sambandi við af- mæli Háskóla íslands í sumar, sagði danska út- yarpið ennfremur. Tilboðið felur í sér að ^v'í-iy^íjj.vwítf 1 ¦¦¦ .¦ ¦ . ¦ ¦¦ ¦ ¦ ..:¦¦ :¦>:¦¦¦ : íslendingarnir, sem ræddu afhendingu handritanna við diin.sku stjórnina: Gylíi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, dr. Sigurður Nordal og Stefán Jóh. Stcfánsson, sendiherra. Lengst til vinstri er Gunnar líjörnsson, sendiráðsritari. Á mynd- ina vantar prófessor Einar Öl. Sveinsson. íslendingum verða af- hent 1749 handrit af þeim nálægt 2.600 hand- ritum og skinnbókum, sem Kaupmannahafnar- háskóli á í fórum sínum. Megnið af handritunum er í Árnasafni, sem Árni Magnússon stofnaði, en hann var prófessor við háskólann frá 1701 eins og kunnugt er. Meðal þeirra verka, sem íslendingar fá, er Flateyjarbók, Sæmund- ar Edda og Grágás, en þar eru birt fyrstu lög fslands. Borgir Alsír í höndum uppreisnarmanna Fmkkar setja aðlktningsMiann til londsins Traustyfirlýsingar berastde Gaulle víða ð París, 24. apríl — (Reuter) UPPREISNARMENN í Alsír hafa nú allar stórborgir lands- ins á sínu valdi, en franska stjórnin segir að mikill hluti hersins sé henni enn trúr. Óttazt var að fallhlífalið gerði árás á París á sunnudag og var því gripið til varnarráð- Etafana og*ölIum flugvöllum lokað. Ekkert varð ]>«> úr árás- Snni, en sömu varnarráðstafanir viðhafðar aftur í nótt. — Segja talsmenn stjórnarinnar að hver klukkustund, sem líði án þess að uppreisnarmenn nái fótfestu í Frakklandi, leiði þá nær algjörum ósigri. Foringjar uppreisnarmanna segja hinsvegar að aldrei hafi staðið til að gera árás á Frakkland. De Gaulle forseta hafa borizt traustsyfirlýsingar víða að úr heiminum, m. a. frá Kennedy forseta og frá brezka þinginu. •' í Frakklandi tóku 10 milljónir verkamanna þátt í klukkustundar verkfalli til að sýna stuðning sinn við stefnu de Gaulle. Franska stjórnin lýstl í dag algjöru siglingabanni til Alsír og banni við pen- ingasendingum til landsins. Lýsti Terrenoir upplýsinga málaráðherra því yfir að ákveðið hafi verið að banna allar peningasendingar, öll bankaviðskipti og allar sigl- ingar milli Frakklands og Alsír. hugsanlegt væri að stjórn upp- reisnarmanna hyggði á innrás í Frakkland. Sagði forsætisráð- herrann að ætlun uppreisnar- manna hafi verið að senda fall- hlífalið til Parísar á sunnudag, en ekkert hafi orðið úr því á- formi. Hvatti hann Frakka til að vera vel á verði í nótt, „eink- um íbúana í nágrenni Parisar". Segir í ávarpi Debrés að ríkis- stjórnin hafi að nýju bannað allt flug og sett hindranir á alla flug velh til að fyrirbyggja að upp- reisnarmenn 'geti lent þar. Franski herinn hefur fengið liðs- auka með því að kallað hefur verið út varalið. En Debré tók það fram að ekki yrði almennum borgurum afhent vopn eins og kommúnistar og vinstri sósíalist- ar hafa krafizt. Frh. á bls. 2 Viðræ&ur hefjast urri Laos Innráfcarhætta Þá gaf Michel Debre forsæt- isráðherra út aðvörun um að Inu Þegar kvödd saman að Nýju Delhi, Vientiane og London, 24. apríL — (NTB/Reuter) — SOVÉTRÍKIN og Bretland skoruðu í dag á báða deilu- aðila í Laos að semja um vopnahlé og hvöttu Nehru, forsætisráðherra Indlands, til að fallast á að þriggja ríkja eftirlitsnefndin með Laos, skipuð var 1953, verði sem nýju. En Indland skipaði for- mann nefndarinnar og auk hans áttu þar sæti fulltrúar frá Kanada og Póllandi. Nehru samþykkur Sendiherra brezku stjórnar- innar í Indlandi, Sir Paul Gore- Booth, og sendiherra Sovétrikj- anna í Nýju Delhi, Ivan Bene- diktov, gengu í dag á fund Nehrus og afhentu honum afrit af vopnahlésáskoruninni. Að fundi þeirra loknum tilkynnti Framhald á bls. 23. Samtal við Óiaf Thors forsætisráð- herra Morgunblaðið hafði í gær tal af Ólafi Thors, forsætisráðherra, og spurði hann um handrita- málið. Forsætisráðherra sagði: — Handritamálið hefur, eins og kunnugt er, verið mörg ár á döfinni, og seinustu mánuði eða misseri hafa ríkisstjórnir Dan- merkur og íslands haft sam- band um málið sín á milli. Síð- ustu vikumar hafa farið fram umræður um málið í Kaup- mannahöfn, eins og skýrt hefur verið frá í blöðum, og hafa þar mætt af íslands hálfu Gylfi Þ. Gíslason og Gunnar Thorodd- sen og auk þess voru til kvadd- ir próf. Einar Ólafur Sveinsson og próf. Sigurður Nordal. — En hvað um gang málsins hér heima? Forsætisráðherra svaraði: — Menntamálaráðherra kom heim aðfaranótt laugardags og um helgina hefur rikisstjórnin rætt málið og haft samband vii5 þá þingmenn stjórnarflokkanna, sem hún náði til. Auk þess hel- ur rikisstjórnin haft samband við stjórnarandstöðuna um mál- ið, Loks má geta þess, að ís- lenzka handritanefndin, sem A4- þingi kaus á sínum tíma til að vera ríkisstjórninni _ til ráðu- neytis, fjallaði um málið allan laugardag og sunnudag. — En hvað munduð þér segja um horfurnar? — Ég geri ráð fyrir því að danska stjórnin muni taka sínar endanlegu ákvarðanir um málið á þriðjudaginn eða miðvikudag- inn nk. og þá gefa út tilkynn- ingu um málið. Fréttamaður blaðsins spurði forsætisráðherra: — Hvernig munduð þér þá dæma horfurnar, eins og þær eru í dag? ^ Forsætisráðherra svaraði: — Um það vil ég ekki segja annað en það, að ef þær vonir rætast, sem við nú höfum um endanlega lausn málsins, þá tel ég að Danir hafi sýnt ein- stakan skilning á óskum íslend- inga í þessu merka og við- kvæma máli og fátíðan höfðings skap. — Er það trú yðar, að vonir um lausn handritamálsins ræt- ist? — Já, svaraði Ólafur Thors, forsætisráðherra, ofi hann bætti við að lokum: — 1 dag hefur ríkisstjórnin símað dönsku stjórninni, að það frumvarp sem hún hyggst leggja fyrir þingið feli í sér fullnægjandi heim- ildir fyrir dönsku stjórnina til að verða við óskum Is- lendinga í handritamálinu. Frh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.