Morgunblaðið - 25.04.1961, Blaðsíða 12
12
MORCVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 25. apríl 1961
pitrgajinlilalíilí
Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stéfánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannesser.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstraeti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 3.00 eintakið.
HANDRITIN HEIM?
¥»að mun vissulega vekja
almennan fögnuð meðal
íslendinga, að horfur eru nú
á því að handritamálið leys-
ist og að Danir afhendi ís-
lendingum meginhluta hinna
íslenzku handrita, sem geymd
hafa verið í Kaupmannahöfn,
þar á meðal öll verðmæt-
ustu handritin, svo sem Flat-
eyjarbók, Sæmundar-Eddu og
handrit allra Islendingasagn-
anna.
MIKID OGÆFU-
VERK
¥ Tppreisn frönsku herfor-
ingjanna í Alsír er mik-
ið ógæfuverk. — Undanfarin
tvö ár hefur verið unnið að
því af miklu kappi undir
forystu de Gaulle að leysa
Alsírvandamálið, þannig að
báðir aðilar, Frakkar og Serk
ir megi skaplega við una
Ríkisstjórn Danmerkur hef
ur gert íslendingum tilboð
um þessa handritaafhend-
ingu. Þegar þetta er ritað er
ekki annað vitað, en að ís-
lenzka stjórnin hafi tekið því
tilboði, og næstu daga muni
verða lagt frumvarp fyrir
danska þingið um þá lausn
handritamálsins, sem sam-
komulag hefur tekizt um. Er
almennt gert ráð , fyrir að
það verði samþykkt.
Núverandi ríkisstjórn Dan-
merkur verðskuldar vissu-
lega mikinn heiður fyrir for-
ystu sína í þessum málum
nú. Hún hefur tekið á þeim
af meiri víðsýni og frjáls-
lyndi en íslendingar hafa
nokkru sinni átt að mæta í
umræðum um afhendingu
þessara þjóðardýrgripa sinna.
Þeir Viggo Kampmann, for-
sætisráðherra og Jörgen Jörg
ensen, menntamálaráðherra,
hafa báðir sýnt einlægan á-
huga. fyrir því að finna þá
lausn á handritamálinu, sem
Islendingar gætu sætt sig
við, og sem framkvæmanleg
væri í Danmörku. Sú lausn
virðist nú vera fundin. Is-
lenzka þjóðin fagnar því af
heilum hug um leið og hún
flytur öllum þeim hugheilar
þakkir, sem unnið hafa að
lausn þessa viðkvæma og
vandmeðfama máls. En þar
eiga fyrst og fremst hlut að
máli ríkisstjórnir Danmerk-
ur og íslands og mikill fjöldi
einstaklinga í Danmörku,
sem á undanförnum árum
hafa sýnt skilning og áhuga
á því, að íslendingar fengjú
handritin heim.
L a u s n handritamálsins
mun enn bæta sambúð Is-
lendinga og Dana. Þessar
norrænu frændþjóðir hafa
stöðugt verið að nálgast hvor
aðra og skipti þeirra orðið
nánari og fjölþættari. Sú
þróun mun halda áfram.
Þessum sáttaumleitunum var
nú svo langt á veg komið,
að nokkurn veginn auðsýnt
þótti að samningar myndu
takast og að hinum blóðugu
átökum myndi linna.
En nú hafa nokkrir of-
stækisfullir herforingjar í
franska hernum í Alsír gert
uppreisn, og að því er virð-
ist náð meginhluta landsins
á sitt vald. Af fregnum virð-
ist svo sem mikill ótti og
uggur ríki í Frakklandi eft-
ir þessa atburði. Hefur jafn-
vel verið gert ráð . fyrir, að
hinir frönsku herfóringjar í
Alsír myndu gera tilraun til
einhvers konar árásar á
sjálft heimaland sitt. Hefur
herforingjaklíkan, sem upp-
reisninni stjómar, brenni-
merkt de Gaulle sem svikara
vegna sáttastefnu sinnar í
Alsír.
Allt er ennþá á huldu um
það, hver úrslitin verða í
þeirrí baráttu, sem nú er haf-
in milli franska hersins í
Alsír annars vegar og heima-
landsins hins vegar. En frá-
leitt er að hinum frönsku
herforingjum takist að fram-
kvæma þá stefnu sína að
halda Alsír alfrönsku og
kæfa algerlega niður sjálf-
stæðishreyfingu Serkja. Hugs
anlegt er að til styrjaldar
dragi milli Alsírhersins og
franska heimahersins. Þegar
svo er komið hefur frönsk
borgarastyrjöld brotizt út.
Þá verða það ekki lengur
Frakkar og Serk'ir sem berj-
ast, heldur Frakkar við
Frakka. Jafnhliða munu svo
óeirðir blossa upp innan
Alsírs sjálfs.
Auðsætt er, að de Gaulle
og stjórn hans hafa alla
frönsku heimþjóðina að baki
sér. Það var einmitt vegna
uppreisnarinnar í Alsír sem
de Gaulle komst til valda og
fékk aðstöðu til þess að
skapa Frakklandi styrka
stjórn eftir öngþveiti það,
Uppreisn hersins
I ÞRIÐJA sinn á þremur
árum hafa Evrópumenn
búsettir í Alsír gert up.p-
reisn gegn hinni löglegu
stjórn Frakklands.
Með því er þriðji þáttur
Alsír-harmleiksins hafinn.
Menn vona að hann geti
orðið lokaþátturinn, en þá
er um leið hætta á því að
hann rísi hæst í stórkost-
Iegum átökum og spennu.
Að baki allra uppreisn-
sem ríkt hefur í frönskum
stjórnmálum frá því að síð-
ustu héimsstyrjöld lauk.
HVAÐ VILDI
FRAMSÓKN ?
A llt frá því, að núverandi
■^1, ríkisstjórn hóf viðreisn-
arstarf sitt í íslenzkum efna-
hagsmálum eftir uppgjöf
vinstri stjórnarinnar hafa
Framsóknarmenn h a m a z t
gegn öllum ráðstöfunum
hennar. Sjálfir hafa þeir
hins vegar forðazt að benda
á eitt einasta úrræði, sem
þeir sjálfir legðu til að fram
kvæmt yrði. Einstakir ráð-
herrar úr vinstri stjórninni
sálugu hafa skýrt frá því,
að á síðustu dögum þeirrar
stjórnar hafi Framsóknar-
flokkurinn verið búinn að
gera sér það ljóst, að stefna
hennar leiddi út í ógöngur
og að óhjákvæmilegt var
að breyta um stefnu. Þá var
það sem Framsóknarmenn
sögðu samstarfsmönnum sín-
um frá því, hvað þeir helzt
höfðu í hyggju. Aðalúrræði
þeirra þá var rétt skráning
íslenzkrar krónu, minnkandi
fjárfesting, vaxtahækkun og
aðrar aðgerðir, sem nauð-
synlegar yrðu taldar til þess
að draga úr ofþenslunni í
efnahagslífinu. og koma þar
á jafnvægi.
Þegar svo núverandi ríkis-
stjórn framkvæmir, að ráði
færustu efnahagsmálasérfræð
inga, innlendra og erlendra
mjög svipaðar ráðstafanir og
Framsóknarflokkurinn sjálf-
ur hafði lagt til að gerðar
yrðu, þá snúast Framsókn-
armenn gegn þeim af ein-
stæðu offorsi og ganga í
bandalag við kommúnista til
þesss að hindra framkvæmd
þeirra!!
Þetta er hin ljóta saga af
hinni ábyrgðarlausu stjórnar-
andstöðu Framsóknarflokks-
ins. Hún mun ekki auka veg
hans eða traust meðal al-
mennings í landinu.
artilraunanna býr ótti ev-
rópskra landnema við að
þeir verði ofurseldir hin-
um serkneska þjóðarmeiri
liluta í Alsír.
Evrópumenn haía drottnað
yfir landinu í nærri heila öld
og seinni helming hennar hafa
þeir flykkzt þangað sem land
nemar. Þeir hafa unnið þar að
margháttuðum framkvæmd-
um, komið á fullkomnum sam
göngum, byggt heilar glæsi
legar borgir í evrópskum stíl
með öllum lífsþægindum, sett
upp verksmiðjur og orkuver,
byggt skóla og sjúkrahús. —
Ríki Evrópumannsins í Alsír
hefur verið land, dugnaðar,
framfara og auðs.
Á kostnað innfæddra.
En mikið af þessu hefur ver
ið unnið á kostnað hinna inn
fæddu, Serkjanna, sem eru að
uppruna sambland ýmissa
Charles de Gaulle
þjóða en tala arabisku og eru
múhameðstrúar.
Evrópsku landnemarnir
tóku bezta landið af hinum
innfæddu og notfærcSu sér
neyðina meðal þeirra til að fá
ódýrt vinnuafl. ,
Franskir iandnemar í Alsír
urðu margir í tölu auðugustu
borgara Frakklands. En við
hlið þeirra bjuggu í sama land
inu, eins og í öðrum heimi
hinir örfátæku serknesku i-
búar, sem aldrei sáu neinn ár-
angur allra framfaranna í
Alsír. - Þeir voru undirþjóð,
sem urðu að þola sitt hlut-
skipti og þannig vildu
frönsku landnemarnir í Alsir
að þetta yrði áfram um aldur
og ævi.
Kjarni málsins er sá að í
Alsír búa tíu sinnum fleiri
Serkir en Evrópumenn. Hinir
frönsku landnemar eru um
900 þús., en Serkirnir um 9
millj.
Stríð i 6 ár.
Haustið 1954 hófst upp-
reisn Serkja gegn hinum
frönsku yfirráðum. Hún háfst
með samræmdum skæruhern
aði víðsvegar í landinu og óx
síðan stig af stigi, þar til upp
reisnarmennirnir réðu yfir
meirihluta landsins og hern-
Sðarástand var í því öllu.
Stríðið í Alsír hefur staðið
meir en sex ár og frönsku land
nemarnir hafa stöðugt kraf-
izt þess að heimaþjóðin
tryggði þeim áframhaldandi
yfirráð í Alsír.
Þegar frönsku landnemarn
ix hafa hrópaið vígorð sitt
„Alsír hiuti af Frakklandi",
eiga þeir við með því að
franska ríkinu beri skylda til
að tryggja þeim sömu aðstöðu
og þeir hafa haft. Það er alls
ekki ætlun þeirra með vígorð
inu, að serknesku íbúarnir
eigi að hljóta öll þau sömu
borgararéttindi sem almennir
íbúar Frakklands.
Frakkar hafa orðið að halda
úti um 600 þúsund manna liði
í Alsír, — næstum því einum
hermanni fyrir hvern hvítan
íbúa landsins. Mannfall í liði
þeirra hefur oft verið mikið,
svo að margar fjölskyldur í
Frakklanui eiga um sárt að
binda vegna stríðsins. Her-
kostnaður hefur verið svo gíf
urlegur, að hann hefur sligað
allt efnahagslíf Frakklands og
orðið til þess að draga stór-
lega úr verklegum fram-
kvæmdum og framförum
heima fyrir.
Það var hin erfiða skulda-
hlið Alsírs-málsins, sem
frönsku stjórnirnar áttu svo
erfitt með að bera, að þær
féllu hver á fætur annarri og
loks var svo komið í árs-
byrjun 1958, að útlit var fyrir
að allt væri að komast í
strand. Franska þingið vildi
ekki halda áfram að veita
milljarða fjárveitingar til ár
angurslausrar styrjaldar.
De Gaulle kemst til valda.
Þann 13. maí 1958 gerðu
hvítu landnemarnir í AlsSr
fyrstu uppreisn sína gegn rík
isstjórn Frakklands. Bak við
hana lá víðtækt samsæri
hægrisinnaðra stjórnmála-
manna og herforingja um að
taka völdin í Frakklandi,
koma á hernaðareinræði, og
spara ekkert og láta einskis
ófreistað til að vinna úrslita
sigur í Alsír. Þeir töluðu jafn
vel um það að þeir skyldu
sigra í Alsír, þó það kostaði
að útrýma Serkjunum.
13. maí uppreisnin beindist
inn á þá braut að koma de
Gaulle til valda. Evrópsku
landnemarnir ,í Alsír bundu
miklar vonir við vaidatöku
hans. Þeir vissu að hann
myndi skapa sterka ríkis-
stjórn og höfðu þær hug-
myndir um hann að hann
væri svo mikill þjóðernis-
sinni að hann myndi aldrei
líða það, að Frakkar töpuðu
Alsír.
De Gaulle komst til valda
og er hann hafði samið nýja
stjórnarskrá sem gaf honum
og ríkisstjórninni mikið vald
í hendur fór hann að taka
Alsír-málið til meðferðar. Þá
brugðust vonir landnemanna
í Alsír. De Gaulle leit ekki
fyrst og fremst á hagsmuni
landnemanna í Alsir, heldúr
á hagsmuni og heiður frönsku
þjóðarinnar í heild.
De Gaulle myndaði sterka
stjórn eins og uppreisnarmenn
irnir höfðu vonað, en ekki
sterka stjóm til þess að fram
fylgja öllum kröfum þeirra,
— heldur sterka stjórn til að
taka allt Alsir-málið til end
urskoðunar.
Þegar landnemunum í Alsír
varð það ljóst, að de Gaulle
mundi verða þeim óþægur ljár
í þúfu tóku þeir að hallmæla
honum og berjast gegn hon-
um. Fyrir rúmu ári ætluðu
öfgafyllstu landnemarnir að
endurtaka leikinn og gerðu
uppreisn gegn de Gaulle í
Algeirsborg. En de Gaulle
Framh. á bls. 15.
i