Morgunblaðið - 25.04.1961, Page 13

Morgunblaðið - 25.04.1961, Page 13
Þriðjudagur 25. apríl 1961 MORGUNBLAÐID 13 Læknisþjónusta strjabýiisins og vandkvæði hennar Eftir Arinbjörn KoBbeinsson lækni Á SÍÐASTA Alþingi var sam- þykkt þingsályktun varðandi vandamál það, sem skapast hefur, vegna skorts á héraðslæknum. Mál þetta hefur vakið töluverða athygli, sem sjá má af blaða- skrifum, og umræðum á Alþingi enda eðlilegt, þar eð það snertir lif og heilsu nokkurra þúsunda landsmanna. Ef dæma má eftir ‘blaðafregnum, hafa fyrstu um- ræður á Alþingi að nokkru leyti mótazt af vanþekkingu á orsökum og eðli þessa mál efnis og jafnframt gætt misskiln ings i því efni hvernig leysa beri vandann. í grein, sem Friðrik Einars- Ison, læknir ritaði í Mbl. 25. febrúar s. 1., vék hann að nokkr- um misskilningsatriðum í sambandi við mál þetta og Tskýrði þau glögglega. Verður þeim atriðum að meztu leyti sleppt hér, en meiri áherzla lögð á að lýsa vandamálinu eins og það er í dag. Einnig verður drepið á þær leiði/, sem leyst geta vandann á einfaldan og varanlegan hátt. Erfiðleikar á læknisþjónustu strjálbýlisins eru eki einkamál binna afskekktu héraða, þetta er vandamál, sem varðar alla landsmenn, það er fyrirboði þess, sem einnig má vænta í þéttbýlinu, ef svo heldur fram, sem nú horfir. í þéttbýli koma vandkvæðin að vísu fram í annarri mynd og fljótt á litið af öðrum orsökum en í strjálbýli, en afleiðingarnar þar verða þeim mun alvarlegri, sem þær snerta fleiri einstaklinga. Tæplega er þess að vænta, að almenningur í landinu þekki undirstöðuatriði þessa vandamáls til hlítar. Lækn ar eiga hér mikinn hlut að máli og er því nauðsynlegt að þeir geri grein fyrir þeim atriðum, sem mestu varða. Núverandi ástand. Um síðastliðin áramót voru 6 héruð læknislaus með öllu, en auk þess voru 8 héruð, sem að- eins höfðu lækni ráðinn til skamms tíma. Má því telja að vantað hafi 14 héraðslækna eða að 4. hvert læknishérað (hiafi skort fastan héraðslækni. íbúar þessara héraða eru rúml. 8 þús. Öðru hverju birta dagblöðin fregnir bf erfiðleikum við út- vegun á læknishjálp, og svip- ar þeim lýsingum til þess, er al- gengt var fyrir hundrað árum síðan. Jafnvel fregnir af dauðs- Iföllum, sem álitin eru stafa af skorti á læknishjálp, eru i dag- blöðum tæplega talið til tíðinda. Það hefir löngum verið erfitt að fá lækna í afskekkt héruð og ástandið hefur mjög versnað á síðastliðnu ári, og aldj-ei verið verra en nú. , Fleiri íæknar á fslandi en annarsstaðar. í umræðunum á Alþingi virð- Ist sá skilningur hafa ríkt að læknafæð almennt sé .að nokkru mm að kenna og læknadeild Háskólans útskrifi árlega of fáa Jækna. Hvað það atriði snertir má minna á nokkrar tölulegar staðreyndir., Hér í landi er einn starfandi læknir á hverja 760 íbúa, i Danmörku 1 á hverja 900 í Noregi 1 á hverja 1100 Englandi 4 á hverja 900, Hollandi 1 á hverja 1500, Svíþjóð 1 á hverja 4200, Bandaríkjunum 1 á hverja 760, Rússlandi 1 á hverja 650. Lætur þvi nærri að óvíða í'heim inum séu fieiri starfandi lækn- ar en á fslandi, miðað við íbúa- tölu. Með tilliti til læknafjölda, meðal starfsævi þeirra og fólks- fjölgunar á landinu þarf hér 12—13 nýja lækna árlega. Til viðbótar þessari tölu má gera ráð fyrir að árlega þurfi 1 eða 2 lækna til þess að hægt sé að hagnýta sérstakar tæknilegar framfarir á sviði læknavísinda. Mikil læknafjölgun næstu árum Við þurfum því 13—15 nýja lækna árlega til þess að við- halda í landinu læknastétt, sem er ein af þeim hlutfallslega fjöl mennustu í heimi. Læknadeild Háskólans hefur undanfarin 10 ár útskrifað að jafnaði 16 lækna kandidata árlega og næstu 5 árin munu að meðaltali útskrif- ast 20 á ári. Af þessu má ljóst vera, að ekki er um að ræða læknafæð í bráð eða lengd. Þar sem greinilega er nóg af lækn- um liggur næst fyrir að leita skýringar á því hvers vggna þeir fást eki til starfa í hinum ýmsu hémðum. Þegnskylduvinna hefur reynzt gagnsiaus Heyrst hefur sú. kenning að skortur á þegnskap valdi miklu hér um og nauðsyn beri til þess að skylda lækna með lagaboði til þess að inna af hendi þessi þjóðnýtu störf. í þessu sambandi Fyrri grein má geta þess að í gildi hafa verið í nær 20 ár heimildarlög til þess að skylda hvern lækna- kandidat til héraðslæknisstarfa í 6 mánuði áður en lækninga- leyfi er veitt. Hefur lögum þess- um verið beitt óspart, en árang- urslítið eins og sjá má af versn- andi ástandi. Læknar munu vera eina stétt landsins, sem innir af hendi þegnskylduvinnu á þenn- an hátt. Slíkt þegnskyldufyrir- komulag á læknisstarfsemi tíðk- ast að vísu sumsstaðar erlendis, einkum þó í Rússlandi og er þegnskyldutíminn þar allt að þrem árum. En þess ber að gæta að læknastúdentar þar fá laun og styrki um námstímann sem geta jafnast á við verkamanna- kaup þar í landi. (Læknablaðið 1960 bls. 166). Fimmti hver héraðslæknir í Færeyjum er íslendingur Sumir telja að læknar vilji ekki leggja á sig hin erfiðu störf afskekktra héraða. f sambandi við þessa tilgátu er rétt að benda á að um skeið hafa . sum erfið- ustu læknishéruð Færeyja verið skipuð ungum og efnilegum ís- lenzkum læknum. Ferðalög í Færeyjum eru stundum álíka erfið og jafnvel áhættusamari en almennt gerist hér álandi, samt er ekkert héraðslæknisembætti laust þar, og fimmti hver héraðs- læknir í Færeyjum er íslend- ingur. Þá liggur næst fyrir að leiðá í Ijós hver er munurinn á íslenzk um og færeyskum héraðslækn- isstöðum. Hvað það er, sem veld- ur þvi, að losni héraðslæknis- staða í Færeyjum, er hún sam- stundis skipuð af íslenzkum lækni, ef ókleyft hefir reynst Arinbjörn Kolbeinsson að fá færeyskan eða danskan lækni í starfið. En losni héraðs- læknisstarf á íslandi sækir oft enginn um það og sjaldan fleiri en einn. Munurinn liggur í starfsað- stöðu og launum. En starfsað- staða er fólgin í húsakynnum áhöldum til rannsókna og lækn inga, möguleikum til framhalds- menntunar, apóteki og samgöng um, sum þessara atriða eru hag- stæðari í Færeyjum, og síðast en ekki sizt eru laun miklu hærra þar en hér (aukatekjur meðtaldar). Varla verða því ungir íslenzk- ir læknar, sakaðir um að gera of háar kröfur í þessum efnum, þar sem sýnt er að þeir taka fúslega við störfum, sem stétta- bræður þeirra danskir eða fær- eyskir geta ekki sætt sig við. Einhver kynni að hreyfa þeirri niótbáru, að fslendingar hafi ekki efni á að greiða læknum sínum eins vel og Danir, Fær- eyjingar og Svíar gera. Má vera að svo sé, en miklar lagfæring- ar má gera áður en laun hér ná því, sem nú gerist erlendis. Brúttó tekjur héraðslækna í af- skekktum ísl. héruðum#eru varla meiri en 1/5—1/4 af því sem gerist í Færeyjum og 1/10—1/5 af því sem greitt er í Svíþjóð, en auk þess eru flestir kostn- aðarliðir við læknisstörfin miklu hærri hérven þar, einkum vegna hárra tolla á lækningatækjum og læknabifreiðum. Samanburður á ævitekjum lækna og annara stétta: Sá rótgróni erfðamisskilningur, að laun lækna hér á landi séu há, •> jafnvel hærri en annara launastétta, hefur valdið miklu tjóni fyrir þá, sem á læknisþjón ustu þurfa að iialda. Árið 1957 lét stjórn Læknafélags Reykja- víkur reikna út ævitekjur lækna og gera á þeim samanburð við ævitekjur barnakennara. Útreikn ingar þessir þykja of flóknir fyr- ir lesendur dagblaðanna og hafa því ekki fengist birtir þar, en þá er að finna í heild í Lækna- blaðinu 42. árg. 3. tbl. 1958. Hér verður aðeins drepið á nokkur atriði útreikninganna og á það minnst að þeir byggjast á verð- lagi ársins 1956. Við framkvæmd þessara útreikninga var stuðzt við sænska fyrirmynd, og þeim í áðalatriðum hagað á sama hátt og gert' var í Svíþjóð árið 1944, er gerður var hagfræðilegur samanburður á ævitekjum Iækna og sporvagnsstjór.. þar í landi. Sænsku útreikningafnir leiddu í Ijós að læknarnir höfðu sömu ævitekjur og sporvagns- stjórar. Niðurstöður íslenzku út- reikninganna sýndu, að ævitekj- ur fastlaunalækna, sem aðeins stunduðu eitt starf (án auka vinnu) voru ca. 55% af ævitekj- um barnakennara, og er þá ekki langt til jafnað. Framlag ríkisins til kennslu hvers læknis er kr. 63.052,74, en það sem læknaneminn leggur fram á móti, nemur 612.197,12 kr., ef hann á a ðnjóta sömu kjara og kennari meðan á námi stendur. Framlag hins opinbera til kennslu hvers kennaraefnis er 56.113,20 kr. Á móti þessu legg ur kennaraefnið 85.775,10 kr., en þeirri fjárhæð nemur sú skuld, sem stofna þarf til, ef kennara- efnið á a ðnjóta sama lífseyris og þeir, sem hefja launuð störf strax að skyldunámi loknu. í reyndinni munu hvorki kenn arar né læknar skulda þær fjár- hæðir, sem hér eru nefndar, enda þótt þær séu hið raunverulega verðmæti framlags þeirra til námsins. Veigamestu ástæðurnar til þessa eru vafalaust. sppar- semi og sjálfsafneitun náms- manna, sem allir lifa við miklu knappari kost en jafnaldrar þeirra, sem hefja launuð störf strax að skyldunámi loknu. Einnig leggst flestum náms- mönnum til 5é eða hlunnindi frá foreldrum eða vandamönn- um, sem á þennan hátt greiða mikla aukaskatta, sem þjóðfé- laginu ber siðferðileg skylda til að gera námsmanninum kleift að endurgreiða. Við núverandi aðstæður verð- ur afkoma lækna að byggjast á þrotlausu starfi, ítrustu sparsemi og sjálfsafneitun um námstím- ann og óhæfilega mikilli auka- vinnu á starfsárunum. Slík auka- vinna rýrir starfsnákvæmni og getur orðið þess valdandi, eink- um þegar til lengdar lætur, að þjómxstan verði ekki eins góð og læknar sjálfir og almenningur hljóta að krefjást. Óhóflegt ann- ríki er álíka skaðlegt fyrir lækn isþjónustuna eins og aðgerðaleysi og einangrun. Viðunandi læknisþjómista. í greinargerð, sem fylgdi þings ályktunartillöguani, er rætt um sæmilega læknisþjónustu án þess að það hugtak sé skýrgreint nánar. Um alhliða læknisþjón- ustu eru strangari kröfur en svo, að það sé á færi nokkurs eins læknis að uppfylla þær. Óhjá- kvæmilegt er að margir læknar með mismunandi sérgreinar vinni saman og myndi skipulagð an starfshóp við sjúkdómarann- sóknir og lækningar. Sæmileg eða viðunandi læknisþjónusta í strjálbýlinu verður fólgin í heilsu gæzlu og heimilislæknisstörfum í víðtækri merkingu ásamt ör- uggum tengslum við ákveðin sjúkrahús, rannsóknastofnanir og sérfræðinga. Til þess að unnt sé að ná þessu marki þurfa eftirfarandi atriði að vera fyrir hendi. I. Læknir með alhliða menntun ásamt að- stoðarfólki eftir því sem þarf á hverjum stað. II. Lækningastof- ur með nauðsynlegum rannsókn ar- og lækningatækjum. III. Apó- tek með nægilegum lyfjabyrgð- um. IV. Samgöngur sem henta læknisþjónustunni. Það þarf að gera strangjari kröfur um þekkingu og hæfni héraðslækna heldur en hinna al- mennu lækna í þéttbýlinu. Hér- aðslæknir í strjálbýli nýtur ekki aðstoðar annarra lækna, þegar ráða þarf fram úr vandasömum verkefnum, sem venjulega koma fyrirvaralaust og oft þarfnast skjótrar úrlausnar. Þannig verð- ur hann að vinna mörg læknis- verk, sem venjulega eru unnin af sérfræðingum þar sem þeirra er völ. Læknisþjónustu strjál- býlisins verður sennilega um langan tíma þannig háttað, að íbúarnir hafa aðeins völ á ein- um lækni og veltur því á meiru þar en annarsstaðar að hann sé búinn slíkri menntun og mann- kostum, að hann verðskuldi ó- skorað traust skjólstæðinga sinna. Nauðsynleg starfsaðstaða héraðslæknis. Til þess að læknar geti hág- nýtt þekkingu sína og veitt sjúkl ingum þá þjónustu, sem sæm- andi er nútíma læknum og al- menningur á rétt á, verða viss skilyrði til starfsaðstöðu að vera fyrir hendi. Nákvæmt yfirlit um tæki og útbúnað í almennri nú- tíma lækningastofu, er að finna í tímaritinu Med. Clin., og North Am., Nov. ’60, og eftir þeim upp- lýsingum, ásamt tilliti til stað- hátta, er unnt að reikna út kostn að við lækningastofu, sem henta myndi og nægja í afskekktu hér- aði. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir þeim megin kostn- aðarliðum sem viðunandi lækn- isþjónnsta byggist á, og verður hver aðili að geta risið undir sínum kostnaðarhluta ella verð- ur þjónustan gölluð, eða leggst niður með öllu. Þessi kostnaðar- liðir eru sem hér segir: Framh. á bls. 15 Tafla I. Áætlun um kostnað við héraðslæknisembætti þar sem starfis- aðstaða ep viðunandi. Árlegur rekstrarkostnaður (vext- Stofnkostnaður ir, afskriftir, afborganir af náms lánunum o. fl.) 43, ■3 Æ. u oo '5 s *0 Cð I g *& o & C/I r—1 C ♦Vextir og af borganir af '2 ti 1 «3 43, 5 ú W3 ca u z .a p. o & < Læknisnám* 612 63 675000,00 námsskuldum 47 47000,00 afskriftir af áhöldum ásamt Áhöld 75 185' 260000,00 vöxtum 11 28 39000.00 Afskriftir og viðhald á Bústaður 1700 1700000,00 bústað 11% Afskriftir og rekstur bif- 187 187000,00 Bifreið 280 % 280000,00 reiðar Afskriftir og vextir vegna 75 75000,00 Apótek 50 50000,00 apóteks 20% • Fræðslu- 12,5 12500,00 kostnaður 15 15000,00 Samtals 1017 1948 2965000,00 160,5 215 375500,00 *Þessir kostnaðarliðir eru miðaðir við verðlag og vexti 1956.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.