Morgunblaðið - 25.04.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.04.1961, Blaðsíða 1
24 siður 18. árgangur 91. tbl. — Þriðjudagur 25. apríl 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsina TIL Samþykkt islenzku stfórnar- innar D A N S K A útvarpið ekýrði frá því í gær að ríkisstjófrn Danmerk- ur hefði borizt samþykki fslenzku stjórnarinnar á tilboði Dana um afhend- Ingu á hluta íslenzku handritanna og verði til- boðið nú lagt fyrir þjóð- þingið í Danmörku. Ætl- unin e<r að sá hluti hand- ritanna, sem íslendingar fá, verði afhentur sem gjöf í sambandi við af- mæli Háskóla íslands í sumar, sagði danska út- varpið ennfremur. Tilboðið felur í sér að Islendingarnir, sem ræddu afhendingu handritanna við dönsku stjómina: Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, dr. Sigurður Nordal og Stefán Jóh. Stefánsson, sendiherra. Lengst til vinstri er Gunnar tíjörnsson, sendiráðsritari. Á mynd- ina vantar prófessor Einar ÓL Sveinsson. íslendingum verða af- hent 1749 handrit af þeim nálægt 2.600 hand- ritum og skinnbókum, sem Kaupmannahafnar- háskóli á í fórum sínum. Megnið af handritunum er í Árnasafni, sem Árni Magnússon stofnaði, en hann var prófessor við háskólann frá 1701 eins og kunnugt er. Meðal þeirra verka, sem íslendingar fá, er Flateyjarhók, Sæmund ar Edda og Grágás, en þar eru birt fyrstu lög íslands. Borgir Alsí r í höndum uppreisnarmanna Frakkor seljo aðiliitningsticnii 10 landsins Traustyíirlýsingar berastde Gaulle víða ð París, 24. apríl — (Reuter) UPPREISNARMENN í Alsír hafa nú allar stórborgir lands- ins á sínu valdi, en franska stjórnin segir að mikill hluti hersins sé henni enn trúr. Óttazt var að fallhlífalið gerði árás á París á sunnudag og var því gripið til varnarráð- stafana og'öllum flugvöllum lokað. Ekkert varð þó úr árás- inni, en sömu varnarráðstafanir viðhafðar aftur í nótt. — Segja talsmenn stjórnarinnar að hver klukkustund, sem líði án þess að uppreisnarmenn nái fótfestu í Frakklandi, leiði þá nær algjörum ósigri. Foringjar uppreisnarmanna segja hinsvegar að aldrei hafi staðið til að gera árás á Frakkland. De GauIIe forseta hafa horizt traustsyfirlýsingar víða að úr heiminum, m. a. frá Kennedy forseta og frá brezka þinginu. < í Frakklandi tóku 10 milljónir verkamanna þátt í klukkustundar verkfalli til að sýna stuðning sinn við stefnu de GauIIe. Franska stjórnin lýstl í dag algjöru siglingabanni til Alsír og hanni við pen- ingasendingum til landsins. Lýsti Terrenoir upplýsinga málaráðherra því yfir að ákveðið hafi verið að banna allar peningasendingar, öll bankaviðskipti og allar sigl- ingar milli Frakklands og Alsír. Innrálsarhætta Þá gaf Michel Debre forsæt isráðherra út aðvörun um að Illu hugsanlegt væri að stjórn upp- reisnarmanna hyggði á innrás í Frakkland. Sagði forsætisráð- herrann að ætlun uppreisnar- manna hafi verið að senda fall- hlífalið til Parísar á sunnudag, en ekkert hafi orðið úr því á- formi. Hvatti hann Frakka til að vera vel á verði í nótt, „eink- um íbúana í nágrenni Parisar". Segir í ávarpi Debrés að ríkis- stjórnin hafi að nýju bannað allt flug og sett hindranir á alla flug velli til að fyrirbyggja að upp- reisnarmenn 'geti lent þar. Franski herinn hefur fengið liðs- auka með því að kallað hefur verið út varalið. En Debré tók það fram að ekki yrði almennum borgurum afhent vopn eins og kommúnistar og vinstri sósíalist- ar hafa krafizt. Frh. á bls. 2 Viðræður hefjast urri Laos Nýju Delhi, Vientiane og London, 24. apríL — (NTB/Reuter) — SOVÉTRÍKIN og Bretland skoruðu í dag á báða deilu- aðila í Laos að semja um vopnahlé og hvöttu Nehru, forsætisráðherra Indlands, til að fallast á að þriggja ríkja eftirlitsnefndin með Laos, skipuð var 1953, verði þegar kvödd saman að sem nýju. En Indland skipaði for- mann nefndarinnar og auk hans áttu þar sæti fulltrúar frá Kanada og Póllandi. Nehm samþykkur Sendiherra brezku stjórnar- innar í Indlandi, Sir Paul Gore- Booth, og sendiherra Sovétríkj- anna í Nýju Delhi, Ivan Bene- diktov, gengu í dag á fund Nehrus og afhentu honum afrit af vopnahlésáskoruninni. Að fundi þeirra löknum tilkynnti - Framhald á bls. 23. Samtal við * Ólaf Thors forsætisráð- herra Morgunblaðið hafði í gær tal af Ólafi Thors, forsætisráðherra, og spurði hann um handrita- málið. Forsætisráðherra sagði: — Handritamálið hefur, eins og kunnugt er, verið mörg ár á döfinni, og seinustu mánuði eða misseri hafa ríkisstjórnir Dan- merkur og íslands haft sam- band um málið sín á milli. Síð- ustu vikumar hafa farið fram umræður um málið í Kaup- mannahöfn, eins og skýrt hefur verið frá í blöðum, og hafa þar mætt af íslands hálfu Gylfi Þ. Gíslason og Gunnar Thorodd- sen og auk þess voru til kvadd- ir próf. Einar Ólafur Sveinsson og próf. Sigurður Nordal. — En hvað um gang málsins hér heima? Forsætisráðherra svaraði: — Menntamálaráðherra kom heim aðfaranótt laugardags og um helgina hefur ríkisstjórnin rætt málið og haft samband við þá þingmenn stjómarflokkanna, sem hún náði til. Auk þess hef- ur ríkisstjómin haft samband við stjómarandstöðuna um mál- ið, Loks má geta þess, að ís- lenzka handritanefndin, sem Al- þingi kaus á sínum tíma til að vera ríkisstjórninni til ráðu- neytis, fjallaði um málið allan laugardag og sunnudag. — En hvað munduð þér segja um horfurnar? ^ — Ég geri ráð fyrir því að danska stjórnin muni taka sínar endanlegu ákvarðanir um málið á þriðjudaginn eða miðvikudag- inn nk. og þá gefa út tilkynn- ingu um málið. Fréttamaður blaðsins spurði f orsætisráðherra: — Hvemig munduð þér þá dæma horfurnar, eins og þser eru í dag? j Forsætisráðherra svaraði: v — Um það vil ég ekki segja annað en það, að ef þær vonir rætast, sem við nú höfum um endanlega lausn málsins, þá tel ég að Danir hafi sýnt ein- stakan skilning á óskum íslend- inga í þessu merka og við- kvæma máli og fátíðan höfðings skap. — Er það trú yðar, að vonir um lausn handritamálsins ræt- ist? — Já, svaraði Ólafur Thors, forsætisráðherra, og hann bætti við að lokum: — í dag hefur ríkisstjórnin símað dönsku stjórninni, að það frumvarp sem hún hyggst leggja fyrir þingið feli í sér fullnægjandi heim- ildir fyrir dönsku stjórnina til að verða við óskum ís- lendinga í handritamálinu. Frh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.