Morgunblaðið - 25.04.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.1961, Blaðsíða 2
MORGUNfíl AÐIÐ Þriðjudagur 25. apríl 1961 Kveikt á nýjum umferðavitum í GÆR var kveikt á nýjum umfett-ðarvitum á gatnamót- um Hverfisgötu og Snorra- brautar. Það var ekki laust við að ökumenn og gangandi fólk væri eilítig ruglað í um- ferðinni, en lögregluþjónn, er þar var til staðar, leiðbemdi vegfarendum og útskýrði í stuttu máli, hvernig ljósin verkuðu. Umferðarvitarnir á áður- nefndum gatnamótum eru 6 talsins. Þegar grænt ljós kviknar, kemur í ljós ör, sem sýnir í hvaða ótt bílarnir mega aka; á rauða ljósinu, sem snýr að gangandi fólki er áletrunin BÍÐIÐ en GANG Iö á græna ljósinu. • Ólafur Jónsson, fulltrúi lög reglustjóra og Ásgeir Þór Ás geirsson, verkfræðingur, sýndu blaðamönnum í gær hina nýju umferðarvita. — Sögðu þeir, að vitarnir skiptu um ljós eftir ákveðinni tíma stillingu. í dag væri skipting in þannig að akstur eftir Hverfisgötunni væri 25 sek. í, senn þá ækju bílarnir beint niður Snorrabrautina í 20 sek en síðan kviknaði ljós í 8 sek. fyrir þá sem beygðu.til hægri inn Hverfisgötu. Auðvelt væri að breyta tima skiptingunni, ef ástæða þætti til, en í sér- stökum tiHellum yrði ljósun um handstýrt af lögreglu- þjóni. I>á vöktu þeir athygli blaða mannanna á því, að allar gang brautir hefðu verið merktar og væri það skylda hvers fót gangandi manns að ganga inn an göngubrautanna og hlýða umferðarljósunum. Einnig væri mjög nauðsynlegt að öku menn veldu réttar akbrautir og kveiktu á stefnuljósum í tíma. Of flókið er í stuttu máli að skýra að fullnustu umferðar- reglur um þessi gatnamót, en væntanlega vetfiur á næstunni birt kort til frekari skýringar Umferðarvitarnir á gatnamót- um Nóatúns og Laugavegs. Þá skoðuðu blaðamenn um- ferðarvitana á gatnamótum Nóatúns og Laugavegs, sem kveikt var á um miðja síðustu viku. Á þeim gatnamótum eru vitarnir fjórir, hver með 10 ljósum og er fyrirkomulag þeirra svipað og vitanna á Þegar grænt ljós blasir við ökumönnum, sem aka niður Snorrabraut, snýr örin á ljós inu til vinstri upp og bílarn ir geta ekið niður brautina í 20 sek. Þá kviknrar ljósið til vinstri og í 8 sek. aka bílam ir í þá átt sem örin sýnir, þ.e. beygja til hægri úr Snorra- brautinni inn át Hverfisgöt- una. Snorrabraut og Hverfisgötu. Umferð er leyfð eftir Lauga- veginum 30 sek. í senn en lá sek. eftir Nóatúni Þá hefur aðstaða gangandi fólks verið mjög bætt á þessum gatna-, mótum, þau breikkuð veru-' lega og ljósastaurár, sem þar, voru staðsettir færðir tiL — Alsír Framhald af bls. 1 Aukið lögregluiið Upplýsingamálaráðherra Frakka Louis Terrenoir, tilkynnti í kvöld að stofnuð hefði verið í París sérstök lögreglusveit til að verja borgina ef á þyrfti að halda. í sveitinni eru 10.000 lögreglu- menn. Þá hefur verið sett upp sérstök miðstöð til að samræma aðgerðir hers og lögreglu og frönsku herflugvélum fyrirskip- að að hefja tafarlaust skothríð á hverja þá flugvél, sem grunur gæti legið á að væri frá upp- reisnarmönnum í Alsír. Franska stjórnin tilkynnti að níu franskar flugvélar, þar af fimm orrustuþotur, hafi í dag komið til Suður-Frakklands frá Alsír. Segir í tilkynningunni að flugvélamar hafi „flúið“ frá Alsír, því uppreisnarmenn hafi bannað allt flug þar. Styðja de Gaulle í Frakklandi boðuðu verkalýðs félög, sem í eru um 10 milljónir manna, til einnar stundar alls- herjarverkfalls. Tilgangur verk- fallsins var að sýna stuðning verkamanna við stefnu de Gaulle, og er sagt í fréttum frá París að ekkert fordæmi sé fyrir slíkri samstöðu þar í landi. Verkfallsmenn hópuðust saman þrátt fyrir bann lögreglunnar, og fóru m.a. hópgöngu um götur Parísar og báru borða með áletr- uðum slagorðuin. Kennedy Kennedy forseti Bandaríkj- anna sendi de Gaulle forseta orð sendingu í gærkvöldi; þar segir m. _ a.: Á þessari alvörustund Frakk- lands vil ég tilkynna yður áfram- haldandi vináttu mína og stuðn- ing, sem öll bandaríska þjóðin tekur undir. Persónuleg afrek yðar við endursköpun Frakk- lands sem kyndil frelsis hafa vakið virðingu allra sem unna frjálsræði. Bandarísk blöð taka mjög í sama streng og lýst fullum stuðn ingi við stefnu de Gaulle. í Bretlandi em einnig hávær- ar raddir um stuðning við de Gaulle. Ekki hefur «þó verið minnst á að boðin hafi verið né heldur óskað eftir hernaðaraðstoð gegn uppreisnarmönnum í Alsír. Brezka þingið lýsti í dag yfir vin áttu sinni við Frakkland Og frönsku þjóðina og bæði stjórn- arflokkurinn og andstaðan sam- þykktu að senda Frökkum hvatn ingu á þessum alvarlegu tímum. Útifundur Útvarpsstöð uppreisnarmanna í Algeirsborg hvatti í dag íbúana til að fjölmenna á útifund, sem haldinn var í kvöld, og sýna á þann hótt stuðning sinn við upp- reisnina. Var sagt í áskoruninni að de Gaulle hefði tekið völdin í Frakklandi í sínar hendur í nafni stjórnarskrár, sem ekki væri lengur við líði. Það væri í París, en ekki Algeirsborg, sem ' komið hefði verið á einræðL Fundurinn var fjölmennur og töluðu allir fjórir hershöfðingj- amir, sem að uppreisninni standa, þ. e. Challe, Salan, Jouhaux og Zeller. í frétt frá París er frá því skýrt að aðalstöðvar frönsku útlendingahersveitanna í Sidi bel Abbes, væru nú í hönd- um uppresinarmanna í Alsír. Hafa uppreisnarmenn því náð völdum í Algeirsborg, Oran, Constantine og Sidi bel Abbes. Yfirmaður franska hersins, sem er í Þýzkalandi á vegum Atlantshafsbandalagsins, Jean Crepin herforingi, .hefur lýst því yfir að herinn sé trúr de Gaulle forseta. Sagði hann að allt væri með kyrrum kjörum hjá hern- um, en í Þýzkalandi eru um 60.000 franskir hermenn. í frétt frá franska sendiráðinu í Bonn er sagt að Crepin hafi fyrirskipað handtöku Frakka nokkurs í Offenburg í Vestur- Þýzkalandi, en maður þessi var áður ofursti í fallhlífaliði franska hersins. Frá Spáni berast fregnir um að Joseph Ortiz, sem var einn áf leiðtogum uppreisnarinnar í Alsír á síðasta ári, sé nú undir gæzlu þar í Iandi eftir að hafa gert tilraun til að komast úr landi á ólöglegan hátt. Segir spanska utanríkisráðuneytið að Ortiz og þrír Frakkar aðrir hafi verið teknir, er þeir voru að stíga upp í leiguflugvél nálægt borginni Palma á Mallorka. Franska blaðið Le Monde segir að í Alsír séu nú fjögur til fimm hundruð þúsund franskir her- menn. En þeir hermenn, sem hafa aðsetur í Frakklandi séu aðallega nýliðar, sem eru við æf- ingar og 40 þúsund manna lög- reglulið, sem einnig er búið brynvögnum. í franska flughern- um og flotanum eru 120.000 menn. Samsöngur Karla- kórs Reykjavíkur KARLAKÓR Reykjavíkur heldur fyrsta samsöng sinn af fimm fyrir styrktarfélaga í kvöld (þriðjudagj kl. 7,15 í Austurbæjarbíói. Stjórnandi kórsins er Sigurður Þórðarson tónskáld, einsöngvar- ar Guðmundur Jónsson og Guð- mundur Guðjónsson óperusöngv- arar, en undirleikari er Fritz Weisshappel. Vonir stóðu til að Stefán íslandi óperusöngvari, sem margoft hefur verið ein- söngvari með kórnum, gæti kom- ið til landsins og sungið með kórnum að þessu sinni, en af því gat ekki orðið, því að hann er bundinn' við störf við Kon- unglegu óperuna í Kaupmanna- höfn. jí 100 manna kórsveit Söngskrá kórsins er að vanda mjög fjölbreytt, og verða flutt lög eftir innlend og erlend tónskáld: Árna Thorsteinsson, Björgvin Guðmundsson, Karl O. Runólfsson, Sigvalda Kaldalóns og söngstjórann, Sigurð Þórðar- son, Grieg, HandeL Donizetti, Schumann og fleirL í tilefni af 35 ára afmæli kórs- ins hafa margir gamlir kórfélagar æft með kórnum í vetur, og koma fram á þessum samsöngvum. Verða' því sum lögin sungin af 100 manna kór, og mun þetta vera algjör nýjung í starfsemi karlakóra hér á landL Sigurför til Vesturheims Starfsemi Karlakórs Reykja- víkur stendur með miklum blóma. Á starfsárinu, sem nú er að Ijúka, hefur kórinn alls efnt til 48 samsöngva hérlendis og erlendis, og þá oftast í söng- förinni til Vesturheims, sem var ein óslitin sigurför, einS og áður hefur komið fram. Auk þess hef- ur kórinn sungið við mörg önn- ur tækifæri og inn á hljómplötur. Til gamans má geta þess, að láta mun nærri að kórinn hafi staðið á söngpalli í samanlagt ■ 1 11 Höfuðkúpu- brotnaði UM KL. 7 á laugardagskvcjjdið lentu tveir rnenn í slagsmálum fyrir utan kaffistofuna Skeifuna vestarlega við höfnina og end- uðu þau þannig að annar lá í götunni og var fluttur höfuð- kúpubrotinn í sjúkrahús, en hinn í kjallara lögreglunnar. 15 hnútar SV 50/inútor ¥; SnjokomQ 9 Oði - V Skúrir K Þrumur mss KuUaM Hitaski/ H H*» L*’L*q» SEINT í gærkvöldi var auglýst í útvarpinu eftir 9 ára gamalli telpu úr Kópavogi, sem ekki hafði komið heim til sín síðan hún fór úr skólanum kl. 3 síð- degis. Eftir að auglýsingin var lesin kom telpan fram, hafði verið i húsi í nágrenninu. * J Lægðin fyrir sunnan land var ekki farin að sýna á sér neitt fararsnið í gær, og voru því horfur á svipuðu veðri, mildu vorlofti á Suðurlandi, en kalsarigningu og súld á annesjum nyðra. í gær var 20 stiga hiti í Gautaborg og þrumuveður í Englandi. Veðurspáin kl. 10 í gærkv.: SV-land og ihiðin: NA kaldi síðar austan stinningskaldi, ■moo • • • m ___________________ ■y„y*w!rg" .. rigning með köflum. Faxaflóí, Breiðafjörður og miðin: NÁ átt, sums staðar allhvasst í nótt, skýjað en úr komulítið. Vestfirðir, Norðurland og miðin: NA átt, sums staðar hvasst í nótt, heldur hægari á morgun, þokusúld og rign- ing. NA-land til SA-lands og mið in: Austan og SA kaldi, rign ing með köflum og surns stað ar þokusúld. 100 klukkustundir á þessu starfa árL og eru þá ekki með taldar þær mörgu æfingar, sem nauðsyn legar voru fyrir Vesturferðina og fyrir samsöngva kórsins nu. Karlakór Reykjavíkur heldur fimm samsöngva, eins og áður sagði, þann síðasta laugardaginn 29. apríl, og verða þá nokkrir aðgöngumiðar seldir í Austur- bæjarbíóL Sá samsöngur hefst kl. 16. Skipting- i hand- ritanna Kaupmannahöfn, 24. apríL Einkaskeyti frá Páli Jónssyni. Heyrzt hefur að skinnbókun- um 14 í Konunglega bóka- safninu verði skipt þannig að hvort landið fái sjö bækur. Island fái meðal annars Kon- ungsbók Sæmundar Eddu, Grágás og Flateyjarbók en safnið haldi m. a. Njáls Sögu, Konungsbók, Snorra Eddu og Konungasögunum. Fjögurra manna nefnd verður skipuð til að ráða fram úr þeim túlk- unarvandamálum, sem fram kunna að koma varðandi Árnasafn, sem ekki hefur ver- ið skipt nákvæmlega. Óvíst £ er hvenær fyrstu handritin verða afhent, en sennilega verður það í sambandi við af- mæli Háskóla Islands. Berlingske Aftenavis birtir í dag grein þar sem sagt er að samkomulagið fái misjafna dóma, bæði hjá almenningi og stjórnmálamönnum. — Segir blaðið að málið eigi ekki að leysa á stjómmálalegum grundvelli, og deilir á ríkis- stjómina fyrir að leggja mál- ið ekki fyrir þingið og há- skólann fyrr en samningum um það var lokið. Segir blaðið að málið hafi verið útkljáð á leynifundum og hvorki þing né háskóli spurt álits fyrr en úrslit lágu fyrir. — Handritin Framhald af bls. 1 Þá innti fréttamaður Morgun- blaðsins próf. Einar Ólaf Sveins- son, formann handritanefndax> innar, eftir skoðun hans á mál- inu. Hann sagði: — Ég er alltaf svartsýnn, en nú er ég tiltölulega bjartsýnn. 1 stuttu samtali við próf. Al- exander Jóhannesson, varafor- mann handritanefndarinnar, stað festi hann að íslenzka handrita- nefndin hefði samþykkt danska tilboðið með öllum atkvæðum og mikilli ánægju, eáns og haxvn komst að orðL , Til viðbótar þessu hefur Morgunblaðið fregnað, að ís- lenzka ríkisstjómin hafi fjallað um málið nú um helgina, enn- fremur að rikisstjóm Dana hafl í hyggju að leggja fram frum- varp um lausn málsins fyrir danska þingið og vonazt sé til að málið verði afgreitt fyrir hvítasxmnu, en þá eru þingslil væntanleg í Danmörku. Hinsvegar má geta þess, að nú er ástand ótryggt í Dan- mörku vegna verkfallanna þar. f íslenzku handritanefndinni eru eftirtaldir menn: Próf. Einar Ólafur Sveinsson, formaður, próf. Alexander Jó- hannessori, varaformaður, Krist- inn Andrésson, magister, Sigurð ur Ólason, hæstaréttarlögmað- ur, og Stefán Pétursson, þjóð- skjalavörður. «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.