Morgunblaðið - 25.04.1961, Síða 10

Morgunblaðið - 25.04.1961, Síða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. apríl 1961 fengið synjun. En við brott- för hans: „Þá skenkti Jón Finnsson þar biskupnum kon- ungabókina gömlu, seni lengi lá í Flatey og hans lang- feðgar átt höfðu“. Annar kjörgripur fylgdi á eftir. Á ofanverðri 13. öld var fegursta islenzka skinn- bókin, Sæmundar-Edda, skráð. Hún er talin einstætt verk germanskrar bókmenntasögu. við að bjarga bókunum úr eldsvoðanum, Grunnavíkur- Jón, og Finnur Jósson, er síðar varð Skálholtsbiskup. Finnur telur að einungis þriðjungur af handritasafni Árna hafi bjargazt: „Það get ég sagt með þeim mun meira sanni sem ég leiddi það aug- um margsinnis, bar sjálfur út úr eldinum það sem eftir er, og gekk úr húsinu síðastur Síða í Sæmundar-Eddn. Þetta höfuðdjásn íslenzkrar ritsnilldar, sendi biskup einn ig Friðriki III. að gjöf ár- ið 1662. — ★ — Ólukkan elti íslenzku hand ritin. í lok 17. aldar fórst Höfðaskip í hafi fermt ó- grynni íslenzkra bókagersema. Svo kom skapastundin. 21. október 1728. Eldur í Kaupinhöfn. Hann brauzt út daginn áður. En á þessum eft irmiðdegi hefur hann náð til húsa Árna Magnússonar. ís- lenzku handritin brenna. Þeir eru tveir, sem hjálpa honum manna aöur en logarnir sleiktu bækurnar“. Þar brunnu verðmæti, sem aldrei verða metin til fjár. Á íslandi voru engar heil- legar skinnbækur lengur til, aðeins bókatætlur og blaða- rifrildi. — ★ — Því er raunasaga þessi nú rifjuð upp, að fregnazt hefur að Danir ætli að sýna okkur það einstaka drengskapar- bragð að afhenda okkur aft- ur þann hluta þessarar helgu menningararfleifðar íslenzku þjóðarinnar, sem enn er ó- MW ÁRIÐ 1720. Þrjátíu klyfjahest ar standa á hlaðinu á Skál- holtsstað. í koffortum og þver bakstöskum eru bækur Arna jj Magnússonar, fomlegar skinn bækur og velkt bókarblöð rit uð með fjaðurstaf, menning- ararfur heillar þjóðar. Lestin dragnast af stað. Förinni er heitið til Hafnarfjarðar. Þar bíður danskt kaupfar. Her- leiðing íslenzku handritanna er hafin. Og þó. Árið 1647 hafði Brynjólfur biskup Sveinsson sent Friðriki III. Danakon- ungi Flateyjarbók, hina mestu allra íslenzku skinnbókanna, að gjöf. Biskup hafði verið á ferð árið 1647 og falað bók- ina fyrir fimm hundruð jarða — 300.000,— króna að nú- tíma peningaverðmæti, en spilltur. Um þetta mál, hand- ritamálið, hefur fyrr og síð- ar verið margt ritað og það af mér fróðari mönnum um efnið. Ætla ég mér ekki þá dul að flytja nein rök né ræða rétt okkar til handrit- anna. Að mínu viti eigum við þann einan rétt til þeirra, sem þjóð á til að eiga sjálfa sig, því að þau eru hluti af íslenzkri sögu, íslenzkri tungu, — af íslenzku þjóðinni sjálfri. Ef Danir afhenda okk- ur handritin, hafa þeir virt þennan frumrétt frjálsrar þjóðar og vissulega sýnt ör- læti til eftirbreytni. Og mætt- um við gjarna í þann mund einnig minnast þess að Danir sýndu okkur siðmennilegri framkomu í sjálfstæðisbar- áttu okkar en enn tíðkast al- mennt í samskiptum stór- velda og lítilsmegnandi ný- lenduþjóða. Þökk sé Dönum. Mér er efs um að aðrar þjóð ir hefðú eins að farið. Megi þetta efla varanlega vináttu okkar í milli. En vandi fylgir vegsemd hverri. Við þurfum að vera menn til þess að taka við gersemunum. Við þurfum að sýna sjálfum okkur, handrit- unum og Dönum þá virðingu að búa þeim sæmandi sama- stað, því að eins og í Háva- málum segir: „Glík skulu gjöld gjöfum“. - ★ - Hvar verða handritin bezt geymd og nýtt hér á landi? Hvaða staður hérlendis á þá menningarerfð öðrum frem- ur, að hann geti gert frum- burðarkröfu til þessa arfs? Frá mínum sjónarhóli er þeim spumingum báðum tveim auðsvarað. Það er Skálholts- staður. Þar hefur byggð haldizt á íslandi samfellt frá ofan- verðri tíundi öld. Þar var fyrst reistur biskupsstóll á íslandi og þar sátu 45 bisk- upar í 750 ár. Þar hófst snemma skólahald, eins og Ari fróði segir í Islendinga- bók sinni: „En er það sá höfðingjar og góðir menn, að ísleifur var miklu nýtari en aðrir kennimenn, þeir er í þvísa landi næði, þá seldu honum margir sonu sína til læringar og létu vígja til presta“. Þar voru mörg hand ritanna skráð, svo sem Hung urvaka, er Páll biskup Jóns- son lét færa í letur. Þar voru íslendingasögur fyrst prent- aðar á landi hér. Þar hafði Brynjólfur biskup iátið sig óra fyrir „íslenzku menning- arsetri með heiminn að um- Kaleikur. ið til streitu, þar til gild rök verða færð fyrir öðru. — ★ — Að mínu viti ættu íslenzk stjórnarvöld í tilefni 150 ára afmælis Jóns Sigurðssonar forseta og fimmtíu ára af- mælis Háskóla Islands að eiga frumkvæðið að lagasetn ingu um Skálholtsstofnun, veglegri umgerð um handrit- in okkar. Reisa traustar geymslubyggingar yfir þau og vistlega vinnusali, byggja dvalarstaði fyrir innlenda og tíð og thna að komast á lagg imar íslenzkt menningarset- ur á alþjóða mælikvarða. Af því myndum við vaxa að virðingu meðal allra menn- ingarþjóða. Og mér er spurn: Getur ekki ein þjóð einu sinni sameinazt um sinn eiginn sóma? — ★ — í þessu sambandi hefur mér komið annað mál til hugar. Nýlega er látinn einn bókfróðastur maður íslenzk- ur, sem gert hafði það að sínu köllunarstarfi að safnn fágætum íslenzkum ritum, Þorsteinn Þorsteinsson sýslu- maður og fyrrv. alþingismað- ur Dalasýslu. Mun bókasafn hans tvímælalaust vera á meðal beztu bókasafna í landinu og í sumum greinum dæmi“, eins og Jón Helga- son prófessor orðar það. — Og „þar er æðstur staður og dýrligastur á Islandi", að viti Páls biskups. Auðvitað er mér Ijóst að ýmislegt kann að orka tví- mælis um val varanlegs sama staðar fyrir þenna þjóðarauð Islendinga, en mín tillaga er engu að síður sú, að þeim verði kosinn samastaður í Skálholti, og skal henni hald auðugra en nokkurt annað safn. Má þar nefna safn hans af Passíusálmum, biblíum og búfræðiritum. — I safninu er og meðal eðalsteina ein- tak af Summariu, sem mér er sagt vera það bezta, sem til muni vera. Ég teldi því sérlega vel farið, að ef slíkri Skálholtsstofnun yrði komið á fót, þá reyndi íslenzka rík- ið að fá safn þetta keypt og kæmi því einnig fyrir í Skál- holti. Með því væri bóka- kosti stofnunarinnar vel borg ið og þeirri hættu bægt frá, sem af því kann að leiða að mest öll bókaeign þjóðarinn- ar er nú samansöfnuð á ein- um stað, í Reykjavík. Þor- steinssafnið gæti þannig orð- ið nokkurs konar varasjóður að bókaeign landsmanna. — ★ — Það kann að vera að mörg- um hrjósi hugur við þessum draumórum og beri fyrir sig fátækt og fjárskort lítillar þjóðar, sem á svo ótalmargt aðkallandi ógert. En það breytir ekki minni skoðun, þvi að ég hefi þá trú að lítil þjóð geti stækkað af verkum sínum, ef hún hefur til þeirra áræði. Og í mínu hugskoti get ég ekki séð núlifandi kynslóð reisa sér óbrotgjarn- ari minnisvarða en í veglegri Skálholtsstofnun, reisulegum stað þar sem menningarerfð þjóðarinnar lifir. Þar sem handritin eru geymd og úr þeim unnið. Þar sem almenn ingur getur heimsótt sögu þjóðarinnar, horft á steinþró og bagal Oddaverjans, Páls biskups, skoðað kaleikinn og patínima frá 13. öld, vegleg- ustu miðaldagripina, sem geymzt hafa, og myndimar, sem enn eru til á brotunum Kista Páls biskups. erlenda fræðimenn, sem þar gætu krufið fróðleik þessara heimildarrita og koma á fót vísindasjóðum til styrktar rannsóknum og útgáfu hand- ritanna. I Skálholti ætti með úr Ögmundarbrík. Litið inn í lestrarsalina og fengið að sjá Flateyjarbók og Sæmund ar-Eddu og á veggjunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.