Morgunblaðið - 25.04.1961, Síða 6

Morgunblaðið - 25.04.1961, Síða 6
6 MORGVNBLAÐJÐ Þriðjudagur 25. apríl 1961 Fjölmennur fundur Stúdentafélagsins um Eftir sannleikanum einum er aff sækjast spíritisma og sálarrannsdknir A SUNNUDAGINN efndi Stúdentafélag Reykjavíkur til almenns fundar í Sjálf- stæðishúsinu um spiritisma og sálarrannsóknir. Fundur- inn hófst kl. 2 og voru þá báðir fundarsalirnir þéttsetn ir, enda var þetta einn fjöl- mennasti fundur sem félagið hefur haldið. Formaður fé- lagsins setti fundinn og kynnti frummælendur, þá séra Jón Auðuns dómprófast og Pál Kolka fyrrum hér- aðslækni. Voru ræður þeirra langar og ýtarlegar og fer stuttur úrdráttur úr þeim hér á eftir. Séra Jón Auðuns hóf mál sitt með því að gera nokkra grein fyrir hugtökunum sálarrannsókn ir og spíritistmi, sem hann kvað marga tíðum rugla saman. Sál- arrannsóknir fáist við svokölluð dulræn fyrirbrigði en spíritistar eða andahyggjumenn séu þeir, sem telji að sum fyrirbrigðin sanni eða leiði líkur, sem nálgist eða jafngildi sönnunum fyrir á- framhaldi einstaklingavitundar- innar eftir dauðann. Séra Jón ræddi síðan nokkuð um and stöðuna gegn spíritismanum, rakti það hvernig hann fyrst kynntist sálarrannsóknum og spíritisma á skólaárum sínum 1 Reykjavík og um það meðal annars, hvernig ýmsir frægir vísindamenn hófu sálarrannsókn ir fyrst í þeim tilgangi að af- hjúpa það, sem þeir töldu vera blekkingar einar og svik, en tuðu að lokum að gefast upp fyrir staðreyndum og látast sann færast um að mörg fyrirbrigðin yrðu ekki skýrð á skynsamlegri hátt en þann, að hér væru bð verki fr: mliðnir menn. Kvaðst ræðumaðui taka m.kið mark á rannsóknum ýmissa heimsfrægra visindamanna á þessu sviði, en þó hefði það ekki siður Orðið til að sannfæra sig um sannleiks- gildi spíritismans, að lesa ýmis rit andstæðinga hans, þar sem þeir bera fram rök sín. Líkamningafyrirbrigffi Stéra Jón Auðuns rakti nú nokkuð í stuttu máli ýmiss fyr- irbrigði, svo sem líkamninga- fyrirbrigðin, sem gerzt hafa á miðilsfundum og rannsóknir við- urkenndra aðila á þeim. Kvaðst hann þó ekki leggja svo mjög mikið upp úr sönnunargildi lík- amningafyrirbæra fyrir fram- haldslif, þar sem erfitt væri að koma á verulegum rannsóknum á þeim, að öðru leyti en því að ganga úr skugga um raunveru- leika þeirra. Þó gat hann eins slíks fyrirbæris sérstaklega, sem honum fannst hafa verulegt sönnunargildi. Það var, er mað- ur nokkur framliðinn kom fram á miðilsfundi og líkamnaði hönd sina svo rækilega að rannsókn- armenn gátu tekið af henni vax- mót. Var þetta vaxmót síðan borið saman við fingraför manns ins í lifanda lífi og var skorið úr því að þau væru nákvæmlega eins og hlytu að vera fingra- för tilgreinds manns, á því léki enginn vafi. Fleiri merkra fyrir- bæra gat ræðumaður, svo sem andamyndanna svokölluðu, þeg- Sr. Jón Auðuns ar myndir látinna manna koma fram á ljósmyndaplötum. „Sannanir" Að loknum þessum kafla ræðu sinnar sagði séra Jón Auðuns m. a.: „Það veldur andslöðu margra, að í sambandi við spurningar um framhaldslíf hefur orðið „sann- anir“ oft verið notað ærið gá- lauslega. Það verður að teljast vafasamt, að endanleg sönnun fáist fyrir nokkrum hlut. Flest það, sem vér teljum oss vita er fremur metið eftir líkum en því, að engin önnur skýring sé hug- sanleg. Möguleikar virðast ótrú- lega lengi vera á því, að koma með nýjar ög nýjar skýringatil- gátur, einkum þegar leitað er nógu langt inn í rökkurálfur mannssálarinnar og spyrjandinn stendur andspænis þeirri ráð- * Fáein orð enn, jum_Staupastein Einhverjum kann nú að finnast að það sé að bera í bakkafullan lækinn að fara enn að minnast á þennan stein. En í fáum orðum, sem ég sendi Velvakanda, vegna til- mæla H. H. um þennan um- talaða stein lét ég að þvi liggja að ég myndi reyna að leita til eldri manna, sem ég þekkti, 'og eitthvað kynnu að hafa heyrt um nafn á þessum gátu, hvar séu takmörk undir- vitundarinnar.“ Undirmeffvitundin Síðan varði ræðumaður meg- inhluta tíma síns til þess að fjalla um þetta efni, þ. e. a. s. hve mikið af hinum svokölluðu dulrænu fyrirbrigðum er hægt að skýra með því að vísa til undirvitundarinnar eða dulvit- undar mannsins. í þessu sam- bandi, sagði séra Jón m. a.: „Ég er sammála ágætum fræði manni, sem nýlega sagði: „Ég er fús á að trúa því að minni und- irvitundarinnar sé svo fullkom- ið að hún geymi allt og geti síðan látið uppi allt, sem hún hefur einu sinni öðlazt vitneskju um. En ég er alveg ófáanlegur til að trúa því, að undirvitund manns búi yfir allri þekkingu Og eigi greiða leið að allri þekk- ingu.“ En fyrir engu minna en því virðast sumir þeir gera ráð, sem skýra öll miðlafyrirbæri sem undirvitundarstarf“, bætti ræðumaður við. Þá kvað hann fjarhrifin vera staðreynd, að hugsun geti borizt frá einum mannshuga í annan, án þess að leið hinna líkam- legu skilningarvita séu notuð. „Sumir fagna þessu, vegna þess að fjarhrifaskýringin geri að engu miðlasannanir fyrir fram- haldslífi", sagði séra Jón Auð- uns, „aðrir fagna af gagnstæðri ástæðu vegna þess að þeir telja fjarhrifin sanna að með mann- inum býr hæfileiki, sem óháður er líkamlegum skilningarvitum og því engin ástæða til að ætla að deyi þegar líkaminn deyr.“ Kvaðst hann hyggja að oft sé miðilssambandið ekkert annað en slík fjarhrif frá jarðneskum mannshuga til miðilsins, en hitt kvaðst hann fullyrða að margt verði á engan hátt skýrt með því mótL Tók nú ræðumaður all- mörg dæmi, þar sem hann taldi ljóst, eftir þeirri vitneskju Og þekkingu, sem menn hafa nú, að undirvitundarstarf hefði ekki getað verið að verki. Hér er ekki rúm til þess að rekja þessi dæmi umrædda steini. Myndi ég þá koma því á framfæri. Hefi ég orðið var við töluverðan áhuga fyrir því, hvert eitthvert eldra nafn kynni að finnast við nánari eftirgrennslan. Aðal heimildar menn mín- ir eru: Július Þórðarson, bóndi í Skorhaga, fæddur og upp- alinn í Hvammi, Eiríkur Þor- steinsson, einnig uppalinn í Hvammi, og Þórður Þórðar- son frá Neðra-Hálsi, sem er næsti bær við Hvamm. Þeir eru allir komnir yfir sjötugs aldur, og virðast hafa allgott að nokkru og verður aðeins eitt að nægja Ræðumaður sagði frá því, að Sir Arthur Conan Doyle var eitt sinn á fyrirlestrarferð í Ástralíu. Var honum þá sögð furðuleg saga, sem hann fékk foreldra viðkomandi manna til að votta að væri í alla staði rétt. Páll V. G. Kolka Tveir bræður drukknuðu í sjón- um fyrir utan Sidney. Foreldr- arnir voru óhuggandi og leituðu til miðils. Annar bróðirinn tjáði sig tala þar við foreldrana. Tal- aði hann til þeirra huggunar- orðum en sagði svo lágt, eins og hann vildi naumast segja það: „Það kom illfiskur og gleypti hann bróður minn.“ Nokkru síð- ar gerðist það að stór hákarl veiddist á þessum slóðum. I kviði hans fundust leifar af manns- líkama og úrið, sem ungi mað- urinn hafði verið með, þegar hann drukknaði. „Eigum við kannski að gera ráð fyrir fjarhrifum frá hákörl- um líka?“ spurði ræðumaður, „eða hefir nokkur hér inni haft undirvitundarsamband við há- karl?“ minni. Þegar ég spyr þá: Hvað hét steinninn við Skeið- hól í ykkar ungdæmi? var svar þeirra allra hið sama: Ekkert! Það var ekki fyrr en alllöngu seinna, sem þeir h jyrðu nafnið Staupasteinn. Og fleiri, sem ég hefi átt tal við um þetta hafa haft lík ummæli. Þó hitti ég rosk- inn mann fyrir stuttu, sem sagði: Þegar ég sá á prenti nafnið Steðji, rifjaðist upp fyrir mér að það heiti hefði ég áður heyrt í sambandi við umræddan stein. Það virðist Séra Jón Auðuns drap á fjöl« margt fleira í framsöguræðu sinni og tók mörg sláandi dæmi á þessu sviði, sem ekki er rúm til að rekja hér, eins ög fyrr segir, en ræðu sinni lauk hann með þessum orðum: „Ég held því ekki fram, að endanleg sönnun fyrir framhalds lífi sé fengin. Ég held að enn sé ómögulegt að fá slíka sönnuru En hinu held ég fram, að meS þeirri þekkingu, sem vér höfum nú, verði mörg sálræn fyrir- brigði ekki á annan hátt skýrð en svo, að þar séu látnir menn að verki. Ég vona að síðar meir muni mönnum takast að vita ör- ugglega, hvert undirvitundin nær, hvað á valdi hennar er að vita Og gera og að þegar menn vita með vissu takmarkanir hennar, kunni menn endanlega að geta sannað, svo að enginn geti lengur neitað, að látinn lif- ir. Óhugsandi er að sjálfsögðu ekki, að ný þekking kunni að gera sönnunargögnin að engu. Því bæri þá að taka. Eftir sann- leikanum einum er að sækjast En þangað til svo verður að menn hafa fengið endanlega þekkingu á undirvitundinni, stað hæfi ég að þeir, sem telja sönn- unargögn fyrir framhaldslífi fengin, hafi fullt leyfi að líta svo á og að skýring spíritista sé sú eina, sem skýrir fjölmörg hiiuia sálrænu fyrirbrigða. Ræffa Páls Kolka Páll V. G. Kolka, hinn frum- mælandinn á fundinum, hóf mái sitt með allöngum og yfirgrips- miklum inngangL þar sem hann fjallaði um darwinismann, efnis- hyggjuna og ýmislegt í því sam- bandi, sem ekki er rúm til að rekja hér og áhrif alls þess á hugi manna o. s. frv. Síðan vék ræðumaður að upphafi sálar- rannsókna og spíritisma, rakti afstöðu og rannsóknir ýmissa merkismanna á því sviði, en sneri sér því næst að ræða, hvernig sálarrannsóknir í mörg- um löndum hafa á síðari ára- tugum beinzt meira og meira að því að gera tilraunir með ýmsa eiginleika, sem ekki eiga skylt við spíritisma, að öðru leyti en því að sanna að til eru ýmis konar sálfræðileg fyrir- brigði, sem ekki falla undir nein þekkt eðilisfræðileg eða efna- Framh. á bls. 15. því vera svo, að eftir því, sem fram hefir komið að steinn þessi hafi verið nefnd- ur nokkrum nöfnum, en ekkert festist við hann til lengdar, nema Staupasteins- nafnið, sem hefir orðið einna langlífast — St. G. 2JEitt_s^ng|and^vorIíf Jón Arnfinnsson hringdi til Velvakandi í gær. Hafði hann verið staddur á Lambastaða- túninu í gærmorgun, og þar var eitt iðandí vorlíf, sagði hann. Þar sá hann hrossagauka og máríötlur í fyrsta sinn á sumr inu og telur að þessir fuglar séu óvenju snemma á ferð — og hefur heyrt að þegar þessir tveir fuglar eru komnir, þá eigi allar þrautir vorsins að vera úti. Einnig voru þarna í mýrinni lóur og keldusvín og svo þessir venjulegu fugl ar, eins og mávar og ritur. Sem sagt: „iðandi vorlíf“. Ég hringdi til dr. Finns Guðmundssonar, fuglafræð- ings, sem sagði að máríötlurn ar væru hel-.ar í fyrra lagi. Þær færu venjulega að koma eftir 20. apríl. Hrossagaukur inn væri kominn fyrir nokkru hefði farið að koma fyrir ál- vöru á skírdag og hefði hann verið með fyrra móti á ferð inni. Seinastur væri venju- lega Óðináhaninn, sem kæmi ekki fyrr en komið væri fram yfir miðjan maL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.