Morgunblaðið - 25.04.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.04.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 25. apríl 1961 MORGUNBLAÐ1Ð 3 A flot eftir 333 ár á hafsbotni MEÐFYLGJANDI mynd gef nr allgóða hugmynd um út- VgfA Ut sænska stórskipsins ,,Vasa“, sem í gær var lyft upp af sjávarbotni eftir 333 ára legtu í hafdjúpinu. Var þá lokið V siðasta áfanga margra ára björgunarstarfs, en skipinu « var lyft upp af 32 m dýpi, '' \ meter fyrir meter í átján á- íöngum. Fundur skipsins og björgun er. mikils virði, einkum þar sem ekki er til, svo vitað sé, svo fornt skip. Það var sænski verkfræðingurinn Aders Franzen, sem fann skipið og hefur hann ásamt þeim sem fyrir björgunixmi stóð gefið út fjölda mynda af björgun inni og munum sem bjargað hefur verið úr skipimi, en á þeim hefur verið haldin sér stök sýning í sjóminjasafn- inu í Stokkhólmi. Þriggja dá.lka myndina teiknaði Niels Stödberg með hliðsjón af upplýsingum kafar ans, sem mest vann að rann sóknum á björgunarmöguleik um svo og upplýsingum sem til eru um herskip 16.—17. aldar. Tveggja dálka myndin: — Björgunarútbúnaðurinn séður úr lofti. Læknir bráðkvadd- ur við stýrið A LAUGARDAGSKVÖLDIÐ varð Gunnar Cortes læknir bráð- kvaddur í bifreið sinni, þar sem hann sat við stýri hennar á Miklatorgi. Rann bifréiðin stjórn iaust áfram yfir torgið og lenti á húsi hinum megin við það. Gunnar var í hópi kunnustu lækna bsejarins, tæ-plega firnmt- ugur að aldri. ’ Gunnar var að koma frá því að sinna læknisstörfum á Hvíta- bandinu um kl. 7 á laugardags- kvöldið og á leið heim. Ók hann að venju austur Eiríksgötu, beygði suður Snorrabrautina, en nam staðar austanvert á Mikla- torgi, rétt við Miklubrautar- gatnamótin. Bílstjóri í annarri bifreið veitti því athygli um ieið og hann ók fram hjá að Gunnar hallaði höfðinu aftur á bak og var náfölur. Er hann leit aftur við sá hann að hann sat enn í sömu stellingum. Taldi hann að maðurinn hefði veikzt og stöðvaði bíl sinn, er hann var kominn inn á Miklubrautina, til að fara út og aðgæta þetta. Bifreiðin rann áfram stjórnlaust í þeim svifum sá hann hvar bíll Gunnar Cortes rann af stað, en hann sat ennþá í sömu stell- ingum undir stýrinu. Rann hann áfram framhjá gatnamótum Miklubrautar, yfir eyjuna á torginu, niður af nokkuð háum bakka hinum megin og lenti af afli á húsi við Flugvallarveginn, þar sem trésmíðaverkstæði er til húsa. Gunnar Cortes lá á gólfi bif- reiðarinnar, er að var komið og var látinn. Bíllinn var mikið skemmdur að framan og stýrið hafði gengið inn og brotnað. Bif- reiðin var með sjálfskiptiútbún- aði og er talið að Gunnar hafi þrýst á benzínið og bifreiðin runnið áfram stjórnlaust. Myndln sýnlr skemmdimar á trésfníðaverkstæðinu. Fásinna að láta hand- i ritin, segír Bröndum Kaupmannahöfn (Frá Páli Jónssyni) VÍÐA gætir mikillar óánægju í Danmörku með ráðagerðir dönsku stjórnarinnar um að af- henda íslendingum megnið af hinum gömlu handritum. Kvöldblað BerUngatíðinda hef ur m. a. birt grein eftir prófessor Bröndum-Nielsen, þar sem hann mótmælir afhendingu handrit- anna. Er það að vísu ekkert nýtt, hcldur í anda fyrri greina sem sá prófessor hefur ritað. • Aðeins handritin Prófessorinn segir, að þeir sem vilja afhenda handritin viti ekk ert hvað þeir eru að gera. Þeir hafi ekki hugmynd um það víð- tækp. fræði og vísindastarf, sem utxnið sé í Danmörku í sambandi við handritin. Til þeirra ná- kvæmu rannsókna segir hann að sé ekki fullnægjandi að hafa ljósmyndir af þeim, hversu ná- kvæmar sem þær séu, ekkert minna en handritin sjálf nægi. • Menningarmiðstöð Hann spyr hvort menn hafi gert sér grein fyrir því, að fátt hafi gert Kaupmannahöfn að eins mikilli mðistöð mennta og vísindastarfs eins og handrita- rannsóknirnar og þær fræði- greinar sem á þeim byggist. Ef við afhendum handritin, þá er verið að þurrka út mikilvægan þátt danskra mennta. Það á að afhenda íslendingum handritin af pólitískum ástæðum, segir Bröndum Nielsen, en ekkert er hugsað út í það, að engar sam- bærilegar aðstæður til rann- sókna á handritunum eru á ís- landi eins og í Danmörku. • Ekki til sölu Dönsku blöðin hafa bent á það í fréttum sínum af málinu að mikill hluti handritanna sé í út- láni uppi á íslandi. Blöðin segja, að ef handritin verði afhent muni ekki verða hægt þegar í stað að flytja safnið til íslands. Ennfremur er bent á það ,að vegna samningar orðabókar yfir forn-íslenzku muni mikill hluti safnsins enn verða að sitja í Kaupmannahöfn, eða þar til því verki er lokið. Blöðin tala um það, að bóka- safnarar meti Árnasafn á mörg hundruð milljónir danskra kr. En slíkar matsgerðir eru tilgangs lausar, því að hvorki íslendingar né Danir myndu fást til að selja eitt einasta blað úr safninu. STAKSTEÍNAR Skrípalæti nazista og kommún^sta Margt er líkt með skyldum. Nokkrir unglingar sem telja s«r trú um það að þeir séu nazistar, notuðu Sumardaginn fyrsta til þess að spígspora undir haka- krossfána um Fossvogskirkju- garð. Þar óvirtu þeir leiði þýzkra hermanna með því að hafa þar í frammi látbragð þýzkra naz- ista. Vitanlega valda þessi skrípa- læti í senn andúð og meðaumkuia með þessum piltum fyrir kjáita- skap þeirra. Á íslandi er sem betur fer engin nazistaflekkur til. Hér er aðeins um að ræða nokkra vanþroskaða unglinga, sem gera sér leik að því að apa eftir mannalæti þýzku nazistanna sem hrundu heiminum út í ægi legasta blóðbað sögunnar í náinni samvinnu við hinn alþjóðlega kommúnisma. En kommúnistar á fslandi not uðu Sumardaginn fyrsta einnig til þess að sýna innræti sitt. Þeirra framtak birtist í þvi að þeir klíndu kommúniskum áróð ursmiðum upp á nokkrum stöð um i Reykjavík, m.a. á minnis- merki ástsælasta æskulýðsleið- toga þjóðarinnar. Kommúnismi og nazismi eru eitt og hið sama. Báðar byggja þessar stefnur á ofbeldi og ein- ræði. Ærlegur ungur FramsóknarmaSur S.l. Iaiugardag gat að líta í Tim- anum grein eftir ungan Fram- sóknarmann, Heimi Hannesson, undir fyrirsögninni: „Utanríkis- mál og undirskriftir“. Undirfyrir sagnir greinarinnar voru þessar: „Á utanríkisstefnan að mótast af gönguferðum og undirskriftasöfn unum? — Meginkrafa „hernáms- andstæðinga“ gengur í berhögg við yfirlýsta utanríkisstefnu allra flokka á íslandi — nema komm- únista“. f grein þessari deilir Heimir Hannesson hart á kommúnista ©g hin svokölluðu „Sarntök hernáms andstæðinga“, sem kommúnistar hafa sett á laggirnar og fengið ýmsa nytsama sakleysingja til þess að leggja nöfn sín við. Bend ir hann á, að á teppfundi komm únistaleiðtoga í Moskvu, sem haldinn var í nóvember s.l. hafi sú dagskipun verið gefin til kommúnistaflokka um allan heim, að þeim bæri að herða sem mest þeir mættu baráttuna gegn vörnum vestrænna þjéða. Þessa dagskipun séu nú hin svokölluðu ,samtök hernámsandstæðinga' að framkvæma. Lægra á þeim risið haustið 1956 Heimir Hannesson bendir siðan á það, að kommúnistar og vinstri stjórnin hafi staðið að framleng ingu samningsins um dvöl varnar liðsins á fslandi liaustið 1956. Kemst hann m.a. að orði um þetta á þessa leið: „Sjálfstæðisbarátta gegn er- lendu valdi er í dag háð annars staðar en á íslandi. Hún er háð víða í Afríku með góðum árangri, var eftirminnilega háð í Ung- verjalandi haustið 1956 með ár angri, sem ekki þarf að rekja. Þar fengu þarlcnd samtök raun verulegra hernámsandstæðinga litla áheyrn hjá þeim aðilum, er nú senda út dagskipan um að „herða baráttuna gegn herstöðv um heimsvaldasinna". Það var lægra risið haustið 1956 á ýmsum þeim mönnum, er hæst láta í dag og fjölyrða um sjálfstæðisbaráttu og heims- valdastefnu. Það var lítið gengið það haust, lítið um fundi og ræðuhöld hjá þessum mönnum. Það er stundum gott að hafa strútsaðferðina — og stinga höfð inu í sandinn“. s <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.